Helgarpósturinn - 13.02.1981, Síða 20

Helgarpósturinn - 13.02.1981, Síða 20
í V' 20 Föstudágur 13. febrúar 1981' —Jie/garpásturinrL Má/arí tveggja a/da Eflaust er það alger óþarfi að kynna Edvard Munch fyrir islenskum myndlistarunnend- um, svo mjög er hann þekktur sem einn af feðrum nútimalista. Hvert mannsbarn sem litið hef- ur i uppsláttaryt um myndlist, veit að Munch er mikilvægur orsakavaldur að þýskri nútima- list sem kölluð hefur verið expressiönismi. Þvi reynist það kannski annar óþarfi að benda fagurkerum bæjarins á það, að i Norræna húsinu hefur staðið sýning á verkum Munchs frá 24. janúar og lýkur ekki fyrr en 22. þessa mánaðar Hér eru á ferðinni 32 grafikmyndir (djúpþrykk, steinþrykk og tréristur), marg- ar meðal þekktustu mynda listamannsins og málverka- serian „Ævintýraskógurinn”. í þessum sjö málverkum er fólg- inn ómetanlegur fengur þar sem þessi syrpa er miður þekkt hér- lendis, þótt stórbrotin sé. Ég lét að því liggja að flestir þekktu Munch sem undanfara expressiónismans. Með þvi er þó aðeins hálf sagan sögð. Munch var ekki aðeins „pater expressionismo” heldur tókst honum einum manna að koma symbolisma (táknrænulist) 19. aldarinnar, heilum i höfn þeirr- ar tuttugustu. Með einlægni og sannverðugri tjáningarþörf barg hann þeirri stefnu úr aka- demiskum viðjum og sótt- hreinsun skreytilistarinnar. Að visu má segja að hér hafi franski málarinn Gauguin rutt brautina til einföldunar tákn- rænnar listar, en þar sem hann hvarf af sjónarsviði evrópskrar listará siðasta tug 19. aldarinn- ar og hélt til Suðurhafseyja, kom það i' hlut Munch að veita symbolismanum brautargengi inn i nýja öld. Þvi mætti kalla Munch, málara tveggja alda. Það virðist einmitt vera tákn- rænt eðli skógarins, „Nátt- úrunnar mikla kirkja....” (reit Munch á minnisblöð sin) sem verður kveikjan að málverkun- um um Ævintýraskóginn. Upp- haflega áttu myndirnar að prýða barnaherbergi i húsi Linde-hjónanna i borginni Lubeck, en dr. Max Linde var vinur Munchs. Af þessari ráða- gerð varð aldrei, en málverkin voru hins vegar sýnd á Munchsýningunni 1911 og 1912. Alf Böe, forstöðumaður Munch-safnsins i Osló, bendir á það i formála að sýningarskrá, að hugmyndir Munchs um skóg- inn gætu m.a. verið fengnar úr kvæði eftir Wergeland, þar sem hin gotneska dómkirkja er álitin fædd af formi grenitrésins. Slikt er ekki óliklegt þegar tekið er tillit til þess að stór hluti mynd- máls Munchs er fenginn úr bók- menntum. En skógurinn verður Munch ekki einungis einhliða tákn- mynd. Hér er einnig kominn hinn rómantiski ævintýraskóg- ur barnsins og hinn drungalegi frumskógur lifsins, þar sem hætturnar leynast við hvert fót- mál. Þannig tekst Munch ávallt að tengja fyrirmyndina eigin huga og tjá sig gegnum hana. Óviða sjást formtengslin við þýsku expressiónistana jafn glöggt og i þessum oddhvössu barrtrjám Ævintýraskógarins. Léttir pensildrættir og striginn 1 þessum sjö verkum Munch i Norræna húsinu ,,er fólgin ómetanlegur fengur, þar sem þcssi syrpa er miður þekkt hér- lendis, þótt stórbrotin sé”, segir Halldór Björn Runólfsson i um- sögn sinni. sem oft skin i gegn, eru ósvikin tök þessa meistara. Einhvern tima sagði Herbert Read um frumhverja ex- pressiónismans, að þeir hefðu verið sjálfskipaðir einfarar. Hvað Munch og Nolde varðar, reynist það rétt, að mestan hluta ævinnar störfuðu þeir fjarri glaumi stórborganna. í hinum snilldarlegu grafik- myndum Munch, koma greini- lega fram erfiðleikar hans i samskiptum við fólk og ein- manaleiki sá sem fylgdi honum alla ævi. Það kemur þó ekki i veg fyrir djúpa samkennd hans með meðbræðrum sinum. Ein- manaleiki hans er ekki sprott- inn af mannfyrirlitningu, heldur meðvitundinni um mannlega eymd. Sá sem aumkar sig yfir mannlegt samfélag á erfitt með að tengjast þvi. Einu verurnar sem ekki finna