Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 05.02.1982, Qupperneq 6

Helgarpósturinn - 05.02.1982, Qupperneq 6
6 Föstudagur 5. febrúar 1982 helgarpÓsh 'rinn _ Jórunn Sigurðardóttir Pældi’ðí hópurinn i Alþýðuleikhúsinu starfar annað árið i röð,sem er nú aldeilis merkilegt þvi hópurinn sá leggur aðal- áherslu á barna-ogunglingaleikrit.l»etta er i fyrsta sinn sem leikhúshópur hér á landi sérhæfir sig i barna- og unglingaleik- ritum. Það er vist óhætt að fullyrða að Jórunn Sigurðardóttir og Thomas Ahrens eru driffjaðrirnar i þessum hóp. Helgar- pósturinn brá sér i heimsókn á heimili þeirra i hliðunum. Thomas Ahrens Gagn án gamans gagnslaust Gaman án gagns lélegur brandari Jórunn og Thomas komu til starfa hér á landi fyrir u.þ.b. tveimur árum siöan. Jórunn var i leiklistarnámi I Hannoverren til Þýskaiands fór hún beint eftir stúdents- próf 1974. Þar kynntist hún Thomasi sem var um tima I leiklistarnámi Isama skóla en fór siöan til Be'rllnar til aö losna undan herskyldu. Hann lagöi stund á leiklistarnám I Hochschule der Kfinste en starfaöi svo meö Grips Ieikhús- inu I Berlln sem sérhæfir sig I barna- og unglingaleik- ritum og er mjög þekkt I Þýskalandi og viöa I Evrópu. Auk þess lék hann I sjónvarpi,kvikmyndum og vlöar. Blaöamanni lék fyrst forvitni á aö vita af hverju leiöin hafi legiö til tslands. Ekki viðurkenndur sem manneskja fyrr en reynt var að strögla á islensku Thomas: „Við Jórunn vorum nú búin að vera saman I 5 ár. Númi, eldri sonur okkar,fæddist I byrjun ársins'TD og Jórunn kom hingað hálfu ári seinna. Og þar sem hún var búin aðþrauka svona lengi úti Þýskalandi var rööin komin aðmér að fara til tslands. Siðasta sýningin hjá Grips leik- húsinu var 12. febrúar 1980 og daginn eftir var ég hér. Þetta var allt dálitið ævintýralegt. Við gerðum okkur litlar vonir um að ég mállaus maöurinn fengi vinnu. Ég gerðist þó fljótt gluggahreinsunarmaöur og kynntist gluggum Laugavegsins nokkuð vel. Málanámið hófst svo þegar ég var þjónn á Horninu. Ég uppgötvaði svona smám saman að það er til fleiri en eitt orö yfir klósett”. Thomas kímir og heldur svo áfram. „Það fyrsta sem kom mér á óvart hér var hve skrifræðið virtist vera léttara I vöfum en I Þýskalandi. Þegar ég sótti dótið mitt niöur á höfn, sem ég hafði sent með skipi, rétt fyrir kl. fimm á föstudegi og allt að loka, fór ég á einhverja skrifstofu og talaði þar við mannsem gerðisérlitið fyrir og opnaði 6—7 hurðir. Eftir að ég haföi þakkað fyrir sagði hann einungis: Ekkert að þakka. Svona nokkuð hefði veriö útilokað I Þýskalandi. Annað sem ég tók eftir var hve islendingar voru fúsir að reyna að tala við mann á erlendu tungumáli, þegar ég var að vinna á Horninu. Annars er maður ekki viðurkenndur sem manneskja fyrr en maður fer að reyna að tala Is- lensku, jafnvel þótt maður tali hana ekki rétt”. Gengið á milli leikhússtjóra — Hvernig gekk að fá vinnu hjá þér Jórunn? Jórunn: ,,Um leið og ég kom heim geröist ég félagi i Al- þýðuleikhúsinu,Þaö var eina leikhúsið sem ég hafði að- gang aö. Hins vegar byrjaði ég ekki aö starfa með þvi strax þvi ég gerðist leiösögumaður hjá feröafélagi um sumarið. Það var eiginlega ekki fyrr en um haustiö aö spurningin: Hvað á ég að gera? fór aö þjá mig. En ég dreif mig einn daginn á fund ráðamanna leikhúsanna. Fyrst hitti ég Svein Þjóðleikhússtjóra sem var ósköp elskulegur en sagði að leikstjórarnir tækju frekar þá sem kæmu úr leiklistarskólanum hérna þvi þeir þekktu þá