Helgarpósturinn - 23.10.1981, Síða 31

Helgarpósturinn - 23.10.1981, Síða 31
31 holrjarpósturinn Föstudagur 22■ okt6ber 1981 Flokksþing stjömmálaflokkanna vekja alltaf mikla athygli meðal þeirra sem hafa áhuga á stjórnmálum. Þetta gildir einnig um það aukaflokksþing Alþýðuflokksins, sem verður haldiö um helgina, ekki síst vegna þeirra innanflokksatburða, sem hafa staöiö yfir frá þvi i sumar og ganga undir nafninu „Vilmundarmáliö.” Almenningur hlýtur að velta fyrir sér stöðu Vilmundar Gylfasonar i Alþýðu- flokknum eftir útgöngu hans og félaga af Alþýðublaðinu i sumar, stofnun eigin blaðs, baráttu hans gegn þvi sem hann nefnir ólýðræðislega uppbyggingu verkalýðs- hreyfingarinnar, og núna siðast grein hans um Alþýðuflokkinn i Morgunblaðinu siðast- liðinn laugardag. Vmsu á að breyta á aukaflokksþingi Al- þýðuflokksins. En finnst annar stæll? ANNAR STÆLL A A UKAFL OKKSÞINGI ■* að reyndist erfitt að fá framámenn flokksins til að tjá sig um það, hver staða Vilmundar er i flokknum eftir allt þetta. Hinsvegar er ljóst. að allmargir flokks- menn eru honum andsnúnir. „Liklega á hann ekki stóran stuðning i flokknum, nema kannski hjá þeim sem eru ekki hnút- um kunnugirog hann er búinn að hræra upp i. Þeir eru kannski tilbúnir i einhverjar breytingar án þess að þeir viti hvað þeir eru að fara”, segir Jón Helgason formaður Einingar á Akureyri og flokksstjórnarmað- ur i Alþýðuflokknum um stöðu Vilmundar. Flokksforystan hefur hingað til ekki virt Vilmund svars og litur svo á, að það sé eini mótleikurinn gegn honum. Ætlun Vilmund- ar hafi verið að koma af stað hatrömmu pólitisku rifrildi og standa siðan upp á þingi með „flokkseigendaklikuna” og „fiokks- kerfiö” á móti sér. Þess i stað er honum haldið úti i kuldanum. Þvi verður málið talsvert flókið nú, þegar aukaflokksþingið síendur fyrir dyrum, þvi Vilmundur var kjörinn formaður milli- þinganeíndar þeirrar, sem var sett á lagg- irnar til að gera tillögur að lagabreytingum fyriraukaflokksþingið. Heimildir i Alþýðu- flokknum herma, að andstaða veröi gegn þessum tillögum — jafnvel fyrst og fremst vegna þess, að Vilmundur hefur forystu fyrir gerð þeirra. Ekki gerir það málið heldur einfaldara, að raddir eru uppi um þaö, aö Vilmundur muni alls ekki mæta á þinginu. egar Vilmundur var spurður að þvf vildi hann hvorki staðfesta það né neita því, og hann vildi yfirleitt ekkert láta hafa eftir sér um flokksþingið. Eftir þvi sem Helgar- pósturinn kemst næst mun Vilmundur hafa gefið flokksforystunni til kynna að hann veröi erlendis i einkaerindum um helgina. Engu aö siður, og hvort sem Vilmundur mætir eða ekki, eru flestir á því, að „Vil- mundarmáliö” verði rætt. Þá kemur væntanlega iljós hvertfylgi hans er meðal flokksmanna. Þeir eru til innan flokksins, sem álita,aðbyðihann sig fram sjálfstætt i næstu kosningum,yrðu margir utan Al- þýðuflokksins til að kjósa hann. „Hann kann aðnota fjölmiðlana og fólk tekur eftir þvisem hann segir. Hann hefur i rauninni Eyjan Cancún undan Karibahafsströnd Mexikó er þétt skipuð nýlegum viðhafnar- hótelum. Vegna glæsilegra húsakynna,full- kominnar fjarskiptaaðstöðu, og auðvelds eftirlits með mannaferðum milli lands og eyjar, valdi Mexilíóstjórn CancUn fyrir fundarstaðæðstu manna norðurs og suðurs. I hljóðeinöngruðum sölum Sheratonhótels- ins hafa leiðtogar átta iðnrikja og fjórtán þróunarlanda setið á fundi i' gær og dag að ræða hvað til bragðs skuli taka i þágu fátækasta hluta mannkyns. Francois