Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.12.1979, Qupperneq 27

Helgarpósturinn - 07.12.1979, Qupperneq 27
27 hpalrjr^rpn^fi irinn Föstudagur 7, desember 1979 Orrustunni er lokið. En þó er striðið rétt að byrja. Framsókn- armenn gengu óumdeilanlega með sigur af hólmi og liklega er það alveg rétt sem Þórarinn Þór- arinsson hélt fram i forystugrein i Timanum fyrr i vikunni að lik- lega er það einsdæmi i stjórn- málasögunni að flokkur endur- heimti fyrri styrkleika á svo skömmum tima eftir að hafa beð- ið algjört afhroð fyrir aðeins hálfu öðru ári. Geir, Benedikt og Lúðvik: Valtir i sessi. Valtir veldisstólar Framsóknarflokkurinn má vel við una en sigurinn getur engu að siður orðið beiskur. Það fengu bæði Alþýðuflokkurinn og Al- þýðubandalagið að kenna á eftir siðustu kosningar. Það er smám saman að koma á daginn i is- lenskum stjórnmálum að kosn- ingasigur er eitt en eftirleikurinn — stjórnarmyndun og stjórnar- samstarf annað. Núna i tveimur undanförnum kosningum til Al- þingis hafa fylgisbreytingar verið meiri en dæmi eru til áður, og þvi stærri sem kosningasigrarnir verða þeim mun meiri ábyrgð hvilir á herðum sigurvegaranna. Þeirri ábyrgð verður heldur ekki auðveldlega hlaupist undan — andstæðingarnir sjá til þess. Að fenginni reynslu er heldur ó- varlegt að fara að spá nokkru um það hvers konar stjórn verði mynduð hér á landi i kjölfar kosn- inganna. Framámaður eins flokksins orðaði það svo, að upp væri komin hálfgerð pattstaða hvað stjórnarmyndun varðar og er töluvert til i þvi. Tilraun Stein- grims Hermannssonar til mynd- unar nýrrar vinstri stjórnar er dæmd til að mistakast. Það liggur t.d. i augum uppi að Alþýðu- flokksmenn, mennirnir sem sprengdu siðustu vinstri stjórn, geta ekki með góðu móti gengið til sliks leiks. Framsóknarmenn útiloka samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn og sömuleiðis Alþýðu- bandalagið, og litil stemming er fyrir nýrri viðreisnarstjórn bæði innan Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks, enda yrði þingstyrk- ur þeirrar stjórnar i það tæpasta. Þjóðstjórnarhugmyndin er varla raunhæf, og þá er komið að hug- myndum um myndun minni- hlutastjórnar. Þar eru nærtæk- ustu kostirnir — i fyrsta lagi minnihlutastjórn Framsóknar- flokksins með hlutleysi Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags elleg- ar tveggja flokka stjórn Fram- sóknar annað hvort með Alþýðu- bandalagi eða Alþýðuflokki og hlutleysisstuðningi hins — skil- yrtum að sjálfsögðu. En aðeins timinn getur leitt i ljós hvað ofan á verður. Það er annars athyglisvert við kosningarnar um siðustu helgi, að þar sigraði sá flokkurinn, sem ó- tviræðasta hafði forustuna eða öllu heldur forystumennina. Framsóknarmenn héldu skyn- samlega á spöðunum i kosninga- baráttunni. Þeir tefldu fram Ölafi Jóhannessyni sem trompi sinu i Reykjavik en gættu þess jafnan að hann skyggði á engan hátt á eftirmann sinn, foringja flokksins Steingrim Hermannss. Frammi- staða Steingrims i kosninga baráttunni, sérstaklega i sjón- varpi, var lika verulegur per- sónulegur sigur fyrir hann. Hann skákaði þar flestum i yfirveguð- um málflutningi og hér eftir held ég að enginn geti haldið þvi fram af neinni sannfæringu að Stein- grimur standi á einhvern hátt i skugga Ólafs — nema honum bregðist verulega bogalistinn i þeim þreifingum sem nú standa yfir. t sameiningu tókst þeim Steingrimi og ólafi að byggja upp ákveðna imynd af Framsóknar- flokknum, þá imynd að þarna færi samstæður flokkur sem legði á- herslu á ábyrg vinnubrögð og hugsaði fyrst og fremst um þjóð- arhag. Það er kannski komið að kjarna málsins. Mér virðist sem lýðhylli flokka i siðustu kosningum bygg- ist á þvi hvernig imynd þeim tekst að skapa af sér i huga al- mennings fremur en i viðleitni þeirra að troða inn i fólk kosn- ingastefnum og tölulegum