Helgarpósturinn - 07.08.1981, Síða 12
12
»
STORU-TJARNIR
FLÖKALUNDUR
BJARKAI
AKUREYRI
UNDUI
HÚNAVELLIR
REYKIR
REYkHOLT
LAUGARVATN
DANSBANDIÐ
Diskótek
Eyjamenn éta lundann
— Kaninn myndar hann
Það er ekki bara á höfuð-
borgarsvæðinu sem veitinga-
húsin skjóta upp kollinum hvert
á fætur öðru og matar- og vin-
menningin blómstrar. i Vest-
mannaévjum eru nú starfræktir
þrírfyrsta flokks matsölustaðir
þar sem auk þess er boðið upp á
lilheyraiuli vin og sterka
clrykki.
— Þróunin i þessum málum i
Eyjum er gifurleg. Fyrir
fjórum árum hafði ég bara pláss
fyrir tiu matargesti, en nú get
ég tekið á móti hundrað manns i
tveimur sölum, og allir eru að
breyta og stækka, segir Hörður
Adolfsson veitingamaður i Skút-
anum.
Auk Skútans eru i Eyjum
aðallega tveir matsölustaðir.
Það eru Samkomuhúsið og
Gestgjafinn. Hörður rekur
ásamt Skútanum Farfugla- og
gistiheimiliö Lundann i sam-
vinnu við skátahreyfinguna i
Eyjum, á þeim stað sem áður
hét Hótel HB. Hann sér um all-
an mat nema morgunmat fyrir
gesti Lundans, auk þess sem
hann getur sjálfur hýst nokkra
gestiuppiá háaloftii Skútanum.
— En þessi rekstur er ákaf-
lega árstiðarbundinn. Það fer
eftir vertiðinni hvenær annirnar
byrja, en yfirleitt er mest að
gera frá þvi i febrúar/mars og
fram i'ágúst. Þá dettur umferð
niður hjá mér og er i lágmarki
framyfir jól, segir Hörður.
Samt hefur hann opið allan
ársins hring.á veturna frá tiu á
morgnana til tiu á kvöldin, en á
sumrin frá niu til ellefu.
— Við erum með alhliða vi'n-
veitingaleyfi og höfum nanast
allar tegundir. En það hefur
engum vandræðum valdið, mér
hefur tekist að bita af mér þessa
fáu, sem kunna sér ekki hóf,
segir Hörður Adolfsson.
Og enda þótt veitingahúsin i
Eyjum bjóði upp á allskonar
mat snýst allt um lundann um
þessar mundir. Heimamenn eru
komnir upp um öll björg að
veiða hann eftir langt lunda-
hungur, og Hörður Adolfsson i
Skútanum býður gestum sinum
upp á lunda i forrétt eða aðal-
rétt, allt eftir óskum þeirra.
— Það eru að sjálfsögðu mest
útlendingar sem vilja smakka
lundann hjá mér, og náttúrlega
annað aðkomufólk. Sumir láta
sér nægja að smakka hann sem
forréttog Kaninn vill helst ekki
annað en taka myndir af
honum, segir Hörður Adolfsson
veitingamaður i Skútanum i
Vestmannaeyjum.
ÞG
Föstudagur 7. ágúst 1981
helgarþósturinn_
í tilefni af þvi, að Eyjamenn
héldu þjóðhátfð sina um siðustu
helgi báðum við Hörð Adolfsson
veitingamann i Skútanum að
gefa okkur uppskrift að ein-
hverju uppáhaldi þeirra. Hann
brást vel við þeirri beiðni, og
kom með tvær uppskriftir frek-
ar en eina.
,,Við byrjum á djúpsteiktum
smokkfiski og höfum hann fyrir
fjóra. t máltiðina þarf tvo góða
fiska ogorlydeig. Kryddlögur er
gerður úr sitrónu, pipar, hvit-
lauk og steinselju, fiskurinn
skorinn I strimla, velt upp úr
orlydeiginu og siðan látið íiggja
i leginum i um það bil klukku-
stund.
A m eðan er búin til sósa. Hún
er úr dillsósu, mayonesi með
dilli, sitrónusafa, sinnepi, sykri
og þeyttum rjóma. Sósan er lát-
in standa i hálftima.
Núer fiskurinn steiktur i'feiti,
annaðhvort i potti eða á pönnu.
Loks er hann borinn fram með
tómötum, gúrkum og ristuðu
brauði.
Fyrir þá sem ekki kunna að
búa til orlydeig: Hráefnin eru
einn bolliaf hveiti, hálf flaska af
Njótið
hvíSdar
og
hressinga
á Eddu
hótelunum
í sumar
Verið velkomin.
..H5I0Í4 ,
'Ou.15'
FEROAMKRIFMTOIA
ReyK|avilt lceland
H EL*\B TOFRINT Td 2MS5
BIIREIAII Telei 2049
Hörður Adolfsson veitinga-
maður i Skútanum.
saman kryddað með rosemary,
timian og hvitlauksdufti, sinni
Sumarfriið i fullum gangi — pústkerfið undan og næst er bremsurör gelt úti i vegkanti.
Smokkfiskur og lundi
að hætti Eyjamanna
pilsner, eittegg, ögn af salti og
sykri. Þetta er hnoðað og haft
sæmilega þykkt, þannig að það
myndi hjúp utanum fiskinn.
