Helgarpósturinn - 15.05.1981, Side 9
9
hn/rjFirpn'Z+1 irinn Föstudagur 15. maí 1981
Uppgjör á fardögum
Nú fer heldur aö styttast í far-
daga, aö minnsta kosti hér á
heimilinu, þvi þeir veröa hálf-
um mánuöi fyrr en annars. Auö-
vitaö er gaman aö komast i nýtt
umhverfi, en samt kviöi ég
hræöilega fyrir flutningunum,
eöa kannski öllu heldur um-
stanginu sem þeim fylgja. Þaö
þarf aö pakka og ganga frá. Þaö
þarf aö þrifa og henda. — Mér
þótti þetta nú ekki mikiö verk á
leigjandatimabilinu. Þá lék ég
mér aö þvi aö pakka niöur, heföi
getaö gert þaö meö bundiö fyrir
augun og aöra hendina fasta á
bakinu. Haföi varla fyrir þvi aö
fleygja kössunum eöa tæma þá,
þvi flestir vita eflaust hvernig
leigustandi er háttaö. Undan-
tekning ef maöur er lengur en
áriö á sama staö. En nú er ég
búin aö sitja i þrjú ár hérna i
Vesturbænum og er fariö aö
förlast, finnst jafnvel ráölegast
aö byrja strax.
Þaö er hreint alveg ótrúlegt,
hvilik kynstrin öll safnast aö
manni af drasli. Varla aö maöur
hendi reiöur á hvaöan þetta
kemur allt, en þaö hleöst upp
allstaöar þar sem þaö getur og
skolli viöa þar sem þaö getur
ekki. Svo á ég lika ákaflega bágt
meö aö henda nokkru — likast
til er þaö meiniö. Ég á til dæmis
glæsilegt safn af munum sem
einhvern timann brotnuöu og
stóö til aö lima aftur viö tæki-
færi — þaö tækifæri er ekki
komiö enn og kemur visast
aldrei. Sömuleiöis hef ég hreint
alveg makalaust dálæti á tóm-
um jógúrtdollum, skyrboxum,
mæjónesdósum og glerkrukkum
— þeim siöasttöldu safna ég af
rótgróinni sannfæringu minni
aö ég gefi mér tima til aö sulta
þetta áriö. Sem ég svo auövitaö
aldrei nokkurn tima geri. Til-
finningasýkin er stór þáttur i
þessu söfnunareðli mínu. Mér er
lifsins ómögulegt að henda
gömlum bréfum, barnafötum,
barnamyndum (ég gæti fyllt
Kjarvalsstaöi alla ef svo bæri
undir), lélegum ljóöum og leik-
húsprógrömmum. Onýtu fötin
má eflaust nýta til einhvers —
sauma uppúr þeim, rekja upp
peysurnar og prjóna nýjar,
jafnvel búa til tuskumottur úr
þvi, sem ekki er viöbjargandi.
Það má heldur ekki henda
gömlum reikningum og kvittun-
um —hvað nú, ef rafveitan færi
aö krefja mig um afnotagjaldiö
sem ég greiddi I mai 1978? Viss-
ara aö hafa svoleiöis pappira á
hreinu. Svo á ég eftir aö yfirfara
stóra bunkann af dönsku blöö-
unum og klippa út uppskriftir
(sem ég auðvitað aldrei nota
þvi þaö er svo miklu auöveldara
aö gera eitthvaö sem maöur
kann, ekki slst þegar timinn er
naumur) — ekki get ég hent
honum. Ég get heldur ekki
fleygt þvi ómælda magni af
uppköstum og hugmyndum og
svoleiöis nokkru, sem eykst og
margfaldast ár frá ári og sem
ég get kannski einhvern tlmann
notað eöa unniö úr. Kemur ekki
til mála. Eöa þá öllu dularfulla
dótinu sem safnast saman I
verkfæraskúffunni minni.
