Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 2
2 A tslandi úir og grúir af leyni- félögum. Mörg þeirra eru þó ekki leyndardómsfyllri en það að þjóð- inni er kunnugt um tilvist þeirra. Frimúrarareglan er kannski nær- tækasta dæmið sem menn þekkja, þó öll starfsemi reglunnar fari fram fyrir luktum dyrum. Hafa margir með mikilii fyrirhöfn reynt að komast á snoðir um þau verk sem þar eiga sér staö og ekki þola dagsins Ijós, en árangurinn hefurekki alltaf verið f samræmi við fyrirhöfnina. Og þvi hefur veriö fleygt að eiginlega sé þetta bara hálfgerður skripaleikur. Karlar sem klæði sig upp i kjól og hvitt og fari í smá feluleik. En hið leyndasta af öllum leynifélögum er án efa Leynifélagið Loki. Það er svo leynilegt aö jafnvel félagarnir sjálfir hafa enga hug- mynd um að það sé yfirleitt til. Þegar Helgarpósturinn hafði samband við Pál Heiðar Jónsson I.okalim, en það eru félagarnir kallaðir, til þess að reyna að hafa eitthvaðupp úr honum um félagið sagði hann: „Ég hef aldrei heyrt talað um þetta félag”. Það hefur ekki reynst neitt áhlaupaverk að reyna að svipta hulunni af Leynifélaginu Loka. Helgarpósturinn hafði spurnir af rannsóknarblaðamanni nokkrum sem af mikilli elju tókst að safna upplýsingum um félagsskapinn og skrá á bók. Það siðasta sem til hans spurðist var að hann sást á rölti fyrir nokkrum árum milli út- gefenda með handritið sitt. Eng- innvildi gefa það út og bendir það óneitanlega til þess að bókaút- gefendur hafibein itök i félaginu. Eða til þess að bókaútgefendur hafi orðið fyrir þrýstingi „ofan frá”, og þess vegna ekki þorað að gefa út hið forboðna rit. En hvers vegna ganga menn i leynifélög á borð við Loka. Leyni- félög sem aðeins eru skipuð karl- mönnum.Þá spurningu lagði Helgarpósturinn fyrir sálfræðing HVAÐ SEGJA EIGINKONURNAR? „Hver sem er getur ekki labbað sig þarna inn” Steinunn Jóhannesdóttir, eiginkona Einars Karls Haraldssonar Lokalims hafði eftirfarandi að segja um leyni- félagið. „Mér finnst þetta mjög fynd- inn félagsskapur. Það er eins og karlmenn hafi þörf fyrir aö vera I einhvers konar gáfumanna- félagi. Þetta eru náttúrulega ósköp gáfaðir menn. En þar fyrir getur verið aö þeir séu pinulitiö óöruggir um þessar gáfur sínar og þurfi að fá stað- festingu á þeim I svona klúbbi. Ég held nú satt að segja að þessi klúbbur sé fremur mein- laus. Og heldur skárri en t.d. Frimúrarareglan. Það er að minnsta kosti engin hræsni yfir þessu, þeir þurfa ekki að belgja sig út af steikum vikulega undir yfirskini einhverrar góðgerðar- starfsemi. Þeir koma saman, bara til þess að koma saman og fá útrás fyrir félagsþörfina. Það er ekki endalaust hægt að fara fram á að þeir sitji yfir manni einum, börnum og húsi”. Helduröu að þetta sé einhvers hannesdóttir. konar samtryggingarfélag? „Sjálfsagt treysta þeir að vissu leyti sina hagsmuni þarna. Þetta er visst úrval, mönnum er boðið inn i klúbbinn og þetta eru ekkert endilega vinir. Þetta eru menn meö misjafnar pólitiskar skoðanir og á mismunandi aldri. Þarna kynnast þeir og það getur komiö sér vel, þó ekki sé hægt aö likja . þessu við Frimúrararegluna eða Odd fellow.En þaö er ekki hver sem er sem getur labbaö sig þarna inn. Ekki get ég sagt að mig