Helgarpósturinn - 20.03.1981, Blaðsíða 4
NAFN: Eysteinn Helgason STAÐA: Framkvæmdastjóri Samvinnuferða/Landsýn
FÆDDUR: 24. september 1949 HEIMILI: Ystafell 19 HEIMILISHAGIR: Eiginkona Kristín
Rútsdóttir, 2 börn BIFREIÐ: Enginven hefur til umráða Chevrolet Malibu ÁHUGAMÁL: íþróttir
Vlrd erum ekki í stríði við Flugleiðir
Ný viöhorf hafa skapast i flugmálum þjóðarinnar á siðustu vikum. Nýlega veitti samgönguráðherra
Slerling flugfélaginu danska, leyfi til að fljúga hingað til lands næsta sumar á vegum Samvinnuferða/-
Landsýn. Þessi leyfisveiting hefur orsakað mikinn úlfaþyt og Flugleiöamenn segja að svona nokkuð sé
til þess eins aö veikja stöðu þeirra. Þeir segja að með þessu sé verið að flytja inn danskt atvinnuleysi á
kostnað islenskra launþega.
Samvinnuferðir hafa á hinn bóginn taliö að samkeppni i flugrekstramálum sé nauðsynieg, og þeir leiti
cinfaldlega eftir bestu tilboðunum til aö geta boöiö sinum farþegum ódýrari ferðir.
Það cr Eysteinn Hetgason framkvæmdastjóri Samvinnuferða/Landsýn, sem er i Yfirheyrslu um
þessi mál.
Nú segja Sam vinnuferð-
ir/Landsýn i fréttatilkynningu, aö
nú fyrst sé hægt að bjóða upp á
sambærilegt verð og aörar þjóðir,
þegar þessi Sterling-samningur
cr fvrir hendi. Eiga Samvinnu-
ferðir við, aö islendingar hafi
aldrei áður notið sömu k jara hvað
varðar flugfargjöld og gengur og
gerist erlcndis?
„Það er alveg ljóst aö á mörg-
um sviðum höfum við ekki notið
þess hagkvæmasta sem gerist
meðal annarra þjóða.”
Hvers vegna?
„bað segir sig sjálft að vegna
stöðu Islands á landakortinu, þá
er það miög háö öllum samgöng-
um. Ég heldaö þaö hafi ekki farið
framhjá neinum að samgöngur
tslands við umheiminn hafa ekki
veriðsem skyldi. Við tslendingar
höfum ekki notið þeirra hag-
kvæmustu kjara, sem við þekkj-
um erlendis, m.a. vegna stað-
setningarinnar svo og vegna fá-
mennis.”
En nú segiö þið, aö verðið sé
orðið sambærilegt og þetta segið
þið i sama mund og þiö geriö
samninga við erlent flugfélag.
Eruö þiðaðsegja, aö ekki sé hægt
að koma verðinu niður i samstarfi
við Flugleiðir?
„Nei, alls ekki. Viö ætlumst til
þess að Flugleiöir geti staðist
samkeppni og það er okkar boð-
orð í þessum efnum, aö taka inn-
lendum tilboðum ef það er mögu-
lega hægt að réttlæta þaö verös-
ins vegna, fyrir okkar viðskipta-
vinum. Ég skal taka eitt dæmi
sem sýnir aö viö erum sjálfum
okkur samkvæmir i þessari
stefnu. Það er dæmi, um leiguflug
sem við veröum með á sumri
komanda til Kanada. Þar höföum
við fengiö tilboð frá Sterling flug-
félaginu og viö óskuðum eftir til-
boði frá Arnarflugi. Þeirá endan-
um komu með mjög sambærilegt
tilboö og þá var ekki spurning i
okkar huga, að taka þeirra til-
boöi.”
Er máliö einfaldlega það i
þessu tilviki, að Fiugleiðir geti
ekki keppt við tilboö Sterling?
„Já, það var töluverður munur
á tilboðum Sterling og Flugleiða,
— og það mikill munur aö við gát-
um ekki réttlætt þaö að taka til-
boðiFlugleiða aö þessu sinni. Það
er margt sem þarna kemur til.
