Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 20.03.1981, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 20.03.1981, Qupperneq 8
Föstudagur 20. mars 1981. he/garpústurinn__ I—helgai--------------- pásturinn_ Blaö um þjóðmál/ listir og menningarmál utgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. AAagnússon Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arn- grimsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Guðmundur Arni Stefánsson og Þorgrímur Gestsson. Útlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Gjaldkeri: Haildóra Jóns- dóttir. Dreif ingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8—10. Simar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. „Svipa yfir vondum foreldrum” Nú er liöiö á annaö ár frá þvi barnaári Samcinuöu þjóöanna lauk. Þaö ár, áriö 1979, töluöu menn fjálglega um aö betur þyrfti aö búa aö börnunum en gert heföi veriö. ,,Þau hafa ekki aöstöðu til aö koma fram hagsmunamálum sinum sjálf, geta ekki myndaö þrýstihópa eins og aörir” var sagt, og þaö var sagt, aö börnin ættu nú einu sinni aö erfa landiö”. Þetta sama ár var lagt fram á Alþingi frumvarp til svonefndra barnalaga. En þaö var ekki sam- þykkt þá frekar en á næstu þrem- ur þingum þar á undan. Enn einu sinni liggur barnalagafrum- varpiö fyrir Alþingi, ennþá ekki oröiö aö lögum. Þótt margir kunni aö halda þaö. eru barnalögin ekki einu lögin sem varöa börn. Þvert á móti hafa I tímans rás verið settir margir lagabálkar sem varöa málefni þeirra, og barnalögin ná aöeins yfir tiltölulcga þröngt sviö, aöallega varöandi faöernismál og tilhögun á innheimtu barnsmeð- laga. En einmitt á barnaárinu 1979 skilaöi nefnd af sér ályktun og drögum aö lögum um vernd barna- og ungmenna, sem hún haföi unniö aö frá þvi áriö 1974. Þar var um aö ræöa lagabálk, sem fjallar fyrst og fremst um barnaverndarmál, og átti aö leysa af hólmi mörg gildandi lög. En niöurstaöa nefudarinnar eftir fimm ára starf var i rauninni sú, aö ekki skyldi semja sérstök barnaverndarlög, heldur fella þau undir lög um aöra félagslega þjónustu sveitarfélaganna sem snertir börn og foreldra. Þaö mál var falið nefnd til athugunar, og siöan var skipaður starfshópur til aö framkvæma þessa sam- ræmingu, og hann hefur frest þangaö til i janúar á næsta ári til aö skila af sér. A meðan kerfiö og skrif- finnskan mala meö sinum hætti gilda þvi engin lög um sum mál- efnibarna,- úreltlögum önnur. t samantekt Helgarpóstsins i dag um þessi mál, kemur meöal annars fram, aö þau lög sem gilda eru hiö mesta kraöak, sem enginn hefur almennilega yfirsýn yfir. Þaö kemur lika fram i sam- tölum viö þá, sem aö þessum málum vinna, aö réttarstaða barna og foreidra gagnvart aö- geröum barnaverndarnefnda sé litil sem engin, og starfsemi þeirra sé neikvæö, fyrst og fremst svipa yfir höföum foreldra sem eru vondir viö börnin sin. Þaö er skoöun formanns barna- verndarnefndar Reykjavíkur, aö barnaverndarnerfndirnar komi of seint til skjalanna. Þeim sé ekki ætluö nein fyrirbyggjandi starfsemi, aöeins aö grfpa inn i þegar i óefni sé komið. Harmleikir af þeim toga, sem fjallað er um i Helgarpóstinum i dag gerast nánast á hverjum degi mitt inni i allsnægtasamfélagi