Helgarpósturinn - 19.10.1979, Side 5

Helgarpósturinn - 19.10.1979, Side 5
5 heigarpósiurinrL- Föstudagur 19. október 1979 „MJÖG LÍKLEGT AÐ ÞAÐ SÉU KJARNORKUVOPN A ÍSLANDI” segir Howard Morland, höfundur umdeildu Progressivegreinarinnar um gerð vetnissprengjunnar, í viðtali við Helgarpóstinn „Þaö kæmi mér mjög á óvart, ef þaö eru engin kjarnorkuvopn i bandarisku herstööinni á Kefla- vikurflugvelli,” sagði Howard Morland i viðtali við undir- ritaðan. Morland er höfundur um- deildrar blaðagreinar, sem hann ritaði um vetnissprengjuna og hvernig ætti að búa hana til. Greinin hefur komið á stað mikl- um blaðaskrifum og deilum hér vestra. Bandarikjastjórn krafðist þess, að lögbann yrði lagt á hana, og i hálft ár hefur Progressive-tima- ritið ekki getað birt grein Mor- lands vegna lögbannsúrskurðar. Lögbannsúrskurðúrinn er sögu- legur, þvi þetta er i fyrsta skipti i sögu Bandaríkjanna, sem Banda- rikjastjórn hefur tekizt að leggja lögbann á blaðagrein og hindra þannig tjáningarfrelsi fjölmiðla á þeirri forsendu, að birting greinarinnar gæti stefnt öryggi rikisins i voða. Fyrir stuttu var lögbanninu aflétt, þar sem litíð tímarit, The Madison Press Connection, birti bréf frá tölvufræðingi þar sem var að finna nákvæmlega sömu upplvsingar eða s vipaðar og eru i grein Howards Morlands. Undirritaður átti viðtal við Howard Morland á dögunum. Við ræddum vitt og breitt um kjarnorkum ál, bæði kjarnorku- ver og þær hættur, sem þeim fvlgja, samanber ,,Three Mile Island”-slysið skammt frá Harrisburg i vetur, og svo fram- leiðslu og útbreiðslu kjarnorku- vopna. hvernig bezt veröi varizt kaf- bátahernaði. Hlutverk her- stöðvarinnar á Islandi er svo- kallað ASW (Anti-Submarine Warfare),” bætti Morland við. ...að verjast árás sovézkra kafbáta...” ,,Um borð i fjölmörgum þeirra kafbáta, sem koma norðan frá Sovétrikjunum eru kjarnorku- vopnogsömu sögu er að segja um bandariska kafbáta á þessum slóðum. Og það er einmitt hlut- verk herstöðvarinnar á Islandi að ver jast árás sovézkra kafbá ta. Af þessari ástæðu tel ég ákaflega óliklegt, að það séu engin kjarn- orkuvopn á fslandi.” Morland tók fram, að hann hefði ekki kynnt sér sérstaklega herstöðina á Islandi. ,,Ég veit hins vegar, að það eru um 5000 kjarnorkuvopn, af einni gerð eða annarri, erlendis á vegum banda- riska hersins.” Hann sagði, að i kjarnorku- vopnaforðabúri Bandarikjahers væru á milli 25 og 30 þúsund vopn. Morland bætti þvi við, að Banda- rikjamenn ættu að gera þessi vopn óvirk. Ef til kjarnorkustriðs kæmi nægði Bandarikjamönnum um 100 kjarnorkuvopn til að sigrast á her eða herjum óvinar Kjarnorkuver og -vopn hafa verið mjög til umræðu hér 1 Bandarikjunum undanfarna mánuði. Kemur þar til greina Howard Morlands og slysiö I TMI kjarnorkuverinu við Harrisburg. Andmælendur kjarnorku hafa efnt til mótmælafunda viðs vegar HowardMorland sannaði þó, að þekkingar til að smfða þetta vopn mætti afla með þvi að fara á bókasöfn og eiga viðtöl viö sér- fræðinga. Sjálfur hafði hann enga sérþekkingu til þess að skrifa grein um efnið. Að visu hefur hann lagt stund á eðlisfræði og verkfræði, en ekki útskrifazt i þeim greinum. Með þvi að skrifa greinina, sem Bandarikjastjórn bannaöi birt- ingu á, „The H-Bomb Secret: How We Got It, Why We’re Telling It” vildi Morland sýna fram á, að uppskriftina að sprengjunni væri að finna i gögnum, sem væru opin almenn- ingi. Vetnissprengjuna væri búið að sveipa dularhjúpi. Marklaus dularhjúpur „Mig langaði til aö útskýra hvernig dularhjúpurinn um kjarnorkuvopn er framhald af Rosenberg-réttarhöldunum og hélt áfram með McCarthytim- anum fram á okkar daga,” sagði Morland. En hefði Morland skrifaö grein um þaö hvernig ætti að búa til vetnissprengju, ef hann hefði haft undir höndum nákvæmá formúlu til þess úr leyniskúffum stjórn- valda? ,,Já. Þessi leynd er markleysa og henni er viðhaldið til þess að gera vopnið dularfullt og jafn- framt almenningi ókleift að ræða og taka afstöðu af viti. Það, sem lloward Morland Þetta er