Helgarpósturinn - 24.04.1981, Page 17

Helgarpósturinn - 24.04.1981, Page 17
17 _he/garpásturinrL. Föstudagur 24. apríl 1981 Sálmur fyrir sjónvarp Sjónvarp annan í páskum Eyvindur Erlendsson: Óöurinn um afa Ljóð i lifandi myndum Ekki veit ég hvoru Eyvindur Erlendsson hefur fremur ætlað að lýsa með ljóði og myndverki sinu um afa, sem sjónvarpið sýndi á annan i páskum: undanhaldi náttúrlegra lifs- hátta í þessu landi eða tilfinn- ingu sinni gagnvart forgengi- leika alls sem er, fánýti mann- legrar viöleitni, dauðanum sjálfum. Ég held mig misminni lega sjónvarpsverks. Þegar ég fór að hugleiöa þaö fannst mér ég skynja einhverja togstreitu á milli hins trúarlega existential- isma sálmaskáldsins og ákveöinna nýrómantiskra hug- mynda um félagslega hollustu- hætti, sem gamlir sveitapiltar i rithöfundastétt hafa verið ósparir á að halda að lesendum sinum slðustu áratugi. Kannski er sú tilfinning, þó byggð á mis- skilningi einum eða jafnvel áhuga á að leita uppi galla; kannski er Eyvindur ekkert að tefla óspilltri sveitinni gegn borgarsamfélaginu, enda getur Sjónvarp eftir Jón Viðar Jónsson ekki aö Eyvindur hafi aldrei nefnt dauðann á nafn I ljóölestri sinum, enda gerðist þess tæp- lega þörf; eyöingin mikla sem allt ber ofurliði er hvarvetna nálæg i myndum hans. I upphafi verksins er lesiö úr bibliutexta, sem hlýtur aö hafa verið einhver af Davíössálmum, og er þar meö slegið á streng sem hljómar myndina i gegn, um að mikil sé dýrö Drottins og mannlegt lif andgustur einn. Eyvindur Erlendsson er liklega einn þeirra sem aldrei hafa gengiö af barnatrúnni til fulls og það jafnvel þótt hann hafi setið við visdómsbrunna austur I Rússíá; kannski er raunar fátt betur fallið til aö hlúa að göml- um trúarneista en náin kynni af guðsafneitun járnharðrar efnis- hyggju. Þess verður ekki freistaö hér að upplýsa menn hverjir séu kostir og gallar þessa persónu- starf i borg varla verið 'neitt verri iðja en sveitastörf í veröld þar sem allt er hvorteðer hégómi og eftirsókn eftir vindi. Augsýnilega reynir Eyvindur að gæða orð sin og myndir nokk- urri margræðni, þannig mega menn trúlega ráða þvi hvort þeir lita á soninn dularfulla, sem birtist i bleikur yfirlitum á glæstri bifreið, sem fulltrúa sálarlausrar nytsemishyggju eöa þess valds sem alla sækir heim að lokum. Sé þessu verki ætlað aö boða mönnum einhver sannindi imynda ég mér að þau séu auðmýkt, trúmennska og ótta- blandin lotning gagnvart þvi almætti sem rikir yfir lifi voru og dauða. Liklega verður alls- nægtakynslóðin á fátt þarfara minnt en tilvist þeirra og hafi Eyvindur Erlendsson þökk fyrir það. JVJ Úr myndinni Elskan min eftir Charlotte Dubreuil, gest frönsku kvik- myndavikunnar. Hátíö í Regnboganum: árás imyndaðs óvinar. Þetta er mjög falleg mynd um fánýti mannlifsins. Heimþrá (Coup de Sirocco) fjallar um svonefnda svartfætl- inga, en svo eru þeir Frakkar kallaöir, sem bjuggu i Alsir, áöur en landiö var sjálfstætt. Myndin gerist fyrir sjálfstæðið og segir frá Narboni fjölskyldunni, sem lifir rólegu og áhyggjulausu lifi. Hins vegar eru teikn á lofti um sjálfstæði landsins og brátt