Helgarpósturinn - 15.05.1981, Page 18

Helgarpósturinn - 15.05.1981, Page 18
18 Hjó/ og ró! í Ný/istasafninu Þeir Arni Páll og Magnús Kjartansson hafa opnað sýningu i Nýlistasafninu að Vatnsstig og sýna þar 18 verk, 10 skúlptúra og 8 málverk. Eins og á fyrri sýningu þeirra kumpána i Djúp- inu, fyrir einu og háifu ári, eru flest verkin unnin i samvinnu. Þetta er þvi sannkölluð samsýn- ing. Þó eru málverkin undan- þegin þessu krulli, þótt þau séu keimlik vegna sömu efnisnotk- unar og aðferðar. Allt frá þvi þeir sýndu saman i Djúpinu, hefur þessi samvinna þeirra verið mjög náin. Sú sýn- ing færði þeim starfslaun til eins árs úr Menningarsjóði og er sýningin nú, afrakstur þessa styrks. Svo náin tvinnun lista- manna er óalgeng, en engan veginn óþekkt. Þar má benda á náið starf Picassos og Braques i byrjun kúbismans. Oft var vinna þeirra svo lik, að þeir vissu ekki „hvurs var hvert eða hvort var hvað”. Þó er mér til efs að þeir hafi unnið sameigin- lega að einhverju verki. Sé litið nánar á skulptúrinn, er hann kveiktur sparðatiningur brotajárns sem félagarnir hafa viöaðaðsér. Hvorugurþeirra er myndhöggvari að mennt, Magnús er málari en Arni Páll, ljósmyndari. Þeir hafa þvi orðið aö bæta við sig tækni á nýju sviöi. Ekki fæ ég betur séð en það hafi tekist með afbrigðum vel. Bestu verkin eru vægast sagt mjög sannfærandi, þótt finna megi vissa hnökra á öðr- um sem fremur stafar af stuttri viðkynningu við miðilinn og efn- ið, en sjónrænni vankunnáttu. Þessir brotajárnsskúlptúrar skiptast i fristandandi skúlptúra sem sjá má frá ólikum hornum og vegg- eða lágmyndir ásamt gólfverkum sem hafa takmark- að umgengi. Þó eflaust finnist mörgum, brotajárn fremur óviðkunnan- legur efniviður i höggmyndir, byggja þeir Magnús og Arni Páll á traustri hefð sem reyndar á rætur sinar að rekja til áður- nefnds Picassos. Eftir strið hafa fjölmargir þekktir myndhöggv- arar notað rusl og drasl i verk- um sinum. hefur það verið i og með til að brjóta niður þá múra sem aðskilja „finni” og „ófinni” efni i myndlist, þ.e. til baráttu gegn þvi pjatti sem sifellt er fylgifiskur staðnandi listgildis. Þó eru fáir myndhöggvarar hér sem uppgötvað hafa fagurfræði- legt gildi bilakirkjugarða og brotajárnshauga. Þeir Arni Páll og Magnús sverja sig þvi i ætt við ný- dadista eftirstriðsáranna, menn á borð við Tinguely og Rauschenberg. En vegna áherslu á formrænt gildi fremur en hreyfanleik vélarinnar, er afstaða tvimenninganna likari Stankiewicz og David Smith. Innbyrðis eru verk þessi ólik en best eru þau verk sem sam- ræma súrrealiska glettni og inn- sæi i eðli höggmyndar: „Klæði” (9) og „Mamma skilur allt” (10) sem eru veggskúlptúrar. A hinn bóginn eru „Fyrir menn” (15) og „Sperriieggur” (16) mjög góð sem gólfverk. Þau sýna hæfni þeirra féiaga til að fást við flókin, skúlptúrisk vandamál. Þrátt fyrir háesþetiska eigind brotajárnsins, hafa þeir Magnús og Arni Páll kosið að „lifga” upp á rauðbrúna litinn með málverkum. Hinn fyrr- Föstúdagur 15. rnáí 1981 Magnús og Arni Páll i Nýlistasafninu — samvinna þessara tveggja listamanna hefur borið ríkulegan ávöxt, segir Halldór Björn m.a. iumsögn sinni. nefndi á hér 5 verk, en sá siðar- nefndi 3. 