Hugsanlega kemst ég aö þvi
einn góöan veöurdag hvaö þaö
er, finn jafnvel einhver not fyrir
þaö. Raunar hef ég beiska
reynslu af aö henda þess háttar
hlutum. Um leið og þeir eru
komnir 1 ruslatunnuna þarf
maöur á þeim aö halda. Tökum
sem dæmi gluggakrækjuna sem
ég flutti samviskusamlega meö
mér I fimm ár eöa svo. Af ein-
tómri fiflsku lét ég telja mig á
aö fleygja henni þegar ég flutti
hingaö — og viti menn? Fyrsta
sem ég rak augun I þegar ég bar
inn kassana var aö þaö vantaöi
gluggakrækju.
Fötin okkar eru svo kafli útaf
fyrir sig. Peysurnar sem maöur
aldrei notar. Yfirhafnir sem
ættu helst heima á forngripa-
safni en gætu komist i tisku eftir
fimmtiu ár eöa svo. Pils sem
alltaf á aö lita. Gegnsæjar
blússur, sem enginn gengur i.
Hattar sem ég renni ekki einu
sinni grun I hver átti og skildi
hér eftir. Stakir vettlingar. Og
svo auðvitaö félag einstæöra
sokka, sem hefur hér höfuö-
stöövar sfnar. — Þaö er merki-
leg staöreynd, aö sokkar eru i
eöli sinu einelskir. Þeir hafa
megnustu óbeit á öörum sam-
stæöum sokkum og allt frá þvi
aö haftiö sem tengir þá i
versluninni er rofiö, leitast þeir
viö aö lifa sjálfstæöu og óháöu
lifi. Þeir.sem best tekst til ,veröa
stakir þegar á fyrsta eöa öörum
degi. Aörir nota tækifærið og
losa sig viö félaga sinn I fyrsta
þvotti. Ég veit auövitað, aö
þvottavélar eru hannaöar sér-
lega til aö þjóna þessum hvötum
sokkanna — reyni ekki einu
sinni að i'mynda mér ástæðuna
fyrirþvi, nema ef vera skyldi að
siamstarf væri meö sokka-
framleiöendum og þvottavéla-
verksmiðjum. Sumir hafa hald-
ið þvi fram i min eyru, að það
væri innbyggð „sokkaæta” i
hverri vél sem rifi i sig sokkana
um leið og þeir kæmu i vélina.
Ég visa þvi eindregið á bug,
sem og kenningunni um strætis-
vagnaætuna hér á nesinu, sem
gleypir heila og hálfa strætis-
vagna I vitlausum veðrum á
veturna. Slikt fær ekki staöist.
Ef málinu væri þannig háttaö,
kæmu aldrei neinir strætis-
vagnar af nesinu aftur og eng-
inn sokkur úr þvottavél.
Fremur hallast ég aö kenning-
unni um aö sérstökum „sokka-
leysi” sé bætt I þvottaefni og aö
þaö efni veröi aöeins virkt i
snertingu viö sokka. — Hvað
sem þessu liöur er þaö staö-
reynd, aö þó maöur stingi tveim
sokkum i sömu þvottavél,
kemur bara einn út aftur. Og af
þvl aö ég trúi ekki ööru en aö
hinn sokkurinn birtist siöar,
geymi ég einstæöu sokkana.
Endalaust, þvi ef ég hendi ein-
um þeirra kemur mótparturinn
skömmu siöar i leitirnar. Og
gerist félagi I einstæöum sokk-
um.
Meö reglulegu millibili er svo
haldinn aðalfundur I félaginu.
