Helgarpósturinn - 16.11.1979, Síða 24
—helgarpásturinrL. Föstudagur 16. nóvember 1979
# Andstæðingar sjálfstæðis-
manna gera nú harða atlögu að
slagorði þeirra um Leiftursókn-
ina gegn verðbólgunni. Gár-
ungarnir úr röðum andstæðing-
anna eru búnir að finna það út, að
leiftursókn dugi ekki nema með
skriðdrekaflota. Skriðdrekafor-
ingjarnir séu Gunnarog Geirog
þeirra skriðdrekar séu nákvæm
eftirliking af itölsku skriödrekun-
um I fyrri heimstyrjöldinni, sem
voru með fjóra gira aftur á bak —
til að auðvelda flóttann, og aðeins
einn gir áfram — lika til að auð-
velda flóttann, ef ráöist yrði á þá
aftan frá. Gárungarnir láta ekki
hér við sitja heldur halda þvi
fram að sjálfstæðismenn hafi
hingað til aðeins getað notað
þennan eina gir áfram á undan-
haldi sinu á Suðurlandi og
Akureyri, þar sem bara hafi verið
ráðist á þá aftan frá....
0 Vilmundur Gylfason lét þau
orö falla á dómaraþingi á dögun-
um að sennilega fyndist ein-
hverjum aö skæruliðar hefðu her-
tekið dómsmálaráðuneytiö meö
komu sinni þangaö. Sennilega er
Armann Snævarr, forseti Hæsta-
réttar þessarar skoðunar, þvi að
eftir dómaraþingiö flutti hann
tölu, þar sem hann hvatti dómara
„til að standa saman á viðsjár-
verðum timum” og eiginkonur
dómaranna til aö standa vel við
bakið á þeim....
0 Vinnustaðafundir pólitikus-
anna eru vinsælir um þessar
mundir. Friðrik Sóphusson (S)er
einn þeirra sem hefur verið á
slikri yfirreið síðustu daga og
einn daginn kom hann I kaffistofu
Þórisóss. Hann lýsti þvi þar yfir,
að kæmist flokkur hans í rikis-
cMLAMI
!REACH
Vió bjóðum lúxus hótel:
Konover og Flamingo
Club hótel- íbúóir
Um margs konar veró er
aó ræóa, t.d. getum viö
boðið gistingu í tvíbýlis-
herbergi og ferðir
fyrir kr.:322.000.-
Enn ódýrari gisting er
einnig fáanleg búi t.d. 5
fuliorónir saman í íbúö.
Kr 309.000.- pr mann.
Fyrir börn er verðið rúm
lega helmingi lægra.
0
FLUGLEIÐIR
Nánari upplýsingar:
Söluskrifstofur okkar
Lækjargötu 2 og Hótel Esju
simi 27800, farskrárdeild,
simi 25100, skrifstofur okkar
úti á landi.umboösmenn og
ferðaskrifstofur.
stjórn og hefði ekki tekist að leysa
efnahagsvandann innan niu
mánaða, mundi hann segja af sér.
Sagan segir að pöbbunum á kaffi-
stofunni hafi verið skemmt....
® Önundur Ásgeirsson, for-
stjóri OLÍS, er nú i Nlgerfu aö
semja þar við innfædda um
möguleg kaup á hráoliu fyrir
Islendinga. önundur er þar einn á
ferð og hefur umboð fslenskra
yfirvalda til ferðarinnar og
samningaviöræðna. Nokkur
aðdragandi mun þó vera að þess-
ari ferð. Nigeriskur áhrifamaöur,
sem sagður er bróðir forseta
nigeriska þingsins, kom hingað til
lands fyrir skömmu meö sviss-
neskum kaupsýslumanni, en sá
hefur veriö milligöngumaður i
skreiöarviðskiptum Islendinga og
Nigeriumanna um nokkurt skeið.
