Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 13
12 Eyvindur birtist i dyrunum og vift fylgjum honum niöur i kjallaraherbergið þar sem hann hefur aösetur meöan hann dvelst i bænum. Þegar mætt cr i viötöl' sem þetta. eru fyrstu minúturnar stundum óþægilegar, þvi ekki þykir við hæfi að draga strax fram blokkina og pennann. Þaö er fyrir öllu;ið viðmælendur nái ein- hverju sambandi áöur en farið er út i slaginn. Oftast nær gerist það með einhvers konar kaffibolla- röfli. En Eyvindur býður ekki upp á kaffi. heldur spyr hvort hann eigi ekki að setja yfir vatn, svo við getum fengið okkur te. Við Jim samþykkjum og komum okkur fyrir. Við byrjunt að gapa hvor upp i annan. Eyvindur og ég, hann á bedda út við einn vegginn, en ég á stól andspænis og allt i einu er viðtalið byrjað. Evvindur dvaldi i Moskvu á sinum tima og var hann fyrst beð- inn að segja aðeins frá þvi. ,,Það er fátt hægt að segja um þaö. Ég nam þar leikstjórn i fimm ár frá 1962—67, og setti upp prófsýningu, sem mér er sagt aö gangi enn i dag. Það var leikrit sem Edward Albee gerði eftir sögu Carson McCullers. Söngur- inn um sorgarskrána. Þetta var hlákan fræga, frægðarár Krútsjofs og fall hans eru þar innifalin, einnig uppkoma Solsjenitsins og þeirra bræðra. Arni Bergmann fjallar um þessi ár i siðari hluta bókar sinnar, Miðvikudagar i Moskvu”. — Hvernig var i Moskvu á þess- um tima? „Það var mikiö ævintýri fyrir mig, og ekki sist vegna þess, að ég eygði möguleika á þvi að læra það, sem mig langaði. Ég fékk kennara, sem mér likaði vel við, og sem likaði vel við mig. Ég var i leikhúsi, þar sem ég kunni vel við mig og lifði eins miklu kóngalifi og nokkur maður i þessum bransa getur lifað”. — Hvað var að gerast i leikhús- lifinu i Moskvu? ,,Þá var að fæðast það leikhús, sem nú er hvað frægast þar austur frá, Taganka. Það leikhús var að verða til úr einum bekk, sem Yuri Ljúbinov kenndi. Hann setti upp með þessum bekk skóla- sýningu, sem vakti mikla athygli og fólk kom að sjá alls staöar að úr borginni. Nútimaleikhúsið, sem ég var við hafði þar áður gegnt hlutverki hins baldna leik- húss. Það gefur auga leið, að i leikhúsinu var að gerast það sama og i þjóðfélaginu, gegnum- brot manna, sem höfðu verið týndir. Solsénitsin fór að skrifa um Stalinstimann og fangabúða- söguna, og allan þann harmleik, sem var i kringum þetta tvennt. Þessir hlutir fóru að gægjast inn i leikhúsið lika”. — Var þetta leikhús svipað og leikhús á Vesturlöndum? ,,Ég er ekki rétti maðurinn til að svara þvi. Min þekking á vestur-evrópsku leikhúsi var ekki náin. Mest af þeim leikhúsbók- menntum, sem einhver veigur var i, og voru sýndar hér, voru einnig sýndar þar, en það var misjafnthvað var vinsælt. Brecht var mikið i tisku þar austur frá”. — Var þetta leikhús byltingar- ,,Ég valdi ekki Moskvu, það voru aðstæðurnar, sem völdu það”. ,,Ég var ekki einn af þessuni blácygu, sem hélt að þetta væri paradis á jörðu”. ,,Ég er svolitið óheppinn að vera talinn kommúnisti meðal kapítalista, kapitalisti meðal kommúnista, bóndi mcöal leikara og leikarafifl meðal bænda.” kennt, eða var það einhver flatneskjulegur sóslalrealismi? „Meirihluti leikhúsanna þar, eins og viðast annars staðar, lullar áfram af einhverjum vana, og það var mikið um leikrit, sem segja frá hetjunum frægu, Lenin og fleirum, brugðið var upp mynd af hinum góða kommúnista og góðri breytni. Þá var fjallað um