Þaö gerist, þegar ég hef
ómældan tima og drjúgan skerf
af þolinmæöi, þvi þetta er tima-
frekur fundur. Fyrst eru sokk-
arnir flokkaöir i tvennt, ullar-
sokka og annars efnis, siöan
éftir litum og stæröum, svo
mynstri og loks er reynt aö Ieiöa
þá saman, para þá og rúlla þeim
upp, svo þeir geti fariö aftur á
flakk i næsta þvotti og aftur i
félagiö... — Ég er annars aö
hugsa um aö leysa upp þetta
ágæta félag núna i flutningun-
um, senda þaö nánar tiltekiö i
heild sinni á haugana. Meö
sultukrukkunum, jógúrtdollun-
um, gömlu reikningunum, ónýtu
barnafötunum, brotnu styttun-
um, hankalausu bollunum,
trosnuöu tuskumottunum,
götóttu stigvélunum og öllu
hinu. ...Ef ég þá timi þvi...
Heimir Pálsson Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. AAatthías-
dóttir Páll Heiðar Jónsson — Sigurður A. AAagnússon — Þráinn Bertelsson
Hringborðið
I dag skrifar AAagnea J. AAatthiasdóttir
Fræðigreinaflód
UR HEIMI VISINDANNA
Umsjón: Þór Jakobsson.
„... margir visindamenn sjá fyrir kaffæringar og drukknun. ef ekki
veröur unnt aö sporna við og taka upp nýja siöi”
1 þessum þáttum „úr heimi vis-
indanna” er ekki úr vegi aö minn-
ast litillega á mikilvægan þátt úr
heimi visindamannanna sjálfra:
fræöigreinaflóöiö. 1 rabbi minu i
vetur hef ég nánast af handahófi
valiö mér frásagnarefni úr ýms-
um áttum og þannig gæti maöur
haldiö lengi áfram aö glefsa i
þekkingarforöa visindanna, bita
héöan og þaöan sér til gagns og
gamans. Af nógu er aö taka.
En hafa skal hugfast, aö hér er
um smámola aö ræöa, slitrótta
skammta úr undramiklum feng.
Fengurinn er þekkingin sem vis-
indamenn hafa aflaö meö hugviti
sinu og eljusemi. Forvitni sam-
fara ánægju af glimu viö gáturn-
ar eru leiöarstjörnur sannra vis-
indamanna. Draumurinn um
fenginn heillar, en gæfumunurinn
gerir aö þeir hafa áhuga óg sjálfs-
aga til aö leggja á sig langa leit.
Stundum er leitin þreytandi og
frek á tfmann, mánuðir liöa og ár
við tilraunir, úrvinnslu, útreikn-
inga og samningu, ófá spor eru
stigin og öll I sama tilgangi, en
þess i m illi er setið á rassinum lon
og don við heilabrot og skriftir.
Þaö gefur aö skilja aö yfir-
boröskennd lýsing á einstaka
staöreynd eða áhugaveröri niöur-
stööu úr heimi visindanna er
harla rýr kynning á vinnubrögö-
um og hugsunarhætti visinda-
mannsins. Oft og tiðum eru jafn-
vel niöurstööurnar sjálfar á tákn-
máli sérfræöinnar og illþýöanleg-
ar yfir á mælt mál. Engu aö siöur
er áreiöanleg fréttaþjónusta hjá
framvaröarsveitum þekkingar-
innar nauösynleg, svo aö heims-
mynd mannkynsins veröi sifellt
sannari.
Nálaraugað
Lokafrágangur á niöurstööum i
visindum felst langoftast I
birtingu ritgeröar i visindalegu
timariti. Bestu timaritin gera
strangar kröfur til efnis. Grein
sem berst ritstjóra sliks timarits
er alls ekki komin á leiöarenda,
þótt höfundur hennar telji hana
fleyga. Hún veröur aö sjá náö fyr-
ir augum dómnefndar, sem rit-
stjóri ráögast viö. Afrit af hand-
ritinu er sent dómnefndarmönn-
um, sem eru sérfræöingar i viö-
fangsefninu. Nöfnum þeirra er
haldiö leyndum. Ritstjóri einn
veit.
