Helgarpósturinn - 19.06.1981, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 19.06.1981, Blaðsíða 7
—helgarpásturinn_ Föstudagur 19. júní 1981 7 '"ð ^eilsu? 7Y/ hamingju ef svo er. En getur ekki hugsazt að þú og þínir þurfi einhvern tímann á aðstoð Ataks að halda. Vertu félagi. Tryggðu framtíðina. Hringdu í síma 29599 og fáðu nánari upplýsingar. lista, stofnuð hefur verið jafnrétt- ishreyfing, sem á að verða bak- hjarl framboðsins, og unniðer að þvi að fá konur úr öllum flokkum i framboð, þannig að það hafi ekki á sár flokkspólitiskt yfirbragð, jafnvel þótt ætternið sé allt frem- ur úr einni átt. • Dönskukennsluþættimir sem Danir og tslendingar gera i sam- einingu fyrir sjónvarpið hér (en Danir kosta) eru þegar langt komnir i undirbúningi. Kvik- myndatakan hefst i Danmörku i næsta mánuði og þar hefur heilt hús verið leigt undir islensku að- standendur þáttanna en töluverð- FAGMENNIRNIR VERSLA HJA OKKUR Því aö reynslan sannar að hjá okkur er yfirleitt til mesta úrval af vörum til hita- og vatnslagna. BURSTAFELL byggingavöruverslun Réttarholtsvegi 3 simi 38840 ur fjöldi þeirra hefur hönd i bagga með gerð þeirra. Lilja Þórisdótt- ir, leikari, er hins vegar sá Is- lendingur sem með stærst hlut- verk fer i m yndinni og er hún þeg- ar farin utan ásamt fjölskyldu... • Leigjendasamtökin hafa lýst yfiróánægju með þá miklu hækk- un sem varð á húsnæði i borginni nýlega og með húsnæðisskortinn i Reykjavik. SamtiStin ætla þó ekki að láta sitja við yfirlýsingarnar einar saman heldur munu ráð- gera um næstu helgi að ,,tjalda til einnar nætur” við Bernhöftstorf- una og efna þar til táknrænnar tjaldsamkomu til að mótmæla húsnæðisskortinum... • Enn er þrefað i læknadeil- unni. Rikið mun nú vera búið að teygja sig svo langt i tilboðum lækna, að það býður ýmiss hlunn- indi og auknar álagsgreiðslur sem sagðar eru jafngilda um 20 - 30% kauphækkunum. Þar á með- al er skattfrjáls bilastyrkur upp að 8 þúsund km akstri. Þar að auki koma til ýmsar greiðslur fyrir vaktir. Helst mun nú stranda á þvi að læknar úr röðum sérfræðinga með lengstan starfs- aldur telja sig ekki bera neitt úr bitum samkvæmt þessum tilboð- um og á nú eftir að höggva á þann hnut áður en deilan leysist. Hins vegar hafa læknarnir algjörlega hafnað öllum tilboðum um að dregið verði úr óheyrilegu vinnu- álagi á þá vegna tekjuskerðingar sem það hefði i för með sér, jafn- vel þótt sýna megi fram á að þetta vinnuálag sé brot á lands- lögum.. • Það er fleira niðurgreitt en kindakjötið fyrir útlendinga. Meira að segja islenskar hljóm- plötur. t fréttabréfi Islendinga- félagsins i Kaupmannahöfn, kemur fram að Þursaplöturnar eru þar ytra seldar á 70 krónur danskar1 danska krónan nánast sú sama og hin nýja islenska), en á meðan er nýjasta plata Þursa- flokksins seld á 129 krónur i islenskum verslunum. Það virðist sem sé orðið hagkvæmt að gera sér ferð til Kaupmannahafnar og kaupa þar islenskar hljómplötur á niðursettu veröi. Eitthvað er nú þversum við þessa verslunar- hætti, en hverjir skyldu greiða niður verðið? tslenskir hljóm- plötukaupendur, útgefendur, nú eða kannski rikið?.... Trjdex: Það nýjasta frá Ring Master. Tölvustýrt. Tvímælalaust fullkomnasta innanhús talkerfi í heiminum í dag. Duplex: (hátalandi og lágtalandi) 2-100 númera mögu- leikar.Allskyns aukabúnaður fáanlegur t.d. beint samband við talstöðvar í bílum. dióstofanhf Innanhúskerfí frá Ring Master Simplex: (hátalandi) hentar fyrir minni fyrirtæki, allt að 10 númerum. Hundruð kerfa í notkun í landinu Þórsgötu 14 ■ Sími 14131:11314 Það er ekki skylda að þá færir öll þín bankaviðskipti til okkar. En gefðu okkur Átaksfólki tœkifœri til að sanna okkur með því að hefja reynsluviðskipti.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.