Helgarpósturinn - 23.07.1982, Síða 5
5
-%%%* irínrt FSstudagur 23. júlí 1982
Skipulagið á skipulagsmálunum:
viö gildandi reglur eða samþykktir. Þá fer
máliðfyrir borgarráð og enda þótt það væri
tekið jákvætt i málið, væri það varla annað
en viljayfirlýsing borgarfulltrUa, þvi af-
staða þeirra hefur raunverulega ekkert að
segja i slikum tilfellum.
En verði ágreiningur má skjóta málinu
til félagsmálaráðherra, sem leitar til lög-
fróðra embættismanna, meðal annars
skipulagsstjóra rikisins, og sker úr um
deilumálið, segir Sigurður Haröarson
Borgarskipulag
Þróunarstofnun Reykjavikurborgar var
sett á laggirnar árið 1972 til að endurskoða
aðalskipulagið frá 1962. Um mitt kjörtima-
bil vinstri meirihlutans i Reykjavik voru
Þróuna rstofnun og embætti skipulagsstjóra
Reykjavíkur, sem heyrði undir borgar-
verkfræðing, sameinuð i Borgarskipulag
Reykjavikur undir stjórn skipulagsnefndar
borgarráðs.
Þróunarstofnun hafði lagt fram endur-
skoðað aðalskipulag þegar árið 1977, en það
liafði ekki hlotið staðfestingu. Meðal annars
vegna þess að ýmsar forsendur höfðu
breyst var aðalskiuplagið endurskoðað i
annað sinn, og lauk hluta þess verks i vor.
— Við höfum unnið upp og fengið staðfest
aðalskipulag fyrir allt svæðið fyrir austan
Elliðaár á þessum tæpum þremur árum
sem stofnunin hefur starfað, segir Guðrún
Jónsdóttir arkitekt og forstöðumaður Borg-
arskipulags — og jafnframt framkvæmda-
stjóri skipulagsnefndar.
i eldri hverfunum
— Nú erum við að endurskoða eldri
hverfin svæðið innan Hringbrautar og
Lönguhliðar. 1 þvi verki höfum við notað
þær tillögur að endurskoðun gamla bæjar-
ins sem Gestur Ólafsson vann á sinum tima
fyrir Þróunarstofnun og allar þær kannanir
sem hafa verið gerðar um þetta svæði. Auk
þess höfum við unnið áfangaskýrslu um
umferðarmál i gamla bænum, og hún kem-
ur út á næstunni, segir Guðrún.
Mikið af þeirri vinnu sem Borgarskipu-
lagið á að annast er falið ýmsum arkitekta-
stofum úti i bæ. Að sögn Guðrúnar er reynt
að skipta sem mest við þá arkitekta sem
kunna eitthvað fyrir sér i skipulagsmálum,
og til eru þeir sem hafa sérhæft sig i skipu-
lagningu byggðar.
Vald skipuleggjenda
Þessum arkitektum er falið að móta um-
hverfi þar sem fólk eyðir siðan miklum
hluta tima sins, og ráða að meira eða
minna leyti hvernig hús þess lita út. Þvi'
vaknar sú spurning hversu mikið vald
skipuleggjendur hafa til að ráða umhverfi
annarra.
— Það fer eftir þvi um hvernig umhverfi
er að ræða. Ef lóðir eru stórar og lega þægi-
leg eru kvaðir ekki miklar. Raunverulega
eru þær ekki aðrar en þær, að fólk byggi að
einni linu og ekki útfyrir aðra, og hvort hús-
in mega vera ein eða tvær hæðir.
En sé gert ráð fyrir þéttri byggð, litlum
lóðum, er kveðið nánar á um einstaka
þætti. Það er nauðsynlegt til þess að einn
eyðileggi ekki fyrir öðrum og eiginlega ver-
ið að vernda þann hófsama gegn þeim yfir-
gangsama.
Vandamálið er fyrst og fremst, það, að
oftast er ekki til nægjanlega mikið úrval af
lóðum til að allir geti fengið eitthvað eftir
sinum óskum. Þar sem byggingasvæði er
þröngt ákveða skipuleggjendur heildarsvip
bygginganna og sjá til þess að eitt hús
skyggi ekki óhæfilega á annað. Þeir ákveða
lika hæðarpunkta og gefa gatnamáladeild,
holræsadeild og byggingafulltrúa nauðsyn-
legar upplýsingar.
