Helgarpósturinn - 09.10.1981, Qupperneq 24
24
Föstudagur 9. október 1981 H&lgarpÓsturinn
BLA BLA BLA
Haukur Mortens hefur sent frá
sér litla tveggja laga plötu, en þaö
er hljómsveitin Mezzoforte sem
sá um undirleikinn á plötunni.
Fyrirhugaö er aö Haukur og
Mezzoforte fari i stúdlóiö á ný til
aö vinna aö gerö nýrrar breiö-
skifu. Þaö er Steinar h.f. sem gef-
ur plötuna út.
Þá er Steinar h.f. aö fara I gang
meö aö framleiöa plötur erlendra
listamanna, m.a. meö Ultravox,
sem nefnist Rage og Eden, Mad-
ness sem nefnist 7, en þaö er
þriöja plata þessa pilta. Einnig 12
laga safnplata meö Peter Sar-
stedt, en á nokkrum lögum henn-
ar leikur hljómsveitin Mezzo-
forte, sem getiö hefur sér góös
orös erlendis. Þá má nefna lista-
mennina Blondie, Billy Joel, Pol-
ice, Frank Zappa, Youis, Willie
Nelson, Karla De Vito, Gary Nu-
man og Elvis Costello. Sumsé
Steinar h.f. á fullu.
<P;AnK
o r i ki.ju>ann
/ Hljómsveitin Graflk frá ísafiröi
er I þann mund aö senda frá sér
slna fyrstu hljómplötu. Félagar
hljómsveitarinnar eru fimm, Orn
Jónsson, bassaleikari, Vilberg
Viggósson hljómborðsleikari,
Rúnar Þórisson sem leikur á gít-
ar og syngur, Rafn Jónsson
trommuleikari og slöast en ekki
sist Ólafur Guðmundsson Söngv-
ari. Grafikmenn eru meö allt efni
plötunnar frumsamiö, nema einn
textanna, sem er eftir Þórarin':
Eldjárn. Þeir standa sjálfir aö út-
gáfu plötunnar.
Jonee-Jonee Igóöum filing I Þjóöleikhúskjaliaranum. Ljósm.: Helgiörn.
Jonee-Jonee
leggur línuna
Jonee-Jonee, er ein af þessum
splunkunýju hljomsveitum sem
nú spretta upp eins og gorkúlur
hér á Stór-Reykjavikursvæðinu.
Þegar ég leit inni Þjóöleikhús-
kjallarann á mánudagskvöldiö
var hljómsveitin aö troöa upp i
fyrsta sinn, aöeins mánaðar-
gömul. Ég verö að segja eins og
er að mér leist alveg sérstaklega
vel á þessa hijómsveit. Félagar
hennar höfðu friska framkomu og
voru frumlegir og skemmtilegir I
lagavali sinu.
í hljómsveitinni Jonee-Jonee
eru þrlr strákar. Sá með bláa
hárið heitir Þorvar Hafsteins,
syngur og spilar eitt grip á gitar
(a-moll), Bergsteinn Björgiílfs er
með skærrautt hár og spilar á
trommur og raddar svolitið.
Einar Kristján sé um bassaleik
og söng. Einar er með gult hár.
Það var ekkert því til fyrirstöðu
að rabba við strákana i pásu i
Þjóðleikhúskjallaranum.
— Af hverju heitir hljómsveitin
Jonee-Jonee?
„Þetta er sexí nafn og hljómar
vel ”.
— Sexi??
,,Já, það leitast allir við að
vera sexi, á einhvern hátt.”
Grunntónlist og
afbrigðihennar
— Þetta eru fyrstu tónleikarnir
sem þið spilið á, hvernig stóð á
þvi að þið hófuð samspil?
„Þaö hefur lengi staöiö til og
loksins drifum viö okkur I þaö.”
— Hljóðfæraskipanin er nokk-
uð sérstök hjá ykkur, bassi og
trommur...
„Þetta eru undirstööuhljóöfæri,
rétteinsog litirnir á hárinu okkar
eru grunnlitirnir i litrófinu. Það
má þvi segja að öll tónlist sé af-
brigöi af okkur. Þetta er grunn-
urinn.”
Sexí tónlist og
góðir textar
— Getiði skilgreint tónlist
ykkar ?
„Það er nú það. Hún er sexi.
Við erum samt ekki á linu Adam
and the Ants og ekki á Purrks lin-
unni. Ef við eigum að skella ein-
hverju nafni á tónlistina getum
við sagt aö okkar tónlist sé rabar-
baratónlist. Við viljum gjarnan
nota tækifærið og koma þvi hér á
framfæri að hljómsveitin okkar
er afmælisgjöf til Gisla, en hann
er innan handa i textagerð.”
