Helgarpósturinn - 20.03.1981, Qupperneq 3
3
Holrjr^rpn^tl irinn Föstudagur 20. mars 1981.
með málefni sveitarfélaga að
gera, en þau hafa aftur á sinni
könnu dagvistarstofnanir og
skóla, sem tengjast hvað mest lifi
barnanna.
Það er lika talinn stór galli á
bamaverndarlögunum, að þau
veita ákaflega litla réttarvernd.
Vernd foreldra og barna gagn-
vart aðgerðum barnaverndar-
nefndanna er t.d. íitil, hvað varð-
ar rannsókn mála og úrskurði.
Einn barnaverndarmaður getur
til dæmis framkvæmt aðgerðir en
lagt þær siðan fyrir fund nefndar-
innar. Við þetta bætist, að áfrýj-
unaraðili i barnaverndarmálum
er barnaverndarráð, sem jafn-
framt er ráðgefandi fyrir barna-
verndamefndirnar!
Barnaverndarnefndir eru skip-
aðar i öllum sveitarfélögum og
nefndarmenn valdir af þeim
flokkum sem fara með völdin
hverju sinni. Það færist þó i vöxt,
að barnaverndarmál heyri undir
félagsmálastofnanir eða ráð á
stærri stöðum. í Reykjavik starf-
ar barnaverndarnefnd i tengslum
viö fjölskyldudeild félagsmála-
stofnunar.
Dómstólar
Barnaverndarnefndirnar em
samkvæmt lögum dómstólar,
sem kveða upp úrskurði i öllum
meiriháttar málum, sem undir
þær heyra, m.a. sviptingu
foreldra á forræði barna sinna,
Slikum úrskurðum má siðan
áfrýja til barnaverndarráðs, sem
er skipað af rikinu. I Reykjavik er
barnaverndarnefnd eingöngu
skipuð kennurum og skólastjór-
um nema hvað ihenni á sæti einn
lögfræðingur, lögum samkvæmt.
Barnaverdarnefndin i
Reykjavik starfar þannig, að eftir
að mál hefur borist henni frá
dómsmálaráðuneytinu, eða á
annan hátt, hlýða nefndarmenn á
málflutning starfsmanna fjöl-
skyldudeildarinnar sem þá hafa
kynnt sér málin. Stundum eru
lögfræðingar málsaðila fengnir til
viðræðu til að gera grein fyrir
sjónarmiðum skjólstæðinga
sinna. Oftast er málið leyst með
samkomulagi, en stundum þarf
að greiða atkvæði.
Mismunandi lifsviðhorf nefndar-
manna hafa þá að sjálfsögðu
áhrif, ekki sfst þegar um er að
ræða alvarlegustu málin, sem eru
forræðissviptingar m.a. þegar
hjón skilja.
Það eru lika oft deildar mein-
ingar innan nefndarinnar, þegar
um er að ræða foreldra, sem hafa
verið kærð fyrir misþyrmingar
eða vanrækslu barna sinna. Þá
eru málin könnuð og m.a. lögð
fyrir sálfræðinga og lögfræðinga.
Að sumra mati eru dómar i slík-
um málum full harkalegir á
stundum, þvi séuforræðidæmd af
foreldrum gildir sá dómur oftast
þar til börnin eru orðin 16 ára.
Mörgum finnst að gefa eigi
foreldrum tækifæri til að bæta
sig, og fá þar með á ný forræðis-
rétt yfir bömum sinum.
Vanbúnar
A höfuðborgarsvæðinu og öðr-
um stærri stöðum hafa barna-
verndarnefndir i mörgu að snúast
af eðlilegum orsökum, og fá fljót-
lega reynslu i' þvi að bregðast við
hinum ýmsu vandamálum. 1
En frá skólanum berast dag-
lega kvartanir um, að.börnin
séu illa hirt og vannærð.
Nágrannarnir hafa samband
við lögregluna og barna-
verndarnefndog heimta að eitt-
hvaðsé gert í málinu. Faðirinn
hefur frétt af ástandinu og knýr
á um að fá börnin. En hann er
litið betri.
Að endingu eru börnin tekin af
móðurinni. En hvert fara þau?
Tekur betra við, og hvað verður
um móðurina, sem sjálf er
barnung?
Og hvað verður um móðurina
sem hefur alið sex börn áður en
hún var orðin þritug, þegar
barnaverndarnefnd tekur
ákvörðun um að dæma af henni
umráðaréttinn yfir börnunum —
moka út í eitt skipti fyrir öll? Er
það lausn að sundra hópnum og
setja börnin á stofnanir? Er það
lausn að samþykkja barnalög
eða eyöa mörgum árum i að
endurskoða lög um verndun
barna og ungmenna, komast að
þvi, að þau séu úrelt og skipa
nefnd til að semja önnur lög?
minni sveitarfélögum koma hins-
vegar færri mál til kasta nefnd-
anna, og þær þvi vanbúnar að
bregðast við vandamálum. Auk
þess valda frændsemi og
persónutengsl i fámennum
byggðarlögum þvi, að þær eiga
oft erfitt með að framfylgja mál-
um án þess að önnur sjónarmið
en velferðbarnanna,blandist inn i.
telja þeir sem hafa endurskoðað
barnalagalög þausem i gildi eru.