langi til þess að vera I svona félagi. Ég hef ekki áhuga fyrir einkynja klúbbum, þetta er svona eins og öfugur sauma- klúbbur. Það er ekki þar meö sagt að þetta sé með öllu nei- kvætt, en mér þykir þetta ekkert sérstaklega merkilegt og hef nóg annaö viö timann að gera en sitja i kjaftaklúbb af þessu tagi”. nokkurn sem ekki vildi gefa upp nafn sitt minnugur afdrifa blaða- mannsins sem fyrr greinir. „Það geta að sjálfsögðu legið ýmsar ástæður til þátttöku i slik- um félagsskap og fer að sjálf- sögðu eftir eðli og tilgangi félags- skaparins.” hvislaði sálfræð- ingurinn. „Ef þarna eru t.d. stunduð einhver myrkraverk sem geta breytt gangi þjóðmála, þá má að sjálfsögðu segja að til- gangurinn helgi meðalið. En þeg- ar leyndin virðist aðeins tilkomin leyndarinnar vegna, þá koma ýmsar sálfræðilegar hliðar inn i myndina. Það má t.d. lita til æskuáranna, þar sjáum við að al- gengt er að strákar og stelpur plotti sig saman og séu meö eins konar leyniklúbba. Börn virðast hafa þörf fyrir leyndarmál og jafnframtfyrir aðdeila þeim með jafnöldum sinum. Félagsskapur sem Loki, Frímúrarareglan, saumaklúbbar kvenfólksins og ýmis félög önnur gætu átt rót sina að rekja til æskuára þeirra sem þar starfa i dag, þó ýmsar aðrar ástæður kunni einnig að liggja að baki”. Svo mörg voru þau orð. Börn hafa þörf fyrir leyndarmál Og hver man ekki þá tið þegar leynifélögin blómstruðu i kjöllur- um og húskofum viða um bæinn. Ógnvekjandi félög eins og Svarta höndin, Rauða fjöðrin og Sjóræn- ingjarnir, sem lögðu á ráðin til þess að hrella krakkana i næstu götu. Eða göfug varnarbandalög á borð við Sanna Vesturbæinga. Föstudagur 16. janúar 1981 Leynifelagið Loki ku vera afar öflugur félagsskapur jafnvel svo að frimúrarar mega fara að vara sig. Og það er kannski ekki við öðru að búast þar sem þarna á samkvæmt orðrómnum að vera saman kominn i einu félagi blóm- inn af best gefnu mönnum þjóðar- innar. A fundum Loka þurfa menn ekki að vera i kjól og hvitt. En Lokalimir eiga það að sögn sammerkt hve snyrtilegir þeir eru i klæðaburði. Lesendum er þvi bent á að hafa augun hjá sér hver veit nema vinnufélagi þinn, kaupmaðurinn á horninu eða leigubilstjórinn sem þú ókst með siðast séu i Loka. En það er þó ekki liklegt. Flestir Lokaiimir hafa komist til valda eða að minnsta kosti áhrifa i þjóðfélag- inu. Helgarpósturinn hafði sam- band við Kristján Bersa Ólafsson skólastjóra og spurði hann að þvi hversu margir og hverjir væru i Loka. „Frá mér geturðu ekki fengið neinar upplýsingar,” sagði Kristján. Og blaðið varð þvi að róa á önnur mið til þess að fiska eftir upplýsingum þar að lútandi. Og sjá eftir talsverða eftir- grennslan kom i ljós að auk þeirra Páls Heiðars og Kristjáns Bersa var að finna nöfn eins og Arni Bergmann, Atli Heimir Sveinsson, Davið Oddsson, Einar Karl Haraldsson, Gisli Alfreðs- son, Jón Baldvin Hannibalsson, Arna Björnsson, Njöröur P. Njarðvik, ólafur Mixa, Sigmar B. Hauksson, en hann er nú íorseti félagsins, Stefán Baldursson, Sveinn Einarsson, Sveinn Skorri Jie/garpósturinn. Og Sveinn Skorri Höskuldsson fullyrti i samtali við Helgarpóst- inn að Loki væri andlegur félags- skapur sem hefði ekkert með veraldlegt gæði að gera. Vinna störf sin i