Helgarpósturinn - 09.10.1981, Page 26

Helgarpósturinn - 09.10.1981, Page 26
'Í6 Fóstudagúr 9. okfóbér 1981helgarpn^fi irinn eftir Guðlaug Bergmundsson Sjónvarpsauglýsingarnar eru vinsæll dagskrárliður og sýnist þar sitt hverjum, þó ekki geri menn kannski mikiö af þvi að deila um þær á opinberum vettvangi Nýjustu auglýsingarnar frá Innheimtu Rlkisútvarpsins eru þó undantekning frá þessu, þvf um þær hefur verið mikið deilt. Sú sem hannaði þessar auglýsingar er Rósa Ingólfs- dóttir, yfirteiknari hjá Sjónvarpinu. Heigarpósturinn hitti hana að máli og var hún fyrst spurð hvað henni fyndist um alia þá úlfúð, sem auglýsingarnar hefðu skapað. Kynhvötin mikilvæg 1 „Mér finnst þetta ánægjulegar umræður, vegna þess, að mér finnst ekkert gaman að fá eingöngu hól. Það var gaman, að hún skyldi fá blandaðar umræður, og að fólk vildi tjá hug sinn. Þar með er tilganginum náð. Það dýr- mætasta i auglýsingagerð og allri listsköpun er hugmynd- in. Þá er auglýsingasálfræðin mjög mikilvæg, og til að ná fram vissum áhrifum, verður að spila á ýmsa strengi. Það er viðurkennd staðreynd, að kynhvötin er mikilvæg, og það má lita allt aftur til aldamóta, þar sem kynhvötin var mikilvægur þáttur á auglýsingaplakötum”. Rósa sagði að texti þessarar auglýsingar hefði veriö gjörsamlega geldur og myndin átti að vera þannig að maðurinn sæti við borð og læsi textann. Þá hefði verið eins gott að gera skyggnu. Eini ljósi punkturinn i textan- um hefði veriðsiðasta setningin, „Þeir spara, sem borga á réttum tima”. „Það er slóganið, og slógan er mjög mikilvægt i auglýs- ingum”, sagði Rósa. Hún sagði, að þegar hún heyrði lag Mezzoforte, Stjörnu- hrap, hefði hún viljað nota það, þar sem það væri mjög vel heppnað. Einnig hefði. hún séð það fyrir sér, að setja aug- lýsinguna upp kóreógrafiskt. „Rikisútv. er virt stofnun, og þar af leiðandi fannst mér viöeigandi að klæða manninn i smóking. Þannig er hann hefðbundinn og fastur fyrir. En það er ekki nóg að láta manninn segja þessa setningar og snúa sér við á pall- inum. Þetta er myndrænn miðill, og þá naut ég góðs af námiminu sem leikkona. Ég gatsett þetta á svið”. Rósa leitaði siðan til Báru Magnúsdóttur, sem samdi dansanna og valdi tvær stúlkur úr dansflokki sinum til að koma fram i auglýsingunni. „Auglýsingin er hugsuð symetriskt, og ég er að reyna að mýkja upp þennan texta með stúlkunum. Ég samdi þetta kynlaust, þó ég væri kona. Ég er ekki fanatiker. Ef eitthvað er hættulegt hér i heimi, þá er það fanatik. Ég álit, að það væri margt betra, ef ekki væri nein fanatik. Við höfum öll jafnan rétt á aö hafa okkar skoöanir, hvort, sem við höfum rétt eða rangt fyrir okkur .” Rósa sagði, að Guðrún Helgadóttir hefði hringt i út- varpsstjóra vegna auglýsingarinnar. Siðan var haldinn fundur daginn eftir, þar sem myndin var skoðuð, en út- varpsstjóriekki séð ástæðu tilað banna hana. Siðan hefði Jafnréttisráð komið i málið og farið fram á það, að aug- lýsingin yrði tekin út. Auglýsingin hefði hins vegar ekki verið tekin út af dagskránni fyrr en eftir næstu helgi þar á eftir. „Ég lit á þetta sem fótboltaleik”, sagði Rósa. „Við mættum til leiks, og ég sigraði 3—1, og ég þakka þeim fyr- ir drengilega samkeppni. Mér fannst vera sannkölluð Is- landsglima i þessu og fannst það sanna, að viö erum komnar af vikingum. Ég óska Guðrúnu Helgadóttur og konunum i Jafnréttisráði ails góðs, og ég ætla bara að vona að þær fari sérækki að voða. Við Bára erum tvær venjulegar islenskar konur, sem höföum heiðarleikann að leiðarljósi við gerð þessarar auglýsingar, og höfðum engan þrýstihóp á bak við okkur. Við stöndum og föllum með þvi, sem við gerum sjálfar, og það ætti að vera meira um það. En mér þykir miður, að jazzballett skuli hafa orðið að þola þá niðrandi umræðu, sem auglýsingin hefur skapað, þar sem ég er dygg stuön- ingsmanneskja jazzins.” Standa og falla — En hvernig fara þinar skoðanir og skoðanir Rauð- sokka ekki saman? „Mitt mótto er að standa og falla með þvi, sem ég geri sjálf. Ég hef ekki á bak við mig pólitískan flokk eða sam- tök. Og konan má aldrei gleyma þvi, að hún er fyrst og fremst kona, og hún má ekki svikja það. Konan má ekki Spjallaö v/ð Rósu Ingólfsdóttur