Mitterrand Ronald Reagan Átökin á fundi æöstu manna noröurs og suöurs M exikóstjórn má vera hreykin af að henni tókst að koma þvi til leiðar að þessi fundur er haldinn. Til hans er efnt i fram- haldi af skýrslu alþjóðlegrar nefndar sér- fræðinga um alþjóðaviðskipti, sem starfaði undir forustu Willy Brandt, fyrrverandi kanslara Vestur-Þýskalands. Skýrsla Brandt-nefndarinnar fékk góöar undirtektir fulltrúa þróunarlanda, en stjórnum iðnrikja þykir þar mörgum of mikið i fang færst varðandi skjótar breyt- ingar á viðskiptakjörum og fjármagns- streymi þróunarlöndum i hag. í kosninga- baráttunni fyrir forsetakosningar i Banda- rikjunuip i fyrra fór Ronald Reagan til dæmis hörðum orðum um Brandt-skýrsl- una og hét þvi að sjá svo um, næði hann kosningu, að Bandarikjunum yrðu ekki bundnir þeir baggar, sem tillögur Brandt og félagar gerðu ráð fyrir. Fyrsta ferð Reagans Ur landi eftir kosn- ingasigurinn var á fund José López Port- illo, forseta Mexikó, sem áður hafði lagt drög að fundi æðstu manna suöurs og norð- urs i' landi sinu i framhaldi af Brandt- skýrslunni. Fékk Portillo komið svo máli sinu við Reagan, að Bandarikjaforseti hét þvi að koma til fundarins, og þar með var fundarhaldið i CancUn ekki lengur ráðagerð einhekiur orðiö að veruleika. I staðinn fyrir loforð um að sækja fundinn fékk Reagan þvi skilyrði framgegnt, að ekki yrði um að ræða neina formlega niðurstöðu af ráð- sjefnunni, hvorki ályktanir né sameigin- lega yfirlýsingu. Það sem af er þessu ári hefur ráðstefnan i Cancún verið ofarlega á baugi, hvar sem æðstu menn rikjahópa hafa ráðið ráðum sinum, nema á yfirráðasvæði Sovétrikj- anna. Sovétstjórnin og fylgiriki hennar hafa frá öndverðu þverneitaö að taka þátt i alþjóðlegri þróunarstarfsemi i þágu þriöja heimsins. Bera sovétmenn þvi við, að þar sé einvörðungu um að ræða uppgjör milli nýlenduveldanna fyrrverandi og nýfrjálsra nýlendna þeirra, sem sovétveldinu komi ekki við. Slfkt er fyrirsláttur; það sem sovétstjórnin setur fyrir sig er að hún vill ekki láta af hendi fjármuni sem alþjóðleg stofnun á að ráöstafa eftir þörfum viötak- enda. Hvert kópek sem sovétstjórnin lætur af mörkum við önnur lönd á að skila henni i staðinn hernaðarlegum og pólitiskum itök- um. Eain af breytingunum sem Ronald Reagan hefur gert á starfsháttum Banda- rikjanna á alþjóðavettvangier að færa þau nær sovésku afstöðunni til þróunaraöstoö- ar. Carter fyrirrennari hans hafði aukið gert mjög mikið fyrir islenska pólitlk”, segir einn flokksfélagi hans. En hvað sem öðru liður verða að öllum likindum miklar umræður um lagabreyt- ingarnar. Erfittreyndist að hlera þaö með- al Alþýðuflokksmanna hvað muni væntan- lega bera hæst i umræöunni, einfaldlega vegna þess, að dagskrá þingsins haföi ekki verið send Ut um miðja vikuna. Samterþað ljóst, að tekist verður á um þá tillögu, að heimilt verði að starfrækja fleiri en eitt Alþýðuflokksfélag i sama sveitarfélagi,i stað þess að nú má aðeins vera eitt flokksfélag, eitt kvenfélag og eitt FUJ á hverjum stað. Þetta segir Jón Helgason á Akureyriað hafi fariðmjög fyr- irbrjóstið á sumum, og menn hafi séð fyrir sér allskonar félög innan vébanda Alþýðu- flokksins, m.a. kommUnistaflokka. Í stjómmálaflokki eru alltaf skiptar skoðamr, og geti menn ekki verið i sama fli*ki þess vegna,held ég að það hljóti að verða að leysast með öðrum hætti”, segir Jón Helgason. Þá má bUast við þvi, að tekist verði á um tillögurum tvöföldun fulltrúa