Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 11
Fostudagur 16. janúar 1981 Lítil sjónvarps eftirlitskerfi IU gátu þá safnað upp tveimur dög- um. Það var kallað samloka. Þá gátu menn sum sé sleppt allri drykkju einn daginn og drukkið tvöfaldan skammt i staðinn þann næsta. Hann sagði þetta hafa ver- ið karlmannafélag frá upphafi. „Bakgrunnur félagsins var þannig. Við vorum námsmenn erlendis og það voru varla nokkr- ar konur á staðnum. Þetta var lit- ill samstæður hópur, nokkurs konar bræðralag sem við höfðum þörf fyrir þarna úti. Þegar við fluttur heim gjörbreyttist svo félagið enda aðstæður allt aðrar. Það var tekinn upp sá siður i félaginu að hafa kokteil. Mein- loka kallaðist hann. Sam- komurnar urðu allt öðru visi, við fengum fleiri utanaðkomandi gesti og brátt kom að þvi að mæt- ingar urðu svo strjálar að viö urðum að stórauka limafjölda. Nú er Loki kjaftaklúbbur og ef- laust er gaman i honum ennþá. Og þetta með að banna konum aðgang, ég held að það sé engin alvarleg kynferðispólitik i þvi, þetta eru bara stælar ef maður getur sagt svo”. Fyrir börn og fullorðna karlmenn Loki fyrir 20 árum og Loki i dag eru ekki sama félagið. Eftir þvi sem Helgarpósturinn kemst næst eru félagar eða limir Loka nú hátt á fimmta tug. Huggulegur kjafta- klúbbur þar sem menn sem hafa átt velgengni að fagna i störfum sinum á vettvangi þjóðmálanna hitta sina lika og ræða landsins gagn og nauðsynjar. Þeir lyfta sinum glösum eins og gengur, fara kannski á fylleri eins og gengur. Og trúlega eru eiginkon- urnar, alsendis fáfróðar um svona lúxus, heima á meðan og ryksuga. Menningarmafia eða hagsmunafélag er sennilega of djúpt i árina tekið með félagsskap af þessu tagi. Þó sjálfsagt sé gott fyrir Lokalimi i ákveðnum tilvik- um að þekkja hina Lokalimina. Allir hafa þörf fyrir félagsskap i einueða öðru formi. En hvislið og leyndin eru tiktúrur sem börn og fullorðnir karlmenn hafa senni- lega einkarétt á. á sérstöku kynningarverði Fyrír litlar verslanir, fyrirtæki ofL Kerfi I. Kr. 5.700 Innifalid í verdi: 1. Sjónvarps-myndavél með linsu. Video Monitor (skjár), festing fyrír myndavél og 20 m af kapli með tilheyrandi stungum Kerfi II. Kr. 9.300 Innifalið í verði: Tvær sjónvarps-myndavélar með linsum. 2. Video Monitor (skjár) 1. Videoskiptarí (miili véla) 2 festingar og 2x20 metrar af ^dióstofan hf. Þórsgötu 14 - Simi 14131/11314 kapli með stungum tilbúin til notkunar í póstáskrift fyrir landsbyggðina • Hefurðu átt í erfiðleikum með að fá Helgarpóstinn í þinni heimabyggð? • Af marggefnu tilefni hefur verið ákveðið að bjóða íbúum dreifbýlis að fá Helgarpóstinn sendan heim i hverri viku í pósti • Útfyllið og klippið út seðilinn hér að neðan, sendið Helgarpóstinum, Síðumúla 11, Box 320, Reykjavík, ásamt nýkr. 180. í snatri og þið fáið blaðið von bráðar heimsent Áskriftin gildir í hálft ár Ég óska eftir hálfsárs póstáskrift að Helgarpóstinum á nýkr. 180. Nafn.................................. Heimilisfang........................ Gerðu Helgarpóstinn að föstum pósti í þínum pósti

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.