náð fyrir augum Munchs, eru -konur. „Madonna” (15) og „Blóðsuga” (24) sýna svart á hvitu að Munch er maður sins tima. Þessar hrikalegu kvenlýs- ingar eru einmitt þær grafik- myndir sem Munch eyddi hvað mestum tima i. Áhrifarikar bera þær þögult vitni um af stöðu Munchs til kvenna i þann tið, er konur voru að stiga sin fyrstu baráttuspor til þjóð- félagslegra réttinda. Ein mynd- in tók þó hug minn meir en aðr- ar og það er hin einfalda og hnit- miðaða ætingarmynd „Garður dr. Linde” (9!. Þótt langur veg- ur sé milli Lubeck og barrskóga Noregs, er skyldleiki þessarar myndar með máiverkunum úr Ævintýraskóginum ótviræður. Að endingu flyt ég Norræna húsinu og stjórn Munch-safnsins i Osló þakkir, fyrir þessa gagn- merku sýningu. Gott gjörðu þeir Sinfóniuhljómsveit Islands ræður orðið vel við hina sagn- fræðilega klassisku músik tæknilega séð. Það fer hins- vegar töluvert eftir stjórnanda, hversu til tekst. Og er ekki nema gott um þann næmleika að segja. Þvi var llka flest gott um tónleikana 5. febrúar. Hins- vegar er óþarfi af stjórn hennar að vera svo feiminn við islenska músik sem raun ber vitni þetta árið. Mér er ógjarnt að gleyma stund og stað algerlega i tón- leiksal. Það ástand mun þó vera ærið notalegt. En vitneskjan gefur ekki ætið friö. Maður veit t.d. að frumflutningur Flug- eldasvítu Handels var með næsta óvenjulegum hætti. Og gerðist þó margt ótrúlegt i þeim efnum á þeim timum. Fjandel var orðinn 64 ára latur og giktveikur, þegar boð kom frá vinnuveitandanum Georg öðrum Bretakóngi, sem vildi halda sigurhátið. Það var smið- aður hár flugeldaturn i garði konungshallarinnar. Kóngur vildi svo láta Handel stjórna nýju verki undir fýrverkeriinu. Það var ekki hægurinn hjá að segja Bretakóngi að fara i rass og rófu með sitt flugeldastand, svo að sá gamli reyndi að setja eitthvaðsaman, sem púður væri i. Svo bar þá til i miðjum klið- um, að kviknaði i flugeldakass- anum, turninn hrundi og fólk flýði hátiðarsvæðið, en kóngur mundi alltieinu eftir áriðandi fundi. Og fátt slapp óskaddað fráþessari sigurhátið, nema Hándel og músik hans. En það var lika meira en nóg. Með þetta I huga var varla nógu mikið púður i hljómsveitinni, þótt vei mætti við una. Kemur svo óbókonsert Jósefs Haydn. sem hann bjó til á ung- um aldri, áður en hann gerðist húsmaður hjá Esterhazy-ætt- inni. Auðvitað er þetta gott verk, enda var Haydn einn þeirra, sem gat vist aldrei gert neitt illa. Og einleikarinn Maurice Borgue fór lika meira en ljómandi með sinn hlut. Maður er raunar ekki sérlega vanur við að heyra óbóeinleik, svo að samanburður er ekki sem skyldi. Maður spyr sig t.d., hvort okkar eigin menn gætu ekki gert eins. Hvað sem þvi liður var ævintýri likast að heyra fingrað við hápipuna á þennan hátt. Keimlikt var að segja um óbó- konsert Richards Strauss (1864—-1949). Sá maður er eitt dæmi um vanda lista- og vis- indamannsins i heimi reglings- ins og minnir einsog fleiri á Galilei. Richard var i fyrstu böivað af nasistum fyrir gyð- ingavináttu. Hann var t.a.m. i kunnleikum við rithöfundinn Stefan Zweig. Hann varð hins- vegar ekki einn þeirra, sem flýðu riki Hitlers, heldur reyndi sem formaður þýska tónskálda- sambandsins að bjarga þvi sem bjargað varð. Hann hlaut skömm fyrir það seinna, en sú skömm mun þó reynast að- gjömmurum hans lengur uppi. Oft er þvi hinsvegar ekki að neita, að Richard Strauss virð- ist svolitið yfirborðslegur. Hann virtist geta allt tæknilega. Kannski var honum of létt um að yrkja einsog Sigurði Breið- fjörð. Kannski þurfti hann ekki að yfirvinna sömu erfiðleika og flestir aðrir. En þetta var óneitanlega menningarviti, og vonandi tekst lágkúrunni aidrei að gera menn feimna við það heiðursheiti. Og allt var gott sem gjörði hann og Maurice Borgue i þessum konsert. Maður fellur bara af einhverj- um