önundur Asgeirsson tók þessa
menn upp á arma sina, þegar þeir
komu hingaö til lands og mun
hafa farið einar tvær ferðir til
Túnis, sem er einn helsti spá-
kaupsmarkaðurinn i oliubransan-
um. Eftir þessar ferðir fór
önundur að þvi sagt er upp i við-
skiptaráðuneyti og sagði mögu-
leika á að ná helmingi lægra verði
i Nigeriu en nú fengist, en lagði
þunga áherslu á að hann fengi að
standa einn i þessum samning-
um. Kjartan viðskiptaráðherra
Jóhannsson mun hafa gripiö agn-
ið, þótt ýmsir teldu eðlilegast að
opinberir embættismenn yröu I
fylgd önundar. Sem sagt önund-
ur er einn á ferð og niðurstöðu
ferðar hans er beðið með eftir-
væntingu. Svo blðum við Helgar-
póstsmenn spenntir eftir upp-
lýsingum um umboðsgreiöslur
eins og alltaf þegar Nigeriuvið-
skipti eiga i hlut...
# Fleiri hafa haft áhuga á að
selja okkur oliu. Hingað kom
svissneskur kaupsýslumaður og
fyrir einhverja milligöngu Krist-
ins Finnbogasonar fékk hann
áheyrn hjá stjórnvöldum. Maður-
inn kvaðst geta útvegaö oliu á
kostakjörum en vildi fá2milljdoll
ara fyrir viðvikið. Oliunefndin
svonefnda ákvaö að tékka á hver
maöurinn væri og spurðist fyrir
um hann hjá svissneskum banka.
Svarskeyti barst um hæl: „Dirti-
est crook world over”...
£ En þar sem verið er að tala
um oliu þá blæs ekki byrlega I
verðlagsmálum hennar fyrir okk-
ur Islendinga. Fyrirsjáanlegt
þykir að olia muni hækka enn á
Rotterdammarkaði I kjölfar á-
kvöröunar Bandarikjastjórnar
um að hætta oliukaupum frá Iran,
sem talið er að hún muni að ein-
hverju leyti bæta sér upp með
kaupum annars staðar frá. Þá
hefur lika verið að koma i ljós
núna allra slöustu daga að Rúss-
arnir eru algjörlega lens með ollu
og mun það ekki bæta ástandið....
0 Svavar Gests, hljómplötuút-
gefandi er kominn með dægur-
lagaþátt á laugardagseftirmið-
dögum. Svavar er vandvirkur og
ágætur útvarpsmaður. Jafnan
hafa þættir hans þó verið nokkuð
umdeildir, einkum vegna þess að
ýmsum þykir óeðlilegt að
hljómplötuútgefandi fái þannig
þátt til umráða. Nú hefur Helgar-
pósturinn heyrt, aö tveir af helstu
keppinautum Svavars I bransan-
um, Steinar Berg og Jón ólafsson
I Hljómplötuútgáfunni, ætli að
leggja fram ósk um það til út-
varpsráös, trúlega meir I gamni
en alvöru, að þeir fái sams konar
þætti til umsjónar...
,Tvær
nýjar bæktir
Það sem 9er' n%ennar sem
einstaeða er \ að engtnn
er ^ hölundur hetur
þann'háttsemba^.n ersVQ
NA'S'Öínien «lsreyns'Usaga að
átakan\eg ndl tyUist»
veniulegur sketf\ngu vlð .
senn undru" ®eð sbgumanm
asakyggn®. mhann
'nni SomUunnatla.su
lýsir at svo i kUnl að
SSer'i°^vergÞiðð^'
semviðWtumi.
Þettaerspennand'^v^ð er
raUríSfk 09 mörgum mun
sbgunna ónurnareru
s'1Ón'r'n?rásögninnivindur
fáar.og^soy ^ og
hratUr^örkuðumköt\um.
skýrtatmorkuo^sorgog
petta er sag Frásogmn
g»eð\,ástogha. unaleg
0 Hin svokölluöu IB-lán og
önnur slik sem lönaðarbankinn.og
fleiri naia boðið eru sogo nafa
náð miklum vinsældum. Tveir
bankar, Búnaðarbankinn og Ct-
vegsbankinn, hafa þó ekki tekið
upp þetta lánaform. Astæðan
mun vera sú, að útstreymið af IB-
lánunum sé svo mikið að bankinn
ráði illa við það. Þannig valdi IB-
lánin,„lánin sem bankastjórarnir
ráða engu um”, eins og þau eru
auglýst, þvi að venjuleg lána-
starfsemi til fastra viðskiptavina,
— lánin sem bankastjórarnir ráða
þó öllu um —, eigi oröið um sárt
aö binda...
