Helgarpósturinn - 23.10.1981, Page 18

Helgarpósturinn - 23.10.1981, Page 18
 18 Föstudagur 23. október 1981 Jie/garpósfurinrL- Til fundar við meistarana í Meran Karpov og Kortsnoj eigast viö i Merano. Guömundur fylgist meö. LlTIL FERÐASAGA Á FERÐARITVÉL FRÁ HEIMSMEISTARAEINVlGINll ISKÁK Á ITALÍU A þessum timum loftsiglinga, þegar Islendingar hafa náð glæsilegu meti i ferðalögum — miðað við fólksfjölda — má telja vonlitið að ætla sér að segja ferðasögu, hver nennir að lesa slikt? Engu að siður er erfitt að stilla sig um að skrifa nokkrar linur um flugferðina frá Ziirich til Innsbruck og framhald hennar, lestarferð gegnum Brennerskarð til Norðuritaliu. Við komum til Zú'rich i göðu skyggni, svo að fallegur fjalla- hringurinn naut sin vel. Flug- stöðin i Zúrich er afarstör og nýtiskuleg, áreiðanlega ein hinna mestui Evrópu, og virðist haganlega fyrirkomið. Mikil umferð var um völlinn, þessar tvær klukkustundir sem ég dvaldi þar, sægur af fólki i öll- um biðsölum, að koma eða fara, enflestirvoru þó að biða eins og ég. Menn hafa náð ótrúlegum árangri i að stytta flugtimann, en sá timi sem það tekur að komast út á flugvöll og þaðan aftur, og biðtiminn á flugvelli, þetta allt hefur frekar lengst en styst. Afleiðingin er sú að nú fer að jafnaði meira en helmingur ferðatimans i bið af ýmsu tagi. Þetta eflir að sjálfsögðu mjög viðskipti á þessum biðstöðum, en er ekki öðrum i hag. Ég hélt áfram frá Zlirich eftir tveggja stunda dvöl á flug- stöðinni þar. Nú var farartækið litil vél, mjög svipuð Fokker Friendship vélunum heima, en hún var fjögurra hreyfla. Skyggni var gott sem fyrr og gamanvar aðfljúga yfirfjöli og dali, bæi og strjálli byggðir, akra, engi og skóga, og spegil- skyggnd stöðuvötn. Fjöllinurðu hærri og hrikalegrieftir þvi sem austar dró, og siðasta spölin til Innsbruck var á köflum flogið eftir þröngum dalskorningum, svo að stundum virtist ekki nema mjótt bil milli vængs og fjalls. Upp- og niðurstreymi i lofti skiptust snögglega á, svo að stundum hrikti i vélinni og undarlegar tilfinningar gerðu vart við sig i maganum. Þessi hluti leiðarinnar reynir sjálf- sagt ekki minna á flugmanninn en ýmsar erfiðar flugleiðir heima á Islandi. Svo lenti vélin á litlum vingjarnlegum flugvelli i dalverpi við vorum komin til Innsbruck. Og það var bless- unarlega stutt af flugvelli inn i miðbæ, enda varð ég ekki var við neina áætlunarbila á þeirri leið. I huga minum hafa Innsbruck og Brennerskarð lengi haft yfir sér einhvern töfraljóma, sem sennilega stafar frá gömlum kvæðum Daviðsfrá Fagraskógi, — kvæðum sem ég man ekkert úr lengur nema eitthvað óljóst: Gegnum rökkrið Rósamunda rennur gamla Inn, eða kannski var það einhvern veginn öðruvisi. En „smekkur- inn sá sem kemst i ker, keiminn lengi eftir ber”, þessi stemmn- ing hefur lifað i mér sfðan. Kvæði Daviðs frá suðrænum slóðum áttu greiða leið að hjarta ungs manns fyrir hálfri öld, enda var þar um nýtt landnám að ræða í Islenskri ljóðlist, tilaðmynda lýsing hans á ys og þys erlendrar járn- brautastöðvar, þar sem hrynj- andi og hraði kvæðisins endur- speglar lýsinguna sem i orðun- um felst. AUt var þetta gert á svo léttan og leikandi lýriskan hátt, að það seytlaði ósjáifrátt inn ihug ungs og