það mikla landnám, sem fram fór i Sfberiu og þær hetjudáðir sem þar voru drýgðar. En sá, sem var mest i sviðsljós- inu, og ekki hefur heyrt minnst á hér, var Safranov. Hann skrifaði gamanleiki og var orðinn svo rikur, að það tók þvi ekki að telja peningana, sem hann átti i banka heldur hafði hann opinn reiking. Og það segir eitthvað um okkar vitneskju um þettasamfélag, að á þennan mann höfum við ekki heyrt minnst, enda er umræða um Sovétrikin hér sáralitið sprottin af fróðleiksþrá. Sovét- rógur er að verðaatvinnugrein hér, og menn komast inn á þing út á hann. Þegar Eiður Guðnason fréttamaður var fylgdarmaður forsætisráðherra i opinberri heimsókn til Sovétrikjanna, tók hann fréttamynd, sem var mjög niðrandi fyrir Sovétrikin og ég reikna með að hann hafi komist á þing m.a. fyrir það. Það má reyndar skrýtið heita, að menn skyldu senda fréttamannaleið- angur á vegum islenska sjón- varpsins þangað og það var eng- inn með i förinni, sem skildi það mál, sem innfæddir tala”. Moshva misskilin — En hvernig stóð á þvi, að þú valdir Moskvu? ,,Ég valdi ekki Moskvu það voru aðstæðurnar, sem völdu það. Ég hafði engin efni á að fara til útlanda að læra á eigin kostnað. Þarna opnaðist sá möguleiki, að ef ég stæði mig, fengi ég dvölina ókeypis samkvæmt samningi milli islenska rikisins og Sovét- rikjanna. Það var að visu árs- dvól, en ég fékk alltaf framlengt Föstudagur 13. febrúar 1981 halrjarpnczfi irinn halrjarpnc;+i irinn Föstudagur 13. febrúar 1981 13 hefur aldrei trúaö neinu, fyrr en það er búið að sannreyna hlutina. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með Sovétrikin, en þegar ég fór að lesa fangabúðasögurnar, þá ofhasaöi mér dálitð. Ég get þó ekki sagt, að ég hafi ekki átt von á þessu. 1 fyrsta lagi dettur mér ekki i hug, að i þjóðfélagsbyltingu berjist menn fyrst með byssum, en svo sé allt rólegt á eftir. 1 öðru lagi held ég, að það sé ljóst, að i svona gifurlega stóru riki, með tvö hundruð miljón ibúa og tvö hundruð þjóðum, sem tala sitt tungumál, er erfitt að halda saman, án þess að þar komi til átaka svo áratugum skiptir. Ég er svolitið óheppinn að vera talinn kommúnisti meðal kapital- ista, kapitalisti meðal kommún- ista, bóndi meðal leikara, leikarafifl meðal bænda og ég gæti haldið þessari upptalningu endalaust áfram jafnvel Rússi meðal íslendinga. Það virðist svo sem þessi sé krafist af okkur, sem höfum verið þarna austur frá, að við lýsum vonbrigðum okkar með kerfið i Sovétrikjunum. Ég hafði margt að gagnrýna þar austur frá, og ég gerði það þar. Mér er aftur á móti illa við að gera það hér, alveg á sama hátt og mér var illa við að tala hnjóð um mitt heimaland. Hvað sem þessu kerfi þeirra viðvikur, hvort sem það er gott eða vont, þá hefði ég aldrei fengið mina menntun á þess, og svo er með milljónir ann- arra. Ég fór þangað fyrst og fremst til að læra leiklist og bók- menntir og ég gerði það”. HGB og Leihsiníöjan — Hvers vegna segirðu að þið verðið að segjast hafa orðið fyrir vonbrigðum með Sovétrikin til þess að vera teknir i sátt við þjóð- ina? ,,Það virðist vera sóst mikið eftir þvi. Við erum hér á öðru áhrifasvæði, og það er álitlegur fjöldi tslendinga, sem er hræddur við þá, sem eru tengdir Sovétrikj- unum, t.d. mig. Þeir vita ekki húsi, utan stofnana, ferðuðumst um landið og sýndum i félags- heimilum. Mér varð ljóst á þeim tima og er þaö enn, að það eru glæsilegar