Helgarpósturinn - 09.10.1981, Side 4
Föstudagur 9. október 1981 he/gdrpÓSturín/1
„Guð skapaði grasið - ríkið töflur og áfengi”
NAFN: Örn Sigfússon STAÐA: Frjáls hamp-sali FÆDDUR: 27. júní 1958 HEIMILI: Ekkert fast
HEIMILISHAGIR: Einhleypur ÁHUGAMÁL: Jógísk fræði
örn Sigfússon, tuttugu og þriggja ára Reykvikingur, kom s.J. sunnudag fram I útvarpsþætti, sem
nefndur var „Sölumenn dauöans”. Helgarpósturinn fékk örn Iyfirheyrslu.
örn kemur óhikaö fram undir fullu og réttu nafni — en kærir sig ekki um myndbirtingu, „vegna for-
dómanna í þjóöfélaginu”. Og hann bætir viö: „Guö skapaöi grasiö, en rlkiö töflur og áfengi. A hvort
vaidiöskyldi maður trúa?” Skoðanir Arnar gefa býsna athyglisveröa mynd af hugarheimi töluvert
stórs hóps ungs fólks I þjóöfélaginu, sem gert hefur hampneyslu nánast aö trúarbrögöum og réttiætir
meö þvi athæfi, sem venjulegt fólk skilur ekki.
Hverjir kaupa hamp-efni af
þér, örn?
bað er fólk á öllum aldri.
Viðskiptavinir minir eru þó ekki
börn. Ég vil ekki selja börnum
vímuefni. bó hvet ég unglinga til
aö fá sér hamp, fremur en að vera
aö þefa af þynni eða snæða sjó-
veikistöflur og annaö slikt úr
lyfjaskápum foreldra sinna. baö
geriég þó þvi aðeins, aö ég viti aö
börnin eru farin aö nota þessa
vimugjafa. Hampurinn gerir
þeim minna en önndr efni.
Hvaö kostar grammiö af þvi
efni sem þú selur — og hve mikiö
magn kaupa menn?
bað er misjafnt. Verðið núna er
frá áttatiu og upp i tvöhundruð
krónur grammið. Já, þetta er
dýrt efni. baðer algengast að fólk
kaupi magn á bilinu frá einu og
upp i hundrað grömm.
Hvar fara viðskiptin fram?
Hér og þar. Á götum úti og inni
á heimilum. Ég stunda aldrei
þessi viöskipti á skemmtistöðum
— einfaldlega vegna þess aö ég
fer sjaldan á skemmtistaði. Ég
hef ekki þörf fyrir hávaða.
Nú er þvi haldið fram —
reyndar taliö visindalega sannaö,
aö neysla kannabis-efna leiöi til
neyslu sterkari lyfja og eiturs. Er
þér sama þótt þú bjóðir fólki efni
sem hefur þannig orö á sér og er
reyndar talið glæpsamlegt aö
hafa undir höndum?
Hreint kannabis er hættu-
minnst — ef við miöum við lögleg
vimuefni. Ég reyni ævinlega,
þegar ég fæ sendingu, að fá hana
efnagreinda.
Hverjir efnagreina fyrir þig?
bað eru lyfjafræðingar — fólk
sem neytir kannabis.
Er algengt að sendingar sem þú
færö innihaldi aukaefni?
bað er afskaplega algengt.
En þú selur samt?
Já, þvi að oftast eru þessi auka-
efni — skitur — hættulaus. betta
er þá mulið gras, te, eða annað
þess háttar. Ef sendingin hefur
eitur að geyma, eins og t.d. plast,
þá sel ég hana náttúrlega ekki.
Hvaöan koma þessar „send-
ingar”?
Frá ræktunarlöndunum. Frá
Tyrklandi, Indlandi, Pakistan,
Libanon, Marokkó og frá Suður-
Ameriku.
Færðu sendingar hingaö meö
flugi og skipum?
Já, já.
Og greiðir meö ávisun eins og
hver annar innflytjandi?
Greiðslurnar eru i ýmsu formi
og þeim gjaldmiðli sem óskaö er
eftir. Gjaldeyri fæ ég t.d. i
Danmörku, ef ég er þar,og svo hér
á landi.
Nú ert þú sjálfur hampneytandi
— hvaöa áhrif hefur efnið á
manneskjuna?
bað eykur hugsanarýmið.
Flestir fara illa meöhugsana-
rými sitt, nota ekki nema örfá
prósent af heila sinum. Fólk
vinnur allan daginn og gefur sér
ekki tóm til að þroskast, til að
hugsa. bað situr við sjónvarp allt
kvöldið og við sjónvarpsgláp fer
ákaflega takmörkuð heilastarf-
semi fram. Fólk les ótal dagblöð
og lætur þannig mata sig á opin-
berrilygi — áróöri. begar maður
neytir hamps, þá losnar um
hömlur, öll þau áhrif sem þú hef-
ur orðið fyrir — og maðurinn
verður ofurnæmur. Margir fara
úr jafnvægi við að uppgötva sitt
eigið hugarrými — sem hefur
verið bælt svo lengi.
