Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 05.02.1982, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 05.02.1982, Qupperneq 19
——^^Q3r/DOSfUrÍnrL-Fös\udagur 5. febrúar 1982 Jf' r r 19 7 unnn. Frankie-boy og Gunnar fara á kreik A þriöjudaginn birtist i Dag- blaöinu & Visi frétt um aö islenska sjónvarpiö ætti von á sendingu frá Ameriku. Þar var á ferö sjónvarpsþáttur um Pól- land sem geröur var aö undir- lagi Ronalds Reagan forseta woodstil. Skemmtikraftarnir eru ma. gamli mafiósinn Frank Sinatra, Barbra Streisand og sænsku glókollarnir i Abba. Auk þessara stjarna skemmt- anaiönaöarins eru aörar stjörn- ur úr annarri iöngrein. Skal þar Fjölmiðlun e!t*r Þrós< Haraldsson Bandarikjanna. Ékki kvaö Pétur Guöfinnsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, ákveðiö hvort þátturinn yrði sýndur — hann yröi skoðaöur fyrst. Umgetinn þáttur hefur veriö mikiö til umræöu um allan heim undanfarnar vikur. Þarna er á feröinni mikiö sjó, blanda af skemmtiefni og ávörpum þjóðarleiðtoga i besta Holly- fyrstan teija Reagan sjálfan, en meö honum eru ýmsir helstu leiötogar Vesturlanda: Magga Thatcher, Helmut Schmidt, Mitterrand og Gunnar Thorodd- sen ásamt sæg annarra. Tveir þjóöarleiötoga Nató-landa sem leitaö var til um þátttöku neituöu aö vera meö: Anker Jörgensen hinn danski og Hollendingurinn Van der Agt. Ekki var hins vegar neinn bil- bug að finna á oddvita tyrk- nesku stjórnarinnar, hershöfð- ingjanum Evren, gott ef hann bauð sig ekki sjálfur fram. Neitun þeirra fyrrnefndu á sér ma. skýringu i þátttöku þess siöastnefnda. Þaö er nefnilega útbreidd tilfinning i Evrópu — og að mér skilst i Bandarikjun- um lika — aö þetta Póllandssjó Reagans lykti ansi mikið af hræsni. Ekki nóg meö aö hann skuli leggja blessun sina yfir þátttöku leiötoga tyrknesku herforingjastjórnarinnar sem stendur i margfalt grimmilegri blóöverkum en sú pólska. Ofan á þaö bætist aö sömu helgina og Reagan ætlar aö sýna þáttinn tilkynna embættismenn hans að nú sé ætlunin aö auka hernaöar- aöstoö Bandarikjanna viö her- stjórnina i E1 Salvador, þar sem menn eru myrtir tugum og hundruöum saman dag hvern. Það er Upplýsingastofnun Bandarikjanna sem stendur formlega fyrir gerö þáttarins — sú sama og rekur Menningar- stofnun Bandarikjanna á Haga- melnum. Þátturinn var boðinn ... Breski teiknarinn JAK er glöggur á fyndnari hliöar mannlifsins. Hér segir eiginmaöur Möggu Thatcher viö hana:—Heyröu Magga min, er þetta samband ykkar Reagans ekki oröiö helsti náiö? til beinnar útsendingar um gervihnött hvert sem var i heiminum. En flestar sjón- varpsstöövar i Vestur-Evrópu hikuðu viö aö taka tilboöinu. Þær vildu skoöa gripinn fyrst. Það ætlar islenska Sjónvarpið lfka aö gera og er þaö vel. Vonandi endar sú athugun meö þvi að þættinum veröi hafnaö. Þetta segi ég án þess aö hafa séö þáttinn og þó ég efist ekki um að frá faglegu sjónarmiði er hann áreiðanlega mjög vel geröur. Ég segi þetta af þvi aö þaö er pólitisk ólykt af honum. En ef sjónvarpib ákveöur aö sýna þáttinn — styttan eöa ó- styttan — er þaö lágmarkskrafa aö aftan i hann veröi hnýttar umræöur,-um Pólland, um utan- rikisstefnu Bandarikjanna og um efni þáttarins. Eins og áöur segir neitaöi Anker Jörgensen aö vera með. Hann hefur greinilega til aö bera meiri pólitiska reisn en sumir aörir. En Danir geröu sjálfir þátt um Pólland sem var liöur i fjársöfnunarherferö á borö við þá sem hér fór fram. Um þann þátt var skrifað i danska blaðiö Information, og hafði höfundurinn, Knud Holst, ma. þetta ab segja um svona þáttagerð: „Hún endar óhjákvæmilega i þeirri yfirborðsmennsku sem breytir allri neyö — sé hún nógu dramatisk og rétt sviösett — i sjóbissnis.” En meðal annarra oröa: i hvers umboði talaöi Gunnar Thoroddsen i þættinum? Var þátttaka hans borin undir rikis- stjórnina, eöa var hann þarna sem einstaklingur? MYNDIR Á KVIKMYNDAHÁTÍÐ Að vera í jafnvægi Systur, eða vogarskálar hamingjunnar. (Schwestern oder die Balance des Gliicks). Vestur-þýsk. Argerð 