nútimans. Slikt veröur ekki stöövaö með lagabálkum^kki frekar en hjónaskilnaö-- ir eða drykkjuskapur. Þarna er við mannlega breyskleika aö eiga og mestu skiptir aö vel sé búiö aö börnum i uppveztinum, ekki sist börnum þeirra sem minnst mega sin i þjóöfélaginu. Aö sjálfsögöu þurfa aö vera til lög sem tryggja slikt, en þaö sem mestu máli skiptir er útfærsla á slikum lögum, og að þaö fólk sem annast hana sé gott og velviljaö, ekki einstrengingsfullt bókstafstrúar- fólk. Og aö stjórnmálamennirnir sjái sóma sinn i aö horfa ekki i þann kostnaðsem óhjákvæmilega fylgir bættum aðbúnaði æskunnar. Hér á ekki niöur- skurður viö, og ekki billeg viö- brögö á aö loka sjoppum eöa leik- tækjasölum jafnvel þótt lætin gangi úr hófi fram. Hafi börnin ekkert viö aö vera finna þau sér eitthvað til, og gatan er ekki besti staðurinn. I nánd axar Dagur er liöinn. Hátt skal hefja hunangsbikarinn enn. Heill þér menglöö minna stefja,, Mannsblóð fjörugt renn. Svo kvaö Jón Hreggviðsson á Rein úr Pontusrimum þegar mikið lá við, enda ekki að ófyrir- synju jafnvanur sem maðurinn var orðinn að umgangast öxi og viðhögg og kunni ekki almenni- lega við sig nema inánd þeirra amboöa. En þvi er þetta man- söngsstef upp rifjaö aö mannkyn allt hefur nú um nokkurt skeið lifað i nánd axar og viðhöggs. Reyndar hefur öxin verið reidd nokkrum sinnum vegna vitlausra fyrirmælaogoss tjáö,aðslikt geti hent hvenær sem er, en fresturinn tilað láta vopnið geiga sé nú kom- inn niður i sex minútur og það sé orðið of seint. Og úti er-ævintýri. En mönnum finnst ekki komið nóg og aldeilis brundtið hjá kaupmönnum dauðans, vopnaframleiðendum, og rosalegar tilhleypingar fram- undan hjá þeim islensku mönnum sem eignast hafa nábrók þá sem ævinlega hefur i sér fólgið kana- gull. En mönnum til skýringar var nábrók eitt galdratól sem menn klæddust á öld galdra og fordæðuskapar og brók þessi gaf af sér gullpeninga, það var hennar náttúra. En við verðum að fikra okkur enn lengra aftur i móðu og mistur ævintýra og lygi- sagna til að nálgast þann veru- leika sem við erum að upplifa i dag. Hann á sér engar aðrar hlið- stæður. Þaðer ofraun að skýra þá tið sem er áð renna upp með öörum hætti en segir frá i ævin- týrinu um tröllin og gulleggið, eða i heimsendislýsingu Völuspár: Sól tér sortna. Sigur fold i mar. Hverfa af himni heiðar stjörnur. Geisar eimi við aldurnara. Leikur hver hluti viö himin sjálfan. — Og fyrir þetta lofa menn Guð, þetta er þeirra verðskuldun fyrir drottni, likt og likþrái þeirra systra á Rein, uppétiö andilit og berar kjúkur. Þetta hafði drottinn af náð veitt þeim. Manni kemur helst til hugar að eitthvað jafn yfirskilvitlegt liggi að bakiþeim vilja og verkum sem menn láta hrinda sér úti, en tið- indi si'ðustu dag a varða ekki ein- göngu þá menn sem gefa sig ævintýrinu á vald, og hafa þegar skipaö sér i sjálfsmorðssveit Bandarikjahers. Það er verið að ofurselja alla þjóðina sömu örlögum jafnt Vestfiröinga sem aðra. Ef við ætlum hinsvegar okkur þá dul að horfa til fram- tiðar þá hefur það sýnt sig að svipmikill er sjávarafli i Keflavik og nábrókin ekki dugað sem skyldi. Þar hefur rikt neyðar ástand i atvinnumálum og menn virðast hafa litið