Nokkrar vikur liöa og dómurinn
fellur. Nákvæmar, nánast
nánasarlegar, athugasemdir ber-
ast höfundi frá dómurunum.
Handritiö hefur veriö gegnum-
lýst, stundum er sem þaö hafi
verið lesið af mun meiri gaum-
gæfni en þaö haföi veriö skrifaö.
Stundum er greinin talin birt-
ingarhæf með smávegis breyting-
um eða minni háttar viðbótum.
Að öörum kosti er höfundi sagt aö
bæta um betur og reyna siöan á
ný. Stundum er honum jafnvel
engin miskunn sýnd: nei takk,
hér færöu skrifiö til baka þú ert á
villigötum, vinurinn, samanber,
þetta og samanber hitt. Algengt
er aö heilt ár liöi frá fyrstu send-
ingu handrits og þar til hin lang-
þráða útkoma á endurbættri rit-
smiö á sér staö.
Góö timarit reyna sem sagt aö
sia burt ófrumlegt eöa illa unniö
efni. Þetta er ærinn starfi, þvl aö
visindamenn leggja metnaö sinn i
aö koma sem fyrst á framfæri
niöurstööum sinum. Visinda-
mönnum fjölgar og raunar tima-
ritum lika. Ekki bætir úr skák, aö
langur listi frumsaminna tima-
ritsgreina hefur til skamms tima
þótt visbending um elju fræöi-
mannsins og góö meömæli, þegar
sótt er um háskólastöður og vis-
indastörf viö aörar stofnanir.
Menn keppast viö aö lengja rit-
skrána til aö standa betur aö vigi.
Fræðigreinar á færi-
bandi: 10,20, 30 o.s.frv.
Kapphlaupiö um aö klina nafni
sinu á sem flest og viðast og oftast
er I algleymingi. Þaö er aö duga
eöa drepast: frægö og frami er i
boði, embætti og styrkir eru I
húfi. Aö „birta (visindagreinar)
eða farast” („publish or perish”
á enskunni) hefur til skamms
tima veriö meginboöoröiö I kaDD-
hlaupinu. En nú þykir mörgum
nóg komiö af sýndarmennskunni
og bendir ýmislegt til þess, aö
reynt verði aö stemma stigu viö
útgáfuhasarnum, enda er þaö
mál margra aö fyrrnefnt máltæki
hafi nú snúist upp i ab „birta og
farast” (publish andperish).
Fræöigreinaflóö siöustu ára var
til umræðu I timaritinu Science
nýlega og voru þar nefnd all-
spaugileg dæmi um ritgleöi fræði-
manna og klæki I nafnbirtingar-
listinni.
Fyrir aldarfjóröungi þótti gott
og gilt fyrir háskólamann sem
væri miðja vegu á framabraut-
inni og hafa 10—15 fræðigreinar á
afrekaskránni. Virðingarverður
greinarfjöldi nú á dögum er i
kringum 5 sinnum meiri. Fjarri
fer þó, að þróun þessi gefi til
kynna miklu meiri afkösten áður,
heldur nýjar aðferðir við útgáfu. 1
stað þess að skrifa eina langa
grein er hún nú birt i bútum — það
koma t.d. fjórar greinar i stað
einnar.
Samvinna um greinar hefur
lika aukist. Það eru vist varla
dæmi þess, aö tveir höfundar séu
á einni smásögu eöa skáldsögu,
en i vlsindunum er samvinna
tveggja, þriggja og jafnvel fleiri
að einni grein mjög algeng. Þaö
hefur færst i aukana, aö minnst
tveggja höfunda sé getiö aö
hverri grein i visindaritum.
Oftast eru menn áfjáöir i sam-
höfundarheiðurinn, en á hinn bóg-
inn eru forsprakkar væntanlegrar
greinar yfirleitt rausnarlegir i
upptalningu sinni á samhöf-
undum. Rausn aðalhöfunda er
sýnd I von um endurgjald I sömu
mynt, þegar kemur aö hinum aö
skrifa um eitthvab, sem þeir hafa
rætt sin á milli aö meira eöa
minna leyti.