Þvi hefur verið lagt_ til,
að starf barnaverndarnefndar
verði sameinuð annarri félags-
legri þjónustu, svosem æskulýðs-
starfi, skólastarfi, heilbrigðis-
þjónustu og fjölskylduvernd.
— Min skoðun er sú, að barna-
verndarnefndirnar komi of seint
til skjalanna, það er ekki leitað til
þeirra fyrr en i nauðirnar rekur.
Þetta er ekki fyrirbyggjandi
stofnun. Það vantar bæði alla
foreldrafræðslu . undirbúning
undir foreldraverkið, og lögfræði-
aðstoð fyrirþá sem eru verst sett-
ir. Það er ekkert réttlæti i þvi, að
umráðarétturinn yfir börnum sé
dæmdur af foreldrum vegna
fátæktar þeirra eða jafnvel
greindarskorts. Að minnsta kosti
ekki á meðan þeim leyfist yfirleitt
að eignast börn — og um bönn á
sliku held ég varla að nokkur
hugsi, segir Bragi Jósepsson for-
maður barnaverndarnefndar
Reykjavikur.
Fimm þing —
engin lög
Barnalögin svonefndu hafa nú
veriðlögð fyrir fimm þing án þess
að hljóta afgreiðslu, og verða
væntanlega lögð fram enn einu
sinni á yfirstandandi þingi. Þau
fjalla ekki um félagslega stöðu
barna, heldur fyrst og fremst svo-
nefndan sifjarétt. í þeim
eruákvæðium skilgetin börn og
óskilgetin, faöerni, framfærslu og
innheimtu á framfærslukostnaði
(meðlögum), foreldraskyldur,
forsjá barna, umgengnisrétt og
fleira af þeim toga.
Mikilvægasta breytingin á
félagslegri stöðu foreldra sem
gert er ráð fyrir að verði, er auk-
inn réttur feðra óskilgetinna
barna. NU er foreldravaldið i
rauninni hjá mæðrunum einum,
hvort sem þær eru giftar eða ekki,
en 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir
stórauknum rétti bamsfeðra.
Það skýrir kannski að ein-
hverju leyti hversu erfiðlega hef-
ur gengið að fá barnalögin sam-
þykkt á Alþingi, að skoðanir um
frumvarpið eru vægast sagt af-
skaplega skiptar, ekki sist meðal
lögfræðinga.
Löglærðir menn, sem Helgar-
pósturinn hefur haft tal af,benda
meðalannarsá, að frumvarpið sé
byggt á úreltum grunni og benda
meðal annars á, að i þvi er áfram
gert ráð fyrir skiptingu barna i
skilgetin og óskilgetin, þótt rétt
hinna siðarnefndu eigi að rýmka
verulega. Þeir benda lika á, að
óeðlilegt sé, að barni sé dæmdur
faðir miðað við ákveðnar kring-
umstæður (sambúð eða hjóna-
band), hvort sem hann sé kynfað-
ir bamsins eða ekki, eins og gert
er ráð fyrir i frumvarpinu. Þarna
er i rauninni h'tið framhjá mögu-
leikanum á framhjáhaldi og
rangfeðrun barna lögfest, segja
þeir.
, ,Rökin fyrir því að leggja niður
mun i lögum milli skilgetinna og
óskilgetinna barna og véfengis-
mál felast i þeirri viðleitni að
reyna að feðra öll böm rétt eftir
þvf sem unnt er, samkvæmt þeim
réttarfarsreglum og sönnunar-
gögnum sem tiltæk eru, og að
koma i veg fyrir mismunun sem
kann að geta falist i þvi að lög
geri mun á bömum eftir þvi hvort
þau eru skilgetin eða ekki. Til
þess að ná fram þeim markmið-
um sem sett eru fram hér að ofan
þarf að endursemja frumvarpið
að barnalögum. að nokkru leyti.
Er þar.um talsvert verk að ræða ”,
segir Stefán M. Stefánsson lög-
fræðiprófessor meðal annars I
álitsgerð þeirri um frumvarpið,
sem hann samdi á vegum Háskól-
ans.
Stefán Már gagnrýnirennfrem-
ur það, að f frumvarpinu skuli
vera fjallað um réttarfarsmál-
efni, sem hann segir að eigi
heima í réttarfarslögum fremur
en barnalögum. En hann bendir
á, að frumvarpið sé vel og ræki-
lega unnið, þótt hann sé ekki
sammála ýmsum atriðum i
stefnumörkun þeirri sem þar
kemur fram.
