Helgarpósturinn - 23.07.1982, Side 19

Helgarpósturinn - 23.07.1982, Side 19
’^p'ústurinn Föstudagur 23. júlí 1982 19 WSINIANWASf dr. Þór Jakobsson HAMFARIR OG HÖRMUNGAR Einir fæðast menn i heiminn, — að frátöldum þeim sárafáu, sem fá samfylgd bróður sins, systur eða jafnvel fleirri syst- kina. Við köllum þá tvibura, þri- bura eða annað sem við á, þessar undantekningar, en sem sagt: flest erum við ein á ferð, þegar við litum dagsins ljós i fyrsta sinn. Og langflestir deyja einir — deyja „eðlilegum” dauða að liðn- um allmörgum áratugum við góða heilsu i lifinu, áður en fór að halla undan fæti. Billjónir fruma i likama mannsins hafa þá starfað saman vel og lengi án þess að mikið bjátaði á, já, svo vel hafa þær starfað flestum stundum, að framkvæmdastjóri þessa aðdá- unarverða frumuheims áttaði sig varla á auðlegð sinni. Allt lék i lyndi. En sitthvað bilar svo fyrr eða siðar i þessari flóknu vél, mannslikamanum, hún hægir á sér og lýkur verki sinu. Allt, sem lifnar deyr. Dauðinn er jafn eðli- legur og lifið. Ef við hörmum dauðann, hörmum við lika lifið. Samt er það i manninn lagt og flest sem lifir að slá dauðanum á frest, ef kostur er. Læknislistin hefur unnið bug á banvænum sjúkdómum og lengt lif manna. Hinn „eðlilega” dauðdaga ber nú að jafnaði siðar að höndum en áð- ur var ,,til siðs”. Hann rennur þó upp með vissu engu að siður, fyrir mér og fyrir þér — en að öllum likindum verðum við ekki sam- ferða, þegar að þvi kemur — og ekki samferða neinum. Aö deyja einn... Við höfum sem sagt vanist þvi, að menn hverfi af sjónarsviðinu einn af öðrum, fáeinir á unga aldri, en flestir komnir til ára sinna og sumir saddir lifdaga. Aö visu er fjöldi þeirra sem dó i dag meiri en ibúafjöldi á Reykjavik- ursvæðinu —■ og annaö eins kemur i mark á morgun og aðra daga, viðs vegar á jarðkringlunni. En það þykir ekki i frásögur færandi. Þær urðu og verða nefnilega ekki samflota i dauðann þrátt fyrir allt, þessar þúsundir. Hver og einn á meðal þeirra hallar sér út af hinsta sinni einn sins liðs eða háir einn sitt dauðastrið — og ein- um og einum er kippt i brott með hranalegum hætti. ... eöa meö öðrum Þetta teljum við náttúrlegt, en það sem vekur óhug manna er fjöldadauði, dauði margra i senn af einu og sömu ástæðu: i hóp- slysi, fjöldamorðum styrjald- anna, i skæðum faraldri, — eða náttúruhamförum. Þótt fjöldi þeirra sem deyr voveiflega i stór- hópum sé ekki nema brotabrot dauðsfalla i heiminum, eru slikir atburðir áhyggjuefni og reynt er að stemma stigu við hrikalegum áhrifum þeirra. Hætturnar kannaöar Hamfarir náttúrunnar reyna menn að varast með aukinni þekkingu og visindalegum að- ferðum. I nýútkomnu hefti af timaritinu Impact, sem gefið er út af Unesco (Sameinuðu þjóðun- um), er sagt frá tilraunum manna til að skilja orsakir ham- fara af ýmsu tagi og jafnvel spá fyrir um þær i tæka tið. En það er ekkertspaug, þegar náttúran tek- ur upp á þvi að ýkja hlutina og virða að vettugi dýr og menn, sem hafa hreiðrað um sig i grandaleysi á yfirborði jarðar- innar. Þá erum við mennirnir ekki mikið máttugri en smápödd- urnar sem skriða um við fætur okkar. Eina vonin er að meira vinni vit en strit, þannig að menn læri forsjálni við framkvæmdir og læri að forða sér, þegar hættur steðja að — ogsiðast en ekki sist verði leiknari i þvi að sjá fyrir yfirvofandi hættu. Hafa ber einn- ig i huga, að i náttúruhamförum er ekki einungis um dauðann að tefla, margs kyns verðmætum er stundum stefnt i voða. I næstu þáttum hér i Helgar- póstinum, verður greint i stórum dráttum frá fyrrnefndu hefti um náttúruhamfarir og visindi. 