Sterling er flugfélag með um-
fangsmikinn rekstur og margar
flugvélar, en tiltölulega litla yfir-
byggingu. Þeir hjá Sterling hafa
tileinkað sér mikla hagkvæmni
hvaö varðar innkaup á t.d. elds-
neyti, auk þess sem þau tæki og
vélar sem þeir nota eru hag-
kvæmnari heldur en þær vélar
sem Flugleiöir nota i þessum til-
gangi.”
Ertu að segja með þessu, að
yfirbygging Flugleiða sé of mikil,
eldsneytisinnkaup óhagkvæm og
þeir séu meö rangar flugvélar i
ferðum?
„Þetta er, já, i hnotskurn mein-
ið og aöalástæðurnar fyrir þvi aö
Flugleiðir standast ekki sam-
keppni við erlenda aðila.”
Kynningardeild Flugleiða seg-
ir, að þið séuö að „flytja inn
danskt atvinnuleysi á kostnað
islenskra launþega”. Hverju viltu
svara?
„Þetta er alveg dæmigerð fyrir
þeirra upphrópanir og þeirra við-
brögð við þessari samkeppni,
sem viröist hafa komiö þeim
Flugleiöamönnum nokkuð á
óvart. Hér er ekki verið að flytja
inn dansktatvinnuleysi.Flugið er
alþjóðlegt og þau fyrirtæki sem
vilja standa sig i samkeppninni,
þau afla verkefna viða um heim.
Þaö gera Flugleiöir lika. Þeir fá
vonandi núna, tveggja til fjögurra
ára samning um flug niðri i
Nigeriu. Og þaö er jafnfáránlegt,
ef nigerisk blöð færu að birta um
það fréttirþess eðlis aö veriö væri
að flytja inn islenskt atvinnuleysi,
eins og það, aö bera okkur á brýn,
aðviðséum að flytja inn danskt.
Þeirsem stunda flugrekstureru á
alþjóðlegum markaöi og þar gild-
ir það lögmál, að vera sam-
keppnisfær.”
Nú scgja Flugleiöamenn einn-
ig, að það hafi veriö rik tilhneig-
ing hjá Samvinnuferðum-Land-
sýn, i gegnum árin að ná samn-
ingum við erlend leiguflugfélög
frekar en Flugleiðir. Er þetta
rétt?
„Við höfum ávallt, þegar við
höfum skipulagt okkar ferðir,
reynt að ná sem bestum innkaup-
um og til þess leitum við eftir til-
boðum frá fleiri aðilum, heldur en
þeim sem til er á tslandi. Við höf-
um fengiö tilboð frá Bretlandi,
Noregi og viðar og siðan borið
þau saman við þau tilboö sem fyr-
irliggja frá Flugleiðum. Það hef-
ur alltof oft komiö fyrir að Flug-
leiðir hafa ekki verið sam-
keppnisfærir við þessa aðila.
Þetta kalla Flugleiðir „augljósa
tilhneigingu til að nota erlend
leiguflug frekar en islensk”. Til-
hneiging okkar er fyrst og fremst
sú, aö kaupa þessa þjónustu á
þeim hagkvæmustu kjörum sem
til eru.”
Eruö þið einir á báti hvað þetta
varðar? Reyna aörar ielsnkar
ferðaskrifstofur þetta sama?
„Ég get ekki svarað fyrir aöra,
en ég reikna meö þvi að keppi-
nautar okkar reyni eins og við, að
ná sem bestu kjörum, eins og
raunar allir þeir, sem standa i
verlsun og viðskiptum. Ég vil
hins vegar árétta, að Samvinnu-
ferðir-Landsýn, hafa i gegnum
árin, að mestum hluta notað
islensk samgöngutæki, þ.e.a.s.
flugvélar Flugleiða og Amar-
flugs. En við teljum engu að siður
nauösynlegt að leita tilboöa frá
fleiri til þess að veita islenskum
aðilum, það aðhald sem nauðsyn-
legt er.”
Þú vilt sem sé ekki skrifa undir
þá staðhæfingu, að með samning-
um við erlenda aðila, séuð þið að
reka ryting i bak Flugleiða, meö-
an þeir séu að reyna aö klórasig
fram úr timabundnum erfiðleik-
um?