0 Flugleiðamenn hafa jafnan
verið stórtækir I hótelmálum. Nú
hefur heyrst að Siguröur Helga-
son, forstjóri Flugleiða og sálu-
félagar hans I peningamálum
(ekki Flugleiöir h/f sjálft) hafi
fest kaup á City Hótel við Ránar-
götu...
'# Þá höfum við fregnað að
nokkrar deilur og bréfaskriftir
hafi staðið undanfarið milli Flug-
leiða og Flugfreyjufélags tslands
i framhaldi af uppsögnum á flug-
freyjum s.l. vor. Astæöan mun
vera sú að nokkrar flugfreyjur úr
Loftleiðaarminum (sem jafn-
framt munu vera félagar i sam-
tökunum Módel ’79) sem ráönar
hafi verið til sumarstarfa hafi
fengið vinnu út árið á meöan aðr-
ar og reyndari flugfreyjur úr
Flugfélagsarminum hafi ekki
fengið sina ráðningu fram-
lengda....
® Af þvi að við minntumst á
flugfreyjur þá er sýnt að
breytingarnar á Norður-Atlants-
hafsflugi nú muni valda mikilli
röskun á högum þeirra, þar sem
beina flugið milli Ameriku og
Evrópu mun hafa I för með sér að
þær verða langtimum saman að
heiman. Þetta hefur valdið þvi aö
flugfreyjur hafa nú hug á þvi að
koma upp barnaheimili eöa
vöggustofu til að hafa börnin á,
allan timann sem þær eru I burtu
og er það mál nú i athugun.....
# Enn reynir á þanþol Islenska
blaðamarkaðarins. Umfangs-
rriesta blaðaútgáfufyrirtæki
landsins, Frjálst framtak er i
þann veginn að færa út kviarnar
rétt einu sinni enn. Nú I byrjun
desember hefur göngu sina nýtt
vikublaö Frjáls framtaks. Það
ber nafnið Fólk og fyrirmyndin
eru bandarisku ritin People og
Us. Ritstjóri Fólks verður óli
•Tynes, sem um langt skeið hefur
veriö blaðamaður á Visi og haldið
þar m.a. úti vinsælum dálkum
eins og Sandkorni og Sandkassan-
um. Eins og nafnið gefur til
kynna mun hið nýja blaö leggja
höfuðáherslu á fréttir og viðtöl og
frásagnir af fólki en ekki af at-
burðum, og þá vitaskuld þekktu.
Ráðgert er að 70-90% efnisins
verði af innlendum vettvangi en
afgangurinn að utan. Fólk verður
20 siður að stærð meö litprentaðri
kápu, þar af 5 auglýsingasiður og
i sama broti og sérrit Frjáls
framtaks. Upplag mun ráðgert
16.000 eintök, og lögð áhersla á
knappt form og liflega framsetn-
ingu. Ekki er búist við að ráðnir
verði blaðamenn að hinu nýja
blaði sérstaklega, enda flest fyrir
hendi til þessarar útgáfu hjá
Frjálsu framtaki en Fólk er talið
nema um 8% útgáfuaukningu hjá
fyrirtækinu...
# Fleiri breytinga mun að
vænta hjá Frjálsu framtaki. Við
sögðum frá þvi nýlega aö rit-
stjóraskipti væru I vændum á
Sjávarfréttum. Nú mun Hildur
Einarsdóttir, sem verið hefur rit-
stjóri tlskublaðsins LIF frá
upphafi hafa ákveöið að hætta
upp úr áramótum. Ekki er ljóst
hver verður eftirmaður hennar I
þeirri stööu...
# Meira um nýjungar 1 blaðaút-
gáfu: Aöstandendur kvikmynda-
félagsins Sóleyjar hafa rætt um
það sin á milli að hefja útgáfu á
kvikmyndatimariti. Þetta er þó
enn sem komið er aðeins lausleg
hugmynd, sem kom fram þegar
verið var að ræða um hugsanleg
framtiðarverkefni félagsins,
þegar Róska hefur lokið við kvik-
mynd sina, Sóley. Ef af þessu
verður, verður brotið blaö i sögu
blaðaútgáfu á Islandi, þvi til
þessa hefur aldrei verið gefið út
islenskt kvikmyndatimarit...