Helgarpósturinn - 23.10.1981, Page 16
16
Föstudagur 23. október 1981
viðlai: Gunnar Gunnarsson
Jielgarpósturinn_____helgarpósturinn
'Föstudagur 23. október 1981
Jón t hlutverki Súpermanns I „Jóa” eftir Kjartan Ragnarsson. Tii hægri Jóhann Sig-
urösson, sem ieikur Jóa.
Jón Hjartarson leikari og rithöfundur er án efa sá fsienskra leik-
húsmanna, sem viöast hefur lagt hönd á pióginn innan leikhússins.
Og reyndar hefur þessi rauöhæröi Snæfellingur viöar starfaö en á
snærum Þaiíu. Hann var biaöamaöur um árabii og um eitt skeiö rit-
stjóri grínblaösins „Spegillinn”, sem er fyrir nokkru burtsofnaöur
úr þessum heimi.
Aö fenginni nasasjón af daglegum önnum Jóns, kemur rólegt fas
hans nokkuö á óvart. Hann pírir augun, brosir vingjarnlega og ligg-
ur ekkert á. Þegar hann svo byrjar aö tala, veltir hann oröum og
setningum fyrir sér, svo manni dettur i hug sæikeri sem skoöar
krás á diski. Þaö er eins og hann horfi á hvert umræöuefni úr fjarska
og alit I einu tekur hann sig svo til og nálgast þaö, hratt og örugg-
lega.
Reyndar var þaö ekki meira en svo, aö rauöhæröi Sandarinn léti
til leiöast aö spjalla viö blaömann, fengist til aö trúa penna skrif-
arans fyrir oröum sinum. Viö settumst þar sem viö gátum horft út
yfir Tjörnina, þar sem margir isienskir leikarar hafa sest niöur
stundarkorn og velt fyrir sér ieiklistinni og lifinu.
Jón hefur um nokkur undanfarin ár veriö formaöur Leikfélags
Reykjavikur — auk þess aö leika á fjöium þess og skrifa. Hann er
einn af þessum aldursiausu mönnum, hefur veriö eins alla ævi,
segja þeir sem þekkja hann. Viö tökum þeim oröum reyndar meö
varúö. En maöurinn er aö minnsta kosti ekki fertugur enn — og
kemur kannski einhverjum á óvart, einhverjum sem hefur nýlega
séö hann leika meistara Þórberg I Ofvita Kjartans Ragnarssonar.
Vönum leikhúsgesti skjöpiast heidur ekki, þegar hann dregur þá
ályktun, aö Jón sé oröinn þroskaöur leikari.
Leikarl, leikstjðri, hölundur
„Ég veit þaö ekki. En þaö hlýtur nú aö
hafa veriö einhver þrá til aö skapa. Þessi
sama þrá sem hefur rekiö mann út i ýmis-
legt annaö. Þegar ég var i blaöamennsk-
unni, fannst mér þaö starf alla tiö vera of
þröngur tjáningarmiöill. Mér lét miklu bet-
ur að skrifa út frá sjálfum mér, heldur en
aö skrifa einhvers konar staöreyndir úr
þjóðfélaginu. Ég vildi gefa hugmyndaflug-
inu lausan taúminn. Ég var ekki góöur
rannsóknarblaðamaöur.
Nú — leikhúsi kynntist ég ekki fyrr en ég
var kominn um t.vltugt. Ég ætlaöi mér
vitanlega aö veröa skáld og mikilmenni,
þegar ég var aö alast upp”.
Hafa draumarnir úr bernskunni ræst?
„Ég reikna með aö þeir óræöu draumar
sem maöur haföi, hafi ekki náö fram að
ganga, ekki á þann hátt sem maður Imynd-
aöi sér fyrir löngu. Ég hef unnið á fjöl-
breytilegan máta innan leikhússins, verið
leikari, leikstjóri og höfundur. Það hefur
lika veriö svo undarlegt meö mitt starf inn-
an leikhússins, að hlutirnir hafa einhvern
veginn leiöst hver af öörum”.
Hver er þinn metnaöur i leikhússtarfi?
„Ég er ekki karrieristi — það er á hreinu
— og þaö er likast til mikið þess vegna, sem
ég hef oröiö þessi altmuligtmaöur i leik-
húsinu”.
En ertu þá ánægður meö fjölbreytileika
starfsins?
„Starfiö er fjölbreytilegt, þaö er satt, en
það er ekki algengt aö menn nái sérlega
langt á mörgum sviöum. Það er fátitt að
menn séu bæði afburöaleikarar og um leið
frábærir leikstjórar. Ég er ekki slfkur of-
viti”.
Hvernig finnst þér aö leikhús eigi að
vera?