„Langt þar i frá. Ég vil frekar
halda því fram, að þegar til lengri
tima ér litiö, þá sé svona nokkuö
Flugleiðum til gagns. Þessi sæta-
fjöldi sem viö höfum samið um
við Sterling, er aöeins litið brot af
þeim sætafjölda sem Flugleiðir
selja til Kaupmannahafnar og
hefur þetta þvi ekkert að segja
um heildarafkomu Flugleiða og
hversu slæm eða góð hún endan-
lega veröur. En þessu fáu sæti
sem hér um ræðir, gætu hugsan-
lega orðið til þess að veita Flug-
leiðum aðhald og leitt þá inn á
hagkvæmari brautir á markaði
samkeppninnar. ”
Eruð þið ekki óneitanlega að
segja Flugleiðum hálfopinbert
stríð á hendur, þegar Samvinnu-
ferðir-Landsýn tilkynni, aö þaö
séu frumskógarlögmál markað-
arins sem ráöi rikjum, en ekki
samúðarviöskipti við Flugleiðir?
„Nei, þetta er á misskilningi
byggt. Hér er ekki um neina nýja
bólu að ræða. Við höfum áður leit-
að eftir erlendum tilboðum og
Flugleiðir hafa áður ekki verið
samkeppnisfærir. Hér er ekki um
neina striðsyfirlýsingu að ræða.
Við erum ekki i striði við Flug-
leiðir. Við höfðum á siðasta ári
gifurlega mikil viðskipti viö Flug-
leiðir og öfluðum þeim mikilla
viðskipta á fjölmörgum sviðum.
Við vonumst til þess að i náinni
framtið gegum við haft samskipti
við þetta fyrirtæki, sem við telj-
um að sé og verði buröarás
Islendinga i samgöngum viö um-
heiminn.”
Nú eru Samvinnuferðir-Land-
sýn angi af Sambandi islenskra
Samvinnufélaga og sú saga flýg-
ur að SÍS-veldið hyggi á æ frekari
itök i flugrekstri. Er SÍS með
puttana i' þessum Sterling-málum
öllum og er þetta liður i stórsókn
Samvinnuferöa og StS inn á flug-
rekstrarmarkaðinn?
„Samband islenskra sam-
vinnuferða er hluthafi í þessu
fyrirtæki ásamt öörum almenn-
ingssamtökum, svo sem verka-
lýðshreyfingunni, BSRB og fleiri
slikum. Þetta mál sem hér um
ræðir, er aöeins viðleitni okkar til
að bjóða góðar og ódýrar ferðir.
en að þetta sé hluti af einhverju
lengri og viðameiri áætlun ein-
hverra annarra aðila, sem okkur
eru tengdir, það er fjarstæða.”
En er ekki ljóst engu að siður,
að þetta SterUng-mál er aöeins
angi af stórmáli. Snjóboltinn sé
rétt farinn af stað og hann hlaði
utan á sigog i framtfðinni fari það
mjög i vöxt að gerðir séu samn-
ingar við erlenda aöila?
„Það þarf alls ekki að vera að
leiguflug erlendra aöila verði ein-
hver viðamikill þáttur i okkar
flugsamgöngum. Auövitað er
alltaf möguleiki á þvi að erlend
leiguflug skjóti hér upp kollinum,
en við erum á timamótum að þvi
leytinu, að framundan hlýtur að
vera mótun nýrrar flugmála-
stefnu stjórnvalda. Samgöngu-
ráöherra hefur lýst þvi yfir að
slikt sé i undirbúningi. Það geta
allir verið sammála um það, að
sú stefna sem mótuð var með
sameiningu Loftleiða og Flugfé-
lags íslands og fylgt hefur verið
siöan, hefur ekki staðistþær vonir
sem til hennar voru geröar i upp-
hafi. Þaö er þvi nauðsynlegt að
endurskoöa þessi mál og koma
þeim þannig fyrir að flugsam-
göngur til og frá landinu verði
þannig hagað á hverjum tima, að
þær verði sem hagkvæmastar og
öruggastar fyrir landsmenn.”
Þú heldur þvi sem sagt fram,
að meö óbreyttri pólitik I þessum
málum, þá verði leiöin greið nið-
ur á við h vað Flugleiðir varðar og
einnig hitt að erlent leiguflug til
og frá landinu færist i aukana?
„Jú, ef óbreyttur rekstur og
viðbrögð forráðamanna Flug-
leiða verða þau sömu og nú er, þá
er það fullljóst að þaö stefnir i
áskókn erlendra leiguflugfélaga.