Þá er komið að lundanum . Ef
mBað er við fjóra Vestmanna-
eyinga þarf að minnstakosti
átta lunda.
Til matargerðarinnar þarf
auk þess tómata, lauk, beikon,
púrrulauk, ögn af smjöri, ögn af
rjóma og smjörbollu.
Lundarnir eru hreinsaðir og
ristaðir á pönnu , siðan settir i
pott og soðnir i tvær klukku-
stundir.
Með lundunum þarf tvo
tómata, einn lauk, fjórar sneið-
araf beikoni, einnbita afpúrru-
lauk. Þetta er hakkað saman og
látið kraumai smjöri. Soðinu af
kjötinu er hellt yfir og jafnaö
með smjörbollu, siðan er allt-
ögninni af hverju og loks bætt
með rjóma.
Lundarnir eru siðan bornir
fram með sósunni og fersku
grænmeti, svosem spergilkáli,
rósenkáli eða blönduðu græn-
meti — og islenskum kartöflum.
Með þessu má drekka rauð-
vin, og sé það gert má raunar
bæta rauðvi'ni i sósuna, það á af-
skaplega vel við bæði púrru-
laukinn og beikonið.”
Þá er bara að óska góðrar
matarlystar, hvort sem menn
velja smokkfiskinn eða lund-
ann. Og að sjálfsögðu má mat-
reiða skepnurnar á ótal aðra
vegu, þetta eru bara tvær upp-
skriftiraf þúsund, ekki sist hvað
varðar lundann, sem um þessar
mundir eru á borðum nánast
hvers einasta Vestmannaey-
ings.
Útsendari Borgarpósts fer í fríid:
Fasteign á (fjórum) hjólum
með bremsur á þremur (hjólum)
„Hvert fórstu i sumarfriinu?”
Þetta er sjálfsagt spurning, sem
ófáir hafa fengið að undanförnu,
eftir nokkrar velþegnar sumar-
frisvikur. Og eflaust eiga þó-
nokkrir enn eftir að fá spurning-
una.
Hjá mér varð eiginlega fáttum
svör við þessari spurningu, þeg-
ar ég sneri aftur til vinnu fyrir fá-
um dögum, fölur yfirlitum, en
sæmilega hvildur, að minnsta
kosti andlega.
interRent
car rental
Bílaleiga Akuréyrar
Akureyri
TRYGGVA8RAUT 14
S. 21715- 23515 ,
Reykjavik
SKEIFAN 9
S.31615 86915
Mesta úrvallð, besta þlónustan.
Vlð útvegum yður atalðtt
á bilaleigubilum erlendls.
Borða-
pantanir
Simi86220
85660
Veitingahúsiö í
GLÆSIBÆ
,,Ég hef nú mest verið inni á
baðherbergi að rifa upp gólf og
veggi, tæta niður sturtu og vask
og kippa klósettinu uppaf klóak-
stútnum. Reyndar fór ég nú i smá
ferðalag lika. En það er nú varla i
frásögur færandi og var eiginlega
hálfgerður barningur og mis-
skilningur alltsaman", svaraði ég
og ætlaði þar með að snúa mér að
vinnu minni.
En það var ekki við það kom-
andi. „Segðu frá, segðu frá”,
sögðu vinnufélagarnir, ogég varð
að segja frá.
Það er eiginlega fyrst til að
taka, að við hjónin ætluðum að
sýna norskum kunningja okkar
og dóttur hans dálitið af landinu
okkar. Lengi vel var þó allt óvíst
um ferðalög, þar eð fararskjóti
heimiiisins er kominn af léttasta
skeiði. Hann er af gerðinni Volvo,
sem Sviar hafa gefið viðurnefnið
PV 544, en er oft nefndur
„kryppa” hér á landi, sökum lög-
unar sinnar. Argerðin er 1965, en
á móti háum aldri vegur, að
Volvo er talinn gæðabill hinn
mesti, og það hefur eiginlega ver-
ið stolt okkar undanfarið að aka
um á „fasteign á hjólum”.
Hvað um það. Eftir að hafa
dyttað að fasteigninni i nokkur
kvöld, með góðra manna hjálp,
var talið nokkurnveginn öruggt
að leggja i’ann.
Og á þriðjudagsmorgni var lagt
af stað með þrjá fullorðna og tvær
ungar dætur innanborðs og skott-
iðúttroðið af viðleguútbúnaði, svo
kryppan virtist næstum meiri en
venjulega (samt gleymdist ein
vindsæng og einn svefnpoki, en
það er nú önnur saga). Fjarlægt
markmið var Skaftafell i öræf-
um, og ökumaður bar i brjóstisér
þá veiku von, að forlögin mundu
jafnvel leiða okkur eitthvað
lengra.
Sem kunnugt er reynir þjóðveg-
urinn austur að Hellu harla litið á
þolrif manna og farartækja, enda
rann fasteignin allt þangað aust-
ur mjög ljúflega, vélin malaði
eins og værðarleg kisa. Eftir það
fór vegurinn heldur betur að
versna, og rauða örin i hraða-
mælinum drattaðist aldrei upp-
fyrir töluna 40. En ekkert kom