Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.10.1981, Qupperneq 17

Helgarpósturinn - 09.10.1981, Qupperneq 17
17 „Ég minnist pabba gamla. Hann var vist litill maður eða a.m.k. ósköp venju- legur maður. En hann leit ekki þannig á sig. Fyrst var hann bilstjóri, siðan bóndi ogeignaðistsitrónulund. Það var aumasti sitrónulundur i allri Kaliforniu, það megið þið bóka. Hann seldi hann áður en olia fannst þar i jörðu. Þá gerðist hann kaup- maður. En hann var mikilmenni þvi að hann sinnti vel starfi sinu og það skiptir öllu máli hverjar sem afleiðingarnar verða.” Hann kostaði kapps um að lofa föður sinn en gaf jafnframt i skyn að gamli maðurinn hefði verið auli og hrakfalla- bálkur, seldi jörðina áður en olia fannst þar. Ýmsir ibúanna i Yorba Linda heyrðu þessi kveðjuorð fráfarandi forseta og þau komu þeim spánskt fyrir. Þeir sögðu að olia hefði fundist i grenndinni en ekki á jörð Franks Nixons. Þar var aldrei borað. Það er oft erfitt að úrskurða hvað er satt og hvað er logið i sögum Dicks, jafn- vel i bernskuminningum hans. Oft færir hann viljandi i stilinn. Hann hafði oft sagt þessa oliusögu og hún hafði næstum jafn- oft verið leiðrétt opinberlega. Richard Nixon lagði allt kapp á að lýsa öskurapanum föður sinum sem baráttu- jaxli. t blaðaviðtali árið 1968 lýsti hann karli sem „glaölyndum og góðlyndum”. En Frank Nixon var alla tið öskureiður maöur, haldinn magasári allt frá fyrstu árum hjónabandsins, og hann eitraði allt af hatri innan fjölskyldu sinnar, segir i nýlegri úttekt á sálarlifi Nixons i banda- riska timaritinu Mother Jones. í reiðiköstunum refsaöi Frank sonum sinum harðlega. Þegar Dick óx úr grasi útdeildi hann lika refsingu en það var með allt öðru hugarfari. Refsing hans var út- hugsuö og oft framkvæmd þannig að hann kom þar ekki beinlinis sjálfur nærri. Stundum beið hann þess i mörg ár að stund hefndarinnar rynni upp. Frank Nixon notaði oft peninga sem refsivopn. Hann létkonu sina og syni gera grein fyrir hverjum eyri sem þau eyddu. Betlarar kreppuáranna urðu að vinna fyr- ir bita sinum. Frank fór ekki leynt með nisku sina en Dick var laumunirfill. 1 veislum i Hvita húsinu lét hann færa gestum sinum ódýrt vinglundur en sjálfur drakk hann rándýrt vin úr flösku sem vafin var pentudúk svo að merkið sæist ekki. Frank Nixon var uppstökkur og óút- reiknanlegur á sinum yngri árum meðan hann var fátækur en þótt honum vegnaði betur þegar fram i sótti var hann jafnerf- iður i umgengni sem fyrr. Dick Drekabani „Áður en ég kom fyrst til Washington hafði ég vist gert mér barnalegar hug- myndir um embættismenn, leit á þá sem eins konar drekabana.” Richard Nixon 1958. I kosningunum 1946 var þess ekki farið á leit við Nixon að hann dræpi dreka en felldi dýrling, Jerry Voorhis, sem haföi setið á þingi i tiu ár og naut gifurlegra vinsælda i kjördæmi sinu sem fram til þess hafði verið hlynnt repúblikönum. Þeir voru margir, þar á meðal Nixon, sem töldu Voorhis fyrirmynd söguhetjunnar i kvikmyndinni Smith fer til Washington þar sem hið góða sigrast á illum öflum á þingi. Nixon naut sin aldrei nema hann ætti óvini. Hann beitti öllum ráðum til að sigr- ast á óvinum sinum en aldrei viðurkenndi hann aö hann léti kné fylgja kviði þegar þeir voru fallnir. Þegar á þessum árum hafði Nixon til- einkað sér tilburði leikarans (trúðsins, segja sumir) og þegar hann var i sókn var oft erfitt að greina hvort þar fór hinn tæki- færissinnaði stjórnmálarefur á uppleið eða hvort hann var knúinn hatrinu sem gripið hafði sál hans á bersnkuárum og hann aldrei getað losnað við. Voorhis fór verr út úr kosningaslagnum en nokkurn hafði órað en Nixon