Helgarpósturinn - 07.12.1979, Qupperneq 26
26
helgarpósíurinn
bladamadur í einn dag....
Helgi Daníelssori/ rannsóknarlögreglumaöur, formaöur lands-
liðsnefndar í knattspyrnu með meiru er blaðamaður í einn dag
fyrir Helgarpóstinn að þessu sinni. Helgi er vel kunnugur blaða-
mannsstarfinu, og til dæmis starfaði hann sem slíkur með námi í
lögregluskólanum á sinum tíma, þá á Alþýðublaðinu, auk þess sem
hann hefur sinnt iþróttafréttamennsku í hjáverkum í mörg ár fyrir
Morgunblaðið. Helgi skýrir sjálfur frá því í grein sinni af hverju
hann valdi þetta viðfangsefni.
Enoksen fagnar marki, en Helgi Dan. býr sig undir aOsparka knettinum.
ÚRKLIPPUR
ÁRSINS
Ég er haldinn þeirri áráttu að
safna og sanka að mér ýmsu,
eins og t.d. frimerkjum, blöðum
og öðru þess háttar, að
ógleymdum blaðaúrklippum.
Mig minnir, að eitt sinn þegar
ég var i sveit, langt innan við
fermingu, hafi ég klippt út úr
Isafold og Verði og Timanum,
allar myndir sem eg sá af fall-
egum konum. Myndirnar limdi
ég á karton og stillti þeim siðan
upp i herberginu hjá mér. Siðar
missti ég allan áhuga á konu-
myndum. Þegar ég var 17 ára
hóf ég að leika knattspyrnu i
meistaraflokki með liði minu af
Skaganum. Ekki vorum við sig-
ursælir mitt fyrsta keppnisár,
sem var árið 1950. Við gerðum
mörg jafntefli. En árið 1950
byrjaði ég að safna öllu þvi sem
skrifað var um þá leiki, er ég
var þátttakandi i. Þessu hélt ég
áfram af mikilli kostgæfni, ailt
þar til minum knattspyrnuferli
lauk endanlega, að ég held árið
1968. Eins og gefur að skilja, er
blaðabunkinn orðinn nokkuð
stór. Ég hafði aldrei manndóm i
mér til að ganga frá þessu úr-
klippusafni minu á viðunandi
hátt, fyrr en nú nýverið að ég
hóf verkið.
Þegar Björn Vignir hringdi til
min á dögunum og bað mig um
að verða blaðamaður Helgar-
póstsins einn dag, vildi svo til,
að ég var að ljúka við að lima
inn blaðaúrklippurnar frá árinu
1959, eða fyrir réttum 20 árum.
Og þegar ég fór að velta fyrir
mér, hvað ég ætti að taka fyrir
sem blaðamaður einn dag, datt
mér að sjálfsögðu barnaárið i
hug. Eftir nokkra umhugsun
fannst mér sem svo, að það
væru margir færari mér að
fjalla um það efni, svo mér datt
i hug, að festa á blað nokkrar
minningar frá knattspyrnunni
árið 1959. Það fer kannski vel á
þvi, að gera það á barnaári, þvi
mörgum finnst það einungis við
hæfi barna eða barnalegt, að
vera að dunda timunum saman
með lim og skæri og lima blaða-
úrklippur i bók.
Arið 1959 var um margt
minnisstætt. Þá var t.d. i fyrsta
skipti leikin tvöföld umferð i 1.
deild, þ.e.a.s. heima og heiman.
Islenskir knattspyrnumenn
voru þá I fyrsta sinn þátttakend-
ur i undankeppni fyrir Olympiu-
leika og léku i riðli með Dönum
og Norðmönnum, svo nokkuð sé
nefnt.
Snúum okkur fyrst að 1. deild-
inni, sem eins og ég sagði hér að
framan, var nú i fyrsta sinn
leikin heima og að heiman. KR-
ingar komu mjög sterkir til
leiksþettavoroger skemmstfrá
þvi að segja, að þeir unnu alla
sina leiki og settu þar með met,
sem enn hefur ekki verið slegið.
Þeir hlutu alls 20stig og skoruðu
41 mark gegn 6. Næst komu
Skagamenn, Fram og Valur, öll
með 11 stig. A þessu sést hve
miklir yfirburðir KR voru.
Þórólfur Beck varð markakóng-
ur með 11 mörk.
Aðrir i KR liðinu voru, Gunn-
ar Guðmannss., fyrirliði, Ellert
B. Schram, Sveinn Jónsson,sem
nú er form. KR, Felix-
bræðurnir, Hörður og Bjarni,
Helgi V. Jónsson, lögfræðingur,
Garðar Arnason, Heimir
markvörður Guðjónsson og
Hreiðar Arsælsson, svo ein-
hverjir séu nefndir. Það var óli
B. Jónsson sem þjálfaði þetta
skemmtilega lið, sem ég tel að
sé eitt besta lið, sem nokkurt
félag hefur teflt fram, fyrr og
siðar hér á landi. Það er aðeins
Gullaldarlið Skagamanna, sem
kæmi til greina að gæti hafa
verið betra.
Þátttakan i undankeppni
Olympiuleikanna vakti verð-
skuldaða athygli og eyddu blöð,
bæði hér og i Danmörku og
Noregi miklu plássi vegna
leikjanna. Mér er til efs, að i
annan tima hafi islenskir knatt-
spyrnumenn fengið jákvæðari
skrif. Frammistaða Islands var
góð i þessum leikjum og mátti
ekki miklu muna, að svo færi, að
það værum við, en ekki Danir
sem yrðu meöal þátttakenda á
Olympiuleikunum i Róm 1960.