— Hvert er ykkar yrkisefni?
„Allt og ekki neitt. Og þó ekki
kannski allt. Það er eiginlega
ekkert sérstakt. Textarnir eru
einfaldlega mjög góðir, eins og
allt annað sem frá okkur kemur.
— Þá þykir mér rétt að birta
hér einn góðan texta...
Kerfið
Égvar mættur
skólinn fullur af merkjum
og táknum
en fyrst og fremst stimpill
1,8, 10.
Einn af þúsund
á fremsta bekk
á aftasta bekk.
úr tima í tima.
„Hættiö að auglýsa skósóla
niöur meö fæturna og upp
með skólabækurnar!”
Föstudagur himnariki
mánudagur helvfti
ég var órakaður og illa
tiireika
ég var mættur.
Ég fór einu daginu
kvaddi ekki einu sinni
einn bQI af mörgum á ieiö.
Vinna
færibönd
múrverk.
„Færöu fiskinn hraöar
strákur”!
„Aöra hræru og hafð’ana
betri drengur”!
Á morgun er framtlö
og framtiðinni sleppi ég ekki
kerfiö sleppir mér ekki
og þar sem enginu
sleppir neinum
þá kemst ég ekki.
Ég var drengur en er búinn
að raka mig
einn af þúsund
eiun af mörgum
einn af ...
eiun af ...
eiun af ...
einn af einhverjum.
Enginnrekinn
af lóðinni
— Er gaman að búa á Islandi?
Blái: „Nei”,
Rauði: „Já”.
Guli: „Það væri i lagi ef
ákveðnar persónur yrðu
fjarlægðar.”
„Annars er okkar hljómsveit sú
mest sósíal sem til er. Það er eng-
inn rekinn út af lóðinni.”
— Hvað er svona spennandi við
að vera I hljómsveit????
„Það er að njóta þess að spila
og svo erum við allir exhibitim-
istar (með sýndarmennskubrjál-
æði). Við höfum lengi haft áhuga
á að leggja tónlist fyrir okkur og
vinnum markvisst að þvi.”
— Hafið þið einhverja stefnu-
skrá?
„Nei. Við erum orðnir þreyttir
á öllum stefnum. Það var svo
mikið að gera i dag að við
máttum ekki vera að þvl að
marka hana,” segja strákarnir
að lokum.
Þeir mega ekki vera að þessu
rabbi lengur og þjóta uppá svið og
syngja.
'PÓSTUR OG SÍMI-»
Halló Stuöari!
Ég og viukona min vorum
aö pæla i þvi að i sumar þegar
við vorum að leita okkur að
vinnu vorum við ekki gjald-
gengar i hvaöa störf sem var.
En strákarnir fengu betri
viniiu sem varbetur borguð en
okkar.Okkur fiimst það fúlt að
við fáum ekki jafn mikið kaup
þvi við unnum sko alveg eins
íengi og þeir. Hvaö finnst ykk-
ur? A maður að láta svona
viögangast?
Bless — S -f-1 —F R.
Jú,okkur finnst þetta fúltog
það finnst fleirum. Svona
nokkuð á ekki að láta viðgang-
ast, enda eru stelpur og konur
nú farnarað snúa bökum sam-
an til þess að reyna að hafa
áhrif á misréttiö með þvi aö
bindast samtökum sem berj-
ast gegn þvi. Hérna I Reykja-
vik er Rauðsokkuhreyfingin.
Þau samtök sem láta sig þessi
mál mestu varða. Það gæti
verið þarflegt fyrir ykkur að
heimsækja þær.
t gær byrjaði námskeið hjá
rauðsokkuhreyfingunni þar
sem leitast verður við að
skýra orsakir misréttisins og
reynt að finna leið til lausnar.
Auðvitað gerist ekkert nema
að konur og stelpur berjist
sjálfar gegn misréttinu. Karl-
arnir eru orðnir svo vanir þvi
að hreiðra vel um sig i kerfinu
sem er mótað I kringum
þeirra þarfir.
— Þið getið komið á þetta
námskeið I hreyf ingunni,
gengið i rauðsokkahreyfing-
una. Eða stofnað hreyfingu i
ykkar skóla og rætt málin og
reynt að komast niður á góða
baráttuaðferð. Afram stelpur
. — og góða skemmtun.
Utanáskriftin er
Stuðarinn
c/o Heigarpósturinn
Síðumúfa 11 •
105 Reykjavík
Sími: 81866