„Þaö er vafalaust hægt aö reka leikhús
með þvi aö segja ekkert annað en aula-
brandara. En ætli mönnum fyndist hátt ris
á þvi leikhúsi? Þar meö er vitanlega ekki
sagt, aö þaö sé ekki góö iðja að skemmta
fólki. Skemmtanalöngunin er hins vegar
einaldlega þannig, að henni verður ekki
fullnægt, öðruvisi en aö hún komi einhvers
staöar i námunda við veruleikann, og sé
jafnframt ekki mjög langt frá andstæöu
sinni. Þaö er einmitt þessi andstaöa
skemmtunarinnar, sem er uppspretta
gamanseminnar. Þaö er ekki út i bláinn, aö
leikhúsiö er táknaö með tveimur grimum,
sem allir kannast við”.
Nú er sagt, aö leikhús megi ekki vera
leiðinlegt — er þá ekki einaldast aö leika
bara gamanleiki til að sleppa viö aö vera
leiöinlegur?
„Þaö er rétt. Leikhús má ekki vera
leiðinlegt, en þaö er ekki þar meö sagt, aö
þaö þurfi alltaf aö vera svo óskaplega fynd-
iö. Mér finnst aö aöalatriðið hljóti að vera
að hræra áhorfandann, tilfinningalega eða
vitsmunalega,og aö fólk upplifi hluti sem
þaö telur sig ekki upplifa annars staöar.
Það er þessi sama upplifun, sem heldur
leikaranum vakandi — að minnsta kosti
þegar vel tekst til”.
Að predika á lelksvlði
Umræða um menningarmál getur oft
oröiö heiftúöug á Islandi, og vist er um þaö,
aö leikhúsið hefur ekki farið varhluta af
margvislegum áhuga manna á leiklist,
tilgangi hennar og markmiöi. Leikfélag
Reykjavikur viröist, aö minnsta kosti ef
tölur um aösókn eru skoöaöar, njóta mikilla
vinsælda meöal almennings. Leikhúsið
viröist lika leitast viö aö sýna leikrit af
ýmsum toga — og kannski er þaö þessi
„salat-stefna”, sem sumir vilja kalla, sem
m.a. veldur þvi aö þeim róttækari i hópi
leikhúsmanna finnst brýn þörf á róttæku
leikhúsi sem vinni markvissar aö pólitiskri
upplýsingu, virkari þátttöku leikhússins i
pólitískri réttindabaráttu. „Leikhús má
ekki veröa þröngsýnt i sinni tjáningu”,
sagði Jón, „en þaö er eins og smekkur
manna gangi i bylgjum. Um tima þótti ófint
aö sýna gamanleiki. Núna viröast menn svo
orönir óskaplega hræddir viö predikanir.
Kannski var predikaö of mikiö um
tima — en ég sé ekkert á móti þvi aö leik-
hús prediki — ef þaö er gert meö aðferöum
leikhússins. Menn veröa aö finna sinar
leiöir, leiöir til aö segja þaö sem þá langar
til aö segja. Þaö er hættulegt aö halda I
venjur vegna þess aö venjur breytast svo
hæglega i fordóma”.
Háð eða gððlállegl grín
öðru hvoru spretta upp i leikhúsheimin-
um sterkir kenningasmiöir — fara útlendir
straumar ekki mikiö framhjá islensku leik-
húsi?
„Þeir skila sér nú merkilega vel hingaö.
Kenningasmiðir leikhússins eru náttúrlega
nauðsynlegir, en viö — hér og nú — verðum
aö láta eftir okkur ákveðiö frelsi i fram-
setningu. Svo er annað mál, hvaö viö viljum
segja. Ég held aö það sé gott leikhús, sem
vill i einlægni vekja manneskjulega hugs-
un. Og þá hugsun má vekja meö nöpru háöi,
góðlátlegu gamni eöa grafarþungri al-
vöru”.
Leíkari sem yrkir
Nú hefur þú fengist viö svo margt innan
leikhússins — hvaö finnst þér skemmtileg-
ast aö fást viö?
„Reyndar finnst mér skemmtilegast að
fást við að yrkja. Og þá meina ég ekki aö
yrkja kvæöi, heldur allt eins að yrkja fyrir
sviðið — og þaö er þaö sem leikarinn er
vitanlega að gera — ásamt með höfundi,
leiktjaldamálara, leikstjóra. Það er af-
skaplega skemmtilegt þegar vel tekst til.
Þá er gaman aö vera þræll i þessari smiöju,
sem i sameiningu yrkir fyrir sviðið”.
En er ekki erfitt aö hrinda þessari sam-
virku smiðju i gang, þannig aö allir séu með
i skáldskapnum?
„Þaö getur verið þaö. En mér finnst allt-
of oft, aö menn einblini á aðeins einn þátt
' þessarar maskinu, sem leikhúsiö er. Menn
koma og skilgreina leikritiö sérstaklega,
leikstjórnina sér og svo leikmynd og leik
einstakra leikara sér. Allir þessir þættir
eru settir á snn bás. Það er vel hugsanlegt
að það komi stundum upp svona sýningar,
þar sem liggur beint -við aö greina alla
þessa þætti og skipa á sina bása, en ég hef
ekki trú á að slikar sýningar séu góöar”.
Framlarír
Leikhús er sá þáttur heimsmenningar-
innar,sem stööugt er rannsakaöur, stööugt
talaö um, skrifaöar læröar greinar og
bækur — greina menn eitthvað sem flokka
mætti undir „framfarir”?