út- færslum á lausn efnahagsvand- ans. t myndin verður heldur ekki til með hefðbundnu glamri flokksmálgagna heldur i þvi hvernig framámenn flokkanna koma fólki fyrir sjónir i málflutn- ingi sinum i fréttum fjölmiðla og frammistöðu i umræðum i rikis- fjölmiðlunum. Þar skiptir höfuð- máli að flokksforingjarnir kunni vel til verka. Þarna stóð Framsóknarflokk- urinn vel að vigi með þá Stein- grim og Ólaf i fararbroddi en aðr- ir flokkar áttu erfitt uppdráttar. Þess vegna sjást þess lika þegar merki að hinir flokkarnir þrir hafa uppi tilburði i þá áttaðhuga að sinu innra starfi og flokksfor- ustunni. t öllum þessum flokkum heyrast kröfuraddir um nýja og sterka forystu. Sjálfsagt verður atgangurinn mestur i S jálfstæðisflokknum . Hann var sá flokkur sem lagði út i slaginn með hvað mótuðustu kosningastefnuna, fékk kosninga- baráttuna til að snúast að miklu leyti i kringum hana og ætlaði sér stóran hlut eftir 13 mánaða setu máttlausrar og ósamstæðrar vinstristjórnar. En flokkurinn uppskar litið. „Stefnan var ekki röng heidur lágu mistökin i þvi hvernig hún var seld — sölu- mennirnir vorú þessi sömu gömlu andlit, sem fólk þekkti af allt öðrum vinnubrögðum,” sagði Þrengingar og erfiðleikar i þjóðarbúskap Sovétrikjanna voru grunntónninn i skýrslum vald- hafa tií fundar Æðsta ráðsins i Moskvu i siðustu viku. Þar voru opinberlega staðfestar fréttir, sem áður höfðu borist á skotspón- um, á þá leið að uppskerubrestur þjakaði nú Sovétrikin með meira mótí, enda hefur verið skipt um yfirmann landbúnaðarmála eina ferðina enn. Kornuppskeran reyndist fimmtungi minni en áætlað hafði verið, og inn verða fluttir nokkrir tugir milljóna tonna af kornmat, aðallega frá Bandarikjunum. Uppskerubresturinn hefur svo i Æðsta ráð Sovétrikjanna þingar. Orkukreppan heimsækir sovétmenn för með sér enn meiri skort á öðrum búsafurðum en hingað til hefur rikt. Framleiösla kjöts og mjólkur verður fyrirsjáanlega langt undir áætlun á næsta ári. Matvælaframleiðsla i Sovét- rikjunum hefur verið i ólestri allt frá byltingu, enda ætið verið hornreka miðað við verksmiðju- iðnaðinn. En einnig kom i jós á fundi Æðsta ráðsins, að i eftir- lætisatvinnuveginum gengur margt á tréfótum. A lokuðum fundi hélt Brésnéff flokksforingi þrumandi skammaræðu yfir embættis- kerfinu, svo helst verður likt við gusurnar sem það fékk hjá Krúst- joff fyrirrennara hans. Sam- kvæmt frásögn Pravda talaði Brésnéff um vanrækslu, glópsku og ábyrgðarlaust framferði ráð- herra og kraföist þess að þeir sem þannig höguðu sér fengju makleg málagjöld. Nafngreindi hann i þvi sambandi eina sex af ráðherrum á sviði atvinnumála. Næsta dag var fundur fyrir opnum tjöldum, og þar skýrði Nikolai Baibakoff, æðsti maöur Aætlunarnefndar rikisins, frá þvi sem einkum hefur farið aflaga. Framleiðsla i flestum undirstöðu- greinum hefur gengið svo úr- skeiðis að hverfa verður frá markmiðum gildandi fimm ára áætlunar. Málmiðnaður og efna- iðnaður hafa dregist mest afturúr settum framleiðslumörkum Hrá- efnaskortur sem af þvi stafar verður til þess að verulega skortir á að framleiðsla neysluvarnings nái þvi magni sem ráð var gert fyrir. Baibakoff áætlunarstjóri lét berlega koma fram i ræðu sinni, að undirrót vandkvæðanna væri orkuskortur. Kolaframleiðsla og oliuframleiðsla hefur dregist aftur úr, og aukin framleiðsla á jarðgasi hefur ekki megnað að taka upp slakanna. Orkusparn- aður er þvi þýðingarmesta mark- miðið i sovésku atvinnulifi um þessar mundir sagði áætlunar- stjórinn. Samkvæmt þessu fer ekki milli mála, að orkukreppan hrjáir Sovétrikin. Er þar með skorið úr deilu, sem árum saman hefur verið háð i séríræðiritum oliu- iðnaðarins utan Sovétrikjanna, um hvernig þau stæðu að vigi i oliuvinnslu. Upplýsingar Bai- bakoffs um að oliuframleiðsla sé undir áætlun og frásögn hans af úrræðum sem ákveðin hafa verið til að ráða