á flokksþing- um. Reiknað er með þvi, að flokksmenn i Reykjavik verði ekki á móti þessari tillögu. Landsbyggðarmenn hafa hinsvegar látið i ljós andstöðu sina og eru hræddirum að það veiki stöðu þeirra gagnvart höfuðborgar- svæðinu og telja, að vægi atkvæða þeirra verði vegna aðstöðumunar þeirra að vera meira en þéttbýlisbúa. Það má telja vist, að nokkur átök verði um þriðju tillögu milliþinganefndarinnar. Hún gerir ráð fyrir þvi, að i stað þess að flokksþing kjósi formann, fari kosningin fram meðal allra félagsmanna og verði leynileg. „Ég er algjörlega á móti þessu af þeirri ástæðu, að verðikosið Utii félögunum verðurhver að bauka fyrirsig, og umræðan verður mjög takmörkuð. Auk þess tel ég sýnt,að það geti valdið allskonar erfiöleik- um, þegar kjörgögn verða send út um allt land”, segir dr. Bragi Jósefsson um það. YFIRSÝN verulega bandariska þátttöku i alþjóðlegri þróunaraðstoð. Ein af stefnuyfirlýsingum stjórnar Reagans i' utanrikismálum var á þá leið, að i úthlutun á efnahagsaðstoð til annarra landa skyldu bandariskir öryggis- hagsmunir sitja i fyrirrúmi. I undirbúningi undir ráðstefnuna i Can- cún hefur Francois Mitterrand Frakk- landsforseti tekið forustu i andstöðu viö af- stöðu Bandarikjastjórnar. Hann lét Cheys- son, utanrikisráðherra sinn, lýsa þvi yfir opinberlega, að stjóm Frakklands myndi kref jast skýrra svara við spumingunni um, hvort f rekara starf aö þvi að auka þróunar- aðstoö við fátækar þjóöir og gera hana skil- virkari skyldi fara fram á alþjóðlegum grundvelli eða ekki. Án ákvörðunar um þetta efni af eða á væri ekki að vænta ann- ars en fundahöld Sameinuöu þjóðanna um viðfangsefnið hjakki i sama farinu áfrarj eins og þau hafa gert undanfarin ár. Tillaga Frakklands er sú, að þegar i stað verði ákveðið að koma á stofn orkudeild i Alþjóðabankanum, sem hafi það megin- hlutverk að fjármagna oliuleiti'oliulausum þróunarlöndum. t mörgum þeirra eru likur á að oliu sé að finna i' jörðu, en olíuverö- sprenging siðasta áratugs hefur leikið oliu- laus þróunarlönd grátt. Telja Frakkar að með þvi' að stofna oliudeild i' Alþjóðabank- anum megi i' leiðinni koma þvi i kring, að stefna Saudi-Arabiu i oliuverðlagningu nái fram að ganga, en þar með væri tekið fyrir skyndilegar verðsveiflur á oliu. t annan stað kýs Frakklandsstjórn að á fundinum i Cancún verði ákveðið að málin sem þar verða til umræðu fái áframhald- andi meöferð I „samningaumleitunum á alþ jóðavettv angi.” EEn það verða aö öllum li'kindum átök um fleira en það sem mílliþinganefndin hefur fram aö færa. Fyrir skemmstu var það samþykkt i kjördæmisráði Alþýöu- flokksins i Reykjavikmeð ellefu atkvæðum gegn fimm, að breyta beri prófkjörsreglum þannig, að menn bjóði sig ekki fram i ákveðin sæti, heldur verði flokksmönnum gefinn kostur á að raða frambjóðendum i sæti. Fyrir siðustu Alþingiskosningar var i rauninni aðeins kosið um eitt sæti á fram- boðslista flokksins. Það var Bragi Jósefs- son sem bauö sig fram gegn Benedikt Grön- dal. Aðrir sem skipuöu örugg sæti voru i raun sjálfkjörnir. Lfkur benda ennfremur til þess, að átök verði um það hvort prófkjör skuli áfram vera opið, eða lokað eins og ákveðið hefur verið i Sjálfstæðisflokknum. Jón Helgason segir, að Uti á landsbyggð- inni séu menn talsvert fylgjandi þvi, að prófkjör veriö lokað, og sjálfur segist hann vera á móti þeim reglum sem gilda. „Ef lýðræðið gengursvo langt, að aðrir flokkar fara að setja upp lista og smala mönnum i