Helgarpósturinn - 23.10.1981, Side 11
11
Jielgarpásturinnl^^L
23. október 1981
aö játa á mig 13 ára við þá Jehóva, Jesú og
heilaga anda alla til heimilis á Himnum i
Guðsþinghá, og nú hér stadda. Ennfremur
vottið þið, að nafn mitt, Helgi, er ekki tengt
himnafeðgum né heilögum anda. Ég er laus
allra skuldbindinga við þá og mótmæli
þeim mannhatursjónarmiðum, sem eru
uppistaða þess endemis kristindóms.
Það hefur enginn borið brigður á það, að
með þessu hafi ég ónýtt skimarsáttmálann,
en ég þurfti náttúrlega að koma ónýt-
ingunni i þjóðskrána, þvi að þar er tvisvar
sinnum skráð, að ég hafi gert skirnar-
sáttmála. Siðan þá, 16. október 1966, hef ég
verið að berjast fyrir því, að fá það skráð í
þjóðskrána, að ég sé búinn að ónýta
skirnarsáttmálann, en mér hefur ekki
heppnast að fá Klemens Tryggvason til að
gera það. A sinum tima-fór ég i mál við
Magnús frá Mel, sem þá var Hagstofu-
málaráðherra, af þvi að hann neitaði að
fyrirskipa Klemensi að skrá ónýtinguna.
Þetta varð að Hæstaréttarmáli, og þvi var
visað frá.”
Glæpaverk ríós
— Enskiptirþaðiraunog veru einhverju
máli hvort þú ert skirður og fermdur?
„Þetta er siðferðisatriði fyrir mér, sem
Kristlingum gengur illa að skilja. Ég lit á
þetta sem svivirðingu fyrir mig, að þessi
ósköp skuli vera skráð i persónuheimild
minni, þjóðskránni, sem kemur til með að
vera eina heimildin um mig, að ég játi það,
að úldið Arabakjöt gangi aftur og skjótist
svo upp iloftiðmeð skit og öllu saman.”
— Hver erþá ástæðan fyrirþvi', að það er
ekki færtinn i þjóðskrána, að þú hafir ónýtt
ski'marsáttmála þinn?
„Landsferðurnir hafa ekkert gefið upp
um það. Þeir visa mér alltaf frá Heródesi
til Pitatusar. Ég er reyndar hættur svo-
leiðis arki,þegar ég sá, að ég gat ekki kom-
ið þessu til leiðar með friðsamlegu móti,
eftir 30 ára baráttu. Ég ákvað þá að fram-
kvæma einhver ofbeldisverk til að vekja at-
hygli samfélagsins á glæpaverki riós á
mér. ”
— Ríós?
„Rió er skammstöfun á rfkisvaldi
islenskra óþokka.
Ég byrjaði áþvi að gefa konu minni minn
part ieignum okkar, húspartinn, hefilbekk-
inn minn, sporjárnin og allt dót. Svo sæmdi
égþá skyrinu rétt á eftir. Þegar ég var bú-
inn að því, var ég ndttúrlega dæmdur,
eins og vant er, i gæsluvarðhald og til að
láta sálgreinast á Kleppi. Það var tekin
geðskýrsla af mér. Það er ekki hægt að
taka geðskýrslu af þeim, sem ekki
samþykkja það, en Tómas Helgason kom til
min i tugthúsið á Skólavörðustignum og
sagði, að sér þætti betra, að ég féllist á að
láta taka skýrslu. Nú, mér var ekkert fast i
hendi með það. Það var ölafur Grimsson,
sem tók skýrsluna af mér, en þá var ég bú-
inn að fasta i marga sólarhringa.
Það var helvitis álag að láta taka þessa
geðskýrslu. Þar voru t.d. fimm hundruð
fullyrðingar, prentaðar á Wað, og ég átti að
láta plús eða minus við hverja fullyrðingu.
Til dæmis var ein svona: Ég trúi þvi, að
prestur geti gert kraftaverk með handayf-
irlagningum. En ég strikaði allt út, sem
viðkom himnadraugum og prestum.