hrifnæms les- anda. Innsbruck sveik mig ekki. Gamla Inn er enn á sinum stað, rennur þvert gegnum bæinn og hefur ekki haf t fyrir þvi að velja sér beinustu leiðina. Það vekur Islendingi notalega kennd að sjá m jólkurgrátt jökulvatn streym a um miðja stórborg, hálfbeislað náttúruafl i steinramma sem menn hafa verið ab slipa öldum saman. Innsbruck er raunar engin stórborg — hún er rétt mátulega stór og hlýlegur bær á sléttum dalbotni, umkringd háum fjöllum. Þar er margt gamalla og fallegra húsa, meðal annars hin fræga höll Maximili- ans, þar sem hann sat á svölum undir gullnu þaki og horfði á lifið á torginu. Þar var einnig mikið af ferðafólki, ekki sist ameríkumönnum. Sá eini dagur sem ég átti i Innsbruck var fljótur að liða. Það hafði rignt um nóttina og maður var ekki alveg viss um hvaða veður dagurinn bæri i skauti si'nu, en vel rættist úr öllu, ekki rigndi meir, og þegar leið að hádegi fór sólin að skina. Ég kom heim á hótel um kvöldið þreyttur af göngu en ekki búinn aö skoða nærri allt sem mig langaði til. Næsta morgun var svo haldið með járnbrautarlegst suður Brennerskarð. Náttúrufegurð er viða mikil á þessum langa fjallvegi, útsýn opnast allt ieinu inn i djúpa hliðardali, maður sér byggðir sem minna á útilegu- manna- eða álfabyggðir í þjóð- sögum. Svo víkurþessi sýn fyrir nýrri jafn skyndilega og hún opnaðist. Stundum komu i ljós bóndabæir á grænum flesjum hátt i hliðarbrekkum, þar sem brattlendi er svo mikið að ekki virtist leið til að beita nokkurri véltækni. Eneittvarþósem alltaf kom i ljós að ný ju þött það hyrfi stund ogstund.ogdróaðsér athyglina ekki siður en fjölbreytileiki og fegurð landslagsins. Þetta var vegur sá hinn mikli sem lagður hefur verið um Brennerskarð og erkallaður Evrópubrúin. Það er i rauninni réttnefni þvi að hann minnir meira á brú en veg, þar sem hann spannar breiða dali og er viða i mikilli hæð yfir jörðu. Þessi Borgarfjarðarbrú þeirra Tirolmanna er steyptur vegur er hvilir á ramm- byggðum steinstöplum sem eru allt að200 m á hæð, þar sem þeir eru hæstir. Akbrautir eru sjálf- sagt f jórar, tvær i hvora átt, en ' stöplarnir sem bera veginn eru undirhonum miðjum. Vegurinn er settur saman úr stórkostleg- um steinflykkjum — og mátti greina samskeytin þegar við vorum nærri brúnni. Hraðlestin þaut fram með þessari feiknan- legu vegbrú, stundum rétt við hliðina á henni, stöku sinnum sáum við niður á hana en oftar bar hana þó við loft. Þannig mjökuðumst við hægt og hægt ofar og ofar, uns að lokum var komið til Brenner á landamær- um Austurrikis og Italiu. Þar er vegabréfa- og tollskoðun stund- um seinleg og ströng að þvi er mér var sagt og tvöföld i þokka- bót. En við sluppum vel við það umstang og héldum áfram eftir stutta bið. En heldur hafði þyngt Ilofti og í suðurhliðum tók að rigna. Jafnframtfór lestin að hægja á sér og stansa oftar. Við þurftum ekki að skipta um lest I Bolyano, en máttum biða i vagninum i að minnsta kosti hálftima,áður en lagt var i siðasta áfangann. Til Meran komum víð eftir nærri fimm stunda ferð frá Innsbruck. Þessi frægi sumar- dvalar- og heilsulindastaður heilsaði okkur með rigningu sem hafði reyndar grúft yfir okkur allan sfðasta hluta leiðar- innar og byrgt allt útsýni. Ég hafði