Helgarpósturinn - 02.10.1981, Page 22

Helgarpósturinn - 02.10.1981, Page 22
22 Þeir svölu vindar t öllum listgreinum hafa menn veriö flokkaöir eftir þvi hvort tjáning þeirra er opin eöa lokuö, heit eöa svöl einsog slikt er nefnt i djassi. Þar hafa hinir heitu straumar veriö kenndir viö svarla en þeir svölu viö hvlta. Slikt er aö sjálfsögöu ekki einhlitt og tveir af guöfeörum hins svala djass voru svartir: Lester Young og Miles Davis. Aftur ámóti er þaö rétt aö helstu svölu. Undirritaöur gleymir seint er hann heyröi i GerryX, Mulligan I fyrsta sinni. Þaö var i djassþætti Björns R. Einars- sonar I rikisútvarpinu. Upptökurnar voru frá Parisar- konsertnum fræga þar sem Bob Brookmeyer blés i básúnuna og sá tólf ára brunaöi beint I bæinn aö næla sér i Mulliganskifu. Tiutommu Capitolplötu meö tentettnum mátti þá fá I Fálk- anum, en eitthvaö þótti Baldri Kristjánssyni pianista, sem þar afgreiddi, furöulegt plötuval iðkendur hafa verið hvitir: jafnt á vesturströnd sem austur. Þaö er heldur fátæklegt um aö litast I plötuhillum Fálkans er finna skal hinn svala djass. Aöeins méistara Stan Getz eru þar gerö góð skil. Vestur- strandarliðið fyrirfinnst varla og Tristanoskólinn hvergi. Davisperlan: The Birth of Cool er ekki til og hvergi hef ég rekist á plötu meö Art Pepper i is- lenskum hljómplötuverslunum. Art var einn af helstu blás- urunum á vesturströndinni, alt- isti meö tón I likingu við Paul Desmonden ennþá betri músik- ant. Hann lenti i klóm heróins- ins en tókst aö rifa sig lausan einsog Stan Getz og hefur á siöustu árum verið I hópi þeirra djassleikara sem hvaö mesta athygli hafa vakiö. Plötur hans hafa fengið frábæra dóma og hann verið kosinn djassleikari ársins ma. af Jazz Journal. Weast Coast Jazz (Verve 2304) er ein af Getz plötunum er Fálkinn býöur uppá. Þar er Shelly Manne á trommurnar en hann var löngum einn helstur djasstrommara. Savoy upp- tökur Getz fást á Opus de Bop (SJL 1105) þar sem kappar á borö viö Zoot Sims, Shorty Rog- ers, Kai Winging, Duke Jordan (Parkerpianistinn er heimsótti islenska um áriö) og Max Roach leika. Svo er önnur Getz plata þar sem hann er i hópi boppara: For Musicians Only. Dizzy — Getz — Sonny Stitt. Skilin milli boppsins og kúlsins eru ekki alltaf mikil. Asamt Getz er Gerry Mulli- gan helstur spámaöur hinna barnsins. Ég fékk sannfært hann um aö þetta væri einmitt platan sem ég ætlaöi aö kaupa og ætið siðan reyndist hann mér vel viö plötuval. En þaö er sosum litiö meira Mulliganúr- val i Fálkanum nú en fyrir aldarfjóröungi, þó má fá þar snilldarskifu meö stórsveit hans: A Concert In Jazz (Verve 2332 097) þar sem bandiö tryllir ma. All about Rosie eftir George Russell. Jazzvakning hefur stundum reyntað fá Mulligan til landsins, en þaö hefur ma. strandaö á þvi aö hingaö er ekkert fyrstaklassaflug. Meist- arinn er dálitiö tæpur á sinninu. Gamall trompetleikari hans, Clark Terry sagöi: „Hann er alltof mikill skithæll til aö fá aö spila fyrir jafn yndislega áheyr- endur og íslendinga”. Ég er að visu ekki sammála Terry, ég vil endilega fá aö heyra i slikum snillingi sama hversu miill skit- hæll hann er. Trommuleikari Getz og McNeils, Mike Hayman