Helgarpósturinn - 05.02.1982, Síða 3

Helgarpósturinn - 05.02.1982, Síða 3
Jie/garpásturinrL •Föstudagur 5. febrúar 1982 eftir Þorgrim Gestsson og Sigurgeir Jónsson (i Vestmannaeyjum) framleislu, og meira er á teikniboröinu eða i frumsmiði. Þar á meðal eru skurðarvél fyrir beitu og skreiöarþurrk- unarvél, sem vafalaust á eftir að útrýma hinum hefð- bundnu skreiöartrönum fyrr eða síðar. Afköstin eru lika margföld, vélin þurrkar á 7—10 dögum það sem tekur tvo til þrjá mánuði að þurrka á trönum. — Ýmist fáum við hugmyndirnar sjálfir eða vinnum úr hugmyndum annarra. Gangurinn er oftast þannig, að við finnum vandamál sem fólk við fiskiðnaðinn á við að etja, og stundum koma tillögur frá þvi. Siðan sest ég niður og rissa frumhugmyndir á blað, en Kristinn tekur við þvi og gerir vinnuteikningar, segir Trausti. En það er bara byrjunin á mikilli vinnu. Ötrúlega margs er að gæta, og hönnun og smiði eins nýs tækis getur tekið allt að tveimur árum. Og ekki er nóg að hafa eitt tæki á teikniborðinu. — Við erum neyddir til að finna upp nýja vél á hálfs árs fresti. en þetta hefur gengið til þessa.Loðnupressan er núna komin i átta norska báta og eitt rússneskt verk- smiðjuskip. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að afla einkaleyfa á öllum þeim tækjum sem byggjast á nýjungum. En það tekur langan tima — og er dýrt. Þegar hefur Traust hf. fengið einkaleyfi á loðnupressu, einkaleyfi fyrir loðnuhrogna- skilju er væntanlegt næstu daga, og umsókn um einkaleyfi fyrir skreiðarpressuna er i gangi. Þeir binda sig við aö sækja um einkaleyfi hér á Islandi, i Noregi.Kanada og Sovétrikjunum. Og áhugi á þessum tækjum erlendis er mikill. 1 Noregi og Kanada svo mikill, að fyrirtækinu hefur verið boðið að flytjast til þessara landa upp á glæsilegt býti. Húsnæði, vélar, beinn fjárhagslegur styrkur og launagreiðslur i ákveðinn árafjölda eru inni i þessum boðum, og Trausta finnst þau freistandi. — Ég veit ekki hvað ég geri, en sannleikurinn er sá að ég hef varla efni á aö reka fyrirtækið hér á landi. Það væri nóg að hafa söluskrifstofu á Islandi, segir Trausti Eiriks- son. Halldór Axelsson Vestmannaeyjum: Tölvuvædd fiskflokkun Fyrir tæplega tveimur árum kom fram i frystihúsunum i Vestmannaeyjum athyglisverð nýjung i tækjakosti eða svonefnd fiskflokkunarvél sem flokkar fisk á færibandi eftir lengd hans. Þetta verk hafði áður verið unnið „eftir auganu” eða þá þvi var jafnvel alveg sleppt sent hafði augljósa annmarka í för með sér, þar sem þær vélar sem taka við fiskinum til vinnslu þurfa sem likasta stærð af fiski hverju sinni. Að öðrum kosti er hætt við að nýtingin á hráefninu verði slæm. Þessi flokkunarvél var tölvustýrð, smiðuð i vélsmiðj- unni Völundi i Vestmannaeyjum en hugvitsmaðurinn eða höfundur hennar er Halldór Axelsson. Halldór er Vest- manney ingur i húð og hár, kominn af gamalgrónum Eyja- ættum, 29ára og nýgenginn i það heilaga. Við tókum hann tali fyrir nokkru til að fræðast um hann og handaverk hans. Hann var fyrst spurður um menntun sina. — Ég er að mestu leyti sjálfmenntaður i tölvufræðun- um, sagði Halldór. Reyndar fór ég i Iðnskólann á sinum tima, hreinlega til að ná mér i einhver réttindi, en þá var ég búinn að vinna talsvert við þessa hluti áður og búinn að fá af þeim nokkra nasasjón. Ég fór i útvarpsvirkjun sem var eina greinin sem fjallaði eitthvað um rafeindafræði. Annarri menntun get ég ekki státað af og hvað snertir ör- tölvuna og forritin er ég algerlega sjálfmenntaður eins og fyrr segir. — Við fréttum á skotspónum að þú hefðir dundað við ýmis uppátæki á skólaárunum i Reykjavik. Er eitthvað til i þvi? — Jú, mikil ósköp. Ég vann heilmikið með poppurunum á þeim tima og útbjó m.a. alls konar ljósagang fyrir þá. Liklega hef ég verið sá fyrsti eða alla vega með þeim fyrstu hér á landi i þannig útbúnaði. Ýmislegt fleira var lika dundaö við, t.d. gerðum við það stundum að gamni okkar að útbúa smávegis þoku á sviðinu, svona upp i mitti á hljómsveitinni og notuðum til þess þurris. Svo var það einhvern tima að það átti að spila á balli austur á Laugar- vatni og okkur leist ekki á að isinn þyldi slikt ferðalag hvað þá geymslu svo ég ákvað að reyna með kemiskum efnum i staðinn og vissi held ég nokkurn veginn hvað til þurfti. Svo var allt komið upp á svið og klárt fyrir dansleik og þá rak sig einhver i kassann með dótinu sem allt fór i gólfið og megnið af flöskunum brotnaði. Þetta var svo sem Einhvern veginn tekst að lifa starfi uppfinningamannsins, seg- ir Jón Leósson. Saumavél fyrir fiskhausa, sem Jón Leósson hefur hannað. Líf marara væri # fátæklegra án HHI Þær 136 milljónir sem HHÍ greiðir vinningshöfum í ár láta margan drauminn, smáan og stóran, rætast. Hitt er ekki minna um vert aö með aðstoð HHl hefur einn glæstasti draumur þjóðarinnar allrar ræst,- að gefa æsku þessa lands betri tækifæri til að afla sér menntunar. Efling Háskóla íslandser hagur allrar þjóöarinnar. r ••• ••••• • • •••• • ■* •••• ■ ■■ ••••• • ••• • ■• •••• ■■• •■■•■ ii •■•• •■•• ••••• ■•■• L. *■■ •••■•■ • ■■ • •■ • •■ Vinningaskrá: 9 @ 9 — 9 — 198 — 1.053 — 27.198 — 106.074 — 134.550 450 — 135.000 200.000,- 50.000,- 30.000- 20.000,- 7.500, - 1.500, - 750,- 1.800.000,- 450.000,- 270.000,- 3960.000- 7.897.500,- 40.797.000,- 79.555.500,- 134.730.000,- 3.000 - 1.350.000,- 136,080.000- HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS hefur vinninginn 80.42 Veistu hvaða litsjónvarpstæki býöst meö lOprösent staðgreiösluafslætti ? ¥

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.