forsiða mai-heftis Pro- gressive-timaritsins, sem fjallaði einvörðungu um vetnissprengju- greinina og ýmsar hliðar þess máls. ég vildi, var að gera vetnis- sprengjuna raunverulega i hugum fólks. Ég vildi segja alla söguna, hvortsem hún væri skráð sem leyndarmál eða ekki.” Morland bætti þvi við, að dreifing upplýsinga af þessu tagi geröu fólki kleift að taka skyn- samlega afstööu og jafnframt væri slik upplýsingamiðlun fyrsta skrefið i átt að afvopnun. Varðandi kjarnorkuvopn á fslandi sagði Morland, að það kæmi sér ekki á óvart, að islenzk stjórnvöid yxðu aö treysta orðum yfirmanna bandariska hersins á Islandi eöa stjórnvöldum I Wash- ington. „Það þarf nokkra sérþekkingu til þess að komast að þvi hvort kjarnorkuvopn eru geymd á til- teknum stað eða ekki. Og mér sýnist það nokkuð brýnt fyrir Islendinga að fá þetta á hreint, þar sem það er alþjóðaflugvöllur innan hersvæðisins. Það er raunar athyglisvert, að i Hon- olulu er einmitt núna dómsmál i gangi, þar sem herinner að reyna að fela þá staðreynd, að þar séu geymd kjarnorkuvopn örskamma vegalengd frá alþjóöaflugvelli þar.” Fáar blaðagreinar hafa vakiö jafnmikla athygli og grein Howard Morlands um vetnis- sprengjuna. Eftir sex mánaða þref hefur loksins fengizt leyfi til að birta hana og verður það i nóvember-hef ti Progressive-- timaritsins. Er þar með lokið sögu lengsta lögbanns á ritað mál i sögu Bandarik janna. First Amendment rights vs. natumal securitr Sýnishorn af úrklippum um grein Howard Morlands. Hann sagði i sam- táli við Helgarpóstinn, að ritstjórn Progressive-tlmaritsins hcfði haldiö saman úrklippum um máliö frá upphafi og fylltu þær 5 stóra pappakassa. Bandarisk kjarn- orkuvopn erlendis... Morland hefur um margra ára skeið kynnt sér kjarnorkuvopna- framleiðslu Bandarikjamanna og útbreiðslu sllkra vopna. Þegar ég itrekaði spurningu mina um það hvort hugsanlegt væri, að á Islandi væru bandarisk kjarnorkuvopn, sagði Howard Morland: ,,Ég tel mjög liklegt, að við höfum kjarnorkuvopn á Islandi. Þaðer löngu vitað, að bandariski herinn hefur kjarnorkuvopn erlendis og er nærtækast að nefna Japan, Filippseyjar og Vestur-Þýzkaland. Ég væri undrandi.ef engin slik vopn eru á íslandi.” Hvers vegna?, spurði ég. „Svarið ereinfalt. Það má ekki gleyma þvi hvert er meginhlut- verk bandarisku herstöðvarinnar á Islandi. Herstöðin gegnir eftir- litshlutverki. Verkefni hennar er aðfylgjastmeðkafbátaferðum oe um Bandarikin og virðast and- kjarnorkusinnar eiga töluveröan hljómgrunn meðal bandarísku þjóðarinnar. Kjarnorkan í brennidepli Andmælendum hefur bætzt liösstyrkur að undanförnu: fréttir um bilanir i nokkrum kjarnorkuverum hér vestra hafa vakið fólk aftur til umhugsunar um kjarnorku og þær hættur, sem henni fylgja. I ofanálag eru orkumál ofar- lega i hugum Bandarfkjamanna og ýmsar tilraunir I gangi i þvi skyni að afla orkufrekustu þjóð heims aflgjafa fyriralla bilana og heimilistækin, sem fylgja hverju heimili. Vetnissprengjan s jálf er heldur óhugnanlegt vopn og gæti eytt öllu lifi á jöröunni. Fáir vilja hugsa svo langt. Hvernig vetnis- sprengjan litur út vita enn færri okkar. Urvalssól /Það eykst með hverju ári að fólk tekur fremur orlof sitt að vetri en sumri. Fyrir þá bjóðum við vel skipu- lagðar hópferðir til viðurkenndra orlofsstaða í Úrvals- sól. KANARÍEYJAR Fjöldi íslendinga hefur dvalið á PLAYA Del INGLISH ströndinni undanfarna vetur og notið þar Úrvalssólar, hvíldar og skemmtunar. BrotHör 26. október 25. nóvember 15. desember 5. janúar. 26. janúar 16. febrúar 8. mars 29. mars 19. apríl Úrvalsgististaðir á Playa del Inglish. Smáhýsi (bungalos): El Timon. íbúðir: Broncemar, Los Salmones. Úrvalsíbúðir í miðborg Las Palmas: Tinoca Verð frá kr. 290.000.- Sérprentaður bæklingur liggur frammi á aðalskrifstofu og hjá umboðsmönnum okkar. Komið og ráðfærið ykkur við sérþjálfað starfsfólk okka um Úrvalsferðir. Jólaferð Páskaferö FERÐASKRIFSTOFAN URVAL VID AUSTURVÖLL SIMI26900

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.