tók I sama strang og Terry, þótti Islendingar of ljúfir til aö þurfa aö þola stæla Mulligans. Aö lokum skal getiö einnar Verve skifu er i Fálkanum fæst: Stan Meets Chet (2332 074). Þar er Getz i félagsskap viö þann trompetleikara er einna þekkt- astur varö á sjötta áratugnum Chet Baker. Heróinib lék hann einnig grátt og þegar hann sótti Island heim um miðjan áratug- inn var hann vist ekki uppá sitt besta. A þessari plötu spilar hann faiiega þó ekki nái hann flugi Getz. Rýþmasveitin er pottþétt: Jodie Christian á pianólð, Victor Sproies á bassa og Marshall Thompson á trommur, en ekki eru þeir frumlegir einleikarar. I I’ll Remember April er fyrsta verkið, en það verk er trúlega oftast allra á efnisskrá módern- istanna. Siöan kemur stand- ardasyrpa, trúlega runnin undan rifjum Norman Granz sem var dellukall á þvi sviði. Baker blæs Autum in New York, smáklikk i upphafi en siöan les hann melódiuna fallega, Christ- ian hamrar Embraceable you eins og hundraö Jjúsund aðrir hafa gert og Getz blæs What’s New snilldarlega. Siöan vindur Getz sér I Jor-du Duke Jordans og þeir enda á Getzstefinu, Half- Breed Apache. Það er vals, en allir sólóar þó i þremur fjórðu. Þessi plata er ekta blásturs- sessjón, útsetningar samdar á staönum og allt gott um þaö aö segja. Getz var i finu formi en Chet Baker mistækari. Satt aö segja held ég aö Chet Baker hafi ekki náö fullum þroska fyrr en á á allra siðustu árum og þær plötur er hann hefur sent frá sér undanfariö eru hver annarri betri. Blúsgaurar Þegar þetta birtist hefur Mississippi Delta Blues Bandiö haldiö fyrri tónleikana sina á tslandi og landinn heyrt i fyrsta ekta biúsbandinu er heimsótt hefur Frón. 1 kvöld leika pilt- arnir I NEF-klúbbnum i Félags- stofnun stúdenta og veröur trú- lega hinn jaröbundni hrynjandi sterkur þegar Sam Myers slöngvar tólftakta blúsinum yfir lýöinn. Hann blæs lika i munn- hörpuna og sér tii fuiltingis hefurhanntvo gitarleikara: Big Boy Deance og Craig Horton, bassaleikarann Caivin Mikel og trommuleikarann Tony Calica. Stan Getz Fostudagur 2. október 1981 hnl/JFRrpn^tl irínn 20 bækur frá Skjaldborg: SR. JÓN BJARMAN FA NGEL S/SPRES TUR SKYGGN/ST BAKVIÐ TJÖLDIN Meðal jólabóka bókaútgáf- unnar Skjaldborgar á Akureyri i ár er „Saga úr þjónustu prests” eftir sr. Jón Bjarrnan fangaprest. Bókin hefur hlotið nafniö Daufir heyra, og I henni er skyggnst bak viö tjöldin og sagt frá ýmsu, sem nær ekki daglega augum né eyr- um manna. Frá bóka útgáfunni Skjaldborg koma i ár 20 bækur. Þar af eru tvær þýddar bækur, fimm barna- bækur, ein Ijóöabók og nokkrar skáldsögur. Eins og venjulega eru æviminningar snar þáttur i útgáfunni og eru nokkrar bók- anna framhald bókaflokka, sem hafa verið aö koma út á undan- förnum árum. Sá bókaflokkur, sem stærstur er orðinn er Aldnir hafa orðið. Ti- unda bindi hans kemur út i haust og hefur Erlingur Daviðsson skráö það eins og hin niu. Erling- ur hefur verib afkastamikill siðan hann lét af ritstjórn Dags fyrir ári, en hann sendir frá sér alls fjórar bækur i haust. Hann hefur skráö æviminningar Jóhanns ög- „mundssonar leikara og söngvara meö meiru, skrifað skáldsögu sem hann nefnir Undir fjögur