1 málverkunum er einnig um tilraunastarfsemi að ræða. Félagarnir nota ljósnæm- an baðmullarstriga sem þeir steinka með lit og varpa siðan myndefninu á. Hér er um hraða aðferð að ræða sem engu að sið- ur krefst leikni svo vel megi til takast. Slika leikni hafa þeir félagar til brunns að bera og falla þvi engan veginn ofan i pytt tækninnar. Þó eru málverkin misgóð, engu að siöur en höggmyndirn- ar. Bestu myndirnar eru án efa „Leir” (1) eftir Magnús og „Iðjuleysi” eftir Árna Pál. í þessum tveimur myndum hald- ast einkar vel i hendur, sjálf- sprottin (spontan) tækni og skýr myndhugsun. Þegar öllu er á botninn hvolft er greinilegt að samvinna þess- ara tveggja listamanna hefur borið rikulegan ávöxt. Það sem i Djúpinu voru óörugg spor i átt til einhvers stærra, er nú orðin markviss ganga. Það er þvi litil ástæða til annars en að óska tvi- menningunum til hamingju með þessa sýningu. PS: Leiðrétting við umsögn um sýningu Björns Rúriksson- ar. Bg hélt að myndin af Mýrar- húsaskóla á Seltjarnarnesi væri erlend geimrannsóknarstöð. Auk þess eru loftmyndir i minnihluta á sýningunni en ekki meirihluta. Oður til náttúrunnar Gustav Mahier: Synfónia nr. 3 I d-moll einsöngvari: Helen Watts kórar: Drengjakór Wands- worth-skóla og Ambrosian Choir flytjendur: London Symphony Orchestra stjórnandi: Georg Solti útgefandi: DECCA 5.48035 (2LPs) 1968. Ef hægt er að segja um Wagner að hann hafi snúið ljóöasöngnum i óperu, snéri Gustav Mahler (1860—1911) honum i symfóniu. Til þess notaði hann oft þrefalt stærri hljómsveitir en Beethoven hafði þekkt, enda var hann einn mesti stjórnandi allra tíma og gjör- þekkti möguleika og takmörk symfóniunnar. Þaö ætti þvi eng- um að koma á óvart þótt þvl sé haldið fram, aö fá symfónisk verk séu jafn erfiö I flutningi og verk Mahlers. En það er ekki eingöngu vegna stærðar þeirra aö stjórn- andi og hljómsveit þurfa á öllu sinu að halda, heldur og vegna innri gerðar þeirra. Það sem skilur I milli verka Mahlers og hins vegar symfónia Beet- hovens eöa Brahms, er áhersla hins fyrrnefnda á sálræna tján- ingu umfram klassiska upp- byggingu og úrvinnslu. Það sem Mahler jós úr brunnum sálar sinnar er þvi langt frá þvi að vera hefðbundið, þegar betur er að gáð. Hann er arftaki Berlioz, prógrammatiskur „par excell- ance”, en umfram allt er hann undir sterkum áhrifum Wagners, Hkt og svo fjölmargir sið-rómantikerar. Hann þenur hið symfóniska form til hins ýtr- asta og er reyndar siöasti full- trúi slikra verka I hinum þýsku- mælandi heimi. Mahler samdi 3. symfónlu slna (hina „kosmisku”, eins og hún er oft nefnd), sumrin 1893—96. Hann starfaði þá I Hamborg sem stjórnandi. Allar symfóniur hans eru samdar að sumarlagi I frii frá störfum og er þessi þvl engin undantekning. Þó er árstíðin hvergi eins nálæg og hér, enda er yfirskrift kafl- anna sterkt ákall til vaknandi náttúru, sannkallaður sumar- óöur: 1. Pan vaknar, sumarið gengur I garð. 2. Það sem blómin á enginu segja mér. 3. Þaö sem dýrin i skóginum segja mér. 4. Það sem nóttin segir mér. 5. Það sem morgunklukkurnar segja mér. 6. Það sem ástin segir mér. Þessi prógrammatiska yfir- skrift er undirstrikuð með samtvinnaöri tónlist, þar sem mjög ber á blásturs- og tré- blásturshljóöfærum I róman- tiskum anda, enda eru básúna og horn óspart notuö sem ein- leikshljóðfæri. En einnig er slegið á mýkri strengi, einleiks- fiölu og hvarvetna eru selló og bassar áberandi. Reyndar er I hinum 