ekki fengið neitt að vita um samastað I Meran og bað þvi leigubilstjórann að aka okkur á þann stað þar sem heimsmeistaraeinvigið ætti að • fara fram. Hann kannaðist strax við það og eftir skamma stund vorum við komin á stað- inn. Þar var allt á ferð og flugi, fjöldi fólks að starfi, ys og þys alls staðar. Þegar inn var komið blasti við bar á aðra hönd, þar sem menn sötruðu kaffi og ný- pressaðan þrúgusafa eða sterk- ari drykki, en til hinnar handar- innar voru greinilega skrifstof- ur mótstjórnar og aðstaða fyrir blaðamenn: simabúnaður, fjar- ritarar og fjöldi ritvéla og ann- arra tækja. A efri hæð hússins eru svo tveir stórir salir, sá stærri ætlaður til keppninnar sjálfrar,en hinn sem einnig var allstór ætlaður til skýringa og þar var búið að ráða sjálfan Najdorf til þess að skýra skák- irnar jafnharðan og þær verða tefldar. Þarna hitti ég Friðrik Ólafs- son sem var kominn fyrir Skáksérf ræðingur Helgarpóstsins, Guðmundur Arnlaugsson er sem kunn- ugt er einn af skákdómurum á heims- meistaraeinvíginu milli Karpovs og Kortsnojs í Meran á Italíu. Guðmundur hef ur skrifað þessa skemmtilegu grein frá ferðinni á mótsstað og aðstæðum þar. eftir Guðmund Arnlaugsson nokkrum dögum, og þar fékk ég að vita á hvaða hóteli mér væri ætlað að búa. Þrjú af stærstu hótelum borgarinnar eru lögð undireinvigið, heimsmeistarinn býr á einu, áskorandinn á öðru, en hið þriðja er ætlað hinum hlutlausu: dómurunum þremur, þriggja manna dómnefnd sem hægt er að áfrýja til, ef menn eru ekki ánægðir með úrskurð dómaranna, og forseta alþjóða- skáksambandsins. Inn á þetta hótel hélt ég, feginn að þurfa ekki að standa i frekari stórræð- um þennan fyrsta dag i Meran, enda var dagur að kvöldi kom- inn. Um einvigið Hólmganga heimsmeistara og áskoranda er orðin all viða- mikið fyrirtæki og þungt I vöf- um. Þegar Lasker og Tarrasch þreyttu einvigi um heimsmeist- aratitilinn árið 1908 gerðu þeir með sér samning sem komst fyrir á einni blaðsiðu og í þeim samningi var ein greinin á þá leið að báðir gáfu drengskapar- heiti um að leita ekki til neinna annarra um aðstoð, hvorki með- an verið væri að tefla né í bið- skákum. Nú eru einvigisreglurnar hins vegar 16 þéttprentaðar siður, talsvert á annað hundrað tölu- settra smágreina. Og nú má hvor aðili hafa með sér fjóra meðreiðarsveina: tvo aðstoðar- menn,einn lækni og einn einvíg- isvott frá skáksambandi sinu. Ég veit ekki nákvæmlega hve gömul þessi aðstoðarmanna- hefð er. Eins og sjá má af þvi sem hér að framan er ritað fór þvi viðs f jarri að þeir Lasker og Tarrasch hefðu aðstoðarmenn, þeir skuldbundu sig einmitt til þessað leita ekki ráða hjá nein- um. Ekki var aðstoðarmanna heldur getið þegar Lasker tefldi við Capablanca né þegar Capa- blanca tefldi við Aljekin. Og Aljekin tefldi tvivegis við Bogo- ljubow og einnig tvivegis við Euwe án þess að aðstoðarmenn kæmu nokkuð við sögu. Nema hvað eitthvað fréttist um að Euwe hefði haft gamla ung- verska meistarann Géza Maró- ezy sér til trausts og halds, lika var Maróezy gamall kennari hans. En eftir heimsstyrjöldina siðari fer það að tiðkast að menn hafi meðreiðarsveina á mikilvæg mót, og um svipað leyti kemur þetta sennilega upp i einvígjum um heimsmeistara- titilinn. Ég geri