Helgarpósturinn - 16.11.1979, Side 3

Helgarpósturinn - 16.11.1979, Side 3
3 hplrjrirpn^tl irinn Föstudagur 16. nóvember 1979 Vinnuaöstaöa lögreglu- manna fer svolitið eftir efnum og aðstæðum hverju sinni. Á þessum myndum, sem teknar voru við mót- mæli herstöðvarand- stæðinga gegn NATÓ skip- urri/ er hún með verra móti. Ungur maður skvett- ir á þá vökva og berst siðan á hæl og hnakka. Hengingartak Hengingartakið svokallaða, sem minnst var á hér aö framan virðist einhverra hluta vegna i þann veginn að verða sérstakt lögreglutak. Helgarpósturinn hefur fyrir þvf áreiðanlegar heimildir að allir eða alllflestir lögreglumenn kunni þetta tak, enda þykir það mikiö þarfaþing, ef sljákka þarf I óstýrlátum. Takið er tekið um hálsinn og þrýst að slagæöum þannig að blóðrásin til heilans stöðvast f um 10 sekúndur. Afleiðingin er sú að menn missa allan mátt og með- vitund í 10—15 sekúndur og verða svo slappir f smástund eftir að þeir ranka við sér. Þá kunna þeir að tryllast ennþá meir, og litið annaö að gera en að taka takið á nýjan leik. Oftast eru þessi tök tekin þar sem aðstæður til slagsmála eru erfiðar, til dæmis innan húss, i lögreglubifreiðum og öðrum þröngum stöðum. í sjálfu sér má segja að þegar menn tryllast bókstaflega, er að ýmsu leyti „hagstæðara” að nota þetta tak heldur en að slást með hnúum og hnefum. Meiðslahætt- an er út af fyrir sig minni — en eins og gefur aö skilja er þetta tak afskaplega vandmeöfarið. Kylfan Bjarki Elfasson, yfirlögreglu- þjónn, sagði allt þetta tal um hengingartak, á misskilningi byggt. I lögregluskólanum væru kennd önnur tök, og þó tekið væri undir hökuna á mönnum, þýddi það ekki að verið væri að hengja þá. Um kylfunotkun sagði Bjarki að gilti sérstök reglugerð, sem dómsmálaráðuneytið hefði gefið út 1940 og væri enn f fullu gildi. Þar stendur meðal annars aö lög- reglumenn skuli leitast við að hæfa aðeins handleggi, brjóst eöa bak þess sem með kylfu er sleginn. Þar segir einnig að kylf- unni skuli aðeins beita f vörn, við handtöku hættulegs brotamanns, sé það nauðsynlegt, ef störf lög- reglunnar eru hindruð, og að lok- um til að knýja fram hlýðni við skipun ef henni er ekki hlýtt með venjulegum fortölum. Ánægður 1 Lögregluskólanum eru menn og konur þjálfaðir f notkun kylfu og annarra tækja lögreglunnar, og þar verða lögregluþjónar að standast vissar kröfur svo þeir eigi möguleika á ráöningu. Að sögn Williams Möller, fulltrúa lögreglustjóra, eru menn ráönir upphaflega til reynslu, og siðan fastráðnir þegar lögregluskólan- um er lokið og menn hafa öðlast einhverja reynslu i starfi. Skilyrði fyrir inngöngu I lög- regluna eru fremur almenns eðfis. Umsækjendur verða aö vera bærilegir f islensku, á aldr- inum 21—30 ára, fjár sfns ráð- andi, hafa gott mannorð, vera heiibrigöir andfega og lfkamlega — og vera sæmilegir að burðum. Þeir verða að hafa að minnsta kosti gagnfræöapróf — og bílpróf. Helgarpósturinn spuröi Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóra hvort hann væri ánægður með mann- valið og svarið var stutt og lag- gott: „Já, það er ég nú”. Harðræði islensku lögreglunnar virðist þess vegna af framan- sögðu ekki fyrirferðamikið I skýrslum og gögnum lögreglu og dómskerfis, þótt ýmislegt bendi til að alltaf ööru hverju kastist f kekki milli lögreglu og borgara án þess þó að þau mál nái svo langt að lögreglan sé kærð. Innan lögreglunnar eru vafalaust ein- hverjir sem ættu betur heima i öðrum starfsgreinum, en hins er einnig aö gæta að lögreglan vinnur oft störf sfn við erfiöar að- stæður og það sem f fyrstu kunna að virðast hrottaháttur af hennar hálfu eru ef til vill nauðsynlegar varnaraðgerðir. Eða eins og Magnús Einarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði við Helgarpóstinn: „Auðvitað þykir mér miður þegar lögreglan er sökuð um harðræði og þegar lögreglan sýnir vangæslu I starfi. En á meðan við erum menn, get- títíUk apurnar insœlu omnar íftur Litir: Dökkblátt, svart og Ijóst tweed efni Stœrðir: 34-40 Verð: 48.600.- SEnDum GEcn pústkröfu ur okkur orðið á f messunni. Það kemur að mfnu mati sjaldan fyr- ir, sem betur fer, þvi f slíkum til- fellum er ekki annað hægt að gera en að biðjast fyrirgefningar og reyna að bæta fyrir mistökin. J 300 manna lögregluliði hljóta slfk mistök að eiga sér stað”. eftir Guðjón Arngrímsson myndir: Leifur Um 40 hiutir verða keyptir til birtingar í bókinni. Greiddar verða ailt að 40 þús. krónur fyrir minni háttar hiut og ailt að 70 þús, krónur fyrir meiri prjónað eða hekiað. í hátlarhlul- Ákveðið Einnig hvers konar VtÍAvtJlíllUi i IriJiJl hefur verið aðverð- prjón og hekl til ___ _____ ____ launa þá flik. sem að Ullarverksmiðjan Gefjun efnir til samkeppni um efni í 3. hefti Prjónabókarinnar Elínar. Það skal vera á börn. unglinga og fullorðna. Handprjónað. vél- heimilisnota eða heimilis- prýði. 200 mati dómnefndar ber af í samkeppninni.með þvi að greiða fyrir hana 200 þús. krónur. þús. króna aukaverðlaun Unnið skal úr eftirtöidu Gefjunargarni og lopa Golfgarni Loðbandi Grilon nterino Superwash S-kantbgarni Hespulopa Grilon merino, eingirni Súium. Grettisgarni Plötulopa. Senda skal flikurnar greinilega merktar dulnefni tii Iðnaðardeildar Sambandsins. Sölvhólsgötu 4. 101 Reykjavík. fyrir 1. febrúar 1980. Þeirn fylgi nafn og heimilisfang sendanda i lokuðu umslagi rnerktu sama dulnefni í umslaginu sé einnig uppskrift eða eins glögg verklýsing og kostur er. Allar náttari upplýsingar gefur Gunnsteinn Karlsson i síma 91-28200. Reykjavík. Dóntnefnd Elínar lýkurslörfum i lok febrúar 1980 og munu þær flíkur, sem ekki hljóta verðlaun. verða endursendar þá. PRJÓNABÓKIN ELÍN ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.