Helgarpósturinn - 18.07.1980, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 18.07.1980, Blaðsíða 4
4 NAFN: Óli H. Þórðarson STAÐA: Framkvæmdastjóri Umferðarráðs FÆDDUR: 5. febrúar 1943 HEIMILI: Kvistaland 7 HEIMILISHAGIR: Eiginkona Þuríður Steingrimsdóttir og eiga þau f jögur börn BIFREIÐ: Chervolet Nova Custom ’78 ÁHUGAMÁL: Bætt umferð á íslandi, góð tónlist og dagskrárgerð Föstudagur 18. júlí 1980 _helgarpósturinn. „Hugsanlega verður einhver sem les þetta spjall ekki í tölu lifenda eftir helgina,T Menn hafa staðiö agndofa gagnvart dauöaslysum þeim sem yfir þjóftina hafa dunið að undan- förnuogspurt sjálfa sigog aðrá þeirrar spurningar hvað valdi þessum ósköpum. Sjálfsagt er ekki hægt að finna neina eina skýringu þar á, en eins og oft áður á umferðin drjiigan hlut ab máii. Þrátt fyrir 10 ára fræðsiu- og áróöursstarf Umferðarráðs viröist ekkert iát vera á þeim mannfórnum sem færöar eru á altari einkabfiismans. óli H. Þórbarson framkvæmdastjóri Umferöarráös er i Yfirheyrslu Heigarpóstsins idag. Sýnir ekki fjölgun slysa undanfarib fram á það að fræöslustarf Umferöarráðs hafi gersamlega brugðist? „Ekki vil ég nú segja það, hins vegar hlýtur maöur aö taka afskaplega nærri sér þegar slys verða, hvort sem þar er um eitt slys eöa fleiri aö ræöa vegna þess aö eitt slys er alltaf einu slysi of mikiö. Þess vegna segi ég fyrir mig aö um leiö og ég heyri af slysi, þá tek ég það mjög nærri mér vegna þess aö þá kemur strax upp i hugann: „Var eitthvaö á vettvangi þessa slyss sem viö hefðum e.t.v. getað komiö í veg fyrir með þvi aö benda fólki á þaö fyrir- fram?” Þegar slys veröur þá er það yfirleitt ekkert nýtt fyrir okkur, þaö sem þar gerist. Þaö eru atriöi sem viö erum búin aö benda margsinnis á í áróöri okkar.” En nú hefur Umferðarráð verið starfrækt i 10 ár og við horfum upp á að slysunum fjölgar sifellt, finnst þér það ekki benda tii þess að það sé eitthvaö bogið við starfsemina hjá ykkur? „Þetta er þin fullyrðing sem ég tek ekki undir. Viö veröum aö hugleiöa þaö aö á þessum tima sem Umferöarráö hefur veriö starfrækt, hefur ökutækjum I landinu fjölgaö um 100%. Ariö 1975 var tekin upp samræmd skráning umferöarslysa eftir alþjóölegum reglum. Þaö ár slösuðust 674 i umferöinni hér á landi en 615 á árinu 1979. Ekki benda þessar tölur til fjölgunar. A sama tima jókst bilaeign landsmanna um 15 þúsund. Hins vegar get ég tekiö undir aö þaö sé bogið viö starfsemi okkar aö hún er engan veginn nógu mikil — af alkunnum ástæðum.” Það er þá kannski fjölgun ökutækja sem er ein aðalmein- semdin i umferöarmálum hér? „Þaö má vissulega segja þaö aö umferöarlegar aöstæöur á lslandi eru þess eölis aö þær þola engan veginn þessa miklu fjölgun ökutækja.” Ætti Umferöarráö þá ekki að beita sér fyrir áróöri gegn einkabilismanum? „Ekki höfum viö nú farö út á þá braut. Hins vegar má vel taka undir þaö aö þvi færri öku- tæki sem eru á feröinni á hverj- um tlma, þvi meiri likur eru á aö slysum fækki”. Er þá ekki tilvaliö að fara inn á þá braut og hvetja fóik tii að i fara ferða sinna i strætd i stað þess að kaupa sér eigin bil? „Þetta er kannski hugmynd sem er þess viröi aö athuga hana. Ég held nú samt sem áöur aö sá áróöur sem veriö hefur i gangi, sérstaklega á undan- förnum tveim árum um orku- sparnað komi nokkuð inn á þetta og ýti undir það aö menn fari frekar leiöar sinnar I strætisvögnum, en á eigin bílum. En viö megum ekki gleyma því aö þaö eru ekki alls