augu, sem eru þættir og hugdett- ur sitt úr hverri áttinni og loks er hann aö leggja siöustu hönd á hestabók, sem hann hefur unniö aö undanfariö hálft annað ár. Sú bók hefur ekki hlotiö nafn ennþá, en þar er um að ræöa bók um hesta og hestamenn, og veröur hún prýdd fjölda mynda. Ljóöabókin Dvergmál er safn ljóöa Baldurs Eirikssonar, sem lengi birti eftir sig visnabálka i Timanum, Spegiinum og Degi, undir nafninu Dvergur. Þá koma út nýjar bækur eftir þær Guöbjörgu Hermannsdóttur og Aöaiheiöi Karlsdóttur. Bók Guðbjargar nefnist Ast og dagar og er f jóröa bók höfundar, en bók Aöalheiöar nefnist Fornar rætur og er þriöja bók hennar. Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli hefur haldiö áfram ritun æviminninga sinna og sendir nú frá sér þriðja bindi þeirra. Það hefur ekki fengið nafn, en tvær þær fyrri nefnast Fjallabæjarfólk og Ungs manns gaman. Sæmundur G. Jóhanns- son á Sjónarhóli heldur sömuieiö- is áfram meö sinar æviminningar og nefnist þetta annaö bindi minninga hans Mannlif i mótun eins og þaö fyrra. Loks má geta bókar eftir Braga Sigurjónsson, sem hefur inni að halda þætti um gamla sveitunga hans. Fjóröa minningarbókin hefur nokkra sérstöðu að þvi leyti, að hún er gefin út i mjög takmörk uöu upplagi og er ekki ætluð fyrir almennan markaö. Það er Minn- ingarbók isienskra hermanna. Astæöan er sú, aö bókin er mjög dýr, kostar 600 krónur, og markaöur fyrir hana álitinn þröngur. Það var þvi tekið til bragðs aö gefa aðeins út 600 ein- tök. Þar af hafa 300 farið til áskrifenda, en afgangurinn ýmist seldur beint frá forlaginu eöa boöinn bóksölum til kaups. Þýddu bækurnartvær eru Hans hágöfgi eftir David Baty og Geimskipsmáninn dularfuili eftir Don Wilson. Gissur Ó. Erlingsson hefur þýtt báöar bækurnar. Indriöi Úlfsson sendir frá sér. tólftu barnabókina sina og Jóna Axfjörð hefur lokið bók númer tvö um Dolla dropa. Jóhanna Guö- mundsdóttir frá Lómatjörn sendir frá sér skáldsöguna Syst- urnar frá Sunnuhlið, og fyrir yngstu lesendurna er Bjössi og hvolpurinn hans eftir Heiðdisi Noröfjörö, prýdd myndum eftir Þóru Sigurðardóttur. Loks sendir forlagiöfrá sér eina þýdda barna- bók, elleftu Kátubókina, en þann bókaflokk hefur Magnús Kristins- son þýtt úr þýsku. Þá er að geta bókar Haraldar Sigurössonar, Iþróttakappar fyrr og nú, en hún fjallar aöallega um skiöamenn. I henni veröa margar myndir og m.a. yfirlit yfir alla þá sem unniö hafa sigra á mótum undanfarin 20 ár. ÞG Frímúrarar út um Úlfar Þormóðsson: Bræörabönd — Frimúraratal. Hverjir eru þeir? Hvar eru þeir? Seiima bindi (335 bls.) Gefið lit á kostnaö skrásetjara. 1981. 1 seinna bindi Bræörabanda eru þrir heilir kaflar þessa verks og hluti þess fjóröa aö viö- bættum viðauka. Um þaö bil helmingur bókarinnar er seinni hluti fjóröa kafla verksins og er þaö félagatal FrímUrararegl- unnar eins og þaö er i dag. Gerö er grein fyrir hverri stúku fyrir sig en þær eru alls niu á öllu landinu og bræöur munu alls vera um 2000. Bræörataiinu fylgja ýmsar upplýsingar meö nöfnunum svo sem aldur, menntun, starf og starfsferill, einnig eru rakin ættartengsl viö aöra frimúrara ef um þau er aö ræða. Jafnframt er getiö um hvort