„Biddu fyrir þér! Þaö verður þróun i
þessari atvinnugrein rétt eins og öörum,en
hún verður ekki meö sama móti. Leikhús
bregst jafnan á sinn hátt viö umhverfi sinu
og nýjum aðstæðum. Þaö veröa sjálfsagt
engar stökkbreytingar og þaö eru til lög-
mál, sem ganga eins og rauöur þráöur
gegnum allt skapandi starf”.
En breytist leikhúsið þá bara eftir
aöstæöum — hvernig greinum viö þróun-
ina?
„Ef við miöum okkur viö vélræna hluti
eins og til dæmisþróun i iönaöi þáer ég ekki
frá þvi aö leikhúsiö fari I þveröfuga átt.
Leikhúsið getur ekki elst viö tæknivæðing-
una og bónuskerfið. Ég er ekki frá þvi, aö
meö tilkomu kvikmynda og svo sjónvarps
og myndbanda, serri nú eru ofarlega i hug-
um,þá hafi leikhúsiö reynt aö hverfa meira
á vit Imyndunaraflsins — það er ekki hægt
aö setja leikhús oni svona niöursuðudósir.
Leikhús getur ekki og á ekki að keppa viö
þessa tækni. Leikhús getur t.d. ekki keppt
við þessa tækni I hreinu raunsæi. Aö
kópiera veruleikann. Fyrir bragöiö fara
menn aö leika á imyndunarafliö, sitt eigiö
hugarflug og áhorfenda. Við sjáum þetta
kannski áþreifanlega i leikmyndunum.
Leikhús er náttúrlega tæknivætt — en
þetta kallar á annars konar tækni, meöal
annars tækni leikarans, tilfinningar, hug-
hrif og annað þaö, sem ekki veröur sagt eöa
sýnt. Þaö er kannski einmitt nú, sem þaö er
brýnast — i öllu þessu tæknirausi og tækni-
daðri — að leikarinn hafi buröi til aö viðra
tilfinningar á ærlegan hátt.
Mér finnst leikhús vera sá vettvangur,
sem stendur næst þvi að vera trúr mann-
legum tilfinningum. Sjónvarp og kvik-
myndir hljóta, eöli sinu samkvæmt, að
standa fjær þessu þýöingarmikla atriði.
Þar er ekkert návigi til staöar. Nú má
enginn misskilja mig þannig, aö ég vilji
mata áhorfendur á tilfinningum. En ég vil
að leikhúsiö vekji tilfinningar hans, aö það
höföi til imyndunarafls hans, þvi að um leiö
hefur leikhúsið skiliö eftir sitt sáðkorn i
huga áhorfandans. Þaö er þaö sem hann
hefur með sér heim að lokinni sýningu”.
FrjókorniO — Mölunin
Er stór munur á aö „sá frjókornum” eða
predika?
„Þaö er griöarlegur munur þar á. Og
mötunin i samfélaginu er ærin. Þaö er hætt
við aö fólk lokist inni meö tilfinningar sinar
og sina eigin frumlegu hugsun og ímynd-
unarafl.
Samfélag okkar hefur öll spjót úti til aö
mata fólk á hugmyndum og skoðunum.
Þessi mötun byrjar i uppeldinu. Skólakerfiö
matar fólk, fjölmiðlarnir mata fólk á marg-
vislegan og lúmskan hátt. Og þaö er náttúr-
lega hætt viö, aö leikhúsiö geri þaö líka og
þaö held ég aö beri aö varast. öll þessi
mötun leiöir af sér félagsiega einangrun.
Þarna getur leikhúsiö komið að gagni. Þaö
býr innra meö hverjum manni þörf á að
koma saman, vera með öörum og upplifa
eitthvað i félagi viö annaö fólk. Þaö undar-
lega hefur svo gerst, eða er aö gerast i okk-
ar samfélagi, aö i staöinn fyrir aukið
félagslif, þá eykst hin félagslega firring.
Sjónvarpið er þarna stór sökudólgur og svo
núna — þetta video”.
Draumur leihhúsmanna
Hverer draumur þinn sem leikhúsmanns
— hvernig viltu að leikhúsiö starfi?
„Þaö hlýtur að vera draumur allra leik-
húsmanna að gera áhorfendur virkari. Það
er aö minnsta kosti viöleitni, sem leik-
húsunum er hollt aö hafa i huga — að reyna
af fremsta megni að ná sambandi við sina
áhorfendur. Það er vandi leikhússins”.
Og þegar blm. segir Jóni, að nú sé nóg
komiðaf alvarlegum vangaveltum um leik-
hús, færist breitt bros yfir andlitið, hann
kveikir i nýrri sígarettu, hallar sér mak-
indalega aftur i stólnum og segist vera á
leiðinni á æfingu. Það er ekki meira en svo
að við trúum honum — en kveðjum þó.
Jón Hjartarson t.v. og Emil G. Guðmundsson t.h. I hlutverkum sinum I „Ofvitanum” —
Þórbergur fullorðinn og ungur.