Helgarpósturinn - 19.06.1981, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 19.06.1981, Blaðsíða 12
12 Staður ætlaður börnum líka 00 Gratin- eruð kjöt- sneið með osti og sveppum Helgarrétturinn er aö þessu sinni i höndum Birgis S. Jóns- sonar eiganda Halta hanans. Birgir hefur um árabil rekiö veitingastaöinn viö góöan orðs- tfr og fara miklar sögur um færni hans i eldamennsku, og fáum vö hér örlitla nasasjón af færni hans: Gratineruð kjötsneiö meö osti og sveppum Birgir sagði að undirbúnings- timinn fyrir þennan rétt væri um 10 minútur, og steikingar- timinn ca. 20-30 min eftir þvi hvaða tegund af kjöti er notað. Og þá er að vinda sér i upp- skriftina, sem ætluð er 4. 4 grísa, lamba, nauta eða kálfa sneiðar hveiti, salt, pipar (t.d. Heidelbjerg kryddpipar) 2 msk. smjör 2-3 tómatar 4 sneiðar skinka ca. 250 gr. sveppir 2 laukar kjötkraftur eftir smekk ostur: t.d. Búri Birgir S. Jónsson, matreiðsiu- maður Ljósmynd Valdis óskarsdóttir Veltið kjötinu upp úr hveiti og kryddi. Brúnið kjötið á báðum hliö- um, og setjið i eldfast mót. Kraumið lauk og sveppi i smjöri og kjötkrafti og leggið það siðan ofan á kjötið, þá tómatsneiðar og loks ost. Setjið fatið i ofn við ca. 200 gráðu hita og steikiö þar til kjöt- ið er orðið meyrt og osturinn bráðinn. Borið fram með hrásalati búið til úr þvi grænmeti sem árstið- inni tilheyrir. Bakaðar kartöflur eru einnig góðar með og eru þær settar i ofninn áður en byrjað er að laga réttinn. Birgir mælir með annaðhvort bernaise sósu eða sveppasósu og Sanitas pilsner til drykkjar. — EG Halti haninn breytir um svip Veitingastaðinn Halta hanann, kannast flestir borgarbúar við, en á þeim stað fékk fólk fyrst að smakka pizzur. Birgir S. Jónsson, eigandi Halta hanans sagði að það hafi verið sama ár og hann opnaði staðinn eða 1972, sem hann bauð viðskiptavinunum upp á pizzu. Ekki virtust borgarbúar vera mikið fyrir nýjungar i matargerö þvi i byrjun seldust pizzurnar ekkert, fólk hætti sér ekki út i aö kaupa þennan skrýtna mat. Núna er þetta með vinsælustu réttum sem fólk kaupir sér þegar það skreppur inn á Halta hanann. Fyrir stuttu var innréttingum á Haltahananum breytt, lifgað var upp á staðinn , komið upp betri lýsingu og innréttaðir tveggja manna básar og komið fyrir sér- stöku barnaherbergi fyrir yngstu börnin. A Halta hananum er hægt að fá fjölbreytta fæðu, allt frá ham- borgurum upp i fi'nasta veislu- mat, svo sem nautakjöt og hrein- dýrasteik en hún er ein af sérrétt- um Halta hanans. Næstum hvert sem komið er á opinbera staði hér á landi er hvergi gert ráð fyrir börnum og eru matsölustaðirnir engin undantekning i þeim efnum. Þó flestir veitingastaðir hafi komið sér upp 1 til 2 barnastólum er varla hægt að búast við að full- friskir krakkar haldi það Ut að sitja kyrr f eirka klukkutima sem á mælikvarða ungra barna er all m.s. Baldur Afgreiösla í Stykkishólmi: Sími (93)8120. Brjánslæk: sími um Patreksfjörð. Farþegar athugiö, aö bílflutninga er nauö- synlegt að panta meö fyrirvara. Með Baldri yfir BreiÓafjörÓ Þú sparar bensíniö og styttir leiöina vestur á firöi verulega, ef þú flytur bílinn með m.s. Baldri