Helgarpósturinn - 20.03.1981, Qupperneq 6
6
Föstudagur 20. mars 1981.
GUNNARHUSEBY:
,ar: ..®B ***^alUoMangur
Gunnar Huseby var okkar besti
kúluvarpari, kringlukastari og
sleggjukastari um árabil. Hann
varö tvisvar Evrópumeistari i
kúiunni, og var meö fremstu
mönnum I heiminum I sinni grein.
„Ég var aö keppa i 25 ár, og þaö
er aldeilis alltof langur timi, skal
ég segja þér. Ég ráölegg engum
aö reyna aö halda þetta svo lengi
út”, sagöi hann þegar Helgar-
pósturinn hafði samband viö
hann. „Siöustu árin sem ég keppti
var ég meö slitinn vööva i hægri
upphaldlegg og þaö bætti ekki úr
skák. Ég var orðinn alltof gamall
þegar ég hætti.. Þaö var ’62 til ’63
og nú er ég 57 ára þannig aö ég
var kominn vel yfir fertugt.
Ég geröi mér samt strax grein
fyrir þvi aö ég varö aö halda mér
viö Jikamlega. Ég verö nú aö taka
langar gönguæfingar og auk þess
geri ég staöæfingar á hverjum
degi. Ef ég geri ekki þessar æf-
Jie/garpósturinn.
ingar þá verö ég hreinlega ekki
vinnufær. Ég var aö keppa I þaö
mörgár, án þess aö hafa þá þjálf-
un sem þekkist i dag, auk þess
sem ég var alltaf i erfiðisvinnu,
en ég verö aö hafa mig allan viö,
til að stiröria bara ekki upp. Ef ég
hreyfimig ekki i dálitinn tima, þá
kemst ég ekki milli húsa.
Ég hef alltaf álitiö aö menn eigi
ekki aö taka þátt i iþrótt sem
keppnismenn nema i hæsta lagi
tlu til fimmtán ár. En svo er sjálf-
sagt aö skokka og halda sér i
formi. En þegar menn reyna á sig
og sjá stjörnur áratugum saman,
þá missir maöur likamann fyrr
eöa siöar.
Gunnar hefur unniö hjá Vatns-
veitu Reykjavikur i ein 25 ár, og
sér þar um viðgerðir á brunahön-
um og ýmsar aðrar lagfæringar.
„Ég var búandi maður I 17 ár, en
ekki lengur. Nú er ég einn i litilli
ibúö sem ég á i Noröurmýrinni”.
Gunnar átti i mörg ár viö áfengis-
vandamál aö striöa, en þaö segir
hann kapitula útaf fyrir sig, og
alls enga afleiðingu af iþrótta-
iökuninni.
Hann sagöist eflaust mundu
fara i iþróttir af fullum krafti
værihannunguráný. „Ef ég væri
talinn jafn efnilegur og ég var tal-
inn þegar ég var fjórtán fimmtán
ára strákur, og ég heyröi talaö
um mig á sama hátt og ég heyröi
þegar ég var ungur, þá myndi
metnaöargirndin áreiöanlega
vakna. Ég var sterkur strákur.
Reyndar var ég 22 merkur þegar
ég fæddist, og heföi gjarnan viljaö
vera pinulitiö minnni.
Ég fylgist ennþá meö öllu sem
gerist á iþróttasviöinu, en fer þó
ekki á mörg iþróttamót. Ég á
mun betra meö aö fylgjast meö
þessu i gegnum sjónvarpiö. Þar
fer ekkert fram hjá mér”.
GOMLU H . RNAR
— hvar eru þær nú?
HILMAR ÞORBJÖRNSSON:
Hilmar Þorbjörnsson var eitt
sinn fremsti spretthlaupari
landsins, og á meira að segja
ennþá besta tima tslendings i
hundraö metra hlaupi. Hann
keppti oft og víöa, bæöi hér heima
og erlendis, meðal annars á
tvennum ólympiuleikum.
hann
fólk sem um "“^“'Jhvertur jafnskyndilega og þaöbirtist. Aönr “ { á árunum, og for-
vitnaöist um hag. ^ ,hr(SUum. Hann viröistloöa v.öfó>_
HBK;SSíSS?*lll|SS
StíKö mitt biða”.
„Aöalástæöan fyrir þvi aö ég
hætti sem keppnismaöur i iþrótt-
um var sú aö mér fannst ég ekki
lengur hafa siðferðislegt leyfi til
aö láta fólkiö mitt biöa eftir aö ég
lega aldrei i
hættiaöleika mér”, sagöi Hilmar
i samtali viö Helgarpóstinn.
Viö fórum útl aö veröa okkur út
um húsnæöi, og almennt aö taka
þátt i þessu kapphlaupi sem allir
eru þátttakendur i. Og svo hjálp-
uöu meiösli mér til aö taka þá
ákvöröun. Ég hætti eftir Rómar-
leikana 1960, þá liölega þrítugur.
Ég held nú aö ég heföi ekki viljaö
halda áfram mikið lengur en
þetta. Þaöá ekki viö mig aö horfa
á mina eigin hnignun og geta ekk-
ert viö henni gert. Þá er eins gott
aö hætta bara aö keppa.