kemur að þvi að fjölskyldan þarf ao tiytja úr landi til Frakklands, sem hún litur næstum á sem framandi land. Leikstjóri er Alexandre Arcady. Réne Gainville heitir leikstjóri Meðeigandans (L'associé), þar sem segir frá kaupsýslumanni, sem gengur ekki allt of vel. Hann býr sér þvi til imyndaöan meðeig- anda, Herra Davis, sem á siðan mikilli velgengni að fagna. Með- eigandinn er gamanmynd i létt- Sjö franskar næstu vikuna Frönsk kvikmyndavika hefst I Regnboganum á morgun, laugar- dag, og stendur til sunnudagsins 3. mai. Það er Franska sendiráðiö í Reykjavik, sem stendur fyrir þessum viöburði, og mun þetta vera i fjórða sinn, sem slikt er gert. Alls veröa sýndar sjö myndir og eru flestar þeirra frá árinu 1979, en aðrar eitthvaö eldri. Þótt ekki sé þar að finna myndir eftir stærstu nöfnin i franskri kvik- myndagerö I dag, ætti kvik- myndavikan að gefa einhverja mynd af þvi, sem þar er að ger- ast. Auk þess hefur val myndanna miðast við þaö að gefa sem breið- asta mynd af franskri kvik- myndagerð. Þaö vekur athygli, að af sjö leikstjórum, eru tvær konur, sem eru tiltölulega ungar i þessari listgrein. Þær eru Patricia Moraz og Charlotte Dubreuil. Sú siðar- nefnda verður einnig sérstakur gestur hátíðarinnar, þar sem hún mun kynna mynd sina Elskan min (Ma chérie). Elskan mín fjallar um móður og dóttur og samband þeirra sem rofnar eftir 17 ár. Dóttirin Sara fer sina eigin leiö, en móöirin Jeanne finnur loks sjálfa sig. Kvikmynd Patriciu Moraz heitir Horfin slóð (Le Chemin perdu) og segir þar frá ungri stúlku, Cécile, sem flöktir á milli tveggja heima, þess, sem afi hennar, og eldheitur baráttu- maður fyrir sósialisma lifir i, og þess, sem foreldrar hennar lifa I. Hún hittir siöan ungan pilt, sem veldur breytingum I lifi hennar. Eyðimörk tartaranna (Le Désert des Tartares) heitir mynd eftir leikstjórann Valerio Zurlini, og gerö er eftir samnefndri skáld- sögu italska rithöfundarins Dino Buzati. Hún fjallar um afskekkt landamæravirkni og mennina, sem þar dvelja I eilifri bið eftir um dúr, eins og Frakkar einir geta gert. Loks eru svo tvær sakamála- myndir. Onnur þeirra, Tveir menn (Deux hommes dans la ville)gerö af leikstjóranum José Giovanni, er dæmigeröur franskur krimmi, þar sem allt er á fullu. Hún segir frá Ginó, sem losnar úr fangelsi og ákveður aö taka upp reglubundiö liferni, en gengur kannski ekki sem skyldi, þvi lögregluforinginn, sem hand- tók hann hér áöur fyrr, er alltaf að angra hann. Hin sakamálamyndin heitir Beislið (Le Mors aux Dents) og fjallar um pólitikusa, sem reyna að hafa peninga með svindli út úr veðhlaupakeppni. En það fer ekki eins og til stóð. Leikstjóri Beisiis- ins er Laurent Heynemann. Þaö ættu þvi allir aö finna eitt- hvaö við sitt hæfi á Frönsku kvik- myndavikunni. Margt er undrið Karel og André Það er mikill tryllingur i blaðaútgáfunni kringum páska og margt fer úr skoröum. Um leið hellast stórvirkin yfir. Það er rétt hægt að minnast þakk- samlega á Tékkann Karel Snee- berger, sem lék fiðlukonsert Þorbjörns Lundquist með Sin- fóniuhljómsveitinni 9. apríl. Þetta þriggja ára gamla sænska verk var