bót á oliuskortinum staðfesta mál þeirra, sem hafa haldið þvi fram að á næsta áratug séu horfur á að oliuútflutningur frá Sovétrikjunum þverri, og jafnvel geti til þess komið að sovétmenn þurfi að leita ráða til að afla sér oliu erlendis frá. Slikt ástand hefur mikil áhrif á horf- urnar á oliumarkaði heimsins, svo ekki sé minnst á stórpólitisk- ar afleiðingar i togstreitunni um aðgang að gjöfulustu oliusvæðun- um. Allt frá þvi i lok heims- styrjaldarinnar siðari, hafa upplýsingar um oliuleit og oliu- birgðir i jörðu verið meðal þeirra rikisleyndarmála Sovétrikjanna sem best hefur verið gætt. Ýmsir aðilar sem gera spár um oliu- framleiöslu og horfur á oliumark- aði hafa leitast við að afla sér einn sjálfstæðismaður i viötali. Verðskuldað eða óverðskuldað er óförum flokksins nú skellt á for- ingja flokksins, Geir Hallgrims- son og ljóst að magnast muni upp kröfurá næstunni innan flokksins að hann viki. Hins vegar er langt i næsta landsfund, hins rétta vett- vangs foringjabreytinga og Geir mun varla fús til að hverfa úr valdastóli að svo stöddu. Auk þess eiga sjálfstæðismenn við þann vanda að etja eftir sem áður að ekkert ótvirætt foringjaefni er þar i sjónmáli. Birgir tsleifur heyrist að visu oft nefndur en margir sjálfstæðismenn hafa þó uppi efasemdir um að hann sé foringjaefni af þvi tagi sem flokk- urinn þarfnast. Ætli allt sitji þvi ekki við sinn keip innan flokksins enn um sinn — og imyndin af flokknum breytist varla verulega á meðan. Alþýðubandalagsmenn voru i þeirri sérkennilegu stöðu fyrir kosningarnar nú að foringi þeirra var ekki i framboði, skarst úr leik áður en á hólminn var komið, og nú eftir kosningarnar á varafor- maðurinn heldur ekki sæti á þingi. Lúðvik mun reyndar hafa boðið upp á það fyrir kosningar, að kallað yrði saman flokksþing til að kjósa nýjan formann, en það þótti ekki ráðlegt rétt fyrir kosn- ingar, þar sem slikt gæti kallað á einhver innanflokksátök og veikt flokkinn fyrir kosningar. Hins vegar stendur fyrir dyrum i þess- um mánuði flokksráðsfundur og uppi eru hugmyndir að þar verði ákveðið að kalla saman flokks- þing fljótlega á næsta ári til að kjósa nýjan formann. Þar sem Ragnar Arnalds hefur þegar staðið sina pligt i þessum efnum fyrir flokkinn þykir ljóst að at- hyglin muni einkum beinast að þeim Svavari Gestssyni og Hjör- leifi Guttormssyni sem væntan- legum eftirmönnum Lúðviks. Þegar þess er gætt að Reykjavik- urdeildin hefur löngum haft mikil itök i flokknum verður að telja Svavar liklegri. Ólafur Ragnar Grimsson kæmi hugsanlega til á- lita. Hann þykir hafa unnið gott starf sem formaður fram- kvæmdastjórnar flokksins og hef- ur gert hana:. að einni helstu valdamiðstöðinni i flokknum. Hann er þó ekki enn að fullu kom- inn inn á sakramentið hjá ýmsum flokksmönnum og sæktist hann eftir formannsstólnum gæti það valdið valdið verulegum ýfingum og andófi gegn honum meðal sumra flokksmanna. Timi Ólafs Ragnars er þvi naumast runninn upp enn. Innan Alþýðuflokksins eru einnig uppi raddir að timi sé til kominn að Benedikt Gröndai dragi sig i hlé. Benedikt fékk ó- stýrilátan þingflokk til að stýra eftir kosningarnar i fyrra og náði aldrei verulegum tökum á hon- um. 1 huga almennings er hann ekki sterkur foringi en margir flokksmenn telja sig þurfa á slik- um að halda i þeirri baráttu sem framundan er. Sjálfur hefur Benedikt gefið i skyn, að honum sé ekkert kappsmál að halda for- mennskunni i flokknum. Hins vegar hefði samkvæmt hefð ekki átt að halda flokksþing fyrr en næsta haust en hugmyndir eru uppi um aö flýta þvi og halda það i vor. Þar kunna að verða ákveðin formannsskipti. Almennt þykir Kjartan Jóhannsson, núverandi varaformaður flokksins likleg- asti eftirmaður Benedikts. Hann hefur sýnt það i sjónvarpi að hann er ágætur kappræðumaður og i stjórnarstörfum að ekki skortir hann hugrekki. Hins