Þeir nenntu ekki að fara að mata mig i
gegnum slöngu og afléttu þess vegna þessu
gæsluvarðhaldi. Ég át hvorki i tugthúsinu
né á Kleppi og ansaði ekki þessum lúsa-
blésum eftir að þeir voru búnir að taka mig
höndum. Það geri ég aldrei og ég ét ekki
mat hjá þeim. Núna væri ég i Siðumúla-
tugthúsinu, að öllu forfailalausu, ef ég hefði
étið. Fulltrúi sakadómara kom tvisvar til
min i tugthúsið núna seinast og sagði, að
það þyrfti að skylda yfirlæknana til að
geyma mig á Kleppi til 2. desember og taka
af mér geðskýrslu á þeim tima. Þetta sagði
hann mér i fyrra skiptið, en siðan kemur
hann daginn eftir og segir, að beiðninni hafi
verið synjað. Þeir vildu migekki á Kleppi.”
Þið getið ekkert sagt”
— Þú segist hafa farið út i þessi ofbeldis-
verk til að vekja athygli á ofbeldisverkum
riós, en heldur þú ekki að þú missir samúð
almennings með þvi að fremja þessi ofbeld-
isverk?
„Ekki get ég fullyrt um það hvers samúð
ég tapa, en það er staöreynd, að ég verð að
hafast aö. Núna hefur t.d. alltof langur tími
liðiö, án þess ég heföist nokkuð að, og það
eru vissar ástæður til þess. Mér hefur verið
láð allt, sem ég hef tekið mér fyrir hendur,
hvort, sem það hefur verið skyr, eða máln-
ing,eða tjara, sem ég hef sæmt landsfeður
eða hús með. Svo þegar ég spyr ykkur,
sannkristna lýðræðissinna, hvað ég eigi að
gera til að hreinsa sóma minn af þessum
svi'virðingum, sem skráðar eru i þjóð-
skránni, þá dettur botninn úr ykkur. Þið
getið ekkert sagt um það sem ég eigi að
gera, en þið bara fordæmiö það, sem ég
geri. Það hefur margsinnis verið sagt við
mig, að ég skuli ekkert vera að bauka við
þetta, landsfeðurnir láti aldrei undan með
það að skrá það i þjóðskrá, að ég sé búinn
að ónýta skirnarsáttmálann. Það er til of
mikils mælst. Það er sitthvað að gefa upp
alla baráttu, eða hafa rökstudda von um að
fá kröfunni framgengt.”
— Ætlarðu að halda baráttunni ótrauður
áfram?
,,Já,já,þaðer llklegt, en ég hugsa að ég
spari nú íengst riffilinn minn. Ég mun
halda áfram baráttu minni i einhverri
mynd. ”
— Heldurðu að þessi barátta þin muni
bera einhvem árangur, einhvern tima?
,,Tii þess eru refirnir skornir. Ég mála
það þannig upp fyrir mér, að þetta sé sann-
gimiskrafa, af þeirri rökstuddu ástæðu, að
ef skráð verði i þjóðskrá:Helgi Hóseasson
eyðilagði skirnarsáttmála sinn 16. október
1966, þá stæði ég jafnfætis þeim, sem aldrei
eru skirðir, og aldrei hafa játað þessi ósköp
á sig. Mér finnst þetta vera svo augljóst
réttlætismál aðég fái þessu framgengt, þar
sem ég er forráða og fullorðinn þegn, og
heimta engin sérréttindi.”
Auglýsið í
Helgarpóstinum
Baðsápan og sjampóið
aö lokinni keppni eða æfingu
Heildsölubirgðir
Holldór Jónsson hif
Heildverslun Dugguvogi 8-10 sími 86066.
Byggingavör
Timbur
• Flisar
• Hreinlætistæki
• Blöndunartæki
• Gólfdúkar
• Málningarvörur
• Verkfæri
• Baöteppi
•Baöhengi og mottur
• Hardviður
+Spónn
•Spónaplötur
*Viðarþiljur
•Einangrun
•Þakjárn
•Saumur
* Fittings
Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar
alltniðuri 20%
útborgun og eftirstöðvar allt að
niU mánuðum
Við höfum flutt okkur um set, að
Hringbraut 119,
aðkeyrsla frá Framnésvegi
eða inngangur úr Fatadeild JL-hússins
Opið fimmtudaga til kl. 20, föstudaga
til kl. 22 og laugardaga til hádegis
ATH.: Við opnum kl. 8 á morgnana
byggingavörur
Hringbraut 119 - Simar: 10600 og 28600
J L