Helgarpósturinn - 18.07.1980, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 18.07.1980, Blaðsíða 15
15 ---helgarpósturinn F°s-~dagur 18-iúlí 1980 kliibb, skipin vi6 höfnina og aftur heim. Þama var lika töluvert svæBis- bundið atvinnuleysi, þar sem fólk eygði enga möguleika. Þetta möguleikaleysi var oröið land- lægt. Viö töluðum t.d. þarna við ung h jón, sem áttu einn krakka og bjuggu uppi á efstalofti. Það var gati gólfinu, þar sem þau sáu inn i íbUðina fyrir neðan. „Sjáið þið hvað viö eigum bágt”, sagöi hann. ,,Sá sem á Ibúðina gerir ekki viö þetta”. Flestir Islend- ingar heföu fariö út á horn og keypt krossviöarplötu og neglt yfir gatiö. Þegar églauk námi I skipulags- málum, ætlaöi ég aö fara aö vinna i þróunarlöndunum og var búinn að ráöa mig til Afriku. Eg kom hingaö til aö kveöja og talaöi m.a. viö skipulagsstjóra rikisins, sem sagöi, aö það væri nú aumingja- skapur aö vera búinn aö læra skipulagsfræði og fara svo til Afriku. Hann stakk upp á þvi viö mig, aö ég tæki aö mér aö skipu- leggja byggö á Selfossi og á end- anum sló ég til. Selfyssingar tóku .þessu mjög vel og viö héldum þar almennan borgarafund um skipulagsmál, sem ég held aö hafi verið sá fyrsti sinnar tegundar. Eftir þetta skipulögöum viö Akureyri, Hverageröi, Hellu og fleiri bæi.” Bopgin er lœhi —Teluiðu Reykjavik vera vel skipulagöa borg? „Ef einstaklingarnir eru ham- ingjusamir, ef þeim gengur vel aö reka fyrirtæki og ef borgin full- nægir þörfum og óskum fólks, ætti þetta að vera nokkuö gott skipulag. Borg er annars tæki, sem viö höfum búiö til, eins og t.d. myndavél eöa bfl. Ef viö tökum likinguna meö bila, þá getur bill veriö mismunandi fallegur, þægi- legur, dýr eöa ódýr f rekstri, og sama máli gegnir um þessa byggö. A höfuöborgarsvæöinu er ann- ars nóg af ákjósanlegu landi til ibúöabygginga, sem ekki hafa veriðfundnar leiöir til aö nýta, og þess vegna hefur verið byggt i meira en hundraö metra hæð yfir sjó, sem er heldur miöur heppi- legur byggingarstaöur, ef ann- arra kosta er völ.” —Hvers vegna? „Hitunarkostnaöur er aö ööru jöfnu meiri, m.a. vegna minni gróöurs, og þú þarft aö lyfta biln- um þinum hærra upp i loftiö, ef þú vinnur niöur viö sjávarmörk. Þá er þar ekki eins gróöursælt. Ann- ars errekstrarkostnaöur á svona byggö alveggifurlegur. Þaö hefur veriö áætlaö, að kostnaöurinn viö einkabilismann á höfuöborgar- svæöinu sé um 70-90 milljarðar á ári.” —En hvaö um menningarlegt umhverfi? „Ef þú ert aö tala um lifsfyll- ingu, en ekki bara aö fara i vinnu og heim aftur til aö horfa á sjón- varpið, þá held ég aö þar vanti ýmislegt. Þaö er t.d. oröiö mjög dýrt og timafrekt aö sækja menn- ingarstarfsemi. Þaö aö skiptast á skoöunum er ógurlega mikilvægt, og margt fólk á mjög takmarkaða möguleika til skoöanaskipta og þaö er erfitt fyrir fólk aö notfæra sér þá möguleika, sem svæöiö býöur upp á. Ef viö tölum um kvenfólkiö sérstaklega, þá getur umhverfiö auöveldaö eöa torveld- aö þeim mjög verulega aö taka þátt I þjóðlifinu til jafns viö karl- menn.” —Hvaö meö áhuga þinn á pólitik? „Maöur getur ekki búiö á tslandi án þess að hafa áhuga á stjórnmálum, en hins vegar hefur mér gengiö mjög illa aö skilja islenska pólitik, og ég held aö ég sé ekki einn um þaö. Eg tel mig annars vera frekar frjálslyndan og umbótasinnaöan og ef ég hef fundiö hljómgrunn fyrir þær skoöanir frekar I einum stjórn- málaflokki en öörum, þá er þaö ekki mér aö kenna. Ég hef unn- ið aö skipulagi meö fólki úr öll- um flokkum og ég held, aö eftir þvi sem ég eldist, falli mér best viö þaö fólk, sem er umbótasinn- aö og vill koma einhverju góöu til leiöar og setur þaö ofar þröngum flokkshagsmunum, fólk, sem þor- ir aö hafa sjálfstæöar skoöanir, en ég held aö þeir séu þvi miöur allt of fáir. Annars veit ég ekki nema aö þaö sé rétt hjá Thor Vilhjálmssyni, þegar hann var aö lýsa islensku þjóöfélagi nýlega, sagöi aö þetta væri aö veröa eitt allsherjar Hallaladderi. Mér finnst eiginlega hvaö leiö- inlegast, hvaö viö sem þjóö van- rækjum uppeldi og menntun Islenskra barna mikið, og ég held aö þaö eigi eftir aö koma okkur i koll seinna. A mörgum öörum sviöum kemst fólk lika upp meö ótrúlegustu hluti og fullyröingar, sennilega vegna þess aö við erum eyland. og skortir beinan, stööug- an samanburö viö umheiminn. Mér finnst sjálfsagt, að