Helgarpósturinn - 23.10.1981, Blaðsíða 27
27
__bialijarpnczfi irinn Föstudagur 23. október 1981
ASTRA
Ármúla 42
Ætlar þú að fá þér sumar
hús fyrir næsta vor?
Hafðu þá samband
sem fyrst
ÞAK
Simi 53473
Heimasimar:
Gunnar 53931
Heiðar 72019
Frá U.S.A.
en það er sjálfvirkur opnari fyrir bílskúrshurðir. I stað þess að
berjast við hurðina styður þú á hnapp inni í hlýjum bílnum, hurð-
in opnast sjálfkrafa og kveikir Ijðs. Þú ekur inn, styður á hnapp-
inn og hurðin lokast.
I tækinu er sérstakur rafeindaminnislykill þannig að ekkert ann-
aðtækigetur opnaðþinn skúr — eða þína vörugeymslu.
Kynnist þessari tækni, sláið á þráðinn — við erum í síma
Árs ábyrgð 32030
Fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta
Fyrir: —
fjölskylduna
fyrirtæki
fjölbýlishús
Þeir ætla að taka
Reagan á taugum
Talið er fullvist að nokkrir
gamlingjar i Kreml hafi i hyggju
að heyja taugastrið við Reagan
Bandarikjaforseta. Þeir hafa gert
fifldjarfa áætlun sem kann að
stofna heimsfriðinum i hættu.
Þetta kemur fram i fyrsta tölu-
blaði nýs timarits dálkahöfundar-
ins Jack Anderson, The Investi-
gator.
í biaðinu segir Anderson: Þessi
gamaimennaklika hefur starfað
árum saman þótt fáir hafi vitað
um tilvist hennar. Hana skipa
m.a. Bresnéf, Ustinov varnar-
málaráðherra, Gromyko utanrik-
isráðherra, Agarkov, einn æðsti
yfirmaður herjanna, og Andro-
pov, yfirmaöur KGB.
Kremlverjar þykjast eiga alls
kostar við þennan nýja andstæð-
ing sinn, Ronald Reagan. Þeir
telja hann traustan mann sem
hafi reyndar sin takmörk. Hann
hefurá óbeinan hátt varað þá við
öllu hernaðarbrölti hvar sem er i
heiminum, ella verði gripið til
hefndaraðgerða til dæmis i Libýu
eða Kúbu. Eins kunni Banda-
rikjamenn að senda Kinverjum
stórar vopnasendingar.
Þeir gömlu óttast ekki svona
orðsendingar. Þeim er meira i
mun að vita hvað hann gerir en
hvaðhann segist munu gera. Þeir
vilja vita hver viðbrögð hans
verða þegar á hann er þrýst.
Skyldi hann flýja af hólmi? Þvi
verður ekki svarað fyrr en á
hólminn er komið. Enn hefur ekki
frést hvað Kremlverjar hafa i
hyggju en eitthvað er það.
Þetta verður uppgjör sem þeir
gömlu geta ekki og mega ekki
tapa. Þeim sviður enn sárt auð-
mýkingin i tengslum við Kúbu-
deiluna i forsetatið Kennedys. Þá
varð þeim á sú skyssa að bjóöa
Bandarikjaforseta byrginn á
heimavelli hans sjálfs þar sem
hann gat stuðst við miklu meiri
herstyrk en þeir.
Bandariskum herskipum var
fyrirskipað að stöðva sovésk skip
á leið til Kúbu með eldflaugar.
Taldar voru helmingslikur fyrir
þvi að þessari deilu lyki með
kjarnorkusty r jöld.
t herstöðvum Bandarikja-
manna um allan heim voru menn
viðbúnir hinu versta. Kjarnorku-
eldflaugar i neðanjarðarbyrgjum
eða um borð i kafbátum voru i
skotstöðu. Allar B-52 sprengju-
flugvélar, sem vettlingi gátu
valdið, voru drifnar á loft og þeim
haldið á lofti meðan ástandið var
sem verst.
Kennedy dró linu á landakortið
sitt og skipaði herráði sinu að
stöðva sovésku skipin áður en þau
næðu henni. En Rússar létu sér
hvergi bregða og sigldu að varn-
arlinunni. Kennedy dró nú aðra
linu á kort sitt og nú var hún nær
Kúbu en hin fyrri. „Hingað og
ekki lengra”, sagði hann.
Sovésku skipin nálguðust hægt
hina nýju varnarlinu. En áður en
þau komust svo nærri að til ein-
hverra tiðinda drægi bárust boð
um það frá Moskvu að snúa skip-
unum heim á leið. Þannig mörðu
Bandarikjamenn sigur i þessum
grámygluleik.
A næstu mánuðum er hugsan-
legt að Reagan komist i svipaða
stöðu og Kennedy forðum, en
óliklegt þykir að hann geti þá
stuðst við hernaðaryfirburði sina.
Sovétmenn geta egnt gildru
sina hvar sem er, allt frá Kúbu til
Kóreu, og þeir velja sér örugg-
lega stað þar sem þeir mega sin
meir en Bandarikjamenn. 1 fljótu
bragði virðast löndin við Persa-
flóa einna liklegust.
Sem fyrr logar allt i óeirðum i
tran. Vera sovésks herliðs i Af-
ganistan stefnir friði á þessum
slóðum i beinan voða. Eritreu-
menn halda áfram baráttu gegn
Eþiópiu, sem nýtur stuðnings
Sovétmanna og Kúbumanna og i
Jemen deila menn innbyrðis.
Miðað við núverandi stöðu má
ekki mikið útaf bera til að taki
fyrir oliusölu frá þessum rikjum
til Bandarikjanna og Evrópu og
Reagan gerir sér ljósa grein i'yrir
þvi.
Lengsta
handfang
i heimi
HEITIR