Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 7
7 hplr/arpn^ÝI irinn Föstudagur 13. febrúar 1981 [í> Ætla sama framgang f bankanum og heföi veriö um karlmann aö ræöa? — Þaö er ekki vist. Þaö tók mig 15 ár aö komast i stööu yfir- manns. Hér áöur fyrr stóöu kon- umar oft i striöi vegna launa- mála, en ég vona aö þaö sé ekki lengur, og ég held ekki aö þær telji sig órétti beittar. En hins vegar er þaö ljóst, aö þær skipa ennþá flestar neöri launaflokk- ana, og þær hafa veriö tregar til aö sækja um lausar stööur innan bankans, hvaö sem þvi veldur. — Ætlarðu að láta gott heita aðverakomin i þessa ábyrgðár- stööu, eða..? — Ég ætla mér lengra ef ég get. Þaö eru til margar stööur hærri en þessi og ef eitthvað losnar, sem ég tel mig geta ráö- iö við, þá sæki ég um, segir Ragnheiöur Hermannsdóttir, forstöðumaöur vixladeildar Landsbankans. Næsti undirmaöur Ragnheiðar er Oddur Guömundsson. Hann hóf störf hjá Landsbankanum árið 1961 og vann fyrst i útibiii, við almenna afgreiöslu, en hefur verið staögengill forstööumanns vixladeildar i átta ár. — Þaö hefur tekiö þig talsvert styttri tima að komast i ábyrgarstööu en Ragnheiöi. Er þaö vegna þess að þú ert karl- maöur? — Það má vera. En þess er aó gæta, aö áöur var hlutfall karla af starfsfólkinu hærra en kvenna, og þvi var kannski eðli- legt að fleiri karlmenn yröu yfirmenn. En nú eru konurnar farnar aö sækja meira um ábyrgöarstööur, sérstaklega fulltrúastöður. — NU vinnur þú undir stjórn konu hér á deildinni. Særir þaö ekkert karlmannsstolt þitt? — Mér finnst þaö alls ekkert öðruvisi en vinna undir stjórn karlmanns og finnst það siður en svo niðurlægjandi, segir Oddur Guðmundsson. — Ég þekki allar hliðar á þessu máli, þvi ég hef bæði haft kvenmenn og karlmenn sem yfirmenn og bæði kvenmenn og karlmenn sem undirmenn, og finnst enginn munur á kynjun- um, bætir Ragnheiður viö. [3> Byrjun heimilisstörfunum. Ég heföi aldrei fariö út t þetta heföi ég ekki átt eiginmann, sem hefur alla tið hjálpaö mikiö til á heimilinu. Til að ungar konur sækist eftir svona störfum þarf aö vera góö verkaskipting á heimilunum, þvi þetta er mjög krefjandi starf. — Ég hef kennt siöan 1968, var fyrst i tiu ár viö Alfta- myrarskóla og sótti um þessa stööu 1978, segir Orlygur Richter yfirkennari. — Hvernig leist þér á aö sækja um stööu yfirkennara þar sem kona var skólastjóri? — Mér leist mjög vel á þaö. Reyndar haföi ég komiö hingað i skólann áöur, og viö Aslaug þekktumst frá gamalli tið. Samskiptin hafa verið mjög góð og viö höfum mæst á miðri leið, þvi ég hef aðallega kennt eldri börnum, en Aslaug er sér- fræðingur i yngri börnunum. — En varstu aldrei vör viö það, Aslaug aö þér væri tekiö meö fyrirvara, vegna þess aö þú ert kona? Fólk er óvant að sjá konuri'slfkum ábyrgðarstööum. — Þetta var nú litill skóli i fyrstu, aöeins 90 nemendur og örfáir kennarar. Meðal þeirra varö ég aldrei vör viö þaö, og heldur ekki þegar ég tók við skólastjórastöðunni i Hliða- skóla. — Þegar ég sótti um yfir- kennarastööuna voru menn aö velta þessu fyrir sér, alls ekki á neikvæöan hátt, en mörgum fannst þetta óneitanlega óvana- leg staða, sem var komin upp þarna i ölduselsskólanum, bæt- ir örlygur viö. — Hvers vegna haldiö þiö, aö konur sækist ekki meira eftir þviaö verða skólast jórar, þegar tillit er tekiö til þess, aö þær eru i meirihluta i' kennarastétt, og i sumum skólum er kennaraliðið nær eingöngu kvenfólk — en skólastjórinn karl? — Skýringin gæti veriö sú, aö konur eru flestar i hlutastarfi. Það gæti truflaö þær i aö sækja um, segir örlygur. — Hér eru langflestar kon- urnar i hálfu starfi, þær sem eru i fullu starfi má telja á fingrum annarrar handar. Karlar eru á undanhaldi i grunnskólunum, þeir telja sig ekki hafa efni á aö vera i þessu starfi. En það er mjög miður, þvi skólinn gegnir mikilvægu hlutverki i uppeldisstörfum barnanna, þótt hann sé alls ekki i stakk búinn til þess, og þess vegna þurfum við miklu fleiri karlmenn. Hér eru á niunda hundrað nemendur, og af 50 kennurum eru átta karlmenn. öfugt við kvenfólkiö eru þeir allir i fullu starfi, og með tals- veröa yfirvinnu, segir Aslaug Friðriksdóttir, skólastjóri i ölduselsskóla, ein af þremur konum i Reykjavik, sem gegnir skólastjórastööu á grunnskóla- stigi. Bróðir minn ólafur Jensson frá Litlu-Háeyri, Eyrarbakka verður jarðsettur frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 14. febrúar kl. 2. Bilferð verður frá Umferðarmiðstöðmni kl. 12. Blóm vin- samlega afþökkuð. Sigriður Jensdóttir Efstalandi 18. AA-SAMTÖKIN gangast fyrir opnum fundi i Austurbæjar- biói laugardaginn 14. febrúar og hefst hann kl. 14.00. AA-samtökin veröa kynnt og AA-félagar lýsa reynslu sinni af samtökunum. Auk þess mun félagi i AL-ANON, samtökum aðstandenda alkóhólista, kynna þau sam- tök., Fundurinn er opinn öllum, sem áhuga hafa. AA-SAMTÖKIN FYRIRTÆKI ÓSKAST Óskum eftir að kaupa fyrirtæki í framleiðslu, verslun eða þjónustu á stór Reykjavíkur svæðinu. Tilboð sendist á Po. Box 320 merkt „TRÚNAÐARMÁL" allt undir einu þaki þú verslar í húsgagnadeild og/eöa teppadeild og/eöa byggingavörudeild °s/eAa rafdeild þú færð allt á einn og sama kaupsamninginn/skuldabréf og þú borgar allt niður í 20% SEM ÚTBORGUN, og eftirstöðvarnar færðu lánaðar allt að 9 MÁNUÐUM. Nú er að hrökkva eða stökkva, óvist er hvað þetta tilboð stendur lengi (okkur getur snúist hugur hvenær sem er). Þegar þú hefur reitt af hendi útborgunina og ritað nafn þitt undir KAUPSAMNING/NN, kemur þú auðvitað við i MATVÖRUMARKAÐNUM og birgir þig upp af ódýrum og góðum vörum. Opið til kl. 22 á föstudögum og til hádegis á laugardögum í Matvörumarkaðnum og Rafdeild. Jón Loftsson hf. /A A A A A A O i QUqOTJ’ Liaack " UiJQl Hringbraut 121 Sími 10600

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.