33. mínútna fyrsta kafla gefin forskrift af þeim stefjum sem dúkka upp hér og þar i öðrum köflum symfóniunnar, I breyttri mynd. En einnig er að finna i þessum margslungna kafla, lykilinn að hljóðfærasetn- ingu Mahlers. Gegn sterkum samhljómi, brýtur hann hljóm- sveitina i parta sem bltast á. Kaflinn er líkastur fljóti sem kvlslast I margar greinar en rennur svo saman að lokum og verður likt upphafi sinu. Eftir hinn ballet-kennda „Tempo di menuetto” og 3. kaflann, þar sem snögg skipti milli dúr og moll varna meginþemum aö ná yfirhöndinni (vísar til siðustu symfónia Mahlers), nær verkið hápunkti i 4., 5. og 6. kaflanum. Þeir eru sem ein samfella. Strengir og hörpur spila óræöa undirtóna, meðan Helen Watts túlkar með þróttmikilli alt-rödd „O Mensch” (úr „Also sprach Zarathustra” eftir Nietzsche). Henni er svarað af drengja- kórnum I 5. kafla, morgun- klukkunum sem syngja hið glaöværa „Bimm-bamm...” og kvennakór hins „himneska ákalls” (ljóðið er úr: „Des knaben Wunderhorn”) 6. kafl- inn er rólegt og langt niðurlag eftir þennan óratoriska há- punkt. Of langt mál yröi upp að telja öll þau blæbrigöaskipti og lit- rlka innkafla sem Sir Georg Solti tekst svo meistaralega að draga fram og gera þessa symfóniu svo meistaralega. Það er leitun að jafn góöri stjórn á þessu meistaralega verki. Enda hefur Sir Georg sannað ræki- lega stöðu sina sem einn fremsti stjórnandi há- og sið-róman- tiskrar tónlistar, (m.a. er hann fyrstur til að stjórna öllum Niflungahring Wagners á hljómplötur, 19LPs, Decca 1971). Þessi útgáfa af 3. symfóniu Mahlers hefur enda hlotið tvenn verðlaun: Deutscher Schall-plattenpreis og Grand prix du disque. Ætti slikt aö nægja til að mælt sé með henni. Næstum 80 árum eftir að Mahler stjórnaöi sjálfur frum- flutningi symfóniunnar I heild sinni i Krefeld (en verkið er jafngamalt Pathétique-symfónlu Tsjaikovskys og Skógarpúka Debussys), hefur þetta merki- lega tónskáld öðlast þann sess sem honum ber og naut aldrei I lifanda llfi. Þessi umskipti eru að mörgu leyti ávöxtur plötu- útgáfu á borð við þessa og frá- bærrar túlkunnar Sir Georgs Solti. Uppsveifla ís/ensku nýbylgjunnar Þeyr-útfrymi Fyrir slðustu jól sendi Þeyr frá sér slna fyrstu plötu. var þar um stóra plötu að ræða og heitir hún Þagað i hel og hefur það eiginlega orðiö hlutskipti plötunnar. Er það fyrst og fremst komiö til af þvi að enn hefur ekki tekist að pressa ógallað dntak af henni og sýnist sitt hverjum hvers sökin er. A þessum rúmum fjórum mánuðum sem liönir eru frá út- komu áðurnefndrar piötu, hefur ýmislegtbreyst og flest til batn- aðar og I dag telst hljómsveitin Þeyr til athyglisverðari hljóm- sveita sem komið hafa fram á sjónarsviðið hér á landi á undanförnum árum. Þær mannabreytingar sem hljómsveitin gekk i gegnum i upphafi þessa árs hafa sannar- lega oröið henni til góös og óhætt er aö fullyrða aö innan hennar vébanda eru nú standandi tveir af betri gítarleikurum okkar I dag. Þaö var greinilegt á tónlist- inni á Þagað I hel, aö hljóm- sveitin hafði á upptökutima plötunnar gengið I gegn um miklar stökkbreytingar hvaö tónlistina áhrærði og þar var engan fastan punkt að finna. Á litlu plötunni tJtfrymi, sem er nýútkomin, er þó greinilegt að þeir hafa komið sér niður á sina línu. Tónlist þeirra er núna hvort tveggja i senn, nokkuð