1979. Handrit og leikstjórn: Marga- rethe von Trotta. Aöalhlutverk: Jutta Lampe, Gudrun Gabriel, Jessica Friih, Reiner Delven- thal. Þetta er saga um manngildi, — um þaö að vera „sterkur” og „veikur”, yfirmaöur og undir- maöur, karl og kona, foreldri og barn, um þaö hvernig maöur stjórnar lifi sinu eða lætur stjórnast. Sagan er sögð i ljósi lifs tveggja ungra kvenna, systra, og þess fólks sem þær umgangast. Mynd Margarethe von Trotta einkennist af áber- andi dúalisma, tvihyggju sem gegnsýrir alla mótun efnisins og skapar finlega togstreitu milli skauta hennar, — togstreitu sem menn geta skoðaö sálfræði- lega, félagslega, pólitiskt, mýstiskt, eftir þvi sem þeim býöur við aö horfa. Togstreitu sem i lokin breytist i jafnvægi. Systur er listaverk hvernig sem á hana er litiö. Hún minnir óneitanlega stundum á myndir Ingmars Bergman, en ein- kennist af skýrari linum en myndir hans, bæöi efnislega og filmiskt. Hér er allt hreint og klárt, hvergi tilgerð eöa tákna- grugg, og leikur kvennanna sem eru öxull myndarinnar veröur lengi i minnum haföur. — AÞ. Kiámmyndir „Atgangshörö og tilfinninga- rik heimildarmynd um klám- heiminn. Sterkt framlag tíl um- ræðu um konur og ofbeldis- hneigð”. Svo segir i auglýsingu þessarar myndar og hér er hvert orð satt og rétt. Engin ástarsaga lýsir ferðalagi tveggja kvenna, — kvikmynda- gerðarmanns og nektardans- meyjar — inni iðnað þann sem gerir kynhvötiria að bissniss. Hér er viða greindarlega að verki staðiö og tilfinningahitinn kemur heldur ekki i veg fyrirað húmor geti notið sin. Réttlát reiði er nefnilega ansi oft bit- laust vopn þegar henni er beitt einni sér. Og þegar menn tala Kvikmyndir eftir Arna Þórarinsson Guðlaug Bergmundsson og Björn Vigni Sigurpálsson um klám þarf húmorinn að vera I lagi. Mörg atriði myndarinnar eru býsna eftirminnileg. En ég held að þrátt fyrir sannleiksgildi fyrrnefndrar auglýsingar þá fjalli Engin ástarsaga i botn- inum ekki um klám. Hún fjallar um firringu, vélgervingu mann- eskjunnar og samskipti kynjanna þegar aldagömul hlutverk þeirra eru að ganga sér til húðar. Dæmi um þetta er langtsamtalsatriði með hjónum sem bæði eru rithöfundar og er afar hreinskilin lýsing á mann- eskjum sem varla vita hvaðan á þau stendur veðrið lengur. Enda gerir Engin ástarsaga ekki til- raun til að skilgreina viðfangs- efni sitt, —I myndinni er hvergi reynt að komast til botns i þvi hvað sé klám og hvaö ekKi. Enda er það háll is eins og allir vita. —AÞ. og kynímyndir Engin ástarsaga (Not a Love Story — A Film about Porno- graþhy). Kanadisk. Argerð 198). Handrit og stjórn: Bonnie Sherr Klein, ásamt Lindu Lee Tracey. Engin ástarsaga—annar höf- undurinn, nektardansmærin Linda Lec Tracy (i miðið) prófar að sitja fyrir hjá tima- ritinu Hustlcr. E/dhugi? Eldliuginn (Tulippáá) Finnsk, árgerð 1980. Leikendur: Asko Sarkola, Bea Mauranen, Kari Frank, Ritva Julianto. Handrit og leikstjórn: Pirjo Honkasalo og Pekka I.ehto. Finnsk kvikmyndagerð hefur látið æ meira að sér kveða á undanförnum árum og hlotið mikið lof. Má þar nefna mynd- ina Jörðin er syndugur söngur, sem hér hefur verið sýnd. Eldhuginn mun vera fyrsta kvikmyndin i fullri lengd, sem leikstjórarnir Pirjo Honkasalo og Pekka Lehto gera og ber hún vitni um stórhug þeirra. Bæði er það að myndin var dýr i fram- leiðslu( Þau voru vist átta ár að safna fyrir henni), og auk þess fjallar hún um timabil i sögu Finnlands, sem er mjög við- kvæmt enn þann dag i dag, nefnilega þá atburði sem leiddu til misheppnaðrar byltingartil- raunar rauðliða árið 1918. Myndin er þó fyrst og fremst saga rithöf undarins Maiju Lassilla og þátt hans i pólitiskri umræðu sins tima. En Maiju Lassilla var aðeins eitt af dul- nefnum Algot Lassilla, og hefur lif hans veriö huliö fram til þessa. Eldhuginn er myndrænt séð einstaklega falleg mynd og mörg atriðin ákaflega fallega upp byggð, en dramatiskt finnst mér hún ekki vera eins sterk og hægt er að imynda sér að hún hefði getað orðið. Hún er þó