Liður þú engar samviskukvalir
vegna þess aö þú selur oft ungu
fólki efni, sem margir telja
hættulegt?
Hampurinn er ekki hættulegur.
Hann hefur þvert á móti gert
mörgum gott. Lækningamáttur
hans er til dæmis i þveröfugu
hlutfalli við eyðingarmátt
áfengis. Af áfengisneyslu geta
menn fengið milli tiu og tuttugu
sjúkdóma. Hampurinn læknar
jafnmarga.
Nú er þaö sannaö mál, aö
hampneysla veldur minnisleysi.
Miklar hampreykingar hafa jafn-
vel enn skaölegri áhrif á lungun
heldur en sigarettureykingar —
ogötulir hamp-reykingamenn eru'
oft i litlu geörænu jafnvægi, eru
áhugalitlir og sinnulausir. Veldur
þetta þér engum áhyggjum?
bað er náttúrulega ekki sama
hvernig efnisins er neytt. Við
getum lika sagt, að allt sem þú
setur ofan i þig getur verið hættu-
legt. Reykingar brjóta manninn
niður. Og þá lika hampreykurinn.
Annars er þessi fullyrðing i þinni
spurningu vafasöm. bessar svo-
kölluðu visindarannsóknir eru-oft
og tiðum hálfgildings uppspuni. 1
bandarisku læknaskýrslunni frá
1974 kemur fram, að hampurinn
sé mun jákvæðara efni en önnur
vimu-efni.
I Noregi leggja menn áfengi,
heróin og valium að jöfnu. bað
hefur verið þyrlað upp miklum
moðreyk i kringum hampinn — en
menn eiga heldur að hafa það
sem sannara reynist. Ég skora á
Jón Thors, Friðjón bórðarson og
Svavar Gestsson að koma til
viðræðna um þessi mál öll —
hamp-neyslu og sölu. Ef hamp-
neysla væri leyfileg, myndu neyt-
endur einfaldlega krefjast hreinni
efna og þar með væri þessi mikl-
aða hætta úr sögunni.
Hampurinn er bannaður. Lög-
gjafinn litur sölu á þessu efni af-
skaplega alvarlegum augum.
Verðuröu ekki að beygja þig fyrir
skoðun löggjafans og reglumsam-
félagsins?
Nei. Ég ætla mér að standa á
eigin fótum. Ég tel að hampurinn
eigi sér miklu meiri tilverurétt
heldur en mörg önnur efni. bað
sem um er að ræða, er að löggjaf-
ínn er hræddur við hampinn —
hann virkjar nefnilega ákveðnar
heilastöðvar, sem aftur veldur
þvi, að við hampneytendur litum
ákaflega margt i þessu samfélagi
öðrum augum en fjöldinn. bessi
fjöldi sem ráðandi menn og öfl
hafa afvegaleitt. Við hampneyt-
endur eigum til dæmis
auðveldara með að flytja hugsan-
ir. A einu stigi hampvimunnar les
maður hugsanir.
Nú er eiturlyfjalöggjöfin á
islandi mun strangari en t.d. i
nágrannalöndunum — einkum
hvað viökemur hampi. Hvers
vegna býröu ekki frekar i t.d.
Danmörku þar sem lif þitt ætti að
vera léttara?
Ég er fæddur á Islandi. Ég hef
séð mörg lönd. Ég var á flækingi i
tvöog hálftár. Mér finnst mest til
íslands koma af öllum löndum.
Einkanlega þessi rika náttúra.
Ég virði landið — en ekki þá sem
stjórna þvi með fégræðgi og
sjálfsmetnaði.
Ég vil taka fram — og legg
reyndar mikla áherslú á — að
hampurinn er náttúrulegt efni.
bað er okkur eðlilegra að neyta
hans heldur en að neyta taflna og
brenndra vina. Veistu hvað þú
þarft mörg vitamin, næringarefni
fyrir likama þinn? Veistu hve
mörg efni heilinn þarf til að geta
starfað?
bað cr sannaö, að hamp-reyk-
ingar valda lungnakrabba miklu
fyrr en sigarettureykingar.
Veldur þetta þér engum áhyggj-
um, þegar þú ert aö selja?
Hverjir hafa sannað það? bað
er hægt að neyta hampsins á
margan hátt. bað er til dæmis
hægtað gera sér te af hampinum.
Ahrifin verða ákaflega þægileg.
beir sem hafa neytt hamps
lengi, eru taldir veröa ákaflega
minnissljóir — er þaö ekki
neikvætt i þinum augum?
Okkar þjóðfélag, með sinu
skólakerfi, byggir á endalausum
minnisatriðum. Minnið er troðið
fullt. Til hvers?