fékk illt orð á sig fyr- ir ódrengilegar baráttuaðferðir en hann hélt áfram ótrauður og beitti sömu belli- brögðum þegar hann bauð sig fram til öldungadeildar árið 1950. Voorhis átti auöuga að og lauk lagaprófi frá Yale. Hann var sósialisti á yngri árum sinum og notaði hluta af auðlegð fjöl- skyldunnar til að koma á fót heimili fyrir munaðarlaus börn. Hann naut mikillar viröingar innan þingsins en var talinn rót- tækur og tók sér gjarnan fyrir hendur að berjast fyrir vonlausum málefnum. Árið 1939 útnefndu blaðamenn hann heiðarleg- asta þingmanninn. Þegar Japanir, búsettir i Kaliforniu, voru settir i fangabúðir eftir árásina á Pearl Harbour, var Voorhis einn fárra þingmanna sem þorðu að mótmæla þessu athæfi. Hann hafði litlar mætur á Harry Bridges, formanni sambands hafnar- verkamanna, sem álitinn var kommún- isti, en hann var þvi samt mótfallinn að Bridges skyldi fluttur til Astraliu þaðan sem hann var ættaður. Voorhis mótmælti þegar Standard Oil var veittur einkasölu- samningur við sjóherinn. Þetta aflaði honum öflugra andstæöinga sem studdu Nixon óspart i kosningunum. t kosningabaráttunni lýsti Nixon þvi yfir að kommúnistar styddu Voorhis en lýsti sjálfum sér sem ungum, striös- hrjáðum ættjarðarvini (hann var i sjóhernum i striðinu en fann ekki púður- lykt hvað þá meir) sem ætti i höggi við eyðileggingaröfl kommúnismans. Meö þvi að eyðileggja Jerry Voorhis má segja að Nixon hafi gert bandariskum kommúnistum stórgreiða þvi þeir vildu Voorhis feigan. Á kappræðufundum studdi leíguklapp- lið Nixon en baulaði á Voorhis. Menn voru sérþjálfaðir i aö hleypa upp fundum hjá Voorhis, spyrja hann um stuðning hans við kommúnista og ónáða hann jafnvel á safnaðarfundum. Nixon sigraði i kosningunum með nokkrum yfirburðum. Voorhis sendi honum bréf þar sem hann óskaði honum til hamingju með sigurinn. Nixon svaraði þvi ekki en heimsótti Voorhis siðar á skrifstofu hans til að biðja hann um lista yfirstuðningsmennhans. Voorhis reiddist þessari ósvifni en hélt róseminni. Það sem bjargaði Nixon, eins og svo oft siöar, var það að hann gekk frá andstæð- ingi sinum þunglyndum og miður sin og eins var það að fréttamenn greindu þá ekki jafnmikiö frá baráttuaöferðum og siðar varð. Arið 1946höfðu einkum tveir hópar illan bifur á Nixon. Hinn fyrri var sá þriðj- ungur ibúanna i Whittier, heimabæ hans, sem kaus hann ekki, og hinn hópurinn voru þingmenn, bæði demókratar og repúblikanar, sem gátu ekki fyrirgefið honum meðferöina á Voorhis. Aðstoðarmaður Voorhis, Stanley Long, bar seinna lygarnar upp á Nixon sem svaraði: „Auðvitað vissi ég að Jerry Voorhis er ekki kommunisti en aðalatriðið er að sigra. Þú ert alltof barnalegur”. Nixon var jafnhreinskilinn og fullur fyrir- litningar þegar hann sagði i viðtali við blaðamann: „Voorhis var hugsjóna- maður, eins konar Don Quixote. Hann afrekaði ekkert sérstakt.” Þegar Richard Nixon f luttist burt úr Hvíta húsinu eftir Watergate-hrakfarirnar hélt hann ræðu yfir starfsfólki forsetaembættisins á kveðjustund. Hann játaði ekki sekt sína fremur en í afsagnar- ræðunni kvöldið áður en lét móðan mása um f jöl- skyldu sína, þar á meðal föður sinn sem dó meðan Dick var varaforseti. Hann komst m.a. svo að orði: ,,Það sem þetta þjóðfélag þarfnast er góðir bændur, góðir kaup- sýslumenn, góðir pípulagningamenn (hér rak hann í vörðurnar því orðið hefur víst minnt hann óþægi- lega á Watergate), góðir smiðir.” En orðið smiðir minnti hann á föður hans: Sitthvað um sálarlif forsetans alræmda holrjarpncrti/r/n/~?Fostudagur 9- október 1981 Hvers vegna var Nixon svona lyginn?

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.