Helgarpósturinn - 07.08.1981, Side 28
Fostudagur 7. ágúst 1981 he/garpóstuhnn_
O Manna á meðal er rætt um
spaugilega uppákomu i nýja veit-
ingahúsinu Arnarhóli núna i vik-
unni og á hún rætur að rekja til ál-
viðræðnanna. Þannig var aö i há-
deginu á þriðjudag mættu álfor-
stjórarnir svissnesku á veitinga-
staðinn með nokkra islenska full-
trúa Islenska álfélagsins i fylgd
sinni og átti greinilega að ræða
máiin og undirbúa viðræðurnar
við islenska rikið undir góðum
kræsingum. Þeir voru hins vegar
varla mættir þar þegar fulltrúar
iðnaðarráðherra og islenska við-
ræöunefndin stormaði inn i sal-
inn, greinilega i sömu erinda-
gerðum, en svo óheppilega vildi
til að ekki var til annað langborð
en við hlið svissnesku álfurst-
anna. Þótti þetta heldur pinlegt
og mun litið hafa orðið úr þvi að
lagt væri á ráðin um viðræðurnar
innan hvors hóps....
9 Þorkell Valdimarsson hefur
ekki lagt niður vopnin i viðureign
sinni við borgaryfirvöld út af
Grjótaþorpinu. Hann hefur fengið
fasteignaeigendur þar til að óska
eftir niðurrifi allrar húslengjunn-
ar við vestanvert Aöalstræti og
sömuleiðis hússins aö Banka-
stræti 12 og ætlar meö þvi móti að
láta á það reyna hvort borgar-
yfirvöldum er stætt á þvi aö friða
hús með þvi að neita mönnum um
niðurrif. Jafnframt biður hann
átekta eftir þvi hvort skipulag um
Grjótaþorpið hljóti samþykki i
borgarstjórn og hvaða áhrif það
kemur til meö að hafa á fast-
eignamat á þessum slóðum. Leiði
skipulagið til þess aö fasteigna-
matið lækki ætlar Keli Valda að
fara i stórfellt skaðabótamál viö
borgina fyrir ofreiknuð fasteigna-
gjöld húsa á þessum slóðum á
undanförnum árum. örlög
Grjótaþorpsskipulagsins i
borgarstjórn eru hins vegar á
huldu en heyrst hefur að Sjöfn
Sigurbjörnsdóttirsé þvi andsnúin
og það hafi þess vegna ekki til-
skilinn meirihluta i borgarstjórn
til að hljóta samþykki....
# Sami áhuginn virðist vera
fyrir fréttamannastöðum hjá út-
varpinu og verið hefur. Við heyr-
um að 7 umsækjendur séu um
afleysingastarf fréttamanns til
næstu tveggja ára — meðan Helgi
Pétursson er i fjölmiðlalæri er-
lendis. Sá umsækjendanna sem
þykir liklegastur til að hreppa
hnossið er Gunnar Kvaran sem
nú starfar á fréttastofunni sem
sumarmaður, en meöal annarra
umsækjenda eru Birna Þórðar-
dóttir, Kristin Ástgeirsdóttir.sem
starfað hefur á Þjóðviljanum, og
Önundur Björnsson......
® Við höfum sagt frá þvi að
Bergþór Konráðsson viðskipta-
fræöingur hafi gert stuttan stans
á Arnarflugi sem aðstoðarfram-
kvæmdastjóri — og hann hafi
ákveðið að mæta ekki aftur þar til
vinnu, eftir að ljóst varð að ráðinn
hafði verið nýr aðalforstjóri i stað
Magnúsar Gunnarssonar meðan
hann var i leyfi. Bergþór hefur
hins vegar verið meðeigandi i
ráðgjafarfyrirtæki, sem reyndar
hefur legið i láginni um árabil, en
nú eigi að endurlifga það og Berg-
þór ætli að hefja þar störf.
Reyndar heyrum við einnig aö
annar maöur hafi nýverið keypt
sig inn i þetta fyrirtæki og ætli
einnig að hefja þar störf. Þessi
maður er sagður vera Magnús
Gunnarsson, fyrrum forstjóri
Arnarflugs, svo að Bergþór og
Magnús koma eftir allt saman til
með að starfa hlið við hlið...
# Það var mikið um dýrðir i
Dómkirkjunni i Reykjavik á
dögunum og vakti m.a. athygli
þeirra sem leið áttu hjá aö þar
söng Kór Menntaskólans við
Hamrahlið af miklum móð. Og á-
stæðan? Jú, hinn ötuli stjórnandi
kórsins i mörg herrans ár, Þor-
geröur Ingólfsdóttir var að ganga
i heilagt hjónaband i kiricjunni.