staöar strætisvagnar.” Hefur ekki billinn ævinlega veriö númer eitt i umferðinni, en hagsmunir t.d. gangandi vegfarenda veriö fyrir borð bornir? „Ég tek undir þaö, aö þaö hefur veriö þannig I öllu skipu- lagi aö bfllinn hefur veriö númer eitt. Þaö hafa t.d. veriö malbik- aöar akbrautir i þéttbýli mörg- um árum áöur en gangstétt hefur veriö lögö. Og i sambandi viö skipulag vil ég benda á þaö aö þaö er engin ástæöa til þess aö gangstétt sé endilega sam- hliöa akbraut, þaö er hægt aö koma þvi þannig fyrir aö fót- gangandi vegfarendur séu i þó nokkurri fjariægö frá akandi umferö.” Af hverju hefur Umferðarráð ekki lagt meiri áherslu á að hugsað sé fyrir öryggi gangandi vegfarenda og jafnvel hjól- reiðamanna? „Þarna kemur þú aö atriöi' sem er svolitiö erfitt aö tala um, vegna þess aö Umferöarráö hefur satt aö segja alltof litil áhrif á ráöamenn og viö erum ekki framkvæmdaaöilar sem breytum skipulagi o.þ.h. Er þá Umferðarráð ekki al- veg gagnslaust? „Þaö veröur aö hafa þaö i huga aö starfsemi Umferöar- ráös er ekki stór I sniöum. Og á undanförnum árum hefur ráöiö ekki fengið þá f jármuni til starf- semi sinnar sem óskaö hefur veriö eftir, þaö hefur alltaf veriö skoriö niöur um jafnvel meira en 50 prósent. Og þaö eru bara fjórir menn sem eiga aö halda uppi allri starfsemi Umferðarráös. Starfsmenn þess eru færri I dag en þeir voru fyrir þremur árum sföan. Meö þessu starfsliöi og þeim fjármunum sem viö höfum úr aö spila, höfum viö enga möguleika á aö gegna þvi hlutverki sem okkur er ætlaö samkvæmt lögum. Á þessu ári höfum viö 72 miljónir til ráöstöfunar, en viö höfum fariö fram á 170 miljón króna fjárveitingu fyrir áriö 1981. Ráöamönnum vex þaö kannski i augum, þeir hafa áhyggjur af útþenslu stofnunarinnar, en þá er ekki verið aö hugsa um þaö aö eitt umferöarslys getur kostaö þjóöfélagiö sömu upphæö, þ.e. 170 miljónir.” Hverja telur þú vera ástæö- una fyrir þessum mikiu um- ferðarslysum að undanförnu? „1 veröbólguþjóöfélaginu okkar gengur allt út á hraöann. Menn þurfa aö flýta sér aö eyöa þeim peningum sem þeir vinna sér inn og I þjóöfélaginu er viss streita. Og sú streita kemur al- veg tvlmælalaust fram i umferðinni. Hér er mikiö talaö um sveigjanlegan vinnutima og þaö út af fyrir sig gæti haft áhrif til batnaöar. Menn þurfa i dag vegna langs vinnutima aö kom- ast I banka og aörar stofnanir á ákveönum tlmum, en komast þaö ekki nema stelast úr vinnu og veröa þvi aö flýta sér sem mest þeir mega. Ég held aö þaö valdi töluvert mörgum óhöpp- um i umferöinni. Svo erum viö ekki alin upp viö heraga og hér er agaleysi áberandi meinsemd á mörgum sviöum.” Heldurðu að það væri ráð að lækka hámarkshraðann t.d. hér i Reykjavlk? „Nei, ég myndi ekki mæla með þvi, vegna þess að ef allir færu eftir þeim hámarkshraöa- reglum sem hér eru I gildi, þá væri allt i lagi. Þaö gera þeir bara ekki. Og ég vil bæta því viö aö vaxandi ölvunarakstur er mikiö vandamál, og þetta tvennt, of mikill hraöi og ölvunarakstur, veldur fleiri slysum en allt annaö”. Hvers vegna heldur þú að ölvun við akstur hafi færst svona i vöxt? „Hvernig stendur á þvl aö maöur sem búinn er aö drekka áfengi lætur sér detta i hug aö setjast undir stýri og aka bfl? Ég held aö þarna komum viö inn á mál sem viö höfum oft rætt um. Þaö er þaö aö menn gera sér margir hverjir ekki grein fyrir þeirri ábyrgð sem þvi fylgir aö stjórna bifreið. Þaö er ekki einungis um aö ræöa ábyrgö ökumannsins gagnvart