Þaö þýöir ekki aö ég komi ekki
nálægt iþróttum. Ég stundaöi
talsvert lyftingar fer oft I fjall-
göngur, og göngutúra og svo
hleyp ég reglulega”.
Hilmar er varöstjóri hjá Um-
ferðadeild lögreglunnar og hefur
veriö hjá „löggunni” i 23 ár.
„Alltof lengi”, eins og hann segir
sjálfur. 1 tvö ár, rétt fyrir 1970 var
hann þó erlendis. Fyrst fór hann
til New York sem gæslumaöur
hjá Sameinuöu þjóöunum, kom
svo heim, en leiddist, og fór þá til
Sinaiskagans, sem einn úr‘ gæslu-
sveitum SÞ. „Það vár mjög eftir-
minnilegur timi, og oft lentum viö
i alvarlegri hættu. Ég hefði vafa-
litiö hætt viö förina, heföi ég vitaö
hvaö beiö min þarna i ísrael.”
Hilmar á konu og börn„ falleg-
an hóp af krökkum” eins og hann
segir sjálfur frá, og þau eru öll
eitthvaö I Iþróttum. „Mér finnst
þaö eölilegt og sjálfsagt en ég vil
aö þau ráöi sér alveg sjálf hvaö
þaö varðar. Ég et engum út i
neitt sem hann vill ekki. Hinsveg-
ar finnst mér nauösynlegt aö fóllk
rækti sinn eigin likama, ekki
meö keppni i huga, heldur bara
fyrir ánægjuna.
Aö sumu leyti má segja aö
ennþá lifi maöur á þessum gömlu
minningum”, sagöi Hilmar. „Ég
eignaöist mina bestu vini I kring-
um iþróttirnar, og ég sá mikið af
stööum sem ég heföi aldrei fengiö
tækifæri til aö koma til annars.
Ég feröaöist nánast um allan
heiminn.
Ennþá þykir mér óskaplega
gaman af Iþróttum, og veit alltaf
ef gott Iþróttaafrek er unnið.
Ég er sennilega litill milliárang-
ursmaöur — ég vil sjá þá bestu i
heimi. En svo hef ég lika gaman
af góðri músik, og tómstundirnar
fara ekki siöur i aö hlusta á tónlist
en iþróttirnar. Og svo hef ég llka
gaman af malerii.”
Höröur Felixson var i mörg ár
einn af bestu knattspyrnu- og
handboltamönnum landsins.
Hann varö á slnum tlma marg-
faldur tslandsmeistari I fótbolta
meö KR, og lék fjöida landsleikja.
Slöan hann hætti hefur fariö lltiö
fyrir honum.
„Ég er skrifstofustjóri hérna
hjá Tryggingamiöstööinni og hef
veriö i mörg ár”, sagöi hann þeg-
ar Helgarpósturinn leitaöi hann
uppi. „Gunnar bróöir minn er
reyndar hérna lika, en þriöji
bróðirinn er alltaf aö grobba sig I
imbanum, eins og þú veist”.
„Þaö leiddi eiginlega af sjálfu
sér aö ég hætti I knattspyrnunni á
sinum tima. Ég var oröinn þrjátíu
og fjögurra ára, áriö 1965, þegar
ég loksins hætti, og þaö telst nú
allgott fyrir íþróttamenn á
Islandi. Auk þess var ég oröinn
slæmur i hnjánum, þannig aö
þetta kom allt af sjálfu sér.
Seinna var ég svo skorinn á báö-
um hnjám og hef verið svona
gangfær siðan.litiö meira.
Þaö tók mig tvö—þrjú ár aö
hætta, eins og oft vill veröa. Ég
lék alltaf nokkra leiki á hverju ári
frá svona ’62 og’63 þar til ég hætti
1965, þó ég væri þá aö mestu hætt-
ur aö æfa”.
Höröur sagöist hafa tekið
stúdentspróf á sínum tlma, og
fariö i viöskiptafræöi, I Háskólan-
um, en hætt þvi áöur en til þess
kom að taka lokapróf. „Ég var
kominn meö konu og börn, og
þegar allur aukatimi fór I Iþrótt-
irnar þá var eiginlega allt I hers
höndum. Ég var vinnandi öll
lausu kvöldin sem húsvöröur I
Hálogalandi og I KR-heimilinu til
aö afla peninga, og þaö gat ekki
gengið.Konan var nánast eins og
hver önnur ekkja.
Það var ekki fyrr en eftir aö ég
hætti i fótboltanum aö viö byggö-
um okkur hús. A meöan ég var i
þessu á fullu var enginn timi til aö
byggja upp heimili, eins og jafn-
aldrarnir. En ég sé samt ekki eft-
ir þeim tima, sem fór I þetta, og
myndi eflaust gera þaö sama aft-
ur, ef ég væri ungur á ný.
Viö hjónin eigum þrjú börn, og
yngsti strákurinn sem er tiu ára
er á kafi I fótboltanum, I KR I
fimmta flokki. Jú, ég er aiveg
ánægöur meö þaö, en þaö er langt
frá því aö þaö sé sáluhjálparatriöi
fyrir mig aö börnin leggi sig fram
I Iþróttum. Ég fylgist meö honum
af áhuga, en ekkert meira.”