sökum ekki i stafi yfir þvi einsog ella við kraftbirtingu náðargáfunnar. Þetta sama einkenndi að nokkru stjórn Jean-Pierre Jac- quillats á Rósakavalérsvitunni. Það er svosem ekkert til að rausa útaf, en ég þóttist hafa heyrt þetta betur gert. Taki þeir sneið sem eiga Thorstein Bergmansá sænski spilaði og söng fyrir okkur i Norræna húsinu á laugardag- inn. Skal nú komið að dálitilli gagnrýni á fyrirkomulagið, sem að þessu sinni er varla húsinu að kenna. Það var yfirfullt og af þeim sökum lentu sumir aftur- settir hlustarar i nokkrum vandræðum. Söngur af þessu tagi er mjög nærfærinn og text- inn skiptir mun meira máli en t.d. i þeirri óperu- og annarri rembingsönglist, sem menn eiga að venjast og er til litillar fyrirmyndar. Maður fékk engan söngtextanna i hendur utan eitt þýtt smákvæði. 1 kynningarriti frá MFA var ekkert fram yfir það, sem þegar hafði birst i betri helgarblöðum og svo gamlar þýðingar á allt öðrum ijóðum eftir Dan Anderson og Nils Ferlin. En fyrir þá sem ekki eru þvi sleipari i sænskunni og sjá ekki einu sinni framan i söngvarann, fer of mikill hluti flutningsins framhjá skiln- ingarvitunum. Samt ber að þakka það sem var. Fyrir mig skortir Þorstein hinsvegar eitthvað af þessu demoniska, sem ég kveinka mér við að reyna að segja á islensku, en er aðal mikilla listamanna. Hann er þokkalegur söngvari og lagasmiður með góð viðhorf eins og t.d. John Lennon var að sinu leyti. En dauði þess manns hefur nýverið afhjúpað furðu- lega þörf vel greinds fólks fyrir persónudýrkun. Betra veður Weather Report— NightPassage Okkur hefur verið kennt að tónlist eigi að fylgja ákveðinni Unu: við verðum að vita hvar hún byrjar. hvar hún endar, hvaða boskap hún hefur að inni- halda, við verðum að ná laglin- unni, skynja rythmann, tilgang- inn og formið. Weather Report kennir okkur að gleyma þessum mismunandi hugtökum og snúa okkur þess i stað að þvi að með- taka hvert augnablik tónlistar- innar, innra eðli hennar. Þetta var skrifað um Weather Report árið 1972 og vissulega átti þetta þá vel við þessa vinsælustu jazzhljómsveit seinni ára. Þeir hafa hins vegar eftir þvi sem árin hafa liðið stöðugt horfið meir frá þessari stefnu, þeir hafa með öðrum orðum ekki látið fjöldann koma til sin, heldur fært sig nær fjöldanum. Þetta kann mörgum þeim er fylgdu hljómsveitinni | upphafi að þykja miður og er það auöskilið. Weather Report breytist Ur þvi að vera hljóm- sveit sem flutti hálfgerða töfra- tóniist, i það að verða næstum þvi ósköp venjuleg „íusion" hljómsveit. Já, þvi verður ekki neitað að meö útkomu plötunnar Mr. Gone 1979, komst Weather Report ansi nærri þessari venjulegu „fusion” tónlist sem eingöngu virðist framleidd i þeim tilgangi að græða á henni peninga. Það virðist svo sem að á Mr. Gone hafi bassaleikari hljómsveitarinnar Jaco Past- orius.haft helst lilmikil, áhrif á tónlistina. Pastoriusspilaði áður fyrr meira af soul tónlist en jazz, svo það er kannski ekki óeðlilegt að með komu hans i hljömsveitina léttist tónlist þeirra til muna. Þvi er þó ekki að neita að tæknilega er Pastorius frábær bassaleikari. Gallinn var bara sá að hann þurfti að láta of mikið á sér bera. Bassinn getur nefnilega orðiö hvimleiður ef hann er of mikið notaður sem sólóhljóð- færi. Gömlu mennirnir i Weather Report eru Wayne Shorter og Joe Zawinul. Shorter sem leikur á saxófón vakti fyrst á sér at- hygli með hljómsveit Art Blakey á árunum frá 1959 til 1963. Arið 1964 gekk hann til liðs við Miles Davis og blés með honum i ein sex eða sjö ár. Hann samdi þó nokkuð af lögum fyrir Miies. Lög eins og t.d. ES.P., Iris, Orbits, Dolores og Nefer- titi. En það siðastnefnda er af mörgum talið fyrsta jazz-rokk lag sem samið var, þ.e.a.s. að formi til, þvi það var ekki leikið á rafmagnshljóðfæri. Hljómborðsleikarinn Josef Zawinul er austurriskur að upp- runa. Hann kom til Bandarikj- anna árið 1959 og fyrstu árin lék hann t.d. með Maynard Ferguson, Slide Hampton og Dianah Wasington. Zawinul var fyrsti jazzpianistinn sem lék á rafmagnsplanó inn á plötu, en það var lagið Mercy Mercy, sem hann lék inn með hljóm- sveit Cannonball Adderley, en með þeirri hljómsveit lék hann frá 1961 til 1970. Hann spilaði árin 1969 og 1970 inn á tvær plötur með Miles Davis.