Ef fólki er illa við byggingaskilmála er
það að minu mati á nokkrum misskilningi
byggt. I Reykjavik hafa þeir reyndar þótt
strangir, en þó hefur verið brugðið út af. Á
fimm stöðum i Seljahverfi var til dæmis
brugðið á það ráð að auglýsa eftir umsækj-
endum um lóðiroghafa húsbyggjendur sið-
an með i ráðum við skipulagninguna. Þetta
gafst ákaflega vel. t sumum sveitarfélög-
um hefur oft verið hafður sá háttur að fá
sömu arkitektana til að teikna húsin og
skipuleggja minni byggingasvæði, og oft er
efnt til samkeppni um úrlausnir, segir Guð-
rún Jónsdóttir.
Fækka fólki?
I þeim deilum um næsta skref i stækkun
Reykjavikur sem hafa staðið allt frá þvi að
lagt var til að ráðast i byggingu Rauða-
vatnssvæðisins svonefnda hefur m.a. komið
fram hjá Davið Oddssyni borgar-
stjóra, að nú sé endurskoðun á aðalskipu-
lagi lokið og þar með megi fækka starfs-
fólki Borgarskipulags en þar er nú sem
nemur 16 stöðugildum. Enda hafi þvi fyrst
og fremst verið ætlað að ljúka þessu verk-
efni. Hvað segir forstöðumaðurinn um það?
— Skipulag er ekki gert einu sinni, þar er
verið að fást við sibreytilega hluti og það er
aldrei hægtsé aðsegja, að þvi sé lokið.
Startstólkið er mikilvægur hlekkur í upp-
lýsingaöflun um þennan bæ sem við búum i
og þróun hans. Auk þess leita borgarbúar
hingað i vaxandi mæli eftir ýmsum upplýs-
ingum og við finnum að fólk hefur vaxandi
áhuga á skipulagsmálum. Það er einmitt
meðal verkefna okkar að kynna almenningi
skipulagið, en þvi miður höfum við ekki
haft mannafla til að sinna þvi starfbÞað er
þvi mjög mikið álitamál hvort hér megi
fækka starfsfólki. Að sjálfsögðu væri
hugsanlegt að fá meiri aðkeypta vinnu, en
það yrði eflaust ekki ódýrara og verkin
þarf að vinna, segir Guðrún Jónsdóttir for-
stöðumaður Borgarskipulags.
og útskot þess
Þótt fyrirkomulag skipulagsmála i
Reykjavik hafi verið gert hér að aðal
umtalsefni eru það Skipulag rikisins og
skipulagsstjóri rikisins, sem fara með yfir-
stjórn allra skipulagsmála landsins, i
umboði félagsmálaráðherra.
i skipulagsstjórn eiga sæti fimm mcnn:
húsameistari rikisins, vegamálastjóri,
vita- og hafnarmálastjóri og tveir menn
skipaðir af ráðherra, annar tilnefndur af
Sambandi islenskra sveitarfélaga, hinn án
tilnefningar.
Verkefni skipulagsstjórnar er að ganga
frá skipulagsuppdráttum sem berast til
staðfestingar, eiga frumkvæði að skipu-
lagningu og endurskipulagningu þar sem
hún telur þess þörf og vera opinberum
aðilum til ráðuneytis um allt sem skipu-
lagsmál varðar. Skipulagsstjóri sér hins-
vegar um mælingar, gerð skipulagsupp-
drátta og endurskoðanir þeirra i samráði
viö viökomandisveitarfélög — en „getur þó
leyft, að slikar mælingar, og gerð skipu-
lagsuppdrátta séu falin sérmenntuðum
mönnum, er starfi i samráði við hann” eins
og segir i skipulagslögum frá 1964.
— Dagleg verkefni okkar eru stúss og
stapp viö ráðléggingar til þeirra sem leita
hingað og leiöbeina þeim sem eru til þess
kjörnir í sveitar-og bæjarstjórnum að ann-
ast skipulagsmál.og viðþjálfum ráðunauta
allra sveitarstjórna i landinu, segir
Zóponías Pálsson skipulagsstjóri við Helg-
arpóstinn.
