Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 13.02.1981, Blaðsíða 11
11 halljarf-inczti irinn Föstudagur 13. febrúar 1981 Stórmiðlar 10 djöfladýrkun, og ekki er langt siðan að hér i blaðinu birtist viðtal við islenskan fylgismann Alexander Crawleys hins breska, sem talinn hefur verið æðsti- prestur galdrasöfnuða um heim allan. Og svo tengist áhuginn öllu þama á milli. Þrátt fyrir aukna visindalega þekkingu á fyrirbærum sem áður voru afgreidd með þvi að segja þau yfirnáttUruleg, hafa visindin ekki drepið niður þennan alda- gamla áhuga. Sumstaðar erlendis, og i' einhverjum mæli hérna lika, hafa þessir áhuga- menn og visindamenn meira að segja tekið saman höndum. Ennþá njóta huglæknarnir islensku þó litillar virðingar „lög- legra” lækna, og þeir mega ekki frekar en þú og ég, þiggja laun fyrir lækningar. Þeir teljast skottulæknar. Erlendis er þetta sumstaðar öðruvisi, og Ævar Kvaran segir að viða i Englandi hafi huglæknar verið ráðnir til sjúkrahúsa, og starfi þar við góðan orðstir. „Samstarf þeirra við sjúkrahúslæknana hefur verið mjög gott”, sagði Ævar. Starf huglæknanna er einkum fólgið i að annast sjúklingana fyrir að- gerðir, og allir sem til þekkja telja árangurinn góðan . Að hug- lækningarnar hafi undantekn- ingalaust góð og uppbyggjandi áhrif á sjúklinginn. Stórmiðlar farnir fyrir fullt og allt. Liklegt er talið að hinn sálræni „bransi” eigi eftir að fara meira inná slikar brautir i framtiðinni, og að stórir miðilsfundir, með þátttöku margra misnæmra aðila séu að syngja sitt siðasta. A Islandi eru nú engir miðlar til sem haldið geta slika fundi — og aðeins fáir sem yfirhöfuð halda miðilsfundi. Og af gagnrýnum áhugamönnum eru þeir taldir af- skaplega misjafnir, og þvi haldið fram af fólkisem þekkirvel til, að þeirra sambönd séu lág, og tengi- liðir þeirra að handan séu oft á tiðum vafasamir persónuleikar,. jafnvel loddarar. Likurnar á þvi að aftur komi upp sterkur miðill, a la Hafsteinn Björnsson, eru taldar hverfandi. „Miðilsstarfið er fórnfúst starf. og oft á tiðum vanþakklátt”, sagði Guðmundur Einarsson. „Það freistar þvi ekki margra, jafnvel þó þeir hafi hæfileika sem bjóða uppá þjálfun og þroska”. Ævar Kvaran tók i sama streng. „Hver vill fórna lifi sinu fyrir þetta nú til dags?” spurði hann. „Og hverjir geta þjálfað slikan mann? Miðlar eru mis- skildir af mörgum og jafnvel Leiðrétt- ingar í Borgarpósti fyrir tveimur vikum var ranglega nefnt að Finnur Karlsson væri einn eigenda heilsuræktarinnar, Apollo. Hann er það ekki og leiðréttist það hér með og hlut- aðeigendur beðnir forláts. Daritillar ónákvæmni gætti hjá okkur Helgarpóstsmönnum í næstsiðustu viku, þarsem við sögðum frá matarveislu sem menntamálaráðherra hélt gest- um á æskulýðsmálaráðstefnu. Staðreyndin er sú, að mennta- málaráðherra Ingvar Gislason verður ekki skammaður eða honum hrósað fyrir ákvarðanir varðandi matarboðið. Það voru aðilar frá Æskulýðsráði rikis- ins sem óskuðu eftir þvi að matarveisian góða væri haldin i skátaheimili við Melaskólann og einnig að boðið yrði upp á einfaldan og ódýran rétt, þe. kjöt i karrý. Þá mun það og