lært og mæna enn til vallarmúranna og sem ég sit hér við ritvél mina vestur á Núpi heyri ég i þingfréttunum frumvarp frá Karli Steinari Guðnasyni þar sem hann hyggur bjargráö þeirra Suðurnesja- manna vera einhverskonar iðnaðarfrihöfn við völlinn. En vighreiðrið á Miðnesheiði hefur ekki bara leitt yfir okkur tortim- ingarhættu, hernám og hernáms- framkvæmdir röskuðu öllu byggðajafnvægi i landinu. Það er óhætt að benda þeim mönnum á það bæði hér vestra og eystra og vafalaust nyrðra lika aö ölmusufé Bandarikjastjórna, Marshall- hjálpin og aörar ölmusur sem al- menningi eru ekki kunnar af nöfnum, svo sem „hands across the ocean” og fleiri, voru tilræði viö margar byggðir i landinu. Hagtölur eru þvi til vitnis: mann- fjöldi á Vestfjörðum 1940 var 12953manns, árið 1950var sú tala dottin niður i 11.166. Það hafði fækkað um tæplega 18 hundruð manns á þessum tiu árum, menn streymdu aö sjálfsögðu suður til kjötkatlanna og vermdu sig við birtu og yl Sogsvirkjunar sem reyst var fyrir fé úr Marshall-að- stoð og ekki aö.undra þótt upp rekist ramakvein I Reykjavik þegar til stendur að veita fleiri landshlutum aðild að lands- virkjun. En það ber ekki allt uppá sama daginn, og eftir að Vestfirðir voru i sarum eftír stórfellda byggða,- röskun eftirstriðsáranna, ásamt fleiri’ byggðalögum, var hér komið á laggirnar öflugum at- vinnutækjum og hafin uppbygg- ing islenskra atvinnuvega og at- vinna hefur verið hér meiri en nóg á annan áratug. Þrátt fyrir þetta skólabókar- dæmi standa foringjar verk- amanna á Suðurnesjum enn við Vallarhliðið og rétta fram kjúk- urnar likt og þær likfráu systur frá Rein og lofa Guð. HÁKARL Koma Birgir og Pálmi fyrir Gunnar og Geir Raunir Sjálfstæðismanna eru með eindæmum um þessar mundir. Ber þar hæst lands- fundarskjálfta sem hrislast um flokkinn og veldur miklum skjálfta. Flokksapparat sem sjálfstæðismenn nefna miðstjórn ákvaö, sem kunnugt er á dög- unum, að fresta fyrirhugðum landsfundi fram á haust. 1 mið- stjórn eiga meöal annarra sæti nokkrir þingmenn flokksins, auk lykilmanna viða að af landinu og annarra toppa. Oft hefur verið undir hælinn lagt hvernig menn hafa mætt á þessa miöstjórnar- fundi, og ekki greiddu vetrar- hörkur hér á landi fyrir fundar- sókná dögunum. Það var ákveðiö að fresta landsfundi eftir miklar bollaleggingar. Raunar var búiö að taka ákvöröun um frestun áður, þvi þingmenn flokksins greiddu atkvæði um þetta áöur en tíl miöstjórnarfundar kom. Þing- mennimir vilduendilega að fund- inum yrði frestað, og segja fróðir menn aö þar hafi tvennt einkum haft áhrif. I fyrsta lagi geta þing menn ekki haft eins mikil áhrif á kjör landsfundarfulltrúa, ef fundurinn veröur i vor. Kosningar tillandsfundar hefðu þá hafist um þessar mundir, eöa i þann mund sem mikillannatimi er að hefjast á Alþingi, og þingmenn almennt mjög önnum kafnir. 