Skipulagsstjóri annast skipulagningu
fyrir sveitarstjórnir er hafa ekki ráðið til
þess sérstaka menn og ef skipulagsstjórn
sér ástæðu tíl þess, að unnið sé sameigin-
lega að skipulagningu tveggja eða fleiri
sveitarfélaga,getur hun haft forgöngu um,
að sett verði á stofn sérstök samvinnunefnd
um skipulagningu.
Slik samvinnunefnd var sett á fót 1962 til
þess að annast skipuiagningu á höfuð-
borgarsvæðinu öllu. Sú nefnd skilaði á
sinum tima skipulagstillögu þar sem gert
var ráð fyrir þvi, að nýr flugvöllur yrði
settur niður á Alftanesi. Af þvi varð ekki
sem kunnugt er, og skipulagstillagan var
aldrei samþykkt. Siðan hefur litið farið
fyrir samvinnunefndinni nema þegar hún
hafði forgöngu um vatnsverndun á
drykkjarvatnssvæði Reykjavikur. Og
þegar þeirri vernd var aflétt að hluta varð
að lifga hana við þar sem hún var eini aðil-
inn sem lögum samkvæmt gat aflétt henni.
Það gerðist siðan árið 1976, að stofnuð
voru samtök sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu með þátttöku Hafnarfjarðar,
Bessastaðahrepps, Garðabæjar, Kópavogs,
Reykjavikur, Seltjarnarness, Mosfells-
hrepps og Kjalarneshrepps. Fyrir tveimur
árum sameinuðust þessi átta sveitarfélög
siðan um að setja á laggirnar Skipulags-
stofu höfuðborgarsvæðisins, sem Gestur
Ólafsson arkitekt og skipulagsfræðingur
veitir forstöðu, en þar vinna nú 4 manns.
— Upphaflega var hugmyndin sú, að
Þróunarstofnun Reykjavikur þróaðist i
skipulagsstofu alls höfuðborgarsvæðisins.
Það varð ekki og samvinnunefndin sem
skipulagsstjórn rikisins setti á laggirnar
hafði með svæða-skipulagsmál að gera.
Forráðamenn sveitarfélaganna vildu samt
fá að ráða slnum málum meira sjálfir og
sameinuðust þvi fyrst um Samtök sveitar-
félaga i Reykjanesumdæmi, sem seinna
klofnuðu i SASIR og Samtök sveitarfélaga á
Suðurnesjum. Samtök sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæöinu voru siöan stofnuð 1976 og
þau reka nú þessa skipulagsstofu, segir
Gestur ólafsson við Helgarpóstinn.
Skipulagsstofan hefur fyrst og fremst
með höndum þau skipulagsmál sem eru
sameiginleg sveitarfélögunum á höfuð-
borgarsvæðinu og verða ekki leyst nema i
sameiningu. Þar má nefna frárennslismál
og samræmingarmál þar sem sveitar-
félögin liggja saman.
Auk þess annast hún mál sem hag-
kvæmast er að leysa sameiginlega, t.d.
almenningssamgöngur, sem einmitt er
verið að vinna að nú. Þá hefur stofan unnið
upp tillögur um hjólreiðastigakerfi á höfuð-
borgarsvæðinu, vinnur að athugunum á
umferðarhávaða og tillögum til úrbóta,
könnun á valvöruverslunum á svæðinu,
áhrifum skipulags á orkusparnað, úttekt á
möguleikum á trjárækt og ræktun skjól-
belta i tengslum við byggð og útivistar-
svæði, tillögum um fjárhelda girðingu um
höfuðborgarsvæðið, skipulagi á umferð i
þéttbýli og úttekt á jarðfræði svæðisins.
Sérrit um þessi efni hafa ýmist þegar verið
gefin út eða fyrirhugað er að gera það.
— Eitt mikilvægasta verkefni okkar er
þó öflun og meðferð upplýsinga til að nota
við skipulagsvinnu. Séu allar þær upplýs-
ingar sem eru nauðsynlegar við skipulags-
vinnu aðgengilegar má fá miklu meiri
vinnu út úr þeim mannafla sem er við
skipulagsvinnu og bæta ákvarðanatöku án
þess aðkostnaður aukist. 6g vil fullyrða, að
nú geti 50—70% af vinnu skipuleggjenda
farið i möndl með upplýsingar. Með þvi aö
hafa þær aðgengilegar má einfalda þessa
vinnu verulega, en vandinn er sá að við höf-
um ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að
koma upp nauösynlegum tölvubúnaði,segir
Gestur ólafsson.