Stundum er ofrausn höfö i
frammi. Nýlega baö tilnefndur
samhöfundur ritgeröar nokk-
urrar um, að nafn sitt yröi fjar-
lægt af höfundalistanum, þar sem
hann heföi á sinum tima rétt aö-
eins hlaupiöyfir handritiö og væri
ekki einu sinni sammála niöur-
stööum greinarinnar. Þaö kom i
Ijós aö eina tillag hans til rann-
sóknarinnar heföi veriö sekúndna
samtal viö aöalhöfundinn á sam-
leib þeirra i lyftu nokkrar hæöir.
Fleiri dæmi eru um það, aö vis-
indamenn hafa svariö af sér hlut-
deild I handritum, sem borist
hafa timaritum. Ritstjórar fara
nú yfirleitt fram á skriflegt sam-
þykki allra þeirra, sem nefndir
eru höfundar aö nýkomnu hand-
riti. „Vill háttvirtur visinda-
maöur gangast viö þessari rit-
gerö eöa er nafn hans nefnt til
skrauts?”
Ekki alls fyrir löngu birtist
grein I timariti eftir friöan hóp
höfunda, hvorki meira né minna
en 16 talsins. Hún var 3 og hálf
blaösiða aö lengd. Skömmu siöar
kom i timaritinu athugasemd frá
einum þessara svonefndu höf-
unda þess efnis, aö hann ætti
engan hlut aö máli. 1 sama blaði
kom stuttorö viöurkenning frá
aöalhöfundi þar, sem hann leið-
rétti þessa „ónákvæmni”. Þaö er
þvi ekki öll vitleysan eins i
þessum bransa.
Fræðigreinaflóöiö veldur bóka-
safnsf ræöingum miklum
áhyggjum og margir visinda-
menn sjá fyrir kaffæringar og
drukknum, ef ekki verður unnt aö
sporna viö og taka upp nýja siöi.
Nú eru góö ráö dýr og mjög á
huldu hver þau veröa aö lokum.
Mál er að linni aö sinni. Ég er
aö verða seinn meö handrit sem
ég er aö vinna aö — ásamt nokkr-
um kunningjum minum! Bless!
VETTVANGUR
Heimilisfaðir við Hlemm skrifar
(og er mjög reiður):
Heimskulegir fyndnistilburðir
Helgarpóstinum hefur borist
eftirfarandi frá einum lesanda
blaösins, sem óskar eftir því aö
skrif hans birtist undir dulnefni:
Þiö Helgarpóstsmenn hafiö á
visum staö i hverju tölublaði
leiðarvisi helgarinnar: dagskrá
útvarps og sjónvarps og nær yfir
föstudag, laugardag og sunnu-
dag. Gott gott, haldiö þvi áfram
og kanniö jafnframt möguleika á
birtingu útvarps- og sjónvarps-
dagskrár næstu viku allrar,
svosem tiökast á sumum blööum.
En i almáttugs bænum leggiö
niöur þessa heimskulegu fyndnis-
tilburði, hálfvitalegu athuga-
semdir og bjánalegu viðbætur,
þettaersvoóburðugt, asnalegt og
leiöigjarnt, ég tala nú ekki um
þegarsvoi.ntir á ab ekkert annaö
blað er ..ærtækt vilji maður
kynna ;t r dugskrá þessara fjöl-
miöla.
Stuöliö ekki aö offjölgun mis-
heppnaðra atvinnukimnigáfna-
ljósa, látið öðrum eftir slikt.
Farið varlega um viðáttur flat-
neskjunnar, ella hætti ég aö
kaupa blaöiö.
Meö hneykslunarkveöju
Heimilisfaöir viö Hlemm.