aö- aögengileg og framsækin. Ef ég ætti að nefna einhverja hugsan- lega áhrifavalda detta mér helst i hug hljómsveitir eins og Com- sat Angels og Associates. Live Transmission, sem til- einkað er Ian Curtis, fyrrum Joy Division söngvara er betra lag plötunnar. Er flest sem hjálpast að til að gera lag þetta gott. Hilmar örn og Sigtryggur skapa góðan grunn með þéttum samleik á bassa og trommur, samspilþeirra Gullaog Steina á gitarana er til fyrirmyndar og heilaskemmandi sólóið sem sá fyrrnefndi kreistir úr gitarnum er þrælgott. Nú, loks ber að geta þess aö Magnús skilar söngnum mjög vel. Lagið á hinni hliðinni heitir Heima er best og þó það sé gott og vinni vel á, þá stendur það hinu nokkuö að baki. Undirleik- urinn er góður og eru þar greini- leg áhrif frá fyrrgreindum áhrifavöldum. Um sönginn er þaö aö segja að hann er nokkuð sérkennilegur og verður mér helst til að likja honum viö „söng” I dub-tónlist, þó tilfinn- ingin sé annarskonar. Þeyr er greinilega á réttri leið, þaö sýna þeir svo ekki veröur um villst meö plötu þessari. Það verður þvi vonandi ekki langt að biöa nýrrar stórr- ar plötu frá þeim. Purrkur Pillnikk-Tilf Margar góðar og athyglis- verðar hljómsveitir hafa skotið hér upp kollinum á siðustu vikum og mánuðum. Þarmættixiefnahljómsveitir svo sem Baraflokkinn, Taugadeild- ina, Grýlurnar og Purrk Pill- nikk. Síðastnefnda hljómsveitin er þó liklega þeirra furðulegust, jafnframt þvl að teljast ein sú athyglisverðasta. Ég held að mér sé óhætt að segja að þeir eigi ekkert þeirra hljóðfæra, sem þeir hafa leikið á og æf- ingarnar hafa ekki verið marg- ar. Leikur þeirra er þvi ef þetta er haft i huga ótrúlega þéttur, tónlistin sem þeirleika er hrá og lifleg. Lög þeirra eru öll mjög stutt, eða aðeins um ein og hálf minúta það lengsta. Hinsvegar eru hugmyndir þær sem þeir skella fram svona algerlega óunnum álika margar og lögin sem þeir flytja. Tónlist Purrks- ins er því fersk, en gera má ráö fyrirþvl að I framtiðinni eigi þó lög þeirra eftir að lengjast um leið og farið verður að vinna betur úr hugmyndunum. Eitt aðalslagorð hljómsveit- arinnar hefur verið. „Málið er ekki hvað maöur getur, heldur hvað maður gerir”. Og þeir Purrkarar hafa sannarlega gert sitt af hverju þann stutta tima sem hljómsveitin hefur starfað, og nú hafa þeir meira að segja afrekað það að senda frá sér plötu. Stór-li'til plata segja þeir að það sé, þar sem hún inniheldur tiu lög, en hafa ber i huga að lögin eru öll stutt. Þótt platan sé tekin upp mjög skömmu eftir stofnun hljóm- sveitarinnar, þá er hún engu að siður góð. Þvi er þó ekki að neita að tónlist þeirra skilar sér betur þegar um lifandi flutning henn- ar er að ræöa, þar sem tauga- veiklunarleg sviðsframkoma Einars Ben. raddmanns, setur mikinn svipá framkomu hljóm- sveitarinnar. Nú hefur Purrkur Pillnikk vist tekiö sér fri frá tónlistar- flutningi og það er vonandi að þeir standi við það að byrja aftur með haustinu, þvi ef þeir gera þaö eiga þeir áreiðanlega eftir að gera enn betur en hing- að til. Ég er a.m.k. ekki hrædd- ur um að þar sem Einar Ben. kemur einhvers staðar nærri verði um nokkurn hugmynda- skort að ræða. Þar að auki hefur honum tekist að fá i lið með sér skemmtilega spilara, þar sem þeir Frikki,Bragi og Asgeir eru.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.