Helgarpósturinn - 24.04.1981, Page 24
hnljarpnczt, ,rinn Föstudagur 24. april 1981
Flugleiðir geta nú boðið sérstök far-
gjöld, sem háð eru ákveðnum reglum um
farpöntun, greiðslu og ferðatíma. Far-
gjöld þessi eru tiltölulega ódýrustu
gjöldin, sem boðin verða í sumar.
Apex fargjöldin gilda alla daga nema
laugardaga og sunnudaga. Þau koma sér
mjög vel fyrir þá sem geta gengið frá
fastmótaðri ferðaáætlun með frágeng-
inni farpöntun og greiðslu a.m.k. 14
dögum fyrir brottför. Apex til eftirfarandi
borga kosta, sem hér segir:
Til Kaupm.hafnar kr. 2.539,-
Til Osló 2.316,-
Til Stokkhólms 2.896,-
Til Glasgow 1.892.-
Til London 2.189-
Til New York 3.830.-
Til Chicago 4.096.-
Til Luxemborgar 2.055,-
Apex fargjöldin gilda um ferðir báðar
leiðir. Flugvallarskattur er ekki innifal-
inn. Gjöldin eru háð samþykki stjórn-
valda og gengi íslensku krónunnar.
Apex fargjöldin eru einföld leið til að
halda niðri ferðakostnaði fyrir einstakl-
inga og hópa.
Starfsfólk Flugleiða, söluskrifstofur,
umboðsmenn og ferðaskrifstofur gefa
allar nánari upplýsingar um skilmála
Apex fargjaldanna.
FLUGLEIDIR
Traust fólkhja goöu felagi
• Við heyrum á framámönnum
i verslunar- og viðskiptalifinu, að
þeir biði spenntir eftir þvi að sjá
hvernig stjórnvöld bregðist við á
fridsgi verslunarmanna, 1. mai
et' ír rétta viku en á þeim
droltinsdegi rennur út verðstöðv-
unin sem nú gildir. Raunar túlka
þessir aðilar lögin þannig, að á
þessum degi renni út lögin um
veröstöðvun sem gilt hafa allar
götur frá þvi um 1970, eða i ára-
tug, og muni ýmsir vera tilbúnir
að láta á það reyna hvort verðlag
verði þar meö orðið frjálst i land-
inu. Geta menn þvi allt eins búiö
sig undir verðsprengingu nema
rikisstjórnin gripi i taumana fyrir
þennan tima og framlengi verð-
stöðvunina, sem auðvitað er lang-
liklegast....
• Meira úr viðskiptalifinu.
Kristinn Finnbogason, allsráö-'
andi hjá íscargó er nú erlendis i
óöa önn að ganga frá leigu á far-
kosti til að halda uppi Amster-
damferöum félagsins i sumar og
til aö ganga frá öðrum nauösyn-
legum undirbúningi fyrir þetta
farþegaflug. Menn á hans vegum
munu lika þessa dagana óspart
bera viurnar i gamalreynda flug-
menn og flugstjóra hjá Flugleið-
um til aö fá þá til að stýra nýju
leiguflugvelinni, þegar áætlunar-
flugið til Amsterdam byrjar með
vorinu...
• Kristinn Finnbogason kemur
einnig vfðar við sögu um þessar
mundir. Þaö er fullyrt i okkar
eyru aö hann hafi nýverið fest
kaup á húsnæöi Sælgætisgerðar-
innar Freyju við Lindargötu.
Þetta er töluvert mikiö hús en
hvort Kristinn hefur hugsaö sér
að flytja þangað skrifstofuhald og 1
afgreiðslu íscargó eða nota á ein- 1
hvern annan hátt, getum við ekki 1
upplýst...
• Fleiri aðilar hafa staðið i
husakaupum nýverið. Til að
mynda höfum við sannfrétt að
Hekla sé búin að selja húsnæði P.
Stefánssonar við Hverfisgötuna
og kaupandinn sé Hljómtækja-
deild Karnabæjar, sem þeir
stjórna nú eftir skiptin á Karna-
bæ Pétur Björnsson og Bjarni
Stefánsson....
• Alltaf öðru hverju freista Is-
lendingar gæfunnar erlendis á
ýmsum sviðum en oftast með
misjöfnum árangri. Systurnar
Linda Walker og Janis Carol
gerðu hér garöinn frægan fyrir
nokkrum árum sem dægurlaga-
söngkonur en héldu siðan til Bret-
lands i leit að ævintýrum og aukn-
um tækifærum. Þeim hefur vegn-
að bærilega og eru núna i hópi
kórstúlkna i hinni frægu sýningu i
London á söngleiknum Evitu og
þykir það töluverður heiður i
þeirri hörðu samkeppni sem er
meðal skemmtikrafta i þessari
heimsborg leikhússlifsins.... .