auglýsingateiknara „Án róman- tíkur værum við dauð” mynd: Jim Smart leika karlmann til að ná upp á valdatindinn. Hún nær þvi öllu einfaldlega meö þvi að vera kona.” — Hvernig þá? „Með þvi að vera hún sjálf. Ég held, að þessi bægsla- ganguri kynsystrum minum i Rauösokkahreyfingunni sé um margtþeim sjálfum að kenna. Ég held, að kona, sem vill leika karlmenn, sé kona, sem hefur beðið mikinn ósig- ur i svefnherbergi sinu. Við megum ekki gleyma þvi, að tæknin hefur auðveldað konum að fara út á vinnumarkaðinn. Hún sest upp i bíl, stimplar sig inn, og sest við ritvél eða tölvuvæddar vélar. Þetta hefur gert konuna uppvöðslusama. Konan má ekki gleyma þvi, að maðurinn hefur handaflið. Hann er byggð- ur i þrihyrning með þungann upp á við, handaflið. En kon- an er byggð i þrihyrning með þungann að neðan, til að fæða börn. Mér finnst geysilega mikill sannleikur i þessari samlikingu. Innst inni vill konan hafa manninn sterkan. Hún vill finna, að hún geti leitað til hans og hallað sér að honum, og ég býst við að karlmenn vilji hafa það þannig, að konan sé kvenleg en ekki karlmannleg.” — Má þá skilja þetta þannig, að þér finnist, að konan eigi ekki að vinna úti, t.d.? „Það, sem ég á við, er að aðstæður geta verið þannig að konan er ekki gift, og þar af leiðandi vinnur hún sitt starf. Konur eiga ekkert að vera að gifta sig, ef þær eru ekki til- búnar til þess, og láta sér leiöast i hjónabandi eða sambúð, og subba út karlmenn. Það er mesti glæpur, þegar fólk býr saman og er að eyðileggja hvort annað. Þá er betra að vera einn og stunda sina vinnu þar til maður er tilbúinn. Ég tel, að ef það er til sannur þjófnaður i henni veröld, þá sé það mannorðsþjófnaður. Þar á ég við, þegar fólk býr saman og er að skita hvort annað út. Við erum öll jafn rétthá borin i þennan heim til þessaðfá það besta. Ekki til að dæma eða ata út, heldur til að skilja. Ég held, að ef fólk gæfi sér tima til að hugsa og skilja, þá færi margt betur.” Rómantikin nauðsynleg — En hefur hin kvenlega imynd ekki fölnað eitthvað i jafnréttistali siðustu ára? „Það er tæknin, sem hefur auðveldað konunni innreið- ina á vinnumarkaðinn. Við íslendingar erum mjög vel búnir, við erum snyrtilega kiæddir. Fólk er farið að draga meira fram þetta kvenlega og karlmannlega. Það er að koma aftur þessi rómantik i klæðaburði og hugsunarhátt ungs fólks. Smekkleysi i klæðaburði hefur dregist aftur úr, en snyrtimennska og hreinlæti fer vaxandi hjá unga fólkinu.” — Er rómantikin nauðsynleg? „Hún er það nauðsynlegasta i lifinu.” — Hvers vegna? „Án rómantikur værum við dauð.” — En hvað er þetta, sem þú kallað rómantik? „Það, sem ég kalla rómantik, er að kona þori að vera kona og maður þori að vera maður. Ef þetta er, þá er lifið eðlilegt, þá næst þessi rómantik, sem við innst inni þráum þrátt fyrir allt.” — Þú talaðir áðan um tölvuvæddar vélar. Er þessi rómantik möguleg nú? „Hún er möguleg með jákvæðri hugsun. Maður verður aðstaldra við, halda i sjálfan sig og hlúa að. Það má ekki gleyma þvi, að þrátt fyrir tölvurnar, erum við manneskj- ur. Ef við gefum okkur tima til að hugsa um hvar við erum stödd, þá tekst okkur að hlúa að jákvæðu og mannlegu lifi, þrátt fyrir ómanneskjulega tækni á margan hátt.” — Nú ert þú að æfa i róttækum kabarett. Samræmist það þinum lifsskoðunum? „Leikari má aldrei láta pólitiskar skoðanir hafa áhrif á s'ina Tistskopun. 'Hann verður að vera óskrifað bláö. Siðan eins og málari litar hann persónuna smátt og smátt ög skapar hana. Þegar hann er búinn, tekur hann persónuna af trönunum og verður aftur hlutlaus. Leikari veröur allt- af að sýna hlutleysi, annars er hann falskur.” Þannig að það truflar þig ekki, þó þú leikir persónu, sem er andstæð þér? „Nei, það truflar mig á engan hátt, en gefur mér ákaf- lega mikið. Þetta hlutverk, sem ég er að æfa, er mjög margslungið og krefst alls, ég syng, leik og dansa. Það er ómetanlegt að fá tækifæri til að túlka svona margslungið hlutverk. Þaðer hægt að komast auðveldlega út úr öllu, en maður verður að taka áhættu i lifinu. Það er ein af stærstu skyldum okkar. Ef maður þorir það ekki, getur maður pakkað saman og flogið upp i skýið.”

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.