Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 16.01.1981, Blaðsíða 15
15 Föstudagur 16. janúar 1981 henni bera vott um. Mefial annars komst hiin áleiöis á Olympiumót fatlaðra i Hollandi á siðasta ári og á Stoke-Mandevilleheimsleikun- um vann hUn til tveggja verðlauna. „Ég fór fyrst til Utlanda á mót árið 1977 og siðan hef ég farið aö minnsta kosti einu sinni á ári,” sagði Guðný. „Yfirleitt hittir maður sama fólkið aftur og aftur á þessum mótum, svo allir eru orðnir eins og gamlir kunningjar nU orðið, þótt ekki gangi öllum of vel að skája hver annan. Utan- ferðirnar eru einn af kostunum við borðtennisinn og án hans hefði ég örugglega ekki geta ferðast svona mikið, en það kostar mikla vinnu og æfingar, sérstaklega seinni hluta vetrar.” Æfingar Iþróttafélags fatlaðra fara fram í Hagaskóla og Foss- vogsskóla, en Guðný kvað æfingamar hafa verið heldur illa sóttar það sem af er vetrar. „Við höfum haft einstaklega góða þjálfara en það er sifellt verið að breyta æfingastöðum og það dregursjálfsagt úr fólki. Eins dettur áhuginn niður þegar litið er um mót, þvi það er hægt að fá leiða.áað spila alltaf við sama fólkiö. Möguleikar borðtennisfólksins i íþróttafélagi fatlaðra aukast þó stöðugt, þvi sT siðata ári tók hópurinn þátt i flokkakeppni þar sem spilað var við ófatlaða. Reynslan af þvi sýndi að fatlaðir geta óhikaö keppt við aðra i þess- ari iþróttagrein. „Við höfum meiri keppnis- reynslu en ófatlaðir,” sagði Guðný, „og það ætti að koma okk- ur til góða, þótt maður sé alltaf jafn taugaóstyrkur fyrir keppni. En alla vega, ef við höldum áfram æfingum af krafti, erum við ekkert lakari.” SKAUTAR „Ég væri satt að segja svart- sýnn ef ég vonaði ekki að skauta- höllin yrði komin upp innan fjög- urra ára”, sagði Sigurjón Péturs- son forseti borgarstjórnar Reykjavíkur i samtali við Helgarpóstinn. í siðasta blaði birtum við viðtal við formann Skautafélags Reykjavikur og lét hann þar mjög illa yfir aðstöðu, eða öllu heldur aðstöðuleysi skautaáhugamanna i borginni. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1981 var sam- þykkt á borgarstjórnarfundi i gær og samkvæmt henni verður veitt 60 milljónum króna á árinu til byggingar skautahallar. Sú bygg- ing á að risa við hliðina á Laugar- dalshöllinni. Sigurjón Pétursson sagði að hugmyndin væri, að á þessu ári yrði endurskoöuð hönnun skauta- hallar,sem gerðvarfyrireinum 8 Sigurjón Pétursson: „Ætlunin er að hefja fram- kvæmdir á siðari hluta þessa árs”. Sveinn Björnsson: iþróttagreinin viða „tshokki um lönd”. er ein vinsæiasta árum. 1 þeirri hönnun væri að margra áliti ekki ódýrasta leið valin og þvi væri ástæða til að endurskoða hana. Jafnframt kvað Sigurjón ætlunina að hefja framkvæmdir á siðari hluta ársins. „Við erum með önnur iþrótta- mannvirki i gangi núna”, sagði Sigurjón, „þar á meðal þjónustu- miðstöð i Bláfjöllum og búnings- klefa við sundlaugina i Laugar- dal. Þjónustumiðstöðin ætti að fara langt á þessu ári og þá von- ast ég til að fjármagn geti losnað, svo unnt verði að fara i byggingu skautahallarinnar af fullum krafti”. Sigurjón kvaðst persónulega vera mjög hlyntur byggingu skautahallar „enda tel ég að hún muni koma hvað flestum ein- staklingum i borginni að gagni. Það geta allir stundað þessa iþrótt frá þvi þeir byrja að ganga og allt fram á elliár og auk þess er hún ódýr”. 1 fyrsta áfanga skautahallar er gert ráð fyrir að svellinu verði komið upp, svo og búningsher- bergjum og siðan verði i seinni áfanga byggt yfir allt saman. Samkvæmt þvi ættum við innan tveggja ára að geta farið að renna okkur á skautum i Laugardaln- um, að visu ekki undir þaki, en i þýðu jafnt sem frosti. Sigurjón sagði að i fyrra hefði verið gerð litil aðgerð á Melavelli, þar sem var malbikaður völlur fyrir skautasvell. Við þetta þarf þynnra lag af is á svæðið og þvi hægt að nýta frost fyrr en áður. Þessi aðgerð skilaði sér vel og sýnir að áhuginn er fyrir hendi hjá skautafólki. íshokkí kemst næst fót- boltanum Sveinn Björnsson, forseti 1S1, tók i sama streng i samtali við Helgarpóstinn og sagði jafn- framt, að gera mætti ráð fyrir ekki minni áhuga hjá áhorf- endum. „Það er reynslan viða erlendis, til