hafa legið ljóst fyrir nokkru áður, að vegna anna þá sæi mennta- málaráðherra sér ekki fært að sitja hádcgisverðarboðið. Ættu þá allar upplýsingar að liggja fyrir um matarveislu menntamálaráðherra i skáta- heimilinu... fyrirlitnir. Þeir veróa stöðugt fyrir aðkasti”. Ungt fólk nú á dögum kærir sig ekki um slfkt, og þess eru dæmi að fólk með sálræna hæfileika hafi látið loka sér — hafi fengið aðra sálræna aðila til að bægja frá sér öllu að handan, og loka siðan fyrir. Það er hægt, á sama hátt og hægt er að opna hálfluktar dýr. Guðmundur Kamban, sem var griðarlegt miðilsefni, lét til dæmis loka sér á þann hátt. Hann hafði hreinlega ekki heilsu til að standa i þessu. Læknamiðlarnir Það fólk sem fer ekki i felur með dulræna hæfileika sina er i dag undantekningalitið svokall- aðir huglæknar. Fólk sem notar sálræna hæfileika sina til að lækna sjúka. Það er þá I sambandi við góða framliðna lækna, sem beitt geta áhrifum sinum I gegnum huglækninn. Einar á Einarsstöðum er þeirra þekktastur — löngu landsfrægur maður. Þá eru nú starfandi tvær konur á vegum Sálarrannsóknar- félagsins. Onnur þeirra sagði i viðtali við Helgarpóstinn að hún hefði nóg að gera, og að til hennar leitaði fólk úr öllum landshorn- um, og á öllum aldri. Og að verk- efnin ykjust jafnt og þétt. Hins- vegar vissi hún harla litið um árangurinr þvi fáir hefðu fyrir þvi að láta vita hvernig sjúkling- unum reiddi af. Þessi kona hefur staðið I þessu lengi, en vildi ekki láta nafns sins getið. Þannig er semsagt staðan á sálræna markaðinum: Enginn stórmiðill er lengur i lifenda tölu, þrir „opinberir” huglæknar eru starfandi, og tveir miðlar starfa fyrir Nýalssinna. Auk þessa eru svo allnokkrir minni spámenn, liklega um tugur á Reykjavikur- svæðinu og annað eins úti á landi, sem halda miðilsfundi fyrir vini og kunningja. Það virðist allt og sumt, ef útlendir gestir eru ekki taldir með. En svo eru það auðvitað spá- konurnar. VETTVANGUft ungmcnnafélagaíifta eru öneitat iega ílaliiið hæpin „A þcssui siðúStu og verstu titnum''. UmSigmarB Haukssor. gcgm öðru fnáii. Þw>si Ðofi Qúijote L ienskrar prcasu hafði vart siiti fermingarfðtuftum. þegar han var orðinn írægur fyrir «ð þenj sig urn flesi það »em aimættii) hafði þóknast afi skapa. dularfulla seíðmagní hlns kjaf gleiða auðnuVeysingja heft honum tekist nð „snakka" si inna útvarpið. stjðrnenrfúm tiai Einvígið um brennivínið Unfianfarfð bafa nllmiktar skrárgerhar þess t>) a-varant mraður *tt sér slað um afengis- háðungar. sjalfum sér til skamn a*l. httði i fjötmiðlnm og manna ar og viUbornum Otvarpshtus meðal. Þcua er þv) gleðilegra. tmtium til leiðinda. eear héxs er it*u. »t umr*Sur Én nú «r svt> koíttiö að Sigma Athugasemd i Helgarpóstinum 23 janúar s.l. er birtur mjög rætinn atvinnuróg- ur og persónulegt nið um góðkunnan útvarpsmann, Sigmar B. Hauksson, fyrir þá sök að liafa i biaðinu vikuna áður talað máli vinsins i kappræðu við ágætan bindindisfrömuð. Sá sem niðgreinina skrifar á greinilega um sárt að binda hvað áféngi snertir og bendir hann réttilega á hversu alvarlegt þjóðfélagsböl misnotkun áfengis er. En slik