sjálfum sér, bifreiöinni og far- þegunum sem hann ekur, heldur einnig gagnvart öörum vegfar- endum sem á vegi hans verða.” Ef menn ekki gera sér grein fyrir þessari ábyrgð, er það þá ekki vegna þess að fræðslunni hefur verib ábótavant? „Sjálfsagt hafa þeir sem eru fullorðnir I dag ekki fengiö mikla umferöarfræöslu I æsku. En mér finnst ungt fólk i vax- andi mæli i hópi góöra vegfar- enda. Og viö bindum vonir við aö enn veröi breyting til batn- aöar þegar vegfarendur fram- tiöarinnar, sem búnir eru aö ganga I gegnum Umferöarskól- ann koma út I umferðina.” Af hverju hefur notkun bil- beita ekki verið lögfest á tslandi? „Ég held aö þaö sé fyrst og fremst vegna þess aö menn hafa ekki sett sig inn i hvaö þetta hefur gjörbreytt umferðar- málum I þeim löndum þar sem lögleiöing hefur fariö fram.” Er það ekki i verkahring Umferöarráðs að setja menn inn i það mál? „Þaö erum viö aö gera.” Það gengur hægt. „Já, þaö gengur hægt. Þarna þarf aö hafa áhrif á stjórnvöld landsins til þess aö fá þau til aö viöurkenna aö þetta sé nauösyn- legt. Allar rannsóknir erlendis sýna aö slysatölur hafa fariö mjög lækkandi eftir að bilbelta- notkun hefur veriö lögleidd og þess vegna hlýtur þetta aö koma, þaö er bara spurning um hve- nær. Og viö erum alveg viss um aö þegar lögleiöing bilbeltanna veröuroröin staöreynd á tslandi þá muni slysunum fækka veru- lega.” En þau leysa ekki allan vanda. Er ekki einhverra rót- tækra. aðgerða þörf til þess að koma I veg fyrir aö fólk haldi áfram aö hrynja niður I umferðinni? „Jú mjög róttækra aögeröa. Og hugarfarsbreytingar meðal alls þorra almennings.” Geturðu nefnt einhverjar aðgerðir sem gætu orðið til bóta? „Það þyrfti aö stórauka fjár- veitingar til fræöslustarfsemi um umferöarmál. Og einnig þyrfti aö veita auknu fjármagni i löggæslu. Þannig aö hún fái þau tæki sem hún hefur verið aö biðja um i mörg ár og geti bætt viö sig mannskap til þess að halda uppi öflugra starfi. Og siöast en ekki sist er ýmislegt i vega- og gatnakerfinu sem betur mætti fara. Þvi fleiri agnúar sem af þvi eru sniðnir, svo sem mjóar brýr og blind- hæöir á þjóövegum, þvi betra. Og arkitektar sem vinna aö skipulagi i þéttbýli geta haft mikil áhrif i sambandi viö slysavarnir, meö þvi aö skiija aö gangandi vegfarendur og akandi.” Er hugsanlegt að fangelsa menn fyrir ölvun við akstur? „Já, en fangelsismálum okkar er þvi miöur þannig háttaö aö slikt er ekki fram- kvæmanlegt. Norömenn hafa hins vegar notaö þessa refsingu meö góöum árangri.” Ert þú meö einhverjar nýjar hugmyndir I umferðarmálum sem e.t.v. gætu reynst betur en þær gömlu? „Ef ég heföi einhverjar nýjar hugmyndir, þá væri ég sjálfsagt búinn aö reyna aö koma þeim i framkvæmd af þeim veika mætti sem viö höfum hérna hjá Umferðarráði. En framkvæmd þeirra mætti ekki kosta neitt. Þaö er sorglegt, aö hugsanlega veröur einhver sem les þetta spjall ekki I tölu lifenda eftir helgina. Hann á kannski eftir aö fara I helgarferðalag eöa eitt- hvaö annaö, án þess aö hafa gert sér grein fyrir þeirri ábyrgö sem því fylgir aö vera i umferöinni og stjórna bifreiö. Eins er þaö ekki óhugsandi að hann gæti oröiö fórnarlamb ein- hvers annars sem ekki hefur gert sér grein fyrir þessari ábyrgð. Þvi varkárni eins I umferöinni má sin lltils gagn- vart gáleysi annarra. Þvi þurfa allir vegfarendur aö sýna aögæslu og gagnkvæma tillits- semi.” eftir Ernu Indridadóttur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.