grunsamlega áheyri- legt og sjálfsagt spillti þessi fulltrúi einnar samþjöppuðustu músikþjóöar i heimi ekki fyrir þvi. Það heföi lika verið ástæöa til að gapa svolitiö útaf franska organmeistaranum André Isoir frá Saint German des Prés i Paris, sem hélt slna siðustu tón- Dýrð i hæstum hæðum. A hinum glöðu miðöldum, þegar evrópskur almúgi kunni ekki enn að syngja á bók, var hann samt mun virkari i guös- þjónustunni en siðar. Kirkjan var stundum nokkurskonar al- þýðuleikhús. M.a. voru stórat- burðir guðspjallanna leiknir og sungnir með mikilli þátttöku safnaöarins, og þótti gaman aö, jafnvel þótt enginn væri I þeim bardaginn. Þetta lagöist auðvitað af i hinni drungalegu lútersku, sem hefti allt sjálfræði almúgans enn meir en áður. Listamenn I þjónustu hennar fundu þó smám saman leiöir til aö vinna uppá- við úr þessari gömlu hefð mó- tettur, kórala, kantötur, óra- tóriur, passiur og messur. Og snemma á 18. öld er hátind- leika I Kirkju Krists Konungs i Landakoti 8. april. Það virðist einu gilda, hvort sá maöur fer með J.S. Bach og Couperin eða hálfgert 19. aldar popp. Allt veröur nýstárlegt og spennandi undan höndum hans og fótum. Hann haföi eölilega átt i nokkr- um brösum viö orgelið i Landa- koti, enda mun þaö vera slomp- að af ryki. En svo ku standa á þvi, aö fyrir svosem tveim árum var kirkjan máluð innan með tilheyrandi undirbúningsvinnu, skrapi og sparsli. Það átti auð- vitað að breiða yfir hljóðfærið á meðan, en þaö var vist bara breitt yfir nótnaboröin en ekki pipurnar! Og þær eru óryk- sognar enn — enda ekkert áhlaupaverk. unum náö með Bach og Hándel, sem báðir fæddust árið 1695 I saxneskum smábæ, en tróðu ólikan stig að sama marki. Hándel varö heimsmaður og giftist ekki einu sinni. Hann fór ungur til Italiu og helgaöi sig óperusmiöi. 1712 réðst hann i þjónustu hins þýskættaða kon- ungs i Lundúnum og vann næstu 20 ár einkum að þvi að semja óteljandi italskar óperur, sem þá voru reyndar að komast úr tisku, enda flestar gleymdar. Þá snéri hann sér að þvi að semja oratóriur, sem e.t.v. mætti kalla veraldlega helgi- söngleiki eöa trúarlegar óperur. Og þar náöi hann sér verulega á strik. Frægust þeirra er Messias, en önnur Júdas Makkabeus. Hándel naut þess, að I Englandi hafði safnaðar- söngur ætið lifað góðu lifi, enda hélt enska biskupakirkjan mörgu góöu eftir frá þeirri kat- ólsku. Kór Langholtskirkju (um 60 manns) flutti Messias meö ágætum I Fossvogskirkju og var stjórnandanum Jóni Stefáns- syni til mikils sóma. Það var nýstárlegt aö meðtaka allan þennan fögnuö i þessu sorgar- innar húsi, og maður gleymdi jafnvel að angrast yfir hinni herfilegu altaristöflu. Þetta sannaöi svo ekki veröur um villst, að þaö þarf ekki neinn risakór til aö flytja Messias svo aö vel fari. Einsöngvararnir héldu naumast i við kórinn, þótt þau gerðu allt vel, Elin Sigur- vinsdóttir, Rut L. Magnússon og Haildór Vilhelmsson. Garöar Cortes var veikur þetta sinn, en Jón Þorsteinssonhljóp i skaröið fyrirvaralitiö, og virtist þess gæta nokkuð. Ég læt ekki af að gagnrýna prógrömm. Fyrir sagnfræöina eða tónlistarsöguna er slæmt, aö hvorki skuli á