tröppur, teppi og barir, sem draga fólk f Þjóðleikhúsið, ekki siður en leiklistin sjálf”. — Hvers vegna hætti Leik- smiðjan? „Það var ekki hægt að halda þessu Uti. Við getum sagt, að það hafi verið af fjárskorti. En ég er strangari við sjálfan mig en svo að leyfa mér að lita þannig á það. Mér fannst við einfaldlega ekki ráða við það, listrænt séð, fyrsbog fremst. Það þarf miklu meiri gáfur og dugnað en flestir geta imyndað sér, til að geta verið höf- undur til að uppgötva eitthvað, sem er ferskt og merkilegt og koma þvi til skila, án þess að falla i eitt af þessum hjólförum sem búið er að marka”. Allir aö bjarga líii sínu — Er grundvöllur fyrir svona leikhús i dag? „Fyrir það leikhús, sem mig dreymdi um i Leiksmiðjunni, er ekki grundvöllur, en það er grundvöllur fyrir frjálsa leikhópa sem er ekkert merkilegt fyrir- bæri út af fyr sig”. — Af hverju er ekki grund- völlur fyrir það? ,,Það er of fátt fólk sem hefur áhuga á þvi. Allur raunverulegur skáldskapur krefst ihygli, sem ekki er friður fyrir i þessu fjölmiðlahafarii er við búum við. Núna þarf fyrst og fremst auglýsingamenn og kerfisspekúlanta til að reka leik- hús, fólk, sem þekkir inn á sjóði og á auðvelt með að koma i fjöl- miðla. Sá sem ætlar að gera gott listaverk, verður að leggja alla sina krafta i það og hefur i fæst- um tilfellum þennan auglýsinga- kraft. Útkoman verður sú, að eftir því verður ekki tekið og þá er þaö auðvitað sama sem ógert. Annars endaði það með þvi að „Nclrihlulinn er aldrei Irumlegnr” Eyvindur Eriendsson lelkari oy lelksijOri I HelyarpOsisviOiaii með góðri aðstoð Kristins Guð- mundssonar sendiherra. Guð- laugur Rósinkranz vildi greiða fyrir mér til Sviþjóðar, en það hefði kostað fé, sem ég vissi ekki hvarég átti að taka. Mér lék lika meiri forvitni á Sovétrikjunum en þessum Norðurlöndum, sem allir þekkja hvort sem er. En ég myndi ráðleggja ungu fólki fólki, sem ég vildi vel, að fara i svæði sem eru nær manni og þar sem Islend- ingar hafa verið, eða eru”. — Hvers vegna? „Það kemur ekki til gagns nema að sáralitlu leyti að mennta sig i heimi, sem er jafn fjarlægur og misskilinn og Moskva. Það sem þU lærir i Sviþjóð, er öllum skiljanlegt að meira eða minna leyti”. — En þU hlýtur að hafa verið pólitiskt innstilltur að einhverju leyti, þvi það er varla hægt að imynda sér, aö hver sem er fari til Moskvu að læra. ,,Ég veit það ekki. Ég er alinn upp i sósialisma. Pabbi minn var i Alþýðuflokknum, þegar hann var byltingarflokkur og hann var fyrsti formaður verkalýðsfélags- ins i Grindavik, þannig að póli- tikin var mér engin hindrun i að fara þangað. Ég var reyndar aldrei spurður um það þar austur frá. Ég reikna með að það hafi verið pólitiskur áhugi, en ég þekkti lika ævintýraleg nöfn að austan, Tol- stoi, Dostojefski, Tsékov, Stanislawski og Sjaliapin”. — Hefur þér að einhverju leyti snúist hugur i afstöðu þinni til Sovétrikjanna, eins og svo margir sem þar hafa dvalið? „Mér snerist aldrei hugur, þvi ég var ekki einn af þessum blá- eygðu sem hélt að þetta væri paradís á jörðu. Ég er fæddur efahyggjumaður og mitt fólk annað um þetta riki, eða vilja ekki annað vita, en að þar er allt fullt af KGB og þeir sem hafa komist vel af, eru innundir hjá KGB og sennilega njósnarar fyrir þá hérna”. — Hefurðu orðið var við slikt hér? „Hvort ég hef, það er nú lik- lega. Þar að auki hentar það, þvi að i kUltúrbransanum rikir mikil