Fyrsti leikur okkar var gegn
Dönum og fór hann fram i
Reykjavik i lok júni. Fyrir mig
var hann nokkurt áfall, þvi ég
hafði varið mark landsliðsins
allar götur siðan 1953, en nú sat
ég á varamannabekknum.
Danir unnu leikinn 4-2 og voru
það þeir KR-ingar, Sveinn
Jónsson og Þórólfur Beck sem
skoruðu mörkin. Liðið var skip-
að 7 KR-ingum, 3 skagamönn-
um og einum Framara.
Ég náði aftur sætinu
i landsliðinu gegn Norð
mönnum i byrjun júli. Þá voru 7
KR-ingar i liðinu, 3 Skagamenn
og einn úr Val. Þetta var
hörkuleikur og lauk honum með
sigri Islands 1-0 og var það
Rikharður er skoraði glæsilega
með skalla á 85. min. eftir send-
ingu frá Erni Steinsen. Aður
hafði Rikharður skorað með
skalla, en það mark var dæmt
af. Ungur knattspyrnumaður úr
KR sem jafnframt hafði lokið
stúdentsprófi um vorið, lék sinn
fyrsta landsleik og átti hann eft-
ir að koma mikið við sögu knatt-
spyrnunnar siðar. Þetta var
Ellert B. Schram núverandi for-
maður KSl.
Næst mættum við Dönum á
Idrætsparken i Kaupmannahöfn
18.ágúst. Dönum nægði jafntefli
i leiknum til að tryggja sér far-
'seðilinn til Rómar. Voru flestir
á þvi, að það yrði þeim létt, að
hljóta bæði stigin, hvað þá
annað. Þess er að geta, að við
höfðum ekki þá og höfum
raunar ekki enn, sigrað Dani i
knattspyrnulandsleik.
Þessi leikur við Dani verður
mér lengi minnisstæður og gæti
ég skrifað um hann langt mál. 1
þessum leik lék ég minn besta
landsleik fyrr og siðar, og má
raunar segja það sama um aðra
leikmenn. Þeir náðu flestir
sinum besta leik.
Það var hátiðleg stund, er við
stóðum og hlýddum á þjóð-
söngvana leikna, en að þeim
loknum kom Friðrik Dana-
kóngur og heilsaði hverjum og
einum leikmanni.
Leikmenn ganga ánægðir af velli eftir að hafa unnið Norömenn.
Rikharður gefur Þórólfi gott ráð, en aðrir á myndinni eru: Helgi
Dan, Sveinn Jónsson, Garðar Arnason og Ellert B. Schram.
Helgi Daníelsson rifjar upp
minningar úrknattspyrnunni
Islenska landsliðið sem gerði jafntefli við Dani. Frá vinstri: Björg-
vin Schram form. KSÍ, Ríkharður Jónsson fyrirliði, Helgi Daniels-
son, Hreiðar Arsælsson, Arni Njálsson, Þórólfur Beck, örn Stein-
sen, Þórður Jónsson, Sveinn Teitsson, Sveinn Jónsson, Garðar
Arnason og Hörður Felixson.
Leikurinn var afskaplega
spennandi og vel leikinn af
beggja hálfu. Danir byrjuðu
með stórsókn, en ekkert gekk.
Smátt og smátt náðu íslend-
ingar betri tökum á leiknum og
á 29. min. sendi Sveinn Teitsson
knöttinn i danska markið með
góðu skoti og óverjandi fyrir
danska markvörðinn. Áfram
var barist og oft gerðu Danir
harða hrið að marki okkar, en
vörnin hélt. Minúturnar liðu
hver af annarri og allt leit út
fyrir, að Islendingar ætluðu i
fyrsta sinn að leggja Dani að
velli og það á heimavelli þeirra.
En svo fór ekki, þvi miður.
Þegar aðeins 8. min. voru til
leiksloka tókst Henning
Enoksen, sem siðar varð lands-
liðsþjálfari Islands, að jafna.
Ennþá var ekki öll nótt úti, þvi á
lokaminútunni komst Þórólfur
Beck frir innfyrir, lék á tvo eða
þrjá Dani og skaut, en
knötturinn sleikti stöngina utan-
verða. Danir fögnuðu jafntefl-
inu og þar með höfðu þeir tryggt
sér farseðilinn til Rómar næsta
ár og þess má geta, að þar stóðu
þeir sig vel þvi þeir hlutu silfur-
verðlaunin.
Það var mikið skrifað um
leikinn bæði i islensk og dönsk
blöð og hygg ég að islensk knatt-
^pyrna hafi ekki i annan tima
hlotið lofsanlegri ummæli. 1
sambandi við þennan leik skeði
merkur atburður i islenskri
blaðamennsku, þvi 19. ágúst gat
að lita myndir frá landsleiknum
á forsiðu Morgunblaðsins og
voru það fyrstu simsendu
myndirnar erlendis frá, sem
birtust i blaði hérlendis. Var
þessu likt við það er simasam-
band var opnað við útlönd.
Aðeins var nú eftir leikurinn
við Norðmenn, en hann fór fram
á Ulleval i ósló. Þeim leik töp-
uðum við með 2-1 i jöfnum og
spennandi leik. Mark íslands
skoraði örn Steinsen KR.
Blaðamaður einn dag á
Helgarpóstinum hefur aðeins
eina siðu til umráða. Nú er ég
búinn að fylla hana og verð þvi
að láta staðar numið, þótt fátt
hafi verið sagt, en fleira er
ósagt.