viökomandi er i öörum karlaklúbbum. En meö mörg- um nöfnum fylgir aöeins fæö- ingardagur og ár. 1 fimmta kafla verksins er fariö skipulega yfir flest sviö þjóölffsins og rakiö hvar fri- mdrarar hafa komiö viö sögu. Er hér nær einvöröungu um nafnaskrá aöræöa og taldirupp þeir frimúrarar sem starfaö hafa á viðkomandi sviöi frá þvi aö reglan tók til starfa hér á landi eöa frá þvi um 1920. Undirfyrirsagnirnar i þessum kafla segja sina sögu og fylgja hér á eftir: Rikisstjóri — for- setar. Ráöherrar og rikis- stjórnit A alþingi. Viö bæjar- og sveitarstjórnir. 1 dómarasætum — fyrir dómi. Viö fjárhirsl- urnar. Aörir nægtabrunnar. Embættismenn — Opinberir starfsmenn. Fræðslumál. Prestastefna: Meö kaupmönn- um. Samband islenskra sam- vinnufélaga. Hernám — Her- mang. Athafnasemi. Sambönd. Fjölmiðlun. Verkalýöur i musteri Salomons. Ættarbönd. Af þessum heimi og öörum. Af þessari upptalningu ætti aö vera ljóst aö skipulega er fariö yfir þátttöku frimúrara I opin- beru lifi. Aö visu nær upptaln- ingin yfir mestalla þessa öld, en engu aö siður er ljóst aö i kring- um suma starfsemiog stofnanir er meira um frimúrara en annarsstaðar. Má til dæmis nefna sýslumenn og dómara, presta, starfsmenn SIS, starfs- menn Eimskip, starfsmenn her- mangsfyrirtækja, svo aö nokkuö sé nefnt. Hinsvegar veit maöur ekki hversu stór hluti starfs- manna fyrirtækja og stofnana eru frimUrar þvi engar slikar hlutfallstölur er aö finna, þaö er helst að unnt sé aö komast nærri um ótrúlega hátt hlutfall prest- stéttarinnar innan reglunnar, sem er kostulegt þegar haft er i huga að á skrá Alkirkjuráösins er reglan flokkuö meö ókristn- um sértrUarsöfnuöum. allt 1 sjötta kafla Bræörabanda fjallar höfundur sérstaklega um félagskap Sionsöldunga og prótokolla þeirra, en þessir prótokollar munu vera falsrit samiö uppúr siöustu aldamótum af leynilögreglurússneska zars- ins, ætluö til aö sanna alheims- samsæri sionista, en þar i er fjallað um yfirráö sionsöldunga yfir frimúrarareglunni og hvernig þeir ætla aö nota hana til þess aö ná heimsyfirráöum, án þess aö frimúrara gruni i hvers þjónustu þeir séu. Höf- undur leggur takmarkaðan trUnaö á aö um falsrit sé aö ræöa og gerir þvi skóna að frimúrarareglan sé hluti af al- heimssamsæri svipuöu þvi sem lýst er i prótokollum sionsöld- unga. Aö minnsta kosti viröist mér álit höfundar vera það aö þaö sé öruggara aö gera ráö fyrir sllku samsæri ef þaö skyldi vera til. óbreyttir frimUrarar séu aðeins nytsamir sakleys- ingjar I þjónustu afla sem þeir gera sér ekki grein fyrir hver séu. Lokakaflinn sem er ekki nema sex siöur fjallar um niöurstööur af þessari umfjöll- un. Þar segir höfundur meöal annars: „FrimUrarahreyfingin er heimshreyfing. Hún er félagsskapur veraldlegra valds- manna hérlendis og erlendis. Allir valdaþræöir þjóöfélagsins fléttast saman innan hennar. Innan hennar raða er að finna æöstu menn löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dóms- valds. Meðal frimúrara hafa veriö teknar stjórnmálalegar ákvaröanir sem lagöar hafa verið fyrir löggjafarvaldiö til samþykktar og hrundiö i fram- kvæmd af rikisstjórnum.... Leynifélög hafa færi á aö vera óvandaðri i geröum