og auðvitaö hafði hann aldrei séð mig á sviði. Ég fór þá næst til Vigdisarsem þá var leikhússtjóri hjá Iðnó.Vigdis var öll af viljagerð en þá var búið að ráða i öll hlutverk. Hún ráð- lagði mér þá að fara og hitta Klemens niðri útvarpi sem ég og gerði. Hann hafði ekkert fyrir mig aö gera en benti mér á Gunnvöru Braga og athuga hvort hún mundi ekki leyfa mér aö lesa eina sögu. Hún stakk hins vegar upp á þvi að ég tæki að mér að sjá um unglingaþátt. Ég baö um um- hugsunarfrest. — Þegar ég kom svo heim þennan sama dag var hringt i mig og mér boðið að setja upp leikrit hjá Herranótt M.R. Mér féllust gjörsamlega hendur,ég hafði ekkert lært I leikhússtjórn og hafði ekkert spekúleraö i út- varpsþáttagerð. Það var þvi litið annaö fyrir mig að gera en að leggjast undir feld. Ég sá að allir eru meira eða minna að gera eitthvað annað en þeir hafa beinlinis lært sem getur bæöi verið gott og slæmt og eitthvað varð maður að gera svo morguninn eftir hringdi ég og tók það sem mér bauðst. Allt brjálað útaf einni senu Eftir að breytingarnar urðu hjá Alþýðuhúsinu, tók Pældi’ði hópurinn til starfa. I hópnum var fólk sem hafði sýnt áhuga á aö starfa með barna- og unglingaleikhús. Viö hófum samstarfið á leikritinu Pældi’ði eftir Fehrmann, Flugge og Franke sem Thomas leikstýrði og ég þýddi”. Thomas: „Auk þess sem hún var alhliöa aöstoðar- maður. Það passaði einhvern veginn ekki alveg inn I aö Jórunn léki i þvi stykki, þar sem hún var ófrisk að ööru barni og leikritiö fjallaöi m.a. um getnaðarvarnir”. Jórunn: „Við urðum mjög hissa á undirtektum leikrits- ins. Við vissum jú að við vorum að fjalla um viökvæmt málefni.en iFinnlandi og Þýskalandi höfðu viöbrögðin og umræðan orðiðmest i kringum hjónabandið á meöan þessi litla sena um homosexualisma varð aðalmálið hér. Thomas: „Fólk varð alveg brjálað. Hér er homosexual- ismi ennþá talinn til ónáttúru. Sumir ganga meir að segja svo langt að segja að hann sé smitandi. Þetta varð þó til þess að umræða skapaðist. Leikritið haföi þá greinilega áhrif. Annars er merkilegt að leikhús skuli ekki vera stærri liöur I skólastarfseminni hér. Á Norðurlöndum og i — rætt við Jórunni og Thomas Ahrens leikara Bretlandi eru skólaleikhús beinnliður i starfseminni. Viö höfum lagt áherslu á að taka saman kennslukjarna en maður fær litla reaksjón frá kennurunum. Við vildum gjarna hafa meira samstarf með þeim. Spurningin um gagn og gaman Margir halda að leikhús sé list sem ekki megi skipta sér af. En leikhús er lika spurning um gagn og gaman. Fólk heldur að leikhús eigi að vera skemmtilegt, i skólanum eigi að læra og I lffinu að vinna. Fóik heldur aö list sé ein- hver sérheimur. Þaö er hægt að skemmta sér á mismun- andihátt. T.d. er þunn skemmtun að vera með brandara á kostnað þeirra sem minna mega sin, en það er lika gaman að geta skemmt sér og hlegið og með þvi vikkað sjón- deildarhringinn. Gagn án gamans er gagnslaust og gaman án gagns er lélegur brandari. Og viti menn: Ungiingar fatta þetta”. Umræðan beinist að gagnrýnendum. Jórunn: „Við höfum meiri áhuga á fólkinu sem viö leikum fyrir en þeim sem skrifa um leikritið. Og það er óvefengjanleg staðreynd að börn og börn eru ekki það sama. A aldrinum 5—15 ára hafa þau mismun- andi þroska. 5 ára byrja þau að þróa sinn hugsunargang, börn á mismunandi aldri bregðast við á mismunandi hátt”. Thomas: „1 Gripsleikhúsinu athuguðum við þetta ein- mitt mikið. Viðunnum með sálfræðingum, félagsfræðing- um,pedagógum, fóstrum, börnum og unglingum. 