prófkjör þá er of langt gengið. Ég hef sjálf- ur þreifað á þessu”, segir hann. ^^vipaðar raddir heyrast innan flokks- félagsins i Reykjavik, en aðrir benda á, aö þaö sé óliklegt að meirihluti sé fyrir þvi að láta Urhendi sleppa það áróðurstækifæri að hafa Alþýöuftokkinn opnari og lýðræöis- legri en Sjálfstæðisflokkinn. En það verður lika rætt um innra starf Alþýðuflokksins; reynt verður að meta stööu hans, og ekki sist verða ræddar leiðir til að styrkja stöðu hans. Af siðustu kosn- ingum að dæma, og ef marka má skoöana- kannanir siðdegisblaðanna að undanförnu, er hUn ekki of sterk. „Nýji stællinn” frá 78 virðist vera horfinn. Alþýðuflokkurinn á mikið verk fyrir höndum að finna annan stæl, stælinn sem dugir til að snúa dæminu viö. eftir Þorgrim Gestsson r- 1 ............ ... . —i eftir Magnús Torfa Ólafsson tilaðhjálpa sér sjálfummeðþviaðkoma á frjálsu framtaki og veita erlendu einkafjár- magni svigrúm, lét hann hjá liða aö taka afstöðu til þess, hvort framhaldsstarf aö loknum fundi æðstu manna noröurs og suð- urs skuli fara fram á alþjóöavettvangi eða eiga sér staö i stofnunum eins og Alþjóöa- bankanum og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, þar sem Bandarikin hafa i raun neitunar- vald. Eru uppi bollaleggingar um aö þetta bendi til að Reagan hafi i hyggju að niður- staðan i Cancún geti oröið málamiðlun. Er þá helst getið upp á þeim möguleika, að takmarkaður hópur rikja komi til skjal- anna og fjalli um málin, i stað þess aö stefna til öllum sægnum sem skipar Alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna. Auk forseta og forsætisráðherra éru i Cancún hund'-uð embættismanna og sér- fræðinga, sem taka munu til umræöu ákveðin viðfangsefni. Rætt verður um kröfu þróunarlandanna um að komið verði á fyrirkomulagi sem tryggi þeim lág- marksverð á hráefnaframleiðslu sinni. Þróunarlöndin óska eftir að iðnrikin veíti þeim tollaivilnanir fyrir framleiðslu sina, án þess að krefjast gagnkvæmni aö svo stöddu. Þróunarlöndin knýja á að iðnrikin upp- fylli markmiðiö sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett um framlag til þróunaraðstoðar jafnvirði 0.7 af hundraöi þjóðarframleiðslu. Eins og stendur nemur framlag iönrikj- anna aðmeðaltalium það bilihálfri þessari stærð. ^^fstaða Frakklands nýtur i mismunandi rikum mæli stuðnings annarra Vestur- Evrópurikja cg Kanada. Schmidt i Vestur- Þýskalandi og Thatcher i Bretlandi voru i fyrstu höll undir sjónarmið Reagans, en hafa á siöustu vikum þokast nær afstöðu Mitterrands. Trudeau forsætisráðherra Kanada, sem gert erráð fyrir að verði i for- sætiá ráðstefnunni iCancún ásamt Portíllo gestgjafa i forföllum Kreisky kanslara Austurrikis, er eindreginn stuðningsmaöur tillagna Frakklands. Athygli hefur vakið að i ræðu i siðustu viku, þarsem Reagan hvatti þróunarlöndin Eitt mesta áhyggjuefni þeirra sem fylgjast með hag þróunarlandanna er ekki á dagskrá i Cancún, en vafalaust ofarlega i hugum fundarmanna. Þáð er vaxandi skuldasöfnun. Fjöldamörg þróunarlönd hafaá undanförnum þrengingaárum steypt sér i neysluskuldir, sem bersýnilegt er að þau fá meö engu móti undir risið nema endurgreiðslukjör séu færð i vægara horf. Mikið af þessúm skuldum er við einka- banka i'iðnrikjunum . Fari svo að stórskuld- ugt þróunarland komist i greiðsluþrot, gæti stórfellt bankahrun fylgt i kjölfarið. Afleið- ingar af slikri atburðarás eru ófyrirsjáan- legár.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.