ráð fyrir að fleirum en mér þyki þetta öfug- þróun. En þama hafa forráða- menn skáksambanda tekið það ráð að setja ekki reglur sem ekki er hægt að tryggja að verði haldnar, slíkar reglur geta hæg- lega orðið þeim sem heiðarlegri er I óhag. 1 þessu einvigi eru aðstoðar- menn heimsmeistarans þeir Júri Balashov og Igor Zaitsev, en aðstoðarmenn áskorandans Michael Stean og Yasser Seira- van. Hér i Meran er aðbúnaður á skákstað með ágætum. Áhorfendasalurinn er að visu ekki eins stór og Laugardals- höllin, þar munar talsverðu, en hann er allur teppalagður, stól- ar eru mjúkir og þægilegir og tvöfaldar dyr eru á salnum þannig að litil hætta er á að hljóð berist inn að utan. Við enda salarins er svið, miðhlutiþess er mjög vel lýstur ogþartefla mástararnir. En til hliðar beggja megin hafa verið þiljuð afdrep fyrir keppend- urna, þar geta þeir fengið sér hressingu eða hallað sér I sóffa en séð þó taflstöðuna á sjón- varpsskjá á meðan. Sá tækja- búnaður er afar snjall og mikið þarfaþing. Undir taflborðinu sem meistararnir sitja við er komið fyrir búnaði sem skynjar stöðu manna á taflborðinu og sýnirhanaá skjánum.Sé manni leikið hverfur hann sem snöggv- ast af skjánum, en kemur i ljós aftur þegar hann er kominn á nýja reitinn, en höndin sem hreyfir manninn sést ekki. Svona búnað þyrfti islenska sjónvarpið að eignast, það myndi auðvelda mjög gerð sjón- varpsþátta um skák. Fyrir áhorfendur eru þrir skjáir saman, einn þar sem sést á ská á taflborðið og framan i Karpov, annar sem sýnir stöð- una á sama hátt hinum megin frá og framan i Kortsnoj, og hinn þriðji þar sem myndin er tekin beint frá miðju, sú mynd sýnir taflstöðuna mjög greini- lega og einnig sjást skákklukk- urnar vel og sá timi sem kepp- endur hafa notað. Myndavélun- um er komið svo haganlega fyr- iraðþæreru ósýnilegar að kalla má og vitaskuld alveg hljóð- lausar. Manni dettur ósjálfrátt i hug kvikmyndunar búnaðurinn hjáFox i Laugardalshöllinni við einvigið 1972, klunnalegu turn- arnir og allt það dót sem þá þurfti til. Tækninni hefur sýni- lega fleygt fram siðan. Daginn eftir að ég kom til Meran var haldinn fundur full- trúa keppenda, mótshaldara, dómara og áfrýjunarnefndar. Þar skyldi ráðið fram úr öllum vandamálum eftir þvi sem unnt væri, gengið þannig frá hnútum að sem fæstir endar væru lausir þegar einvigið hæfist. Þessa fundar var beðið með talsverðri eftirvæntingu, þvi að öllum var kunnugt um ýmis erfið og við- kvæm vandamál, sem ekki hafði tekist að leysa i einviginu á Filippseyjum. Friðrik Ólafsson stjórnaði þessum fundi af myndugleik. Þótt menn greindi á um ýmis atriði er ekki hægt að segja ann- að en að fundurinn fór mjög vel og friðsamlega fram, og sam- komulag varð um öll atriði sem rædd voru. Óhætt er að fullyrða að þessi góði árangur var eink- um að þakka góðu og rækilegu undirbúningsstarfi Friðriks fyr- ir fundinn. Blaðamaður spurði Friðrik eftir fundinn: „Hvernig stóð á þvi að allt gekk svona friðsam- lega hér, gagnstætt þvi sem var i Baguio?” Svar Friðriks var: ,,Ég veit það ekki, ég var ekki i Baguio.” Þessi fundur var áreiðanlega mikilvægur áfangi á þeirri leið að tryggja snurðulausa fram- kvæmd einvigisins.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.