kyrrþey Sigmar B. Hauksson forseti Loka, vildi litið sem ekkert við Helgarpóstinn ræða. Sagði þó að þessi t(rúnaðarstöðu hans fylgdi mikil abýrgð. „Forsetinn hefur mýmörg embætti á sinni könnu”, sagði hann en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þau. Hann sagði tilgang Loka að göfga manninn, efla félagsanda og ýmislegt annað sem ekki yrði látið uppi á þessum vettvangi. Félagsskapurinn væri ekki póli- tiskur. Þeir héldu fundi mánaðar- lega, þar sem félagar eða aðrir héldu tölu um eitthvað ákveðið málefni. Þá væru bornar fram veitingar fyrir félaga og gesti þeirra. Árlega er haldin árshátið svo kallað Hofróðublót, þá er konum leyfður aðgangur. Að öðru jöfnu ekki. Sigmar var að þvi spuröur hvort ekki væri hætta á að eitt- hvað læki út af fundunum, þegar gestir væru þar viðstaddir. Hann sagði þá gesti valda þannig að þetta væru heiðarlegir og dreng- lyndir menn. Hann sagði áhrif félagsins mikil, þó ekki merktist það á ytra borði. Þeir gæfu t.d. ekki tæki til spitala eða annað i þeim dúrnum. „Lokalimir eru þannig i eðli sinu að þeir vilja ekki trana sér fram”, sagði Sigmar enn fremur. „Þeim hentar vel að vinna i kyrr- Helgarpósturinn opnar leynifélagsskapinn Loka: „ ínna en rimúrara Vissulega tóku krakkarnir þetta alvarlega fram eftir aldi. Þá gerðust þau undur og stór- merki að stelpurnar helltust úr lestinni. Það verður að teljast stórmerkilegt út frá visindalegu sjónarmiði að þessi framlenging bernskunnar i fullorðins leyni- félögum virðist karlmönnum ein- um kennd. Helgarpósturinn hefur alla vega aldrei haft spurnir af þeim saumaklúbb þar sem félag- ar mæta i siðum samkvæmiskjól- um og hvisla einhverju óskiljan- legu tuldri i eyra hver annarrar til sönnunar því að þær séu full- gildir þátttakendur i klúbbnum. En hugsanlegt að þau orð sál- fræöingsins: „Börn virðast hafa þörf fyrir leyndarmál” bendi til þess að karlmenn séu börn hvað andlegan þroska varðar? Það væri verðugt rannsóknarefni. Og með tilliti til þess hvernig karl- menn hafa stjórnað þessari veröld árum saman, bendir ýmis- legt til þess að þeir hafi alténd ekki vit fyrir sér. Höskuldsson, Sverri Hólmarsson, Thor Vilhjálmsson, Þorsteinn Pálsson og örnólfur Arnason. Allir þessir menn hafa einhvern tima komið við sögu félagsins. Af þessum nöfnum hrá ráða að þarna er ekki um þeirra „tómt- húsmenn” að ræða. Stöðuheiti þessara nafntoguðu manna enda einatt á stjóri, ekki þó strætó- bilstjóri, heldur ritstjóri, skólastjóri, þjóðleikhús stjóri eða til að mynda framkvæmda stjóri. En að þvi er Lokalimir sögðu Helgarpóstinum er Loki ekki á nokkurn hátt samtryggingar eða hagsmunafélag. ólafur Mixa læknir einn stofnenda Loka sagði, þegar hann var að þvi spurður hvort það vildi ekki brenna við að menn hygldu sinum félagsbræðr- um þegar þeir hefðu tök á, að það hefði aldrei verið . „Það hefur ekki vottað fyrir þvi”, sagði hann. „Það er viss samkennd i hópnum enn, en við höfum ekki stefnt að áhrifum i þjóðfélaginu á nokkurn hátt”. þey. En félagsskapurinn er ekki jafn lokaður og menn halda. Full- trúaráð flokkanna og ýmis félög önnur eru mun leyndardómsfyllri og lokaðri. Það gilda ákveðnar reglur innan félagsins sem er ætlað að auðvelda samskipti fél- aga