En ef mótuð verður ný og breytt
flugmálastefna þar sem islenskir
flugmálaaðilar taka á þessum
málum með festu, sýna viðsýni og
reyna að þjóna þvi höfuðmarki i
að veita tslensingum ódýra og
hagkvæma samgöngumöguleika,
þá er ekki teljandi hætta á
erlendu leiguflugi i framtiöinni.”
Nú er það fullyrt, að leyfisveit-
ingin vegna Sterlingferðanna,
hafi fengið jákvæða umsögn sam-
gönguráðherra, vegna þess að
hans flokkur sé i sterkum tengsl-
um \ið StS og Sambandið hluthafi
I Samvinnuferðum-Landsýn. Er
þetta raunin?
„Samgönguráðherra hefur veg-
iö þetta mál og metið með sinum
starfsmönnum i ráðuneytinu.
Hann hefur leitað umsagnar flug-
ráðs og flugmálastjórnar og hann
hefur eflaust fundið þann með-
byr, sem þetta mál hefur haft
meðal almennings, Hans afstaða
hefur þvi vafalaust mótast af
þessum atriðum, en ekki tengsl-
um eins eða neins.”
Núhafa Flugleiðamenn sagt að
þessi leiguflugfélög geti boðið
betur m.a. vegna þess að þau
losni við flugvallarskatt. Er þetta
rétt?
„Nei, þeSsi skattur á að vera
lagður á alla þá sem ferðast til
eða frá landinu, hvort sem um er
að ræða flug með innlendum eða
erlendum flugfélögum.”
Nú bjóðið þið þessar Sterling
ferðir talsvert ódýrari en þekkst
hefur. En eru það ekki i raun
islenskir skattborgarar, sem
greiða þessar ferðir niður.þvi um
leið missa Flugleiðir þessi sæti og
enn harðnar á dalnum hjá þeim,
sem þýðir aftur einfaldlega að
skattborgararnir þurfa að styrkja
fyrirtækiö enn frekar með rikis-
styrkjum? Er þetta ekki vita-
hringur, sem þið eruð aðeins að
framlengja?
„Þessi lágu fargjöld okkar eru
ekki nein endurgreiðsla á þeim
peningum sem skattborgarar
hafa orðið að greiða til reksturs
Flugleiða, þannig að þeir geti
m.a. flutt útlendinga yfir Norður-
Atlantshafið. Það liggur þó einnig
i hlutarins eðli hvað Flugleiöir
varðar, að margra ára taprekst-
ur, sem talinn verður i mörgum
milljöröum króna, hlýtur að
iþyngja félaginu og kemur sjálf-
krafa niður á fargjöldunum. Þaö
er ein skýringin aö Flugleiðir eru
ekki samkeppnisfærar, að þeir
eru alltaf að baksa við þennan
skuldahala og geta þvi ekki tekið
á verkefnum sem skyldi.”
Þú segir nauösynlegt að móta
nýja og betri stefnu I flugrekstar-
málum . Myndir þú sjálfur treysta
þér til að setja á stofn flugfélag
með hjálp góðra manna og láta
það rúlla hallalaust?
„Ég veitað það erhægt að reka
hér flugfélög á heilbrigðum
grunni. Flugfélag sem fengju
svigrúm og starfsgrundvöll væri
hægt að reka hallalaust. Ég tel
nauðsynlegt þegar ný flugmála-
stefna kemst i framkvæmd, að
það verði á hendi fleiri en eins að-
ila, að bjóöa upp á reglubundið
áætlunarflug til og frá landinu.”
Samkeppni nauðsynleg, segir
þú, en óttastu ekki að mörg
islensk flugfélög myndu ganga að
hver öðru dauöu?
„Ég er þess fullviss að sam-
keppni á þessu sviði myndi aðeins
leita gott af sér. Flugleiðamenn
virðast hins vegar lita á alla sam-
keppni sem hættulega og raunar
óheiðarlegar og á sama hátt lita
Flugleiöir á öll hagstæð tilboð
sem eru ekki eru óalgeng sem
undirbuö, ef þeir treysta sér ekki
tilaömæta þeim.Á þessu viðhorfi
þarf aö vera stór breyting, ef þró-
un flugrekstarmála og Flugleiöa
á að vera^MRnþf'næstu fram-
eftir Guðmund Árna Stefánsson
tið.”