sinum en opinber félög geta leyft sér. Opinberlega standa þau ekki fyrir athöfnum. Þess vegna veröa þau ekki sótt tii saka eöa dæmd, hverjar sem gerðir þeirra kunna aö vera. Fri- mUrarahreyfingin er ekki ein- göngu broslegur karlaklUbbur. HUn er eins og blóðigull á þjóöarlikamanum.... HUn er valdaaöili, sem enginn þar til bær aöih hefur kosiö til þess aö fara meö völd”. Aö lokum leggur höfundur til aö ráöherra setji reglugerö sem banni starf- semileynifélaga, nema þau geri opinberum aöilum grein fyrir allri starfsemi sinni. 1 viöauka segir höfundur frá öörum leynifélögum og karla- klúbbum sem starfa hér á landi. Má þar nefna Allsherjar Sam- FrimUrararegluna, Bildenberg- klUbbinn, Junior Chamber, Kiwanishreyf inguna, Lions, Rotary, Oddfellow o.s.frv. Bræörabönd er mikið verk og langt. Bæöi bindin eru samtals 551 siða. Höfundur hefur greini- lega lagt á sig mikla vinnu til þess aö afla heimilda og einnig viö aö afla persónulegra upplýs- inga um Bræöurna. Sömuteiöis er þaö mikiö afrek aörekja hvar frimUrarar hafa komiö viö sögu i opinberu lifi. Það er einmitt þetta sem menn fá útúr þvi aö lesa þessar bækur: Hverj ir eru i reglunni og hvar hafa þeir komiö við sögu. Hinsvegar finnst mér höfundi alls ekki takast aö sanna aö hreyfingin sé virkur valdaaöili þar sem ráöum þjóöfélagsins sé ráöiö. Þau dæmi sem hann nefnir um samtryggingu fri- múrara, sem eru fá, duga ekki til aö sanna neitt. Þau eru miklu fremur dylgjur og visbendingar sem ætla lesanda aö draga sinar ályktanir fremur en sönnun á skoöunum höfundar sem reyndar koma ekki alltof skýrt fram. Þaö er alveg ljóst að Fri- mUrarareglan er klika manna sem flestir eru i einhverskonar valdastööum. En þeirri spum- ingu er ósvarað hvort þau tengsl sem þar myndast eru meiri og merkilegri en ýmis önnur tengsl valdaklikunnar i þjóðfélaginu. Koma þar m.a. til álita fjár- hagsleg hagsmunatengsl, ættarbönd, stjórnmálabræöra- lag, kunningjatengsl af ýmsu tagi, saumaklúbbar karlakórar (blandaöir kórar og kirkju- kórar) o.s.frv. Tengsl sem leiöa til greiöasemi og sérstakrar fyrirgreiðslu þeirra sem aö- stööu hafa til sliks. Viö búum i margslungnu klikuþjóöfélagi og leyndin tortryggir frimúrara meira en aöra, en þaö þarf meira til þess að renna stoöum undir aö um skipulegt valda- samsæri sé aö ræöa. Ég skal aö visu játa aö ég er efahyggjumaöur og mjög tor- trygginn á allar samsæriskenn- ingar, sérstaklega ef þær eiga aö teygja sig um heimsbyggð alla. Þaö er miklu liklegra aö beinhörö hagsmunatengsl sér- staklega fjárhagsleg.leiði menn til verka sem ekki þola dagsins ljós. Mér finnst úrvinnsla höf- undarins á þeim gögnum sem hann hefur aflaö sem ekki vera nógu góð. Hann vikst undan þvi aö draga ályktanir og setja fram sinar skoöanir, en ætlar lesanda aö draga ályktanir af þeim staöreyndum sem hann setur fram, en þær stabreyndir eru takmarkaöar og segja ekki alla söguna nema aö þær séu settar i samhengi við ýmsilegt annaö sem máli skiptir. Það er ekki hægtaöafsaka þessivinnu- brögö, þegar um jafn viðamikiö verk er að ræða, meö þvi að kalla þaö „blaðamennskulega úttekt” á efninu. G.Ast.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.