Helgarpósturinn - 09.10.1981, Side 11
—helgarposturinn— Föstudagur 9. október 1981
11
notur
kemmtistaður
— en eykur
ekki f jölbreytni
i skemmtana-
lífinu
Ekki er gott að segja hvers
konar stemmning kemur til með
að ríkja á Manhattan, nýja
skem mtistaðnum i Kópavogi.
Það fer að sjálfsögðu eftir fólk-
inu, sem kemur til með að sækja
staðinn, og sliktræðstekki fyrr en
eftir nokkrar helgar.
Manhattan er uppá þriðju hæð i
húsi við Alfhólsveginn, reyndar
við hliðina á lögreglustöðinni i
Kópavogi. Þegar upp stigann er
komið, er aðalsalurinn til hægri,
en minni salur til vinstri. Arko
teiknistofan hannaði innréttingar
og þær eru við fyrstu sýn ágæt-
lega hannaðar. Reyndar minnir
stillinn á húsgögnunum dálitið á
Þórscafé, enstórisalurinniheild
minnir svolitið á Klúbbinn að þvi
leyti að dansgólfið er svona hálf-
um metra lægra en gólfið i kring,
og að borðum er raðað umhverfis.
Manhattan minnir lika að þvi
leyti meira á eldri skemmti-
staðina en þá yngri, að þar
rúmast alls um 180 manns við
borð (sex manna), en alls er
staðurinn fyrir milli 400 og 500
manns. Litið er af öðrum sætum.
Það er þvi gáfulegt að panta
borð, ætli maður i Manhattan, og
þá gefst ef til vill tækifæri til að
smakka á réttum hússins þvi m at-
ur er seldur þar, likt og i t.d.
Þórscaffé.
Að sögn eigenda staðarins
verður leikin hefðbundin hressi-
leg danstónlist i diskótekinu, og á
smá prufukeyrslu á blaðamanna-
fundi þar um siðustu helgi, kom i
ljós að tóngæðin eru óefað
fullnægjandi. 1 minni salnum er
einnig li'tið dansgólf, en þar
verður leikin lágværariog rólegri
tónlist.
Tveir barir eru í húsinu og
báðir nokkuð stórir. I fljótu
bragði kann það að virðast yfir-
drifið, en til samanburðar má
bendaáað i Hollywood eru fimm
barir og i Óðali 4, og þessi hús eru
svipuð að stærð og Manhattan.
Enda sagði eigandi Manhattan að
barirnir yrðu tveir til að byrja
með, en svo yrði bætt við ef þörf
væri á.
Að sögn eigendanna verður
klæðaburður leyfður öllu
frjálslegri en á „gömlu” stöðun-
um — t.d. Sögu og í Þórscafé.
Ekki er nauðsynlegt að vera með
bindi, eða i jakkafötum. Það er
hinsvegar augljóst á klæðnaði
þjónustufólksins aðgallabuxur og
lopapeysur verða ekki vel séðar.
Klæðnaður þjónustufólksins er
reyndar sér kapítuli, nú á dögum
jafnréttis o.s.frv. Þetta er
nefnilega eins og i auglýsingunni
frægu. Karlþjónarnir eru i venju-
legum smóking, en kvenþjónarnir
i svörtum netsokkum og sund-
bolum, svo minnir á Playboy-
klúbba. Þaðerbara vonandi, ekki
sist stúlknanna vegna, að þær fái
vinnufrið i þessum fötum.
Manhattan virðist semsagt
vera á engan hátt óglæsilegri
staður en bestu skemmtistaðir
borgarinnar sem fyrir eru. Og
eigendur eru allsendis óhræddir
við staðsetninguna.
— GA.
Flestir skem mti staðanna
virðast hafa yfrið nóg af gestum
um helgar. Það sést t.d. á
biðröðunum sem blasa við á
vissum timum föstudags- og
laugardagskvölda. Nýr skemmti-
staðurer því velkominn, þvi'hann
eykur möguleikana á þvi að kom-
ast einhversstaðar inn án þess að
verða holdvotur eða kalinn.
Gallinn er hinsvegar sá að þessi
nýi staður eykur ekki mikið uppá
fjölbreytni i skemmtanah'fi. Hann
er að visu á öðrum stað á Stór-
Reykjavi'kursvæðinu en hinir
staðirnir, en að öðru leyti er hann
afskaplega keimlikur þeim.
Skemmtistaðir borgarinnar hafa
um helgar boðið uppá það sama
lengi, þ.e. áfengi, tónlist, dansgólf
og sæti, þó húsakynnin séu mis-
munandi aðlaðandi. Að fara á
slikan stað hefur jafnlengi verið
hefðbundin helgarskemmtun
Reykvikinga. Manhattan breytir
engu i þvi sambandi.
Þjónustustúlkur Manhattan eru klæddar á óvenjulegan hátt
En tfskusýningarfólkið á heidur venjulegan
NEFS hefur hleypt miklu lifi i tónlistina að undanförnu, og þar verða
nú tekin upp „þurr” kvöld fyrir yngstu tónlistaraðdáendurna.
NEFS-kvöldum fjölgar:
„Á eftir að efla gengi
rytmiskrar tónlistar”
„Reksturinn á NEFS-klúbbn-
um hefur gengið mjög vel. Að
visu hefur rokkið verið yfir-
gnæfandi, þarseni þeir hafa verið
i svelti, eftir að erfitt varð um vik
á Borginni”, sagði Vernharður
Linnet hjá Jazzvakningu, þegar
hann var spurður um hið nýja
musteri lifandi tónlistar i landinu.
Vernharður sagði, að djass-
kvöldin myndu byrja i þessum
mánuði, og yrðu þá minnst tvær
hljómsveitir á kvöldi til að fjöl-
breytnin mættivera sem mest, og
þá sagði hann að trúlega yrðu
gesta sólistar, sem lékju með
Wjómsveitunum. Stefnan væri að
fá hingað erlenda sólista, bæði i
djass, blús og rokki til að leika
með innlendum hljóðfæraleikur-
um.
Þar sem NEFS-klúbburinn er
með vinveitingar hefur orðið að
meina yngri tónlistaraðdáendum
aðgang. A þessu verður nú ráðin
bót, þvi fyrirhugað er að bæta
miðvikudagskvöldunum inni, og
verða þau „þurr”, eins og i þá
gömlu góðu daga.
Vernharður sagði, að með
þessum klúbbi væri fyrst kominn
grundvöllur til að fá hingað
erlenda sólistai rytmiskri tónlist,
til að spila með Islendingum.
„Þessi klúbbur breytir þvi, að
þarna er öruggur samastaður.
Það þarf ekki að vera að betla
húsnæði. Auk þess höfum viðyfir-
leitt ekki.fengið neins staðar inni
um helgar. Það er ekkert vafa-
mál, að klúbburinn á eftir að efla
mjög gengi rytmiskrar tónlistar i
landinu’,’ sagði Vernharður
Linnet.