Þessar plötur sem eru In A Silent Way og Bitches Brew, þetta voru miklar timamótaplötur fyrir jazzinn, þvi þær eru fyrstu plöt- urnar sem komu út sem inni- héldu það sem kallað hefur ver- ið jazz-rokk. Það voru heldur engir aukvisar sem spiluðu með Miles Davis á þessum tima frekar en endranær. A In A Silent Way léku auk Miles og Zawinul: Herbie Hancock, Chic Corea, Wayne Shorter, Dave Holland, John McLaughlin og Tony Williams. Þetta var á þeim tima þegar jazz-rokk var nýtt og ferskt fyrirbrigði eða um það leyti sem Joe Zawinul og Wayne Shorter stofnuðu Weather Report. Fyrstu fjórar plötur Weather Report þóttu frábærar og standa enn vel fyrir sinu. Það var hins vegar með útkomu fimmtu plötunnar, Tale Spinning, að menn þóttust greina afturför. Þó er Tale Spinning og einnig næsta plata á eftir henni, Black Market, góðar plötur. Það er aftur á móti ekki hægt að segja um Heavy Weather og Mr. Gone, sem, komu þar á eftir. Þó finna megi góða punkta ef vel er leitað og er þá yfirleitt um lög eftir Zawinul að ræða. Framför var svo aftur merkjanleg á niundu plötunni, 8.30, sem er tvöföld og eru þrjár hliðar teknar upp á hljóm- leikum en sú fjórða i stúdiói. Er þá komið að nýjustu plöt- unni en hún heitir Night Passage. Tóniistin á henni er fersk og ljúf og að minu mati er þetta einhver besta plata sem Weather Report hafa sent frá sér i mörg ár. Það er allt sem hjálpast að að gera plötu þessa góða. Lögin eru góð, útsetningar eru hvergi ofhlaðnar og spilamennska er fyrsta flokks. Platan hefst á léttu sveiflu- kenndu lagi, Night Passage. Sérstaka athygli mina vakti þéttur og oft jafnvel gamaldags bassaleikur Pastoriusar. Dream Clock heitir annað lagið, það er eftir Zawinul eins og það fyrsta, þetta er rólegt og fallegt lag, þar sem bassinn fer vel með laglinuna. Framlag Wayne Shorters á plötunni heitir Port Of Entry, þar sem meðlimir hljómsveitarinnar fá að spreyta sig i sólóum t.d. fer Pastorius i heilmikla fingraleikfimi á bassanum. Siðasta lagið á fyrri hliðinni heitir Forlorn, einfalt og seiðandi lag þar sem sax og synthisizer endurtaka saman i sifellu laglinuna. Hiið tvö opnar á Rockin’In Rythm eftir Duke Ellington i lettri og skemmtilegri útsetningu, þar sem Shorter og Zawinul fara á kostum. Annað lagið er Fast City. Þar sýnir Shorter af hverju hann er talinn einn af betri saxistum heimsins. Siðan tekur Zawinul við og fer hröðum höndum um hljóm- borðin. Þettaer eitt besta lagið á plötunni. Pastorius á næsta lag, en það heitir Three Views Of A Secret og eins og vænta mátti er bassinn áberandi, en þó ekki siður góð sax sólo. Siðasta lagið heitir Madagaskar og er eftir Zawinul, og hann hefur oft i lög- um sinum reynt að túlka áhrif sem ýmis lönd og borgir hafa haft á hann. Þetta eru oft með betri lögum hans og hefur hon- um tekist sérlega vel upp i Madagaskar. Er hljómborðs notkun i laginu sérlega skemmtleg auk skemmtilegs ásláttarhljóöfæraleiks, en sá sem það dót hristir og lemur i Weather Report um þessar mundir heitir Robert Thomas jr. Trommuleikari er eins og á tveimur undanförnum plötum Pete Erskine og skilar hann sinu hlutverki með sóma. Ég held semsagt að enn á ný eigi við setning sem birt var á umslagi fyrstu plötu Weather Report, en þar stendur: „Weather Report er raunveru- lega ekki töfrar, hún hljómar bara þannig”.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.