Helgarpósturinn - 18.07.1980, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 18.07.1980, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 18. júií 1980 ho/gCTrjTincr/f irinn „Þaö gæti veriö spennandi”, sagöi Gestur ólafsson arkitekt, þegar viö báöum hann um viötal. Ekki hægt aö hitta hann heima í Unuhúsi, þvl hann er á kafi i aö gera þaö upp, en Gestur er mikiil áhugamaöur um verndun gam- alla hása I Reykjavík. Þaö var þvi sæst á þaö, aö hitta hann á nýjum vinnustaö hans, Skipulagsstofu höfuöborgarsvæöisins, en þaö er stofnun átta sveitarfélaga á höf- uöborgarsvæöinu. —Hvaö geturöu sagt mér af sjálfum þér, svona til aö staösetja þig? „Ef ég byrja á byrjuninm, þá er ég fæddur fyrir vestan, i Onund- arfiröf. Foreldrar minir voru búnir aö ákveöa aö ég yröi kven- maöur, og voru þaö sannfærö, aö þau voru biiin aö láta sauma á mig kjdla, sem ég var I þangaö til ég var þriggja ára. Þetta sýnir manni vel hvaö þaö getur veriö varasamt aö skipuleggja of mik- iö. Ég læröi annars mikiö af Vest- firöingum á þessum fyrstu árum, sérstaklega af ömmum mlnum báöum, sem kenndu mér aö lesa og kunnu dgrynni af visum, sem þær fdru meö I tlma og dtlma og ollu mér miklum heilabrotum. Ein visan, sem ég skil jafnvel ekki ennþá, var eitthvaö á þessa leiö: Hver var aö hlæja þegar ég kom inn? Ætli þaö hafi veriö kötturinn? Jæja — svo jæja, látumhann hlæja, kannski hann hlaá ekki Inæstasinn. Seinna heyröi ég þá sögu um Vestfiröinga, aö þeir heföu oröiö eins og þeir eru, vegna þess aö þama er ekkert undirlendi og þeir sem heföu ekki haldiö vöku sinni, heföu hreinlega oltiö I sjóinn. Eg held aö þessi skýring hafi ekki veriö vlös f jarri lagi, þótt ntina sé hugsanlega búiö aö slétta ein- hverja bletti. Þaö var annars mjög róman- tlskt aö alast þarna upp, áöur en vélaöldin gekk I garö, innan um reykta rauömaga, freöýsur og hesta sem voru vinir manns. Ég hef heldur aldrei aftur séö sól- arlageins og ég þykist muna eftir frá þessum uppvaxtarárum. Svo fluttum viösuöur á mölina og ég varö uppflosnaöur bónda- sonur 6 ára. Ég byrjaöi svo I Laugarnes- skóla, en þaö var dálitiö skrýtiö fyrir mig aö fara aö lesa um litlu gulu hænuna, þegar ég var búinn aö lesa allt um Basil fursta og marga árganga af Fálkanum. Þaö var llka erfitt aö vera meö meiningar I sjö ára bekk. Ég lenti t.d. I deilum viö Teit Þorleifsson, sem kenndi mér reikning, út af núllsinnum töflunni. Ég vildi ekki viöurkenna, aö ef ég ætti sjö og margfaldaöi þá meö núlli, þá hyrfu þeir. Svo sættumst viö á, að þetta væri opinber regla, sem menn heföu komiö sér saman um. Ég fdr siöan I Ingimarsskóla, eöa Gagnfræöaskóla Austurbæj- ar, og ætlaöi aö honum loknum I Verslunarskólann, aöallega vegna kvenmanns, sem ég var ógurlega skotinn I, og ætlaöi þangaö. Ég byrjaöi meira aö segja aö læra vélritun og þýsku I aukatimum fyrir inntökupróf þar, og ég er þessari konu afar þakk- látur enn þann dag I dag fyrir aö kunna á ritvél. Ætli ég hafi ekki svo oröiö hrifinn af öörum kven- manni, I öllu falli ákvaö ég aö fara I landspróf og menntaskóla skömmu siöar. SKcmmlilegri hlulir lyrir ulan Ég var I Menntaskólahum I Reykjavlk og leiddist fyrst alveg ægilega. Þaö voru miklu skemmtilegri hlutir aö gerast fyrir utan skólann. Annars notaöi ég fyrstu tvo veturna mikiö til aö lesa bdkmenntir, en fékk líka áhuga á sálarfræöi og las allt sem ég komst yfir I þeim fræöum, sér- staklega eftir Freud og Jung, sem ég læröi mikiö af. Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á fdlki og ég hef veriö aö velta ástæöunum fyrir þessu fyrir mér upp á slökastiö. Moöir mln og ættingjar hafa sett sig vel inn I ættfræöi, þaö er mikil tradisjón fyrir því fyrir vestan. Ég held ástæöan fyrir þessu sé eiginlega sú, aö ftílkiö þarna á Vestfjöröum gat ekki átt neitt alveg fram á þessa öld. Kóngar og kirkjan áttu flest allar jaröir, þannig aö miö- punkturinn I tilverunni var fólk, eins og þaö á vera.” —Hvaö hafðiröu upp úr þvl aö lesa Freud og Jung? „Ég held aö ég hafi haft mikiö gagn af þvl aö reyna aö gera mér grein fyrir þvl hvernig fólk hugs- ar og hvernig afstaöa þess mót- ast. A þessum tíma var ég fyrst I brúarvinnu á sumrin, en fór svo að vinna viö garöyrkju I Reykjavík. Ég teiknaöi á þessum tima fullt af göröum í Reykjavlk um helgar, sem slöan voru búnlr til á virkum dögum. Þaö var mik- iö af ágætis fólki I þessari garöa- vinnu, m.a. ólafur B. Thors, sem sá um bdkhald fyrir fyrirtækiö. Eftir stúdentspróf ákvaö ég aö fara til Englands og læra arkltektúr, en þaö var töluvert dýrt og erfiöara um námslán þá en nú. Til þess aö hafa upp I kostnaö, keypti ég mér mót til aö steypa I gangstéttarhellur og var viö hellusteypu það sumar I bragga úti á flugvelli, og runnu þær út eins og heitar lummur. Það var fyrsta reynsla mln af aö reka fyrirtæki.” Sveilin liCKK Iraman úr — Hvernig var áhugi þinn á arkitektúr til kominn? „1 fyrsta lagi held ég aö ég hafi fengið áhuga á umhverfismótun I gegnum garöateikningarnar og brúarvinnuna, en I ööru lagi f jall- ar arkltektúr llka um fólk. Til greina kran llka aö læra læknis- fræöi, en kannske hefur mér fundist lifandi fólk skemmtilegra en dautt. Ég hef aldrei séö eftir þessari ákvöröun. Þegar ég kom til Englands áriö 1961, kom ég inn I alveg annan heim.” —En afhverju til Englands? „Þaö ráölögöu mér flestir frá því aö fara til Englands aö læra arkltektúr, en ég haföi þá trú á Englendingum, aö þeir væru nokkuö lausir viö öfgar og sveita- mennsku og heföu nokkuö sanna heimsmynd. Þeir höföu langa reynslu I þvl aö byggja alls staöar I heiminum, og reynslu af sam- skiptum viö mjög óllkar þjóöir. Þaö var annars afskaplega gaman aö koma til Englands. A þessum tíma var mjög ódýrt aö eiga blla, og ég keypti strax Austin 7, árgerö 1933. Þaö var, held ég, áöur en þeir fundu upp startarann, þannig aö sveifin hékk framan úr honum og maöur þurfti aö snúa rösklega til aö starta. Ég fékk lika áhuga á jafnréttis- málum fljdtlega eftir aö ég kom út.” —Voru þau komin á einhvern rekspöl I Englandi á þessum tima? „Ég hitti þarna kvenfólk, sem var allt ööruvisi en ég haföi kynnst áöur. Á þessum tlma voru allar sætu stelpurnar á lslandi túberaöar og gengu um á háum hælum. Ég man, að einu sinni fórum ég og kunningi minn á ball. A leiö- inni stöövaöist bíllinn vegna benslnstlflu og vinkona hans sagöi þá, aö þetta væri nú ekki mikill vandi, fékk lánaöan skrúf- Srkil, losaöi blöndunginn og blés r honum — og blllinn I gang eins og skot. Ég fullyröi, aö fáar stúlk- ur á tslandi heföu gert þetta á þessum tíma. Ef ég eignast ein- hvern ti'ma dóttur, ætla ég aö ala hana upp I þessum anda. Þetta varannars á þeim tima, hegar allir voru aö mótmæla at- omsprengjunni, eöa aö reyria aö sætta sig viö hana. 1 arkltektúr voru menn llka mikiö aö velta fyrir sér llfinu og tilverunni. Þetta er kannske svolltið sorg- legt, en eftir báöar slöustu heims- styrjaldir hafa verið til verk- smiöjur, sem gátu f jöldaframleitt hús á einfaldan hátt. Eitt af grundvallaratriöum nútima byggingarlistar, var aö nota tæknina til þess aö gera fólki ódýrara aö koma upp þaki yfir höfuöiö og losa þaö viö stressiö, sem þvl fylgir. Þaö