heiltúgug rógskrii eru áfengisvarnarstarfinu sist tii framdráttar og ýta aöeins undir þann fordóm aö bindindismenn á vin séu nauðsynlega ofstækis- menn. Þó áfengisneysla sé mikið hita- mál finnst mér samt til skammar fyrir Helgarpóstinn að birta athugasemdalaust atvinnuróg og persónunið eins og hér er gert. Reyndar tel ég þann hluta greinarinnar sem fjallar um Sig- mar alls ekki birtingarhæfan. Ekki aðeins það ab hann varðar örugglega við meiðyrðalöggjöf- ina, heldur er það mikil hamla fyrir opinbera umræðu um viðkvæm þjóðfélagsmál, ef menn mega eiga von á hatrömmum persónulegum árásum og róg- skrifum fyrir það eitt að tjá skoð- anir sinar. 'Gildir þar einu hversu réttar eða óvinsælar þær skoðanir eru. Hitt er mikilvægt að skoð- anaskiptin séu málefnaleg og almennt siðgæði sé haft i heiðri. Geir Viðar Vilhjálmsson # Birgir tsleifur Gunnarsson lagði fyrir Alþingi fyrr i vetur frumvarp um listskreytingar opinberra bygginga. Þar er gert ráð fyrir þvi, að rikið og viðkom- andi sveitarfélög leggi 2% af byggingakostnaði hverrar bygg- ingar til þeirra hluta. En Birgir Isleifur er ekki einn um að hafa áhuga á að ýta undir skreytingar á byggingum hins opinbera. 1 menntamálaráðuneytinu er i smiðum annað frumvarp sama efnis. Ráðuneytið hefur unnið að frumvarpinu um all langa hrið, m.a. i samráði við talsmenn myndlistarmanna. Þeir hafa meiri áhuga á þvi að frumvarp ráðuneytisins nái fram að ganga, þvi það er m.a. að þvi leyti frá- brugðið frumvarpi Birgis Isleifs, að þar er gert ráð fyrir þvi að leit- að verði samráðs listfróðra manna við skreytingarnar. # Yfirleitt hefur það ekki tiðkast hjá íslenskum fjölmiðlum að greiða fólki fyrir viðtöl og frá- sagnir, enda þótt stórblöðin úti i heimi geri slikt i harðri samkeppni. Helgarpósturinn lenti þó i þvi um daginn, er falast var eftir Böðvari Guðmundssyni I viðtal en hann sér nú um Daglegt mál I útvarpinu. Var þar ætlunin að leita eftir skoðunum Böðvars á stöðu og framtið islenskunnar og skyldi hann skiptast á skoðunum við annan um þau mál. Böðvar vildi hins vegar fá að vita hve mikið hann fengi greitt fyrir skoðanir sinar og er honum var tjáð að ekki væri venja að greiða fyrir svona nokkuð, þá sagðist hann ekki hafa áhuga á þátttöku. Já, þær eru dýrt seldar skoðanir sumra... Akraneskaupstaður Ritari Auglýst er laust til umsóknar starf ritara á bæiarskrifstofunni. Við leitum að starfs- manni með verslunarpróf eða hliðstæða menntun. Upplýsingar gefur undirritaður i sima 93-1211. Umsóknum sé skilað á skrifstofu Akraneskaupstaðar, Kirkjubraut 8, Akra- nesi fyrir 1. mars 1981. Bæjarritari sjónvarps eftirlitskerfi • *1 1Æ Kerfi I. Kr. 5.700. Innifalið í yerði: 1. Sjónvarps-myndavél með linsu. Video Monitor (skjár), festing fyrir myndavél og 20 m. af kapli með tilheyrandi stungum. Kerfi II. Kr. 9.300 . Innifálið í verði: Tvær sjónvarps-myndavélar með linsum. 1. Video Monitor (skjár) 1?Videoskiptari (mil/i vé/a) 2 festingar og 2x20 metrar af kapli með stungum tilbúin til notkunar ( 0 i Rsjd íósi toíanl j£ Þórsgötu 14 - Sími 14131/11314

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.