við berum okkur stööugt saman viö aðrar þjóöir og lærum eins mikiö af þeim og viö getum. Þaö eru fáir, og þaöan af siöur heil þjóö, fæddir séni, heldur veröum viö aö vinna aö þvi höröum höndum, sem við erum og stöndum fyrir. Þegar ég hugsa til baka, þá var þaö ákveö- in tegund af hæfileikum, sem islenska skólakerfiö hélt upp á, eða þaö aö hafa gott minni, og þaö var held ég metiö um of miöað viö þaö aö hafa eitthvað nýtt. Svo kemst maöur aö þvi siöar, hvaö þessir sköpunarhæfileikar eru mikils viröi — og vonandi er búiö aö breyta skólakerfinu á þessu sviði.” Hræddir vio sjália sig —Er hægt aö binda þig viö ein- hvern ákveöinn stjórnmálaflokk? „Ég hef alltaf reynt aö mynda mér sjálfur skoöun um hluti og fyrirbrigði og hef trúaö litiö á ein- falda þrætubókarmynd af þvi hvernig hlutirnir eða þjóöfélagiö sé eöa eigi aö vera.” —Hvaö meinaröu meö þvi? ^Ég held aö þaö sé mjög var- hugavert af ráöamönnum aö ákveöa of mikiö fyrir fólk vegna þess aö þeir álita aö þeir viti bet- ur, bæöi vegna þess, aö þeir geta haft á röngu aö standa og vegna þess aö einstaklingarnir þekkja yfirleitt best hvaö aö þeim snýr. Ég held aö þaö sé heillavænlegra aöhjálpa fólki til aö taka „góöar” ákvaröanir, i staöinn fyrir aö hafa vit fyrir þvi. Annars finnst mér islensk stjórnmál stundum sökkva niöur i svo mikla hyldýp- islágkúru aö maöur veröur hálf- feiminn viöaökenna sig viö þessa þjóö. Gott dæmi um þetta er afgreiösla útvarpsráös á mynd inni „Dauöi prinsessu” þar sem stjórnmálamenn allra flokka heykjast á þvi aö halda viö ákvöröun sem þeir voru búnir aö taka — ekki vegna þess aö þeim hafi veriö hótaö, heldur vegna þess aö þeir voru hræddir við sjálfa sig. Þaö er veriö aö skjóta fólkútumallanheim fyrir aö hafa sannfæringu sem einhverjum lik- ar ekki, en ég held aö ef viö vilj- um vera eitthvaö annaö og meira en feitir þrælar i sjálfra okkar augum og augum umheimsins þá veröum viö aö þora aö fylgja þeirri sannfæringu, sem viö höfum, eftir.” —Þú varst annar þeiíra sem komu á fót útimarkaðinum á Lækjartorgi, hvaö vakti fyrir ykkur? „Útimarkaöurinn var nú fyrst og fremst hugsaöur af okkur sem skemmtiatriöi fyrir fólk. Viö höföum veriö aö skipuleggja gömul hverfi i Reykjavlk og þar voru nokkrir þættir aö okkar mati augljósir, þótt um þá væru skipt- ar skoðanireins og gengur. Viö töldum okkur vita aðþaövantaöi tvær tegundir af verslun i Reykjavik, — annars vegar mjög ódýra verslun, eins og flóamark- aö þvi viö vissum, aö þaö var fulltaf alls konar drasli oghlutum uppiá háalofti hjá fólki. Hins veg- ar vantar hér enn sérverslun meö mjög góöar og finar vörur. Viö ákváöum I hálfgeröu briarii aö gera tilraun meö útimarkaö og slepptum þvi að fara I sumarfri, og notuöum peningana til aö koma markaðinum upp, og hefur hann gengið bara sæmilega.” — Nú hefur þú unnið mikiö fyrir Reykjavikurborg og ert nú oröinn forstööumaöur fyrir þessari Skipulagsstofu höfuöborgarsvæö- isins. Ertu kannski þrátt fyrir allt bara kerfisarkitekt? „Ég hef nú ekki hugsað mér aö veröa ellidauöur i þessu starfi, þótt ég hafl tekiö aö mér aO byggja þessa stofu upp. Þetta er fyrsti visirinn aö verulegu átaki i samvinnu þessara átta sveitar- félaga á höfuöborgarsvæöinu, og ef opinberir aöilar vilja ráöast í svona þarfaverk, þá finnst mér maður skulda þjóöfélaginu þaö að gefa kost á sér, þó ég græddi ef- laust meira fé á þvi aö vera meö skrifstofu út i bæ. Auk þess litur höfuöborgarsvæöiö allt ööru visi út ef maður hugsar um þaö i heild, heldur en ef maöur reynir aö leysa öll vandamál innan hvers sveitarfélags fyrir sig. Ég held lika, aö ef þetta samstarf sveitarfélaganna i skipulagsmál- um tekst, geti þaö leitt til mikils ávinnings fyrir alla ibúa þessa svæöis.” —Þú þarft ekkert aö bakka með þínar hugmyndir? „Ég held aö þaö sé mun far- sælla aö reyna aö semja viö fólk heldur en berja sinum hugmynd- um eöa vilja upp á þaö, hvort sem þaö er i hjónabandinu eöa dag- lega lifinu. Ég trúi aö minnsta kosti á aö reyna fyrst aö telja fólki hughvarf. Annars er þaö mjög mikilvægt I allri skipulags- vinnu eins og reyndar i lifinu aö vera ekki svo háöur neinum aö maöur hætti aö þora aö hafa sjálf- stæöa skoðun. Ég vona aö ég eigi þaö ekki eftir.” Gestur ðiaisson, arkiieki r ntigarpðslsvlðiail

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.