• "Það vill oft veröa með mann-
skepnuna á vorin eitis og kýrnar.
Hún kann sér ekki læti og sést
ekki fyrir, þegar hún sleppur út i
góða veðrið i fyrsta sinn eftir
langan og strangan vetur. Þaö
fengu þeir læknar að finna, sem
voru á slysavakt á Brogarspital-
anum um páskana. Það var met-
helgi hjá þeim, aðsóknin gifurleg,
og mest var um þaö sem þeir
kalla sin á milli „góðviðrisslys”,
Flestir hinna slösuðu voru skiöa-
menn, hestamenn og hjólreiða-
menn, og talsvert mörgum hafði
tekist að slasa sig heima undir
húsvegg, viö fyrstu garöyrkju-
störf vorsins....
® Það eru ekki aðeins sjúkling-
arnir á Slysavarðstofunni sem
eru illa á sig komnir, þvi starfs-
fólkið þar — aðallega hjúkrunar-
konurnar — er orðið langþreytt á
likama og sál vegna of mikils
vinnuálags við bágbornar að-
stæður. Og afleiðing þessa er sú,
aö nú hafa samkvæmt heimildum
12 hjúkrunarkonur þar, sagt upp
störfum. Það verður fróðlegt að
fylgjast með þvi, hvernig gengur
að fylla upp I þær stööur sem
losna, þvi hjúkrunarfólk mun allt
annað en áhugasamt um að dæma
sig til amsturs og erils á slysa-
deildinni, þar sem deildin er
undirmönnuð og aðstæður ekki
alltof beysnar þrátt fyrir nýtt og
betrumbætt húsnæði....
• Það eru eflaust fáir sem gera
sér grein fyrir þeim upphæðum
sem einstakar deildir iþrótta-
félaganna velta á miili handanna
á ári hverju. Stærsti útgjalda-
liðurinn liggur i launum þjálfara
og einnig eru sum liðin farin að
umbuna leikmönnum með fjár-
styrkjum, s.s. bilastyrkjum,
greiðslu húsaleigu. svo ekki sé
minnstá riflega lánafyrirgreiðslu
á bestu kjörum. Mánaðarlaun
þjálfara i 1. deildinni i handbolta
á liðnum vetri voru mjög mishá
eftir félögum, en austantjalds-
þjálfararnir tveir, — Bogdan hinn
pólski hjá Vikingi og Rússinn hjá
Val — munu hafa verið þeir
launaHæstu. Areiðanlegar heim-
, ildir spgja laun þeirra fyrir, 10
mánaða stopula vinnu hafi verið
12-16 milljónir króna, auk þess
sem ýmis önnur útgjöld fylgdu.
Þessi upphæð mun sist of hátt
talin, en sá innlendi þjálfari sem
talin er komst næst þessum
launum, en Olafur Jónsson hjá
Þrótti, sem jafnframt þjálfun
lék einnig með liði Þróttar. Meira
að segja þriðju deildarlið i hand-
boltanum eins og tam. Stjarnan i
Garðabæ veltu um 25 milljónum á
þessu keppnistimabili og stærsti
hluturinn fer i þjálfaralaun. Segi
menn svo að peningar séu ekki
með I spilinu, þegar iþróttir eru
annars vegar....
• Forkólfar ferðaskrifstofanna
naga sig mjög i handarbökin
þessa dagana. Astæðan? Jú, nú er
orðið eða alveg að verða uppselt i
allar þær sumarleyfisferðir sem
boðið er upp á. Siðastliðin tvö ár
hefui- nefnilega veriö talsverður
samdráttur i ferðum landans til
sólarlanda og fátt benti til þess að
nein breyting yrði á þeirri þróun
nú i sumar. Ferðaskrifstofurnar
ákváðu þvi að draga saman
seglin og bjóða i sumar uppá
færri ferðir en oft áður. Hinn
harði vetur og sparsemi ferða -
langa siðustu tvö sumur, hefur
hins vegar orðið til þess að nú
vilja allir til útlanda i sól og
sumaryl, en þá er bara framboð
af ferðum minna en oft áður. Það
er oft erfitt að spá i framtiðina,
kannski sérstaklega i ferða-
mannabransanum og þvi hafa
islensku ferðaskrifstofurnar
fundið áþreifanlega fyrir. Aður
höfðu þeir nóg af ferðum en of fáa
kúnna, en nú vantar fleiri ferðir
en nóg er af viðskiptavinunum.
Leita nú ferðaskrifstofurnar ráða
til að fjölga ferðunum. en það er
erfitt þvi samningar við erlenda
aðila eru jafnan gerðir með
löngum fyrirvara. Já, það er
vandlifað i henni veröld....