Eiginmaðurinn er ekki siður
kunnur listamaður i sinu heima-
landi, norska skáldið og þýðand-
inn Knut ödcgaard...
# Ungt skáld og efnilegt, Svein-
björn I. Baldvinsson, er nií um
þessar mundir að senda frá sér
sina aðra ljóðabók, Ljóð handa
tónum og þessum, en Almenna
bókafélagið gefur hana út. Svein-
björn sendi frá sér sina fyrstu
ljóðabók, t skugga mannsins árið
1976, og einnig mjög sérstæða
ljóðaplötu, Stjörnur i skónum,
áriö 1978, en þar spilaði hann
sjálfur undir ásamt fleiri tón-
listarmönnum. Sveinbjörn er
nefnilega lika stórgóður tónlistar-
maður og spilaði m.a. f hljóm-
sveitinni Diabolus In Musica sem
gaf Ut plötuna „Lifið ilitum” fyrr
i vetur. NUna spilar hann hins
vegar i djasshljómsveitinni Nýja
kompaniið, sem við höfum hlerað
að séjafnvelaðihuga plötugerð...
# Listahátið'82 verður að öllum
likindum ekki eins einskorðuð við
höfuðborgina og þær hátiðir hafa
verið hingað til. Nylega sendi
Félag islenskra myndlistar-
manna Fjórðungssambandi
Norðlendinga bréf þar sem boðist
er til að senda þær sýningar sem
FIM mun standa fyrir á Lista-
hátið til þeirra staða á Norður-
landi þar sem menn hafa áhuga á
að taka við þeim. Enn sem komið
er hefur aðeins eitt norðlenskt
sveitarfélag þegið boðið. Það er
Akureyri. En likur eru á þvi að
forráðamenn nokkurra annarra
stærribæja nyrðra muni hafa hug
á að taka þátt i hátiðinni.
NU GETUR ÞO ATT
FULLA GEYMSLUNA AF
GOSDRYKKJUM
I EINNI HILLU
Bæði heima og í sumarbústaðnum.
Þér nægir ein lítil hilla fyrir allar
5 SodaStream bragðtegundirnar.
Úr hverri bragðflösku færðu 35 flöskur
af gosdrykkjum, þar með eruð þið
sæmilega birg, jafnvel fyrir
7 ára afmæli þríburanna.
Sól hf.
ÞVERHOLTI 19 SÍMI26300
REYKJAVÍK
það besta er aldrei oí gott.
GUÐJÓN CUÐNASON, yfirlaeknir
mæðradeildar Heilsuvemdarstöðvar
Reykjavíkur og Faeðingarheimilis
Reykjavíkur, skrifar formála íslensku
útgáfunnar og segir þar m. a.:
„Bamsfaeðing er einn merkasti atburður í
lífi konu, og allt verður að gera til þess að
hún takistsem best Ég tel útkomu þessarar
bókar í íslenskri þýðingu stuðla meðal
annars að því að svo megi verða. “ -
- SIGURÐUR THORLACIUS læknir
þýddi bókina.
ERTU BARNSHAFANDI?
MEÐGANGA OG FÆÐING suararþuí sem allar konur
uilja uita um meðgönguna og nýfædda bamið. . .
• Hvemig veistu fyrir víst að þú
sért bamshafandi?
• Verður barnið þitt eðlilegt?
• Hvaða mataræði er hollast fyrir
bamið og fyrir þig sjálfa?
• Hvaða lyf er óhætt að taka inn á
meðgöngutímanum?
• Þartu að borða á við tvo?
• Er óhætt að hafa samfarir á meðgöngutímanum?
• Hvað geturðu gert til þess að varðveita vöxt þinn
og útlit?
• Hvenær þarf að leggja af stað á
fæðingarstofnunina?
• Hvemig slökunaræfingar henta best?
• Hvemig fer fæðingin fram?
• Hvemig er fæðingarstofan?
Laurence Pemoud
3gfæóin£
býður upp á mikið safn hagnýtra
upplýsinga og segir þér allt sem þú
þarft að vita um bamið þitt og þig
sjálfa, frá getnaði til fæðingar.
Bræöraborqarstíq 16. Simar: 12923 oq 19156
„ Bókin ergædd mikilli hlýju og
nákvæmni, allt niðurí minnstu
smáatriði. . . framsetningin er
traustvekjandi og hefur veitt mörgum
konum örgggiskennd. “
FIGARO
„Pú getur fræðst um allt sem þú þarft að
vita um meðgöngu og fæðingu bams . . .
skrifuð af nærfæmi og samúð. “
FEMINA
Teiknaö hji Tómasi