hafa veriö geröarmjög merkilegar tilraunir I þessa átt, en flestar hafa koönað niöur. Núna á Islandi þykir flott- ast aö hafa allt I bogum og skrauti I gömlum stll, handunnið og rán- dýrt. Ég var þarna á mjög skemmti- legu tfmabili. Bltlarnir voru aö koma upp á þessum tlma og Eng- lendingar voru aö ná sér upp I hönnun og allir trúöu á framtíö- ina. Þaö var lika mjög mikið aö gerast I listum á þessumtlmaog ég vann á tlmabili I London viö að teikna hús úr plasti, enda trúöu allir á þaö þá, aö þau ættu mikla framtlö fyrir sér.” AO líta Dani rétlu auga —Breytti þessi tlmi eitthvaö þinni heimsmynd? „Feykilega. Þaö sem ég átti annars hvaö erfiöast meö, var aö losna viö þaö aö geta ekki um- gengist útlendinga eins og til dæmis Akureyringa. Vestfiröing- ar hafa ekki elskað Dani mikiö frá gamalli tíö, og ég hef átt erfitt meö aö llta Dani réttum augum siöan. Mér finnst þetta vera mjög alvarlegt mál, vegna þess, aö ég heldaö þetta sé mjög algengt. Ég heyröi til dæmis alþingismann austan af fjöröum vera aö hæla sér af þvl nýlega, aö hann heföi aldrei komiö til útlanda — og ætti sennilega ekki mikiö þangaö aö sækja. Englendingar áttu og eiga ann- ars viö miklu erfiöari vandamál aö strlöa en viö. Þegar hermenn- irnir ensku komu heim frá þvi aö hafa unnið striöiö, var þeim sagt, aö nú ætti aö fara aö byggja „heimili fyrir hetjur” (Home for Heroes), en þetta gekk hálf brösulega og Þjóöverjar skutu þeim fljdtt ref fyrir rass. Þeir geröu samt mikiö átak I bygg- ingarog skipulagsmálum I nýjum bæjum, sem þeir byggöu. A seinni hluta í arkitektúr hneigöist ég annars meira aö skipulags- málum, sem mér fannst fjalla meira um fólk og vandamál þess, enda gat maöur sérhæft sig aö ákveönu marki og tekiö verkefni um skipulagsmál. Kennarar mlnir hvöttu mig svo til aö halda áfram og taka sérgrein I skipu- lagi, og þaö varö úr, aö ég fór til Liverpool. Þaö var mjög fróölegt aö læra skipulag I Liverpool. Þar var kannski lftiö fjallaö um arkltektúr, ep þeim mun meira um fólk og ýmis vandamál þess, félagsfræöi og hagfræöi, og mikil áhersla lögö á aö reyna ekki aö leysa vandamál fyrr en viö vissum hver þau væru. Viö tókum töluvert mikiö af viötölum viö fólk og ég geröi mér grein fyrir þvl, aö samanboriö viö Englend- inga, eiga Islendingar ekki mikil vandamál á þessu sviöi. Þama bjó mikið af írum, og á Irlandi þdtti þaö ekki góö latlna, aö stúlkur yröu óléttar án þess aö vera giftar. Kennararnir sendu okkur einu sinni til aö kort- leggja hvemig þessar stúlkur feröuöust um borgina, I vinnu og úr. Stelpurnar hlógu mikiö þegar viðspuröum hvert þær færu þess- ara erinda, en þaö var I ákveöinn „Lííandí fólK sKemmtiiegpa en dan SJONARHORN „Eins og frægur maöur sagöi mér forðum, væri þaö leyndarmál lifsins aö staönæmast ekki of lengi á sama staö. Maöur ætti aö prófa lltiö af öllu, fremur en allt af einu. Þannig finnst mér Gestur Olafsson vera. Hann hefur frjótt hug- myndaflug og hann hefur löngun til aö framkvæma þessar hugmyndir. Þýskt máltæki segir, aö sá sem vinnur ekkert, geri engin mistök, en sá sem vinnur mikiö geri mörg mistök. Þannig vill oft veröa, aö Gestur er aktlvur á mörgum sviöum, og þá fær uppskeran krltik hjá þeim, sem vilja fara dýpra ofan I máliö. Hver maöur er jákvæöur og neikvæöur. Mér finnst þaö jákvæöa I Gesti vera þaö mikiö, aö ég met hann mikils”, sagöi Kristinn Ragnarsson arkitekt og fyrrum sam- starfsmaöur Gests. SJONARHORN__________________ „No comment”, var þaö sem Magnús Skúlason haföi til málanna aö leggja.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.