þvi standa, hvaöa kór er um að ræða né einu sinni ártalið, þegar flutningur- inn á sér stað. Fyrir augnablikið hefði veriö heppilegra, að það væri þriðjungi stærra og enski textinn haföur meö. Það er ótrú- legur munur fyrir suma, aö geta þannig fylgst með framvindu mála og hverju orði, sem sungiö er. En þau heyrast jú misvel i söng. Ekki kann ég viö þann inn- flutta siö okkar áheyrenda aö standa upp fyrir Hellelúja-kórn- um, þótt hann sé eitt af dýrlegri sköpunarverkum I samanlagöri heimsmúsikinni. Þessi siður spratt snemma upp hjá Eng- lendingum, og það er eðlilegt, aö þeir haldi honum, þvi verkið er jú upphaflega samiö handa þeim. En við mættum eins Barnaleikrit í Breiðholtsleikhúsi: ,,Segðu pang!!" „Segðu pang!!" er nýtt islenskt barnaleikrit, sem Breiðholtsleik- húsið frumsýnir i Fellaskóla á sumardaginn fyrsta. „Þetta er innlegg I umræðuna eftir barnaárið um menningu fyr- ir börn og framboð á henni. Von okkar cr sú, að leikritið muni vekja frekari umræðu um þettai ekki aðeins meðal fulloröinna, heldur lika meðal barna”, segir leikstjórinn, Jakob Jónsson, I samtali við Helgarpóstinn. Leikendur eru aðeins tveir, Þröstur Guðbjartsson og Þórunn Pálsdóttir, en tónlist og söngtext- ar eru eftir Matthias Kristiansen. Leikmyndin er á ábyrgð alls hópsins, en nafn höfundarins er leyndarmál . „Segöu pang!!” fjallar um tvö börn, strák og stelpu, sem upp- götva ýmislegt sem i kringum þau er með þvi aö bregða sér i ýmsa leiki. Eitt af þvi sem þau lifa sig inn i eru sjónvarpsmynd- ir, þá einkum ofbeldi i þeim, og má reikna með þvi að þar komi pangið viö sögu. „Það er ekki verið aö beina spjótum að einum eöa neinum. Þetta verður vonandi létt og skemmtilegt, en á að vekja menn til umhugsunar”, segir Jakob Jónsson leikstjóri þessa annars verkefnis Breiðholtsleikhússins. ÞG Gróska hjá Jazzvakningu: íslenskir og erlendir jassistar á jasshátíö Jazzvakning gerir það ekki endasleppt viö jassáhugamenn. Fyrir skömmu stóð þessi klúbbur jassáhugafólks fyrir þvl að fá hingaö snillinginn Clark Terry og stórbandiö hans. Næst á dagskrá er jasshátið, sem stendur dagana 27. april til 3. mai. Þaö verður hljómsveit sænska trommuleikarans Fredriks Norén, sem opnar hátíöina aö Lækjarhvammi, Hótel Sögu, en lesendur sænsku músikblaöanna Orkester Journalen og Tonfallet kusu hana bestu jasshljómsveit ársins 1980. Meðleikarar Noréns eru allt ungir menn, tenórsaxó- fónleikarinn Stefan Isaksson, baryntonesaxófónleikarinn Hans-Peter Anderson, pianistinn Ulf Sandberg og bassaleikarinn Hans Larsson. Meirihluti tónlistar þeirra félaga er frumsaminn, en hún er af þeirri gerðinni, sem jassmenn kalla „poppaðan jass”. Föstudagskvöldiö 1. mai veröur bandarlski trompetleikarinn Ted Deniel söluleiðis á Sögu, en hann hefur haldiö tónleika viða um heim og leikiö inn á fjölda hljóm- plata. Að þessu sinni leikur hann meö Askeli Mássyni tónskáldi og slagverksmeistara og einnig þeim Kristjáni Magnússyni pianóleikara, Reyni Sigurössyni vibrafónleikara, Árna Scheving bassaleikara og Alfreð A Alfreössyni trommuleikara. Uý

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.