Þriðja stóra stofnunin sem fæst við skipu-
lagsmál upp á eigin spýtur er Byggðadeild
F'ramkvæmdastofnunar rikisins. Þar er þó
ekki verið að skipuleggja byggð, heldur at-
vinnuuppbyggingu i sveitarfélögum út um
landið, og til starfans er notaður fullkominn
tölvubúnaður sem hefur að geyma ýmsar
mikilvægar upplýsingar um ýmsar þær for-
sendur sem taka þarf með i reikninginn við
skipulagningu byggðar. Auk þess leiðir
uppbygging atvinnufyrirtækja oftast til
byggingar mannvirkja, sem gera þarf ráð
fyrir i skipulagi hvers staðar.
— 1 rauninni er enginn aðili úti i kcrfinu
sem er skyldugur til að hafa samstarf við
Framkvæmdastofnun. Þeir sem hafa gert
sér grein fyrir þvi hvaða upplýsingar er
hægt að fá hérna leita til okkar og við
höfum mikið samstarf við sveitarstjórnir
og hreppsnefndir út um landið, segir
Sigurður Guðmundsson aðstoðardeildar-
stjóri Byggðadeildar.
— En auðvitað ætti þetta allt að vera
nátengt, fyrst og fremst vegna þess, að þeir
sem vinna við skipulagningu byggðar hafa
ekki frumkvæði og það gerist oft á tiðum
litið i málum þeirra, en hér eru teknar
ákvarðanir um hluti sem siðan er hrint i
framkvæmd, segir Sigurður.
Þetta kemur heim og saman við reynslu
Gests Ólafssonar af skipulagsvinnu fyrir
sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu:
— Til þess að við sjáum meiri árangur af
þvi sem við erum að gera þurfa að vera
stjórnmálamenn með meiri pólitiska vikt i
sveitarstjórnunum. Það mætti vera meira
um menn sem geta keyrt málin áfram, en
eins og þetta er nú ganga málin afskaplega
hægt fyrir sig þegar sveitarstjórnir átta
sveitarfélaga þurfa að samþykkja tillögur
okkar. Hver hefur sina skoðun á þeim og oft
er þvi erfitt að koma málunum i gegn, segir
Gestur.
Að lokum má nefna fjórðu stofnunina
sem fæst við skipulagsmál, ef hægt er að
tala um stofnun. Það er staðarvalsnefnd,
pólitiskt skipuð nefnd er gerir tillögur um
það hvar reisa eigi verksmiöjur af stærra
taginu.Til.viðbótarþvl hefur verið unnið aö
þvi ui danfarin ár á vegum félagsmálaráð-
herra að gera svonefnt landsskipulag þar
sem samræma á skipulag alls landsins með
tilliti til atvinnuuppbyggingar, nýtingar á
landinu og auðlindum þess.
Ruglaður, lesandi góður? Vonandi verður
þú það ekki eftir lestur þessarar greinar!
Að minnsta kosti eilitið minna ruglaður en
áður.
En þótt mikilvægt sé, að öll skipulagning
á byggð og mannvirkjagerð sé vel undir-
búin, er ekki laust við, að allt þetta kerfi sé
nokkuð flókið, kannski of flólkið, þegar allt
er tint til. Að visu má segja, að öll upp-
bygging sé talsvert flókið mál, en það
hlýtur að vera krafa skattborgaranna, að
þeim sem við hana vinna sé gert mögulegt
að gera það á sem fljótlegastan og hag-
kvæmastan hátt. Slikt ætti að vera mögu-
legt á þessum tinum upplýsingastreymis og
tölvunotkunar.
Svavar Gestsson
félagsmálaráðherra:
„Ofstækiö í Rauöavatns-
málinu er óskaplegt”
— Vandinn i skipulags-
málum er sá, að rata milli-
veginn milli stjórnunar
nfanfrá og eðlilegra fram-
kvæmda i byggðar-
lögunum. Það er óeðlilegt
að stjórnað sé of mikið
ofanfrá. Ég tel að það þurfi
að undirbiía skipulagsmál I
grundvallaratriðum með
tilliti til þess, að náttúru-
gæði nýtist sem best —
ræktun auðlinda og nyting
þeirra ciga að vera grund-
völlur allrar skipulagsvið-
leitni. segir Svavar Gests-
son félagsmálaráðhcrra,
yfirmaður allra skipulags-
mála i landinu.