vegar hefur Kjartan sáralitla reynslu af þing- störfum eftir einungis vetursetu á Alþingi. Þar stendur Sighvatur Björgvinssonn betur að vigi en telja má liklega að hann muni keppa við Kjartan um formanns- stólinn. Vilmundur hefur nokkuð horfið i skuggann undanfarið — sjálfviljugur segja samstarfs- menn hans og mun varla taka þátt i þessum leik. Eftir frammi- stöðu Jóns Baldvins Hannibals- sonar I kosningabaráttunni i Reykjavik hafa einnig heyrst raddir um að þar færi fæddur for- ingi, en ýmsir og þar á meðal Jón Baldvin sjálfur telja iiann of nýj- an og ókunnugan i flokknum til að takast á hendur þá ábyrgö — amk. á þessari stundu. ílnlirlfló 'IrÉ'..! yfirsýn U ðPÖc ' iIÍU'tJ upplýsinga með óbeinum hætti, kanna heimildir um jarðrann^ sóknir á sovéskum oliusvæðum og reikna út frá þeim. Nýlega sendi sænska oliuráð- gjafarfyrirtækið Petro Studies frá sér skýrslu unna með þessum hætti. Niðurstaðan þar var sú, að oliubirgðir i jörðu i Sovétrikjun- um væru að minnsta kosti tvöfalt meiri en hingað til heíur verið tal- ið og meiri en i nokkru öðru landi. Af þessu dró Petro Studies þá ályktun, að engar horfur væru á að Sovétrikin þyrftu að gerast keppinautur núverandi oliuinn- flytjenda um oliuframleiðslu út- flutningslandanna við Persaflóa. önnur skýrsla um horfur i oliu- iðnaði Sovétrikjanna er nýkomin frá svissneska fyrirtækinu Petro- consultants. Komast Svisslend- ingar að þveröfugri niðurstöðu við þá sem Sviarnir létu frá se’r fara. Petroconsulants telur orku- kreppu vegna oliuskorts fyrir- sjáanlega i Sovétrikjunum, og muni afleiðinga þess ástand fara að gæta á heimsmarkaði á næstu árum. Horfurnar eru þær, að sögn Svisslendinganna, að upp úr 1980 verða Sovétmenn að velja milli þess að skera niður oliuútflutning sinn, eða sætta sig við stórfellda skerðingu á hagvexti i landinu og á lifskjörum. Sem stendur fá sovétmenn 40 af hundraði útflutn- ingstekna sinna fyrir oliusölu. Riki Austur-Evrópu að Rúmeniu undanskilinni eru þeim gersam- lega háð hvað oliuinnflutning varðar, og sóvésk olia er veru- legur hluti af innflutningi til Vestur-Evrópu Skýrsla Petroconsultants birt- istum þær mundirsem Baibakoff flutti Æðsta ráðinu boöskap sinn um orkuskort og afleiðingar hans fyrir sovéskt atvinnulif. Segja Svisslendingarnir, að Baibakoff Eftir Magnús Torfa Ólafsson staðfesti þeirra mál i öllum grein- um. Benda þeir einkum á, að úrræðið sem hann tilfærði, að bora nokkra tugi af nýjum oliu- brunnum á oliusvæðinu i Vestur- Siberiu, þar sem áður var vitað að olia gengur ört til þurrðar, sýni best hversu alvarlegt ástandið sé. Dr. Laurent Zawadinsky, sem stjórnarkönnun Pectoconsultants á sovéskri oliuframleiðslu, heldur þvi fram að oliubirgðir i jörðu gagnist sovétmönnum verr en öðrum oliuframleiðslurikjum, vegna þess að tækni þeirra við oliuborun og oliudælingu sé á lægra stigi en sú sem viðhöfð er i öðrum löndum. Af öryggis- ástæðum hafa sovésk stjórnvöld skirrst við að hleypa útlendingum nærri oliuvinnslu i landinu eins og nauðsynlegt væri ef keypt væri fullkomnasta tækni sem stóru oliufélögin hafa þróað. Þetta hefur þær afleiðingar, segir dr. Zawadinsky, að soveáki oliuiðnaðurinn er ekki fær um að velja hagstæðustu lausnir til að auka oliuframleiðsluna. Miklu ódýrari væri að sögn hans, að flytja oliu til notenda frá oliu- svæðum við Kaspiahaf en frá Vestur-Siberiu, og þar er mikil ónýtt olia i jörðu, en sovéski oliu- iðnaðurinn er ekki fær um að ná henni upp, þvi hún er á meira dýpi en tækni hans ræður viö. Það að auki heldur dr. Zawa- dinsky þvi fram, að oliulindir i Sovétrikjunum nýtist mun verr en i öðrum löndum, af þvi að- ferðir sem notaðar eru þar til að halda uppi þrýstingi i oliulögun- um verða til þess að oliuflekkir einangrast i stórum stil og ná ekki að borholunum.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.