1 öðru lagi mun það hafa ráöið miklu hjá þingmönnum, aö þeir halda að ástandiö i stjórnmálunum verði ekki eins gott i sumar og það er núna, eða meö öðrum orðum að það blási þá ekki eins i seglin fyrirGunnari Thoroddsen vara- formanni og nú. Þingmennirnir sem mikluráða um þessimál, eru ádegihverjum i baráttuviðrikis- stjórnina og þá um leið varafor- mannirm, og ræðst afstaða þeirra til landsfundar mikið af þvi. Ragnhildurog Jónas Það vakti athygli hversu hrein- skilinn Geir Hallgrimsson var þegar hann sagðist frekar hafa kosiö að landsfundurinn yrði I vor. Jafnframt sagöist hann ekki hafa treyst sér til aö ganga gegn vilja þingmanna i málinu. Geir sér auðvitað að ef fundurinn veröur haldinn i haust, minnka likurnar á þvi aö hann verði áfram formaður. Þessvegna vildi hann heldir vorfund. Um þetta voru þeir sammála formaðurinn og varaformaðurinn, en óneitan- lega er nú eftirminnilegra hvað Gunnar sagði um málið, en Geir, og munu margir muna svar hans um vordaga og veturnætur. 1 miðstjórninni sitja meðal ann- arra tveir einstaklingar sem mikið hafa látið að sér kveöa i innanflokksmálum. Jónas Haralz landsbankastjóri og Ragnhildur Helgadóttir fyrrerandi alþingis- maöur. Þau bæði vildu hafa vor- fund að þvi er kom fram i blöðum að miðstjórnarfundi loknum. Þau eru ekki i daglegu striði við doktor Gunnar Thoroddsen eins og þingmennirnir og jafnframt miklir fylgismenn Geirs Hall- grimssonar. Þessvegna vildu þau vorfund. Arftakar Geirs og Gunn- ars Bæði fyrir og eftir miðstjórnar- fundinn hafa sjálfstæöismenn i valdastöðum mikið stungið saman nefjum um hugsanlega eftirmennGunnarsog Geirs. Það virðast allir sammála, þótt þeir segi það kannski ekki upphátt, að langheppilegast væri ef flokkur- inn gæti fúndið annan formann fyrir Geir, og þá væri Gunnar jafnframt sjálfkrafa út úr mynd- inni. Á timabili i haust var mikið talað um Ingólf á Hellu, sem heppilegan bráðabirgöaformann. Hann kitlar að visu svolitið og langar I hnossiö að sögn, en einn stór galli er á þvi að hann veröi formaður. Það er að Ingólfur er ekki lengur þingmaður og hefði þvi höndina aldrei á hinum póli- tiska piilsi eins og formaöurinn þarf að hafa. Hann gæti að visu tekiö sæti i rikisstjórn sem flokkurinn myndaði, en þaö er mjög óliklegt aö hann yröi þá for- sætisráðherra. Þetta telja menn með góð pólitisk gleraugu stærsta ókosinn. Auk þess eru menn innan þingflokksins sem fyndist frek- lega fram hjá sér gengiö með þvi að Ingólfur yrði formaður Sjálf- stæðisflokksins. Þá er ekki nóg að kjósa bara nýjan formann, sem auk þess yrði utan þings. það þarf lika að kjósa nýjan varaformann. Það gæti allt eins orðið Gunnar Thor áfram við þessar kringumstæður. Birgir og Pálmi Góðir Sjálfstæðismenn i Reykjavik, sem vilja alveg ein- dregið að formaðurinn sé úr höfuöborginni, hafa velt fyrir sér möguleikanum á þvi að fá menn til að sameinast um Birgi Isleif Gunnarsson sem næsta formann flokksins. Þessir sömu menn eru raunsæir og hafa látið sér til hugar köma að meö þvi að fá Pálma Jónsson i varaformennsku myndi tvennt vinnast. Hluti af liði Gunnars Thor myndi sætta sig við þessa uppstillingu og lands- byggðarmenn myndu ekki telja fram hjá sér gengið. Stóri kostur- inn við kjör Birgis er talinn sá, að Geir myndi sætta sig við hann sem eftirmann, alveg eins og hann sætti sig við hann sem eftir- mann á borgarstjórastóli. Birgir er lika stöðugt að vinna á sem þingmaöur, enhannmá bara ekki vera svona sorgmæddur I framan þegar hann kemur i sjónvarp. Hákarl.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.