og það er i gildi ákveðið lykil- orð sem einungis félögum er kunnugt um”. Þá var Sigmar að þvi spurður hvort þetta væri ekki bara félags- skapur snobbara og þeirra sem áhrif hefðu i þjóðfélaginu, blaðinu hefðu borist vissar upplýsingar þar að lútandi. „Þá veit blaðamaður meira en forseti”, svaraði Sigmar. „Hvaðan koma þær upplýs- ingar?” Helgarpósturinn hefur það eftir áreiðanlegum heimildum að lág- launamenn eru ekki i Loka. Og svo virðist sem þetta sé tiltölu- legaeinlit hjörð manna, sem eiga talsvert undir sér i þjóðfélaginu. Margir þeirra tengjast menn- ingarlifinu og illgjarnar tungur vTrúlega eru þeir að flýja hávaðann iryksugunni” Við inntum Helgu Thorberg forsetafrú Loka, gift Sigmari B. Haukssyni, forseta þessa leyndardómsfulla félagsskapar, eftir hennaráliti á fyrirbærinu. „Lokalimir hittast einu sinni i mánuði á laugardagseftirmið- dögum þegar við útivinnandi húsmæðurerum að gera hreint, svo trúlega eru þeir að flýja hávaðann i ryksugunni. Ég held satt að segja að konur séu mun ábyrgari einstaklingar en karl- menn, þannig að þeim hefur ckki dottið I hug áð veita sér þennan lúxus, þ.e.a.s. að hlaupa frá börnum og maka einn af tveimur fridögum vikunnar. Eins störfum hlaðnar og með þetta eilífa samviskubit sem við erum höfum við ekki uppgötvað að hægt er aö veita sér þennan munað. Svo held ég að karlarnir þurfi meira á því að halda að viðra sig hver upp við annan, sem lýsir bara óöryggi þeirra. Þeir þurfa aö hitta vini sina til þess að fá staðfestingu á þvi að þeir séu á réttri braut, þeim er mikið i mun að fá álit hinna á Helga Thorberg. sjálfum sér. Ég er heldur ekki frá þvi aö þeir áliti þennan karl- mannafélagsskap vopn gegn framgangi kvenna i flestum greinum þjóðfélagsins. Og kannski er þetta ein leiö til þess að halda i forréttindi karla sem fara þverrandi”. Hefurðu farið á fundi hjá Loka? „Nei, ég hef ekki farið á þessa fundi þeirra. En ég hef farið á árshátiðarnar, Hofróðu- blótin.Og þvi miður get ég gefiö þeim plús. Það hefur veriö óskaplega skemmtilegt. Sér- staklega man ég eftir blóti siðasta árs, þá flutti Lena Bergmann Minni karla og þaö var svo fyndið að það var alveg dásamlegt. Ég held þeir ræði nú lltiö af viti á þessum mánaðar- legu fundum slnum, en þetta er fóörun, það er verið að fóöra þarna fylleri einu sinni i mánuöi.” „Fáránlegt að útiloka annað kynið en leyfa hinu að vera meðv Jón Baldvin Hannibalsson var I Loka árum saman. Kona hans Bryndis Schram er aö sjálf- sögöu útilokuö frá félagsskapn- um eins og aörar kynsystur hennar. Helgarpósturinn spuröi hana hver væri viöhorf hennar til Loka og karlmannafélaga yfirleitt. „Ég er á móti sérfélögum fyrir karlmenn af sömu ástæðu og ég er á móti sérstökum kvennafélögum. Menn eiga að velja sér félagsskap eftir hugðarefnum en ekki kyni. Ég hef ekki haft nein afskipti af Loka, nema mér hotnast eins og öðrum eiginkonum félaga, sá heiður að vera viðstödd Hofróðublótþeirra á ári hverju. Þeir setja þarna á svið ákveðinn hroka gagnvart konum svona eins og til að sanna imyndaða yfirburði si'na. Þetta er ögn hlægilegt, þvi hvað hafa þeir svo sem fram yfir okkur? Veistu hvað gerist á fundum i Loka?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.