frá Stykkishólmi til Brjánslækjar. Sigling yffir Breiðafjöröinn með viðkomu í Flatey, getur oröiö ein ógleymanlegasta minning sumarsins. Sumaráætlun m.s. Baldurs er þessi: Mánudaga: 1. júní til 28. september. Frá Stykkishólmi kl. 9.00 árdegis. Frá Brjánslæk kl. 14.00 síðdegis. Áætlaöur komutími til Stykkishólms kl. 18.00. Þriöjudaga: 2. júní til 29. september. Frá Stykkishólmi kl. 14.00 síödegis, eftir komu póstbifreiðarinnar frá Reykjavík. Frá Brjánslæk kl. 18.00 síödegis. Áætlaöur komutími til Stykkishólms kl. 21.30. Fimmtudaga: 2. júlí til 24. september. Frá Stykkishólmi kl. 9.00 árdegis. Frá Brjánslæk kl. 14.00 síödegis. Áætlaður komutími til Stykkishólms kl. 18.00. Föstudaga: 5. júní til 25. sepjtember. Frá Stykkishólmi kl. 14.00 síödegis, eftir komu póstbifreiöarinnar frá Reykjavík. Frá Brjánslæk kl. 18.00 síðdegis. Áætlaður komutími til Stykkishólms kl. 21.30. Laugardaga: 4. júlí til 29. ágúst. Frá Stykkishólmi kl. 9.00 árdegis. Sigling um Suöureyjar. Frá Brjánslæk kl. 14.00 síödegis. Áætlaöur komutími til Stykkishólms kl. 19.00. M.s. Baldur fer 2 eöa fleiri feröir í mánuöi milli Reykjavíkur og Breiðafjarðarhafna, sem eru nánar auglýstar hverju sinni. Einnig fæst m.s. Baldur leigöur á sunnu- dögum til siglinga um fjöröinn. Föstudagur i9: júní 1981 Haltjpirpn^ti irinn Barnahorn Haltahanans ljósmynd Valdis óskarsdóttir langur tími. Er það þvi ánægju- efni að aöstandendur Halta hanans komi til móts við hreyfi- þörf barna. Verður það sann- arlega þægilegt að geta skroppið með krakkann og fengið sér að borða f ró og næði í staðinn fyrir að þurf a að gleypa i sig veislumat á 5 minútum og þeytast siðan eftir barninu sem á þessum 5 minútum hefur afrekað það að strá salti yfir 10 matargesti og sprautað tómatsóu yfir afganginn af lið- inu. Grétar og Rocky Feröadiskótekið „Rocky spilar bráðlega á Torginu Þá er eitt ferðadiskótekið enn fariðafstaö. Grétar Laufdal sem á feröadiskótekið „Rocky" sagði Boröa- pantanir Sími 86220 85660 Veitingahúsid í GLÆSIBÆ interRent car rental 1 Bílaleiga rar Akureyri TRYGGVABRAUT 14 S. 21715 23515 Reykjavik SKEIFAN 9 S.31615 86915 Masta úrvallð, basta þjónustan. Við utvegum yður alsiitt á bilaleigubílum erlendis. J að allur tækjabúnaður diskóteks- ins sé hinn fullkomnasti og hafi hann haft um 50 manns til þess að hanna með sér tækin. Fyrirtækið Sameind hannaði ljdsaborðið sem er 12rása, hægt er að tengja við það öll ljós sem hugsast getur. Oll tónlist verður spiluð af metal kassettum sem eiga að tryggja gæöin og hefur Grétar i fórum sinum um 400 kassettur sem innihalda allar tegundir af músik.Á næstunni mun Grétar troða upp með tækin sin niðri á Lækjartorgi og leyfa þeim sem heyra viljaað hlusta i græjunum. Einhvern timann seinna i sumar ráðgerir hann aö halda heljar- dansleik i Glæsibæ, og mun þar skemmta gestum með rokktón- list. Grétar sjálfur vinnur i Glæsi- bæ um helgar og vantar þess vegna einhvern til þess að vinna með sér i ferðadiskótekinu og bendir hann þeim sem áhuga hafa á, að hafa samband við sig i sima 37666. -EG Galdrakarlar Diskótek

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.