40% af timanum fór I teoriu. Þannig að það má segja að við höfum ekki unnið i lausu lofti. Ef leikrit er fyrir neðan virðingubarna og unglinga þá láta þau mann vita af þvi. Ég erbúinn að vinna iþessu i7 ár og það segir sig sjálft að maöur tekur ekki mark á gagnrýnanda sem grætúr yfir moldum töfraveraldar skáldskaparins . Eins og hann hefur birst I barnaleikritum undan farna áratugi. Fyrst hægt að tala um árangur eftir 5 ár — En hvaö kemur til aö þið hafið þennan geipilega áhuga á unglingum? Thomas: „Þaðer algjörtilviljun. Það væri lygi aö segja eitthvað annað. Maður lendir i þessu og áöur en maður veitaf er maður er kominn á bólakaf i þetta”. Jórunn:„Maður kemst inn i hlutina, vill gera betur og heldur áfram. Við I Pældi’ði hópnum þurfum okkar tima. Við erum ekki búin að taka nema þrjú stykki, þetta er bara byrjunin en i þessu samfélagi verður þú að gera eitt- hvaö stórkostlegt til að skapa þér nafn. Það er erfiðara að þróa eitthvað I lengri tima. Þú sérð að veitingastaðir þurfa að breyta til á 1/2 árs fresti til að halda i kúnnana”. Thomas:„Maöur getur fyrst farið aö tala um árangur eftirðár.Hlutirnir verða að taka sér bólfestu og gerjast”. — Hafiði hugsað ykkur að vera hér áfram? Thomas: „Pældi’ði hópurinn heldur örugglega áfram, en þaðerekki þarmeðsagt að við þurfum að halda áfram. Mér finnst t.d. mikið þægilegra að vera i Berlin. Það er stærri borg, maður er ekki ókunnugur, maður á meiri pen- 1 ing og I alla staði er miklu þægilegra að vera þar. En þaöer alveg hægt að lifa hérna. Aðalstressið er peningamálin”. — Hvaðmeð þig Jórunn, langar þigaðfara út? Jórunn: „Nei ekki get ég sagt það”. Thomas: „Nú ertu komin að aðaldeilumálunum I hjónabandinu, eins og sjálfsagt i fleiri „millilanda” hjónaböndum”. Jórunn: „Ég hefði ugglaust verið lengur ef krakkarnir hefðu ekki komið til, en það er aldrei að vita”, Thomas: „Framtiðin er ekki örugg, en ef ég fer, kem ég alltaf aftur”. Jórunn: „Maður er búinn að rifa sig upp, búinn að festa rætur ... Kannski er það sem vex manni I augum, að er- lendis er maðurmeira einnHér eru fjölskyldutengslin svo sterk. Ef það er eitthvað sem gerir þessum hóp mögulegt að starfa, þá er það skilningsrik fjölskylda. Viö erum öll barnafólk og vikuna fyrir frumsýningu eru lagðir dagar við nætur. Þetta gengi aldrei ef maður ætti ekki góða að”. Thomas: „Fyrir frumsýningu rekur allt á reiðanum en svo á eftir kemur tómarúm. Fólkið i Pæld’íði hópnum er mjög ákveðiö að vinna áfram og þaö er ekki litils virði i svona vinnu þar sem við þurfum öll að sauma búninga^miða leiktjöld, mála, og auðvitað að sýna leikrit og kynna þau. 1 Grips leikhúsinu voru 12 leikarar en 40 manns sem unnu allt hitt. Venjuleg og hversdagsleg leikrit... En vandamál okkar hóps er að leikritin eru þýdd. Það þyrfti vissulega að fjalla um islenskt ástand, en þetta veröur aö þróast. A meðan er betra að sýna þýdd leikrit. Viö erum að leita að raunsæum leikritum, þó það þýði siður en svo að það megi ekkert koma fyrir sem á sér ekki beina stoð I raunveruleikanum.” Aðalmálið er ekki að gera stórfenglega hluti sem fær börnin til aðstanda á öndinni yfir þvi óskiljanlega; þvi þá væri maður að drepa sköpunargáfu barna niður. Við viljum heldur hafa leikrit eins venjuleg og hversdags- l_eg og hægt er svo það sé auðvelt fyrir krakkana aö spinna út frá þvi.” eftir Jóhönnu Þórhallsdóttur myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.