samkeppni. Það var t.d. alltaf hnýtt ,,hinn Moskvulærði” aftan við leikdóma i Mánudagsblaðinu um allt, sem ég gerði, eins og ég væri einhver sem menn ættu að varast”. , — Ef við snUum okkur þá aftur að leiklistinni, hvað fórstu að gera þegar þú skomst heim? „Það fyrsta, sem ég gerði, var að setja upp rússneskt leikrit við Þjóðleikhúsið, en rétt áður en frumsýningin varð.réðustRússar inn i Tékkóslóvakiu og það gerði útslagið með þá sýningu. Blaða- dómar voru fullir af skömmum um rússneska herinn en sýningin kom mönnum sáralitið við. Fljótlega eftir heimkomuna, stofnaði ég, ásamt fleirum, Leik- smiðjuna, sem starfaði i eitt ár. Það var dálitiö metnaðarfullt leikhús, og fyrsti frjálsi leikhópur atvinnumanna. Menn börðust fyrir islensku leikhúsi og töluðu mikið um það, en við vildum tala sem minnst, en gera það Við leit- uðumst eftir að framleiða okkar eigin verk, og þess vegna varð þetta nafn. Við leituðum mikiði þjóðvisur að hrynjandi málsins, sem við reyndumi að yfirfæra i hreyfingar á sviðinu. Við reynd- um að leita fyrirmynda i ein- hverjum grunnskáldskap og veruleika, fremur en að leita fyrirmynda i önnur leikhús, hvort heldur innlend eða erlend. Við börðumst lika fyrir lifandi leik- þeir verðlaunuðu Snorra Hjartar- son ekki ber að neita þvi. En drottinn minn, hvað heldurðu að margir hér hafi vitað að þessi maður var til áður en hann fékk verðlaunin. Það er vert að leiða hugann að þvi”. — Má skilja sem svo, að þú sért að einhverju leyti bitur maður? ,,Ég veit ekki hvort hægt er að ásaka einhvern. t móðuharðind- um er ekki hægt að sakast við neinn, þó hann setjist ekki niður og hlusti á kvæðamann. Menn eru að forða lifi sinu. Popphávaðinn, auglýsingamennskan og vinnu- þrælkunin eru einhvers konar móðuharðindi. Það eru allir á harðahlaupum við að bjarga lifi sinu. Hvort sem maður vill eða ekki, verður maður að taka þátt i samkeppni um hluti, sem maður kærir sig ekkert um. Þú verður, hvort sem þiglangar eða ekki, að eignast aura fyrir bil, til þess að vera tekinn gildur i samfélagi manna.” — Ertu kannski útúr öllu? ,,Ég held að það sé óhætt að telja að ég sé utan við þetta. Hins vegar er ég alltaf með i leikhúsinu, þýði, kenni i Leiklistarskólanum af og til, og núna siðast leik ég i leikriti.Ég er náttúrlega siður en svo útúr þeim heimi, sem ég hef kosið mér, skáldskaparheiminum.” Fyrst oy íremsl yrhing — Nú hefur þú búið nokkuð lengi uppi I sveit. Hvers vegna tókstu þann kostinn að flytja úr bænum? „Við skulum halda okkur við þetta venjulega, efnahags- ástæðurnar. Ég var fjölskyldu- maður á þessum tima og varö að vinna fyrir mér. I annan stað hafa tengsl min við sveitina alltaf verið sterk. Tengdafaðir minn vildi fá einhvern á móti sér á jörðina vegna heilsubrests. Auðvitað átti þetta bara að vera i eitt ár, þeim til halds og trausts, en einnig til að athuga hvort við vildum vera áfram, og við urðum áfram. Hinu er heldur ekki að leyna, að ég fann mér engan stað i leikhúsinu hérna. Hvort það var af óvilja annarra, eða eigin, þá réðst ég hvergi til starfa. Þetta einkaframtak mitt gekk ekki og ég sá fram á að allt, sem ég gæti gert i leikhúsinu, yrði dæmt til að vera ómerkilegt, alla vega miðað við það, sem ég gerði i Moskvu, og mér fannst hreinlega, að það tæki þvi ekki. Ég fékk afskaplega sterkt uppeldi, sem siðan loðir við mig. Ég var fræddur mikið um skáld- skap. Það byrjaði á þessum klassisku