— Þetta verður5best gert
með skipulagslögum sem
eru rúm og sveigjanleg, en
þó með skynsamlegum
reglum, en á það skortir
mjög. Gildandi skipulags-
lög þurfa lagfæringar við.
Erfiðast er, aö sveitar-
félögin skuli ekki hafa
möguleika til að taka sig
saman i skipulagsmalum
meira en nú er. Að minu
mati mundi það auðvelda
alla skipulagsvinnu og
draga úr hættu á árekstr-
um, að skipulagsfulltrúar
væ-u i hverjumlandshluta.
Það er raunar gert ráð
fyrir þvi i frumvarpi til
nýrra skipulagslaga sem
nú er i undirbúningi.
En heildar endurskoðun
þessara mála er gifurlegt
verk, og ég hef haft mann i
vinnu við þaðundanfarið ár
að gera tillögur til okkar
um heildar skipulag og
landnýtingu, svonefnt
landsskipulag.
Hér i Reykjavik hafa
skipulagsmálin verið rekin
af miklu offorsi af hálfu
borgarstjórnarmeirihluta
Sviivar Gestsson félags-
málaráðherra — yfirm aður
allra skipulagsinála.
ihaldsins. Þeir ætla ekki að
láta sér nægja að ætla sér
aðstjórna borginni i fjögur
ár, heldur ætla þeir að
þurrka út stjórn siðustu
fjögurra ára og ofstækið i
Rauðavatnsmálinu er
óskaplegt. Þetta minnir á
stjórnarfarið i vissum
rikjum þar sem alvanalegt
er að endurskoða kafla i
sögunni, segir Svavar
Gestsson félagsmálaráð-
herra.
Davið Oddsson
borgarstjóri:
„Tómt fúsk i þrjú ár”
— Útaf fvrir sig eru
skipulagsmálin i eðlilegu
formi. Það er eðlilcgt aö
skipulagsstjóri rfkisins -
undir embætti félagsmála-
ráðherra-hafi hcildaryfir-
sýn yfir aðalskipulag
hinna ýmsu sveitarfélaga,
hafi ekki afskipti af þvi i
smærri dráttum. Þetta er
vandmeðfarið vald scm
skipulagsstjóri fer með af
gætni, segir Davið Oddsson
horgarstjóri I Revkjavik.
— Flest sveitarfélög, þar
á meðal Reykjavik, hafa á
sfnum vegum skipulags-
nefndir, og hér fer borgar-
ráð með æðsta vald i skipu-
lagsmálum. Undir skipu-
lagsnefnd starfa siðan
skipulagsdeild borgarverk-
fræðings og Borgarskipu-
lag, sem raunareru runnar
saman I ejna stofnun þótt
þær séu sin f hvoru hús-
næðinu.
Þettaeri mjög eðlilegum
farvegi og ég sé ekki
ástæðu til að breyta þvi,
þótt öll mál eigi að sjálf-
sögðu að vera stöðugt i
endurskoðun, segir borgar-
stjóri.
Raunar var hugmyndin
sú, að Þróunarstofnun
drægi saman seglin eftir að
hún lauk endurskoðun
aðalskipulags 1977, en eftir
það farið að horfa á skipu-
lagninguna á höfuðborgar-
svæðinu i heild. En eftir að
nýr meirihluti hafnaði þvi
skipulagi og tók upp hand-
ónýtt skipulag kom Skipu-
lagsstofa höfuðborgar-
svæðisins til skjalanna.
Hér i Reykjavik var siðan
legið i þr jú ár yfir vitlausu
skipulagi uppi i Rauða-
vatnsheiðum sem al-
menningur hefur nú
hafnað. Ti’minn fór i tómt
'fúsk i stað þess að nota
þetta skipulag frá 1977 sem
Duviö Oddsso
stjóri — yfirm;
lugsmála i Rcyl
lá fyrir fullmótað, að minu
viti.
— Ert þú með þessu að
segja, að allt starf Borgar-
skipulags sé til ónýtis?
— Nei, alls ekki. Það
hefur ýmislegt gott verið
gert á Borgarskipulagi. En
sú stofnun er undir stjórn
stjórnmálamanna, og fái
Borgarskipulag rétta póli-
tiska leiðsögn held ég að
þetta sé ljómandi stofnun,
segir Davið Oddsson
borgarstjóri i Reykjavik.