Helgarpósturinn - 18.07.1980, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 18.07.1980, Blaðsíða 26
ER ALLTAF EINS SPJALLAÐ VIÐ Pálma Gunnarsson Viðtal: Páll Pálsson Myndir: Friðþjófur Um þessar mundir er aö koma I hljómplötuverslanir landsins, ný sólóbreiösklfa Pálma Gunnars- sonar, og heitir Hvers vegna varstu ekki kyrr? Útgefandi er Hljómplötuútgáfan h.f. Pálmi er einnig aö hleypa af stokkunum nýrri hljómsveit sem kallar sig Friöryk, og skipuö er, auk hans, Siguröi Karlssyni trommuleik- ara, Tryggva Hiibner gitarleik- ara, Pétri Hjaltested hljómborös- leikara og Lárusi Grfmssyni hljómborös- og flautuleikara meö meiru. Helgarpósturinn hitti Pálma aö máli fyrir skömmu, og spuröi fyrst hvort platan hans hafi ekki veriö lengi i deiglunni: Svoldið rokkuð.. „Já, ég er búinn aö vera niu mánuöi meö hana i smiöum. Þetta hefur mest veriö tóm- stundavinna. Ég hef hlaupiö I þetta af og til, og heföi jafnvel getaö veriö átta mánuöum skem- ur, ef égheföihafttima. Múslkin? Svoldiö rokkuö á köflum. Lögin eru flest Islensk, en fjögur eru er- lend. Þaö kom I ljós aö trommar- inn sem var meö okkur I Bruna- liöinu slöastliöiö sumar, Jeff Seopardie, er ágætislagasmiöur og ég fékk þrjd lög hjá honum. Höfundur Islensku laganna eru MagnUs Eirlksson, Magnús Kjartansson, Jóhann G. og Arnar Sigurbjörnsson. Svo spila meö mér á plötunni góöir félagar gegnum árin, t.a.m. Siguröur Karlsson og Tryggvi HUbner.” —Friöryk hefur ekki oröiö til I þessari plötugerö? „Nei, en reyndar var lengi bUin aö vera uppi sU hugmynd meö okkur Sigga Karls aö fara aftur aö vinna saman aö einhverju nýju. Brunaliöið var fariö uppfyr- ir, samstarf ekki lengur fyrir hendi á þeim vettvangi eftir aö Ragga og Maggi gengu I Brimkló. Siggi haföi veriö aö spila meö Tryggva I Geimsteini, — sem vildi lfka fara aö gera nýja hluti og féll því inní hugmyndina. Hinir komu svo á eftir. Nafniö Friöryk á skáldiö Kristján Hreinsmögur, ogskapaöist I kringum prufuupp- tökur á lögum og ljóöum eftir hann, og Siggi og Tryggvi höföu einmitt tekiö þátt I. Mér finnst þetta nafn þrælfyndiö, og þaö hef- ur sfnar meiningar. Annars verö ég aö segja aö ég hef aldrei fengiö hausverk Utaf nafnagiftum hljómsveita. Ég hef spilaö undir ýmsum nöfnum, og þrátt fyrir aö þauhafi oft veriö skrýtin I fyrstu, þá venjast þau fljótt viö mann.” Skemmta sér, og öðrum —A hvernig basis hyggst svo bandiö starfa? „Viö ætlum allavega aö spila I sumar. Viö erum allir atvinnu- menn I tónlistinni og þurfum okk- ar kaup. Þetta veröur mestmegn- is helgarspilamennska. Þaö mun siöan ráöast meö framhaldiö, en viö höfum áhuga á aö starfa meira saman eftir aö Lalli fer f skólann f haust, — en hann stUd- erar elektrónfska mUsIk I Amsterdam. Ég býst fastlega viö þvl aö við gerum plötu, þaö fylgir þvl ef hópurinn nær aö vinna vel saman. Auövitaö hugsum viö okkur aö gera eitthvaö sllkt — og þá meö frumsamiö efni. Mottó okkar er aö skemmta okkur sem best, og öörum vonandi líka, þaö er ein helsta ástasöan fyrir þvi aö maður nennir aö standa I svona vinnu. Stundum hugsar maöur nefni- lega Utf þaö aö maöur skuli vera aö standa í þessu þegar grund- völlurinn er enginn. Aö spila I sex mánuöi um hverja einustu helgi og þaö oft viö hinar hrikalegustu aöstæöur. Þaö er oft ekki geöslegt aö feröast um landiö okkar bless- aö. Ég man eftir þvl þegar viö vorum aö fara uppaö Bifröst nokkrir saman, aö djassa. Og á heimleiðinni, þetta var um vetur, brotnaöi blllinn I spón, og þurft- um viö aö ýta helvítinu, hrikalega illa klæddir I stutterma bolum og fööurlandslausir, og