gott dæmi um að Skandinavar geta gert góðar myndir, og sýnir svo ekki verður um villst, aðFinnar eru nú orðnir einna fremstir Norðurlandaþjóöa i kvik- myndagerð. -gb Á bak við framhiiðina Snjórl Neige). Frönsk, árgerð 1981. Leikcndur Juliet Berto, Jean-Francois Stevenin, Robert Liensol, Paul Le Person. Leik- stjórar: Juliet Bcrto og Jean- Ilenri Rogcr. Snjór er fyrsta leikstjórnar- verkefni þeirra Juliet Berto og Jean-Henri Roger, en þau eru þó ekki byrjendur i kvikmynda- heiminum. Juliet Berto er margreynd leikkona, með mikla reynslu að baki hjá mönnum eins og Godard og Rivette. Je- an-Henri Roger hefur aftur á móti unniö meö Godard á bak við vélina, jafnframt þvi sem hann hefur um langt árabil kennt kvikmyndagerð i Paris. Það kemur manni þvi ekki beintá óvart, að mynd þeirra er i flesta staði mjög vel heppnuð, og ekki beint byrjendabragur á henni. Myndin gerist i Pigalle hverf- inu i Paris og sýnir fólkið, sem lifir þar og deyr; eiturlyfjasala, mellur, dópista o.f 1., og er yfir- lýst markmið höfundanna að skyggnast á bak viö framhlið- ina, sem blasir viö túristum, sem spóka sig um þetta hveríi. Allt yíirbragð myndarinnar er mjög fersktog ber vott um mikla næmi höfundanna. Per- sónurnar eru allar ljóslifandi og oft hefur maður á tilfinningunni, að þetta sé ekki kvikmynd meö skrifuðu handriti, svo eölilegur og áreynslulaus er leikurinn. Snjór er tvimælalaust ein af betri kvikmyndum frönskum hin siöari ár og ætti enginn aö láta hana lram hjá sér fara. — GB Kennsiustund Kona fluginannsins (eöa er ekki hægt að hugsa um neitt). Frönsk. Argerö 1981. Handrit og stjórn: Eric Rohmer. Aöal- hlutverk: Philippe Marlaud, Marie Rivére, Anne-Laure Meury, Mathieu Carriére. Leiðir okkar Eric Rohmer hafa ekki legið saman hér i bió siöan hann heillaöi mig á mánu- dagsmyndunum i gamla daga með heimspekilegum og siö- fræðilegum stúdium sinum á borð viö Hnéö á henni Klöru. Sumir eru aö reyna aö segja mér aö ég megi hrósa happi yfir þvi aö hafa misst af siöari tima myndum hans svo sem opnunarmynd siöustu hátiöar, þó ég eigi bágt með aö trúa þvi. Endurfundirnir viö Rohmer núna á Kvikmyndahátiðinni voru amk. svo ánægjulegir aö ég saknaöi þess aö hafa misst við hann tengslin. Sannast sagna finnst mér meö ólikindum hversu listilega Rohmer tekst aö spinna töfravef úr jafn einföldu — og mér liggur viö aö segja auviröilegu efni og i Konu flugmannsins, aö snúa hallærislegum krytum ungra Systurnar — Jutta Lampe og Jessica Friih lcika afburöa vcl i þcssari næmlegu þýsku mynd. elskenda upp i spennu og skemmtilegheit, og takast þetta allt saman án þess að láta á- horfandanum nokkru sinni finn- ast annað en hann sé að upplifa þarna blákaldan veruleikann. Slikt er ekki á færi nema snill- inga, þótt efniviöurinn sé e.t.v. ekki nægilega krefjandi og metnaöarfullur til að maöur geti gefið Konu flugmannsins stimpilinn snilldarverk. En það sem situr þó kannski fyrst og fremst eftir þegar maöur hugsar til baka til þess- arar myndar er þaö,hvilikan lærdóm islenskir kvikmynda- gerðarmenn geta dregiö af þessari kvikmynd Rohmer. Hann sækir efnið i hversdags- leika dagsins i dag og tekur fyrir efni sem gæti verið sótt i lif fjórða eða fimmta hvers ung- mennis, nefnilega um þann skritna kokteil mannlegra til- finninga, sem kallast heilbrigö ást og heilbrigö afbrýöisemi. Ollum kostnaöi viö myndina er greinilega haldiö niöri, raun- verulegt umhverfi notaö meira og minna sem leikmynd eba umgjörð um dramatikina. t þessari mynd eru þeir varla nema 6 leikararnir sem hafa rebliku og ekki nema þrir sem eitthvab mæöir á. Vissulega glatast eitthvað af litatónum filmunnar, sérstaklega inniat- riðunum, en alls ekki á þann hátt að þaö gerist á kostnaö framsetningar efnis. Innihaldiö skiptir þarna eins og jafnan meira máli en umbúnaöurinn. Og svona eigum viö lika aö bera okkur að, eigi gerö leikinna mynda aö veröa hér grósku- mikil listgrein i framtiöinni. —BVS.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.