Ýmislegt til bóta
Vist er, að ýmis ákvæði i barna-
lagafrumvarpinu eru til bóta.
Auk þess að réttur feðra óskilget-
inna barna til yfirráða yfir börn-
um sinum er rýmkaður til muna,
eins og fyrr er getið, er gert ráð
fyrir því í frumvarpinu, að
foreldrar hafi jafnan rétt á um-
ráðum yfir börnum sinum eftir
skilnað. Auk þess er gert ráð fyrir
þvf, að óskilgetin börn verði skil-
getin eftir ákveðinn tíma i hjóna-
bandi eða annarskonar sambúð.
Ennfremur er gert ráð fýrir þvi,
að barnsfaðernismál megi höfða i
varnarþingi móðurinn ár i stað
þess, að nú verður það að gerast i
varnarþingi föður. Það getur orð-
ið ákaflega snúið sé barnsfaðirinn
erlendur og kannski með óþekkt
heimilisfang i ofanálag.
Lög sem rykfalla
En lög útaf fyrir sig breyta litlu,
allra sist miklir og torskildir
lagabálkar.
Þeir fá gjarnan að ryk-falla
uppi á hillu dómsmálaráðu-
neytisins, en allur almenning-
ur veit ákaflega litið um réttar-
stöðu sina. Allra sist bömin og
ungmennin sjálf. Þeim gagnar
litið þótt það standi i lögum, að
foreldrarnir eigi að vera góðir við
þau, gæta hagsmuna þeirra og
velferðar ,,i samvinnu við aðra
sem hafa með höndum uppeldi,
fræðslu og heilsugæslu barna og
ungmenna”. Það mætti alveg
eins banna fólki að drekka
brennivin eða slita samvistum!
— Það þarf ekki bara lög. Það
verður að útfæra þau og taka til-
lit til sjónarmiða bæöi barnanna
og foreldranna, og það er lika
þýðingarlaust að stefna að ein-
hverri fullkomnun i lagasetningu.
Fólk er nú einu sinni breyskt, og
þvi þarf að reyna að leysa vanda-
málin meö velvilja. Þar ræður
mestu hverskonar fólk velst til að
sinna barnaverndarmálum. Það
skiptir mestu, að það sé velviljað
og gott fólk, sem lætur ekki ein-
strengnislegar hugmyndir ráða
ferðinni, segir Bragi Jósepsson
formaður barnaverndarnefndar
Reykjavfkur i samtali við
Helgarpóstinn.
En sú stefnumörkun og þær aö-
gerðir, sem kunnugir telja, að
þörf sé á, eru sjálfsagt ekki vin-
sæl verkefni stjórnmálamanna.
Þau kosta nefnilega peninga, sem
sist virðastvera á lausu þegar um
er að ræða mál af þessu tagi. Þær
aðgerðir, sem stjórnmálamenn-
imir em fjótastir að gripa til, eru
að fyrirskipa lokun á sjoppum, og
um leið að afgreiðsla skuli fara
fram gegnum lUgur. Þar með er
„sjoppuhangsi” barna og ung-
linga lokið! Og sfðasta dæmið af
þessum toga er lokun leiktækja-
salar við Laugaveg eftir að lætin
þar gengu úr hófi fram og ljóst,
var, að börnin komu þar saman
til þess að skipuleggja ránsferðir.
Kvöldið eftir að leiktækjasalnum
hafði verið lokaö hópuðust þau
saman í biðskýlinu á Hlemmi i
staðinn. Og þau hafa sjálfeagt
haft einhver ráð með að skipu-
leggja næstu ránsferð þrátt fyrir
allt!
Ævintýraferð til Norður Ameríku og Mexico
Ákveðið hefur verið að efna til hópferðar, til Norður Ameriku og Mexico
22. maí n.k. i 3 vikur
Ferðatilhögun:
Flug Keflavík-New York—Tampa og gist á hótel
Colonial Geteway Inn í St. Petersburg 6 nætur.
Síðan verður vikuferðalag um Mexico sem hefst í
Mazatlan, einum vinsælasta baðstað Mexico.
Skoðað verður það helsta af ströndum og sveitum í
Mexico. Næsta vika fer svo í að skoða það besta af
Arizona og Nevada.
Gististaðir:
Mazatlan, Los Mochis, Chihuahua, Copper Canyon,
Scottsdale, Saguraro Ranch, Las Vegas, Chicago.
Farartæki:
Fluvélar, loftkældir langferðabílar, og Vistadome-
lestin i Mexico. Aætlað verð 14.800.-
íslenskur fararstjóri. Nánari
upplýsingar á skrifstofum
Alþýðuflokksins simi 15020