Höröur fylgist ennþá meö þvi
sem er efst á baugi I iþróttunum,
og hefur reyndar komiö nálægt
félagsstörfum fyrir iþróttahreyf-
inguna. „Ég var lengi vel i stjórn
KR, og svo höfum viö veriö
nokkrir saman I félagsskap sem
viö köllum „bakveröi”. Þar er nú
aöallega unniö aö ýmisskonar
fjáröflunarstarfsemi. Og svo var
ég i stjórn KSI um tveggja ára
skeiö. Ég fer ennþá á völlinn ann-
aö slagiö, og aö sjálfsögöu fæ ég
sting i hjartaö ennþá i hvert skipti
sem KR tapar. Sem hefur veriö
óþægilega oft uppá slökastiö.”
Sjálfur segist Höröur synda
svolitiö og hreyfa sig, en fótbolta
varö hann aö hætta að stunda eft-
ir uppskuröinn. En hann sér ekki
eftir neinu. „Ekki til i dæminu.
Ég get ekki hugsaö mér neitt
skemmtilegra”.
Ragnar Jónsson var i mörg ár
okkar besti handknattleiks-
maöur, og lék fjölda leikja meö
bæöi FH og landsliöinu Hann
kunni líka körfubolta og fót-
bolta, — lék meö meistaraflokki
ÍR I fyrri greininni 110 ár og meö
FH I fótboltanum i rúm tuttugu
ár. Og enn er hann viðloðandi
iþróttirnar þótt um tiu ár séu slö-
an hann hætti aö keppa.
„Ég starfa hérna viö Kapla-
krikavöllinn, Iþróttasvæöi FH I
Hafnarfiröi”, sagöi hann þegar
Helgarpósturinn haföi uppá
honum. „Reyndar hef ég alla tlö
veriö aö snúast i kringum iþrótt-
irnar. Ég hef veriö aöstoöar-
þjálfari og þjálfari fyrir félagiö i
mörg mörg ár. Hef gripiö inni ef
vantaö hefur menn til ýmissa
starfa, auk þess sem ég var liö-
stjóri meö Reyni Ölafssyni,
Einnig hef ég veriö meö Geir
Hallssteinssyni núna siöustu tvö
árin. Svo þjálfaöi ég meistara-
flokk kvenna i vetur”. sagöi
Ragnar.
„Ég var búinn aö vera lengi i
þessu þegar ég hætti. Ætli megi
ekki segja aö ég hafi veriö búinn
aö fá nóg. Ég var þrjátlu og fjög-
urra ára þegar ég hætti i hand-
boltanum. Hætti þritugur I lands-
liöinu, vegna þess aö þá haföi ég
náö 25 leikjunum fyrstur manna,
og ákvaö aö gefa ekki kost á mér
eftir þaö. Ég haföi hreinlega ekki
tíma”. Ragnar varb fyrir
meiöslum eins og flestir iþrótta-
menn einhverntima á ferlinum,
og 1954 fótbrotnaði hann. „Það
háði mér alla tiö, þetta fótbrot.
Þaö greri vitlaust saman, og
strax 1958 var ég farinn.að finna
fyrir þvi. En þaö var ekki fyrr en
1974 aö ég lét taka þaö upp, og nú
er ég meö staurökkla á öörum
fæti”.
Ragnar fór fljótlega aö vinna I
bakari fööur sins i Hafnarfiröi, en
læröi svo prentiön. Hann var
prentari i fá ár, þvi þegar vantaði
eitt sinn mann i bakariiö, fór hann
aftur i braubin, og uppúr þvi læröi
hann bakaraiön lika. „Ég var svo
I bakstrinum til 1978, en hérna hef
ég verið i rúm tvö ár”, sagöi
hann.
„Ætli þaö sé ekki nokkurnveg-
inn alveg öruggt”, sagði Ragnar
þegar hann var spurður hvort
hann mundi skella sér útl iþrótt-
irnar af sama krafti, væri hann
orðinn ungur aftur. „Ég eignaöist
marga góöa félaga og átti margar
góðar stundir I iþróttunum. Ég er
ekki frá þvi að þetta hafi verið
skemmtilegra hérna áöur fyrr.
Þá var léttara yfir þessu, og leik-
menn og þjálfarar ekki nærri eins
stressaöir og þeir eru núna”.
Ragnar er ekki alveg hættur
iþróttaiðkun sjálfur, þótt ökklinn
sé stifur. Hann spilar golf eftir
mætti á sumrin. Og svo fylgist
hann meö syninum, sem er eins
og Ragnar á sinum tima aö prófa
sig áfram eftir Iþróttagreinunum.
„Ég reyni aö hafa sem minnst
áhrif á hann hvaö þaö varöar.
Hann veröur aö velja og hafna
Iþróttagreinum alveg á eigin
spýtur. En auðvitaöhef ég gaman
af aö fylgjast með honum.
Eftir Gudjón Arngrímsson
Myndir Jim Smart o. fl.