barnaævintýrum, en siðan ólst ég upp við bækur Laxness og Þórbergs, og það var talað um þær heima, um leið og þær komu út. Svo dæmi sé tekið, þá fékk ég bæði Hamlet og Vesalinga Hugos i munnlegri endursögn móður minnar, þegar ég var tiu eða ellefu ára, og svo ljóðskáldin náttúrlega. Þar sem ég ólst upp i Biskups- tungunum, er náttúrufegurðin slik, að það er galdri likara en raunveruleika. Þetta er engin gylling á bernskuminningum, og það er alveg ljóst, að það er eitt- hvað úr uppeldi minu og umhverfi, sem ég er að reyna að koma iform, en það er erfitt að fá hljóð til að fjalla um það og yrkja um það. Það gerir lika hæfileika- leysið. Maður gerir ekki listaverk úr neinu nema þvi, sem manni er i raun og veru hjartfólgið. Þó ég hafi flækst vfða og fengist við margt, þá hefur starf mitt bara verið eitt, að leita uppi i sjálfum mér, það sem ég raunverulega ber fyrir brjósti og koma þvi i listrænt form. Og þá gildir mig einu hvort ég leik það, set það upp i sýningu, kvikmynd, teikna það, eða yrki um það kvæði. Spurning- in er hvaða form ræð ég við og hvaða form hentar þvi. Búskapar árin okkar eru ekki sist partur i þessari leit. Búskap- urinn var mér fyrst og fremst yrking, eins og segir á góðu búskaparmáli, með öðrum orðum skáldskapur, fyrir utan það. sem alltaf helst i'hendur fyrir þá, sem eru nokkurra barna feður, að hafa ofan af fyrir fjölskyldu sinni.” — Þú varst ekki með neinar rómantiskar hugmyndir um afturhvarf til náttúrunnar? „Ég er uppalinn i sveit, en ég er ekkert nær náttúrinni i sveitinni, en i bænum. Ég er heldur ekkert fjær stressinu i sveitinni en i borginni. A sama hátt og ég held, að ég sé ekkert nær listinni i leikhúsinu, enbara tilsjós. Það er aðeins eitt i' þessu, að einn, út af fyrir sig, tapar maður þessum vitaminsprautum, sem maður fær i umgengni og samtölum við sér lika.” Loksins kom leiO! — Hvaða áhrif hefur sveitalifið haft á þig? „Ég er búinn að gera kvikmynd um þetta, sem ég hefði ekki getaö gert nema af þvi, að ég fór austur i sveit ogbjóalvöru búi i fimm ár. Mér finnstmyndinhafa heppnast, en hvort annað fólk kærir sig um hana, veit ég ekki. Þetta er hlut- ur, sem ekki er hægt að gleypa i sig á hlaupum.” — Um hvað fjallar myndin? „Hún er um tvo karla, sem hlupu saman i hlaupasveit KR i gamla daga, en flæktust siðan sitt i hvoru lagi viða um höf og lönd. Nú situr annar á elliheimili og eftir fjörutiu ár fer hann að rifja upp þennan gamla vin sinn og fer að skrifa honum bréf um það sem helst veldur honum kviða og ann- að, sem veldur honum fögnuði. En myndin sýnir hinn karlinn, þar sem hann gengur að verkum sinum, einn orðinn, á stóru býli uppi Isveit. Hann les þessi bréf og við heyrum alltaf textann, en hann má aldrei vera að þvi að svara þeim. Ég samdi handritið og stjórn- andi en sjónvarðið er framleið- andinn. Myndin heitir Óðurinn um afa, ljóð i lifandi myndum. Hvern djöfulinn er eg að gera?” Eyvindur stekkur upp af bedd- anum og hleypur fram. „Við erum aldeilis búnir að hita okkur tevatn”, segir hann um leið og hann kemur inn aftur. Hann hafði nefnilega gleymt vatninu, sem hann setti á plötuna tveim timum áður. Var það nú allt gufað upp og platan rauðgló- andi. Eftir stutta stund, fer hann fram aftur til að huga að vatninu, en kemst að þvi, að hann hafði slökkt á eldavélinni i æsingnum og gleymt að kveikja aftur undir. „Þaðer mörg búmanns raunin”, segir hann. En