dæmis i Sviþjóð”, sagði hann, „að ishokki er ein vinsælasta iþróttagreinin meðal áhorfenda og viða kemst hún næst knatt- spyrnunni. Það er ekkert vafamál að þátttaka i þessari iþróttagrein myndi aukast ef hægt væri að treysta á svellið”. A siðasta ári var fyrsta Islands- mótið i Ishokki og tóku þar þátt Skautafélag Akureyrar, Skauta- félag Reykjavikur og strákar úr Breiðabliki. Og i framtiðinni má búast við að oft megi sjá skemmtilega keppni, þvi Akur- eyringar eru lika að bæta hjá sér aðstöðuna til skautaiðkunar. Að sögn Sveins er ætlunin að setja upp frystitæki á skautasvæðinu þar á þessu ári. Þar með ættu Akureyringar að vera litlu verr settiren Reykvikingar, þó þeir fái sina skautahöll, enda eru stillur mun algengari á Akureyri en hér sunnanlands. SKÍÐI „Faðir minn sagði stundum að til að komast að niðurstöðu I erf- iðu máli væri einn'timi á fjöllum á við marga daga I þrasinu á þingi og ég get tekið undir það,” sagði Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra i samtali við Helgarpóstinn, en Steingrimur er mikill áhuga- maður um iþróttir og útilif, eins og reyndar varö alþekkt hér á dögunum. Hann kvaðst snemma hafa byrjað á fjallaferðum með föður sinum, Hermanni Jónassyni, og var þá ýmist farið i skiðaferðir, veiði eða göngur. „Þeir stunduðu báðir skiði og útilif, faðir minn og Eysteinn Jónsson. Það var reyndar al- Steingrimur Hermannsson „Einn timi á fjöllum á við marga daga í þrasinu" segir Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra kunna i Framsóknarflokknum, að á laugardögum og sunnudögum var erfitt að fá Eystein á fund ef skiðaveður var. Ég vildi gjarnan taka Eystein mér til fyrirmyndar i þessu, en ég er ekki eins dugleg- ur að segja nei við fundum um helgar og þær fara þvi margar i slikt.” A yngri árum stundaði Steingrimur sund og frjálsar iþróttir auk veiðiferðanna og skiðanna. Núna skipa skiðin heiðurssessinn, þótt enn sé farið til rjúpna og i lax, nokkuð reglu- lega i laugarnar og spilað bad- minton. „Mér finnst skiðaiþróttin vera einhver ánægjulegasta Iþrótta- greinin,” sagði Steingrimur. „Kannski fyrst og fremst vegna þess að á skiðum er maöur úti i misjöfnu veðri, sem er afar hressandi og eins getur þetta ver- ið besta fjölskyldusportið. öll min fjölskylda er með i þessu og ég verð meira að segja að viðurkenna að Hermann, sonur minn, sem er 16 ára, er nú orðinn betri en ég. Og hinum krökkunum fer mikið fram. Við notum lika hvert tækifæri sem gefst. Ég reyni að smeygja skiða- ferðunum inn á milli funda.” Um þessar mundir hyggja margir tslendingar á skiðaferðir tilútlanda. Flestir leggja leið sina til Sviss eða Austurrikis, en hinir eru færri sem fara til Spánar á skiði eins og Steingrimur gerði nú um jólin. „Við viljum frekar fara á skiði en baðstrendur þegar við förum öll saman i fri,” sagði hann. „Við höfum farið alloft til útlanda á skiði, bæði til Austurrikis, Sviss og Noregs. t þetta sinn völdum við Pyreneafjöllin vegna hvatn- ingar frá Spánverja, sem hingað kom. Þarna eru að mörgu leyti at- hyglisverðir skiðastaðir, en þeir eru enn i uppbyggingu. Fjöllin eru falleg og hrikaleg, skiðasnjórinn og brekkurnar góðar, heimamenn vingjarnlegir og hótelin allgóö. En hins vegar er annað ekki eins þróað og i Sviss og Austurriki. Til dæmis er rafkerfiö veikt og lyfturnar vildu þá stöðvast. Svona ferð er besta hvild sem ég get hugsað mér. Sportið krefst einbeitingar og þvi ekki annaö hægt en að varpa frá sér áhyggjum dagsins. Og þótt veörið geti verið upp og ofan, gerir þaö litið til. Þá þrjá daga sem við komumst ekki út i þetta sinn, notaði ég til að kenna fjöl- skyldunni bridge. Það má eigin- lega segja að maður i minu starfi þurfi að komast svona i burtu ööru hvoru til að kynnast fjölskyldunni aftur.” GREIDENDUR vinsamlega veitið ef tirfarandi erindi athygli: Frestur til aö skila launamióum rennur út þann 20.janúar. Þaö eru tilmæli embættisins til yöar, aö þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miöana og vandið frágang þeirra. Meö því stuðlió þér aö hagkvæmni í opin- berum rekstri og firriö yóur óþarfa tímaeyöslu. RÍKISSKATfSTJÓRI

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.