Ég gekk í skóla til þrettán ára
aldurs. Siðan það var, hef ég
kynnst skólafólki. Skólinn gerir
ekkert annað en mata nemendur
á minnisatriðum. Hann tekur
núið og breytir þvi i eitthvað
gamalt. Ég lifi i nútiðinni og hef
þess vegna ekki þörf fyrir öll
þessi minnisatriði.
Hefuröu gert þér hugmyndir
um þina framtiö?
Ég á mér draum. Ég ætla að fá
mér jörð, setja upp gróðurhús og
rækta jurtir. Hér eru alls staðar
grænir blettir, til dæmis hér i
miðri Reykjavik og orkan spraut-
ast út engum til gagns. bað þarf
ekki mikið til að nýta þetta.
bú kallar þig frjáisan sölumann
— hefur þér ekki komið til hugar
aö fá þér venjulegt starf og taka
þátt í þjóöfélagsbaslinu?
Ég er frábitinn þvi að vinna i
atvinnulifi, sem ekki miðar að
öðru en græðgi. bjóðfélagið bygg-
ist á græðgi og ekki þörfum. Ég er
mótfallinn lifsaðferð þessa
þjóðfélags. Ég er mótfallinn bila-
menguninni. betta samfélag er
heilaþvegið. Fjölmiðlarnir hafa
heilaþvegið það. bað er búið að
fylla fólk af ótta. Fólk er hrætt við
alla mögulega og ómögulega
hluti. Fólk er hrætt við sjúkdóma.
bað er hrætt við það sem getur
gerst á morgun. Fólk er hrætt við
að deyja. Fólk er hrætt við að
vera hrætt.
Er hampneyslan ekki aöeins
flótti frá veruleika, sem þér fellur
ekki?
Hampneyslan er miklu frekar
sannleiksleit.
Hvað var það, sem fékk þig,
hampsalann, til aö koma fram i
útvarpsþætti á sunnudaginn var
og koma upp um viðskipta-
leyndarmál?
Ég vil ekki lengur vera i
þessum feluleik sem ólög efna til.
Áður fannst manni þessi enda-
lausi feluleikur vera spennandi.
Ég fæ þvi miður ekki sömu
spennutilfinningu út úr þessu og
þeir sem eru að eltast við þessar
tejurtir.
Veit lögreglan hvar þin er aö
leita?
Já, enda er ég ekki i neinum
felum. beir eru á eftir mér. betta
þjóðfélag er að staðna og er að
breytast i lögregluriki. beir hlera
sima. Ég veit dæmi þess. Ég veit
að þeir stunda persónunjósnir
þvert ofan i stjórnarskrána.
Hvaö tekur við hjá þér næstu
dagana?
Ég á von á að verða handtekinn
og settur i Siðumúlafangelsið.
bar verð ég pyntaður. Ég verð
pyntaður andlega og jafnvel
likamlega. beir láta mig vera i
einangrun, þangað til ég ræð ekki
lengur yfir eigin hugsunum og
gerðum. Siðan munu þeir reyna
að fá mig dæmdan geðveikan og
svo verð ég settur á pilluhælið að
Litla-Hrauni. bað er þannig sem
þetta gengur fyrir sig.
llefurðu setið inni fyrir hamp-
sölu eða neyslu?
bað var nýlega gefin út á mig .
ákæra. beir töldu mig hafa náð i
eitt kíló til Spánar. Ég var
pyntaður i Siðumúlanum, þangað
til ég vissi ekki hvað ég sagði.
Og eftir hugsanlegan dóm og
fangelsisvist — hvað verður þá?
Ég á mér draum — nei, ég geri
þá kröfu á hendur samfélaginu,
að þessi hamp-efni verði
rannsökuð á hlutlausri
rannsóknarstofu og þannig geng-
ið úr skugga um heilnæmi þeirra
og/eða óheilnæmi. Og að ræktun á
þessu efni verði gefin frjáls,eins
og ræktun allra annarra náttúru-
legra plantna.
Við skulum svo gefa þvi gaum,
hverjir það voru sem stóðu að
hampbanninu. Var það kannski
sá sem hrópar hæst hjá Visi um
aö ég eigi að skammast min? Var
það kannski hann sem kom á
bandariskum ólögum sem byggð
voru á skýrslu sem Nixon lét
falsa? Og tilgangurinn var að fela
vandamál sem alkóhól, heróin og
töflumenningin olli i Bandarikj-
unum. bað var búin til skýrsla
sem úthrópaði hampjurtina, en
faldi hin efnafræðilega saman-
settu efni og eiturlyf. Og bið ég
fyrrnefnda herramenn um að
ræða þessi mál á vitsmunalegum
grundvelli og hætta að nota hin
pólitisku blöð til að úthrópa sann-
leikann. Ég geri þá kröfu, að hafa
skuli það sem sannara reynist.
eftir Gunnar Gunnarsson