við fengum teið, þó seint væri. — Nú ert þú að leika i yngsta leikhópnum á Reykjavikur- svæðinu. Breiðholtsleikhúsinu, hvað geturðu sagt mér um það? „Þetta með Breiðholtsleikhúsið kom þannig að mér, að ég var beðinn um að leika i þvi. Ég á þar ekkert frumkvæöi að neinu leyti. Mér fannst það voðalega gaman, þvi ég hafði ekkert leikið siðan við skólauppfærslur i Moskvu.” — Hvert er álit þitt á þessu fyrirbæri, sem úthverfaleikhús er? „Mér finnst það ágæt hugmynd, og mér hefur oft dottið i hug að stofna leikhús i Breiðholtinu. Ef ég hefði verið á sama aldri og þetta fólk, hefði ég gert það, en ég er orðinn of gamall. Svona getur enginn gert nema sá, sem hefur ekki reynt hvað það er erfitt. A hinn bóginn er ég feginn hverri tilraun til að gera umgengni fólks við listir að sjálfsögðum hlut.” — Er það kannski -stefnan að desentralisera menninguna? „Ég er ekki frá þvi, að það muni verða ofan á um ákveðið timaskeið, en hvort það hleypur afturi einhvern sentral kökk, veit ég ekki. Maður sér alls staðar, að allt er að desentraliserast, það eru haldnar myndlistasýningar um allt land, sem áður hefði ekki þýtt að halda utan Reykjavikur. Tveggja manna lal Það er ljóst, að það hafa verið óróatímar, ekki bara i leiklist, heldur lika i pólitik og öllum menningarmálum. Það á rætur sinar að rekja til tilrauna til endurnýjunar á verðmætamati, svo allir séu með á nótunum. Þetta hefur auðvitað leyst upp margt, sem áður var fastmælum bundið. Það er kominn losi á alla hluti. Menn eru ekki komnir lengra en að sleppa gömlu fótfest- unni, en hafa ekki fundið nýja trygga, og það er ekki undarlegt, að það hljótist ýmsar uppákomur þar af.” — Hvernig kemur leikhúsið inn i þetta? „Þar hefur verið að brasa við ýmis ný vinnuform, hópvinnu og sjálfstæði allra, sem að leiksýn- ingu vinna. Þá verður minna úr þvi, sem menn settu traust sitt á fyrr meir. Það verður meira um fundahöld og umræðu, og hættan á versnandi kvaliteti vofir alltaf yfir. Þessi félagslega umræða og að spekúlera i þvi hvernig mann- félagið funkerar, kann að vera eitt einkenni á þeim boðskap, sem leikhús ber fram i dag. Það veldur þvi, að ekki er eins djúpt lagst ? einstaklinginn sjálfan, Manninn með stórum staf. Það er spurt um hvert mannfélagið stefni, en minna um það, að spurt sé hinnar stóru spurningar um vegferð mannsins. Hugsunin er meira félagsleg og pólitisk en heimspekileg og skáldleg. Þetta þykir mér miður. En það kemur sumpart af hinu nýja vinnuformi, þvi þótt hópvinna sé prýðileg til að virkja áhuga og vilja þeirra, sem að þvi starfa, þá ræður hún aldrei við skáldskap, þvi skáld- skapur er eins manns verk. Frumleg hugsun kemur frá einstaklingi, en ekki meirihlutan- um. Meirihiutinn hefur aldrei verið frumlegur, og þær nýjung- ar, sem meirihlutinn samþykkir, eru nýjungar, sem komið hafa fram, viðurkenndar nýjungar, og þar af leiðandi ekki nýjungar. Þetta er gallinn, en kosturinn er sá, að listiðkun er að verða miklu meiri almenningseign en hefur veriö. tslensk menning þróast best i tveggja manna tali. Hávaðinn i öllum opinberum flutningi, hvort sem það er listflutningur eða fjöl- miðlun, er orðinn svo mikill, að fólker farið að taka þetta sem eitt allsherjar yfirþyrmandi ómark. 'En ef á að fara inn á alvarlega hluti, þá talast við tveir og tveir.” Guðlaugur Bergmundsson Myndir: Jim Smarl

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.