þurftum aö banka upp á bóndabæ eftir hjálp, og komum svo ekki heim fyrren kl. 1 daginn eftir, þá rövlandi af þreytu. Töff vinna. Á móti þessu komur oft á tlðum góöur mórall og mannskapur sem er samhuga I þvl aö gera þetta eins skemmti- legt og mögulegt er. Stundum kemur fyrir aö maöur komi heim Ur löngum landsbyggöarreisum meö ánægjuna eina saman, þó flestir aörir hafi fengið sitt.” Á lummukaupi —Þaö heyröist á dögunum aö þú værir skatthæsti popparinn, — er eitthvaö til I þvl? „Nei, þaö var þvl miöur ein- hver vitleysa hjá þeim á Skattin- um. Ég vildi gjaman vera skatt- hæsti popparinn, er bara á lummukaupi. En þaö kemur seinna. Samt var þetta skemmti- leg saga, dáldiö kyndug fjar- stæöa, en vakti kátínu, sérstak- lega mlna.” —NU ert þú bUinn aö vera lengi I bransanum Pálmi, — hvaö finnst þér um tdnlistarhræringar síð- ustu ára? „Mér finnst þetta allt haldast I hendur. Ég hef lifaö þaö aö fylgjast meö þvl aö rokkið kemur upp og veröur vinsælt, og kemur svo aftur. Ég get ekki stutt fingri á eitthvaö af þessu nýja stöffi og sagst ekki hafa heyrt þaö áöur. Rokkiö er alltaf eins. Ein breyting hefur þó oröiö á hér á Islandi og er viröingarveröj vaknandi áhugi á djassi, lif- andi uppákomum og frumsömdu efni. Vissir aöilir hafa unniö mik- iö aö þessum málum og eiga miklar þakkir skyldar fyrir, t.a.m. Guömundur vinur minn Ingólfsson, sem hefur mætt viku- lega slöastliöin þrjú ár og spilaö einhvers staöar I bænum. Skemmtileg tilbreyting og llfgar uppá stemmninguna hér. Viö þyrftum aö fá fleiri erlenda skemmtikrafta I heimsókn, en þar kemur auövitaö rlkiskryppan inni máliö og gerir þaö ómöglegt I framkvæmd. Þaö eru margir góöir djassistar hérna, bæöi ungir og gamlir sem gaman væri aö fá aö heyra f á plötu. Af hverju ætt- um viðekki að geta þetta einsog frændur okkar og vinir Færeying- ar sem halda uppi dúndrandi djasslffi hjá sér og gefa nokkrar djassplötur út á ári? Færeyingar hafa veriö aö bjóöa djassistum héöan I heimsókn. Okkur sem höfum verið I samkrulli meö Gvendi Ingólfs hefur veriö boöiö til Færeyja I haust, og ætli við veröum ekki viku eöa tfu daga þama. I Færeyjum er llka lúxus kaup.” Margir stigar að klifa -En hvaö segirðu mér af er- lendri hljdmplötuútgáfu? Hefur eitthvaö komiö útúr för Bruna- liösins til Cannes? „Þaö er ekkert aö frétta af henni. Það eina sem ég veit er aö þetta er allt opiö ennþá. Ekkert undirskrifaö en opin sambönd milli fyrirtækjanna. Þetta meö aö koma sér á framfæri erlendis tek- ur langan tlma, ekki eitt til tvö ár, þótt einhverjar smugur opnist. Þaö eru margir stigar aö klffa á þeirri leið.” — Hvaö segiröu þá um Manna- korn, — mun þaö starfa meira saman? „Þaö er ekkert ákveöiö, en Magnús lumar á mörgum góöum lögum. Ég óska einskis fremur en aö Magnús haldi áfram aö semja lög. Frá minni hendi er ekkert þvl til fyrirstöðu aö Mannakorn haldi áfram aö starfa saman.” Fri? —Ertu ekkert oröinn leiöur á aö poppast Pálmi? „Nei síöur en svo. Einsog ég sagöi áöan er ein helsta ástæöan fyrir því aö maöur stendur I þessu aö maöur er aö skemmta sjálf- umsér og öörum. Ég er bjartsýn- ismaöur og held aö þetta sé allt á uppleiö, þrátt fyrir miklar mót- bárur. Það er þó hugmynd hjá mér aö taka mér frl frá þessu ein- hvern tlma I framtföinni, heim- sækja önnur lönd, og menntast pfnulitiö í leiöinni. En þaö veröur kannski ekki alveg á næstunni. Svo vil ég bara vera svolftiö gam- aldags aö lokum, og hvetja alla landsmenn til aö mæta vel á dansleikina okkar I sumar. Viö viljum sjá ykkur sem flest.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.