1 rit- inu eru sjálfstæðar greinar um bruna, skógarelda oþh. og áhrif þeirra, fellibylji, jarðskjálfta, eldgos og snjóflóð. Ennfremur er þar rætt um hjálp til handa þeim. sem hafa orðið fyrir baröinu á náttúrunni i sinum versta ham. Eldar hafa geisað Jarðfræðingar hafa fundið menjar skógarelda frá fyrstu dögum skóganna fyrir 350 milljón árum (á Devon-tima) og frá þeim tima hafa lika fundist brunaleifar plöntugróðurs. Það bendir til þess, að eldurinn hafi lengi tekið þátt i mótun umhverfisins — ver- ið afl sem eyddi gróðri, en bjó jafnframt i haginn fyrir annað sem óx upp úr öskunni. Það þykjast menn vita, að eld- urinn hafi allt frá þessum árdög- um gróöurs á jörðinni ráðið ýmsu um dreifingu plantna og svipmót gróðurrikis á þurru landi, ekki sist eftir að misvitur ráð mann- anna komu til sögunnar. Þannig má lita á eld og bruna á ýmsa lund: eldar af völdum eld- inga hafa geisað með vissu milli- bili um hundruð ára og eru dæmi þess, að plöntutegundir hafi að- lagast tiðni skógarelda á undra- verðan hátt — eldarnir eru þá eins og hvert annað náttúrufyrir- bæri, sem lifrikið treystir á sér til viðhalds. A hinn bóginn eru aðgerðir manna, viljandi og óviljandi, en beislaðan eld hafa menn löngum notað til útrýmingar á óþarfa og til ræktunar á þvi, sem þeir vildu frekar láta spretta. Auk þess hafa mein auðvitað margsinnis látið eldhafið sleppa af vangá, til mik- ils tjóns. Keynt hefur verið að meta hita i bruna og hafa allt að 940 gráður C mælst i heiðabrunum i Bretlands- eyjum, en meðalhitinn er um 670 gr.C. t skógareldi er mikill hita- munur með hæð, i trjákrónunum gjarnan milli 500-800 stig, en við jörð „aöeins” 300-500 stig. Alveg við jörð hitnar langminnst og stundum ekki nema um 30 stig. Þessa mismunar með hæð gætir að vonum, þegar metinn er eyð- ingarmáttur skógarelda. Krónu- búar, ungar fugla, og annað kvikt þar efra eru i mestri hættu, en skordýr, rætur og annað neðan- jarðar lifir frekar af ósköpin. Við látum þessa upphitun nægja og geymum þar til næst upptalningu á afleiðingum af bruna á stórum svæðum. Skák Framhald af 26. siðu. ur sé i húfi! Svartur lætur að sjálfsögðu á það reyna hvort fórnin standist. 20.... — fxg5 2t.Dc4+ Kh8 — 22.RXR5 Bfti Hér litur Bd4 vel út, en bregst hrapalega: 22. —Bd4 23. Hxd4! cxd4 24. Dxd4+ Kg8 25. Re6 og hótar máti á g7, sú hótun kostar svörtu drottninguna lifið. 23.Kefi Kc7 — 24.Rxf8 Hxf8 25.11(1« Hér kom einnig til greina að sögn Kasparovs 25. Dxc5 Dxg2+! 26. Kxg2 bxc5 27. Hb7 Re6 28. Hd6 Rf4+ 29. Kfl Bd8 (hvitur hótaöi Hxf6!) 30. Hxa7 og hvitur á góðar vinningslikur. 2'S? Bc7 Ekki er auðvelt að benda á betri leiki fyrir svart, hann reynir að erta hrókinn. En nú kemur ótrú- legur leikur! ■ ■ is m w. ■ i W liH 'ý/Ær. wm » wm ''Éí. Hl ál Hl m 2«.(181)! ! Þar fórnar peðið sér en aðrir koma i þess stað. Við Hxd8 á hvitur svarið 27. Hxd8+ Bxd8 28. Df7) og hótar máti. Þá á svartur aðeins eina vörn: D5, en hún kostar mann: 29. Dxd5 Rxd5 30. Hdl og vinnur annað- hvort riddarann eða biskupinn og þar með taflið. 2fi.... Bxd8 27.DC3+ Kg8 — 28.HÖ7 Peðið er horfið en hrókurinn kominn i staðinn, hvitur hótar nú máti á g7. 28.... Bffi 2».I)c4+ Kli8 — 30.Df4 Dafi? Tékkneski stórmeistarinn er orðinn þreyttur á langri og erf- iðri vörn. Besti ieikurinn var Bg7, en taflið er vonlaust engu að siður: 30. — Bg7 31. Dxc7 Dxc7 32. Hxc7 Bd4 33. Hfl a5 34. a4) og hvitur vinnur hægt og sigandi. En nú er öllu lokið. 31. Dlifiog svartur gafst upp. Kasparov hefur teflt þessa skák af miklum þrótti og snilli, enda var hún i öðru sæti þegar valið var um tiu snjöllustu skák- ir tefldar á fyrra misseri ársins 1980. Spilaþraut Framhald af 26. siðu. l.ausn: Suöur lekur slaginn og læt- ur spaöa ás. Þá litiö hjarta sem tekiö er meö ásnum. Noröur lælur spaöa kóng og kastar tigli. A. : Trompi vestur, fær suöur hátt lauf. Þá tigul ásinn og tvisvar tromp. Austur spilaö inn á sitt þriöja lauf til þess aö noröur fái á spaöa gosann og öii l'riu laufin. B. : Trompi vestur ekki, þá spilar suöur þrisvar trompi og setur svo auslur inn eins og i A. Vanræki suöur að taka á spaöa kónginn aöur en hann tekur trompin, þá kaslar austur iaut'i i fjóröa trompið. Suöur færá lautasjöiö, en er þá meö fjóra tapslagi i tigli. HOLLUR ER HEIMAFENGINN BAGGI Það var hér á dögunum þegar stóð yfir listahátiö i Reykjavik og á öldum ljós- vakans bárust auglýsingar um hinn eða þennan listvið- burðinn að mér varð á að hugsa, hvern skollann það ætti að þýöa að vera að hokra austur á landi áhugamannabrölt okkar náð fyrir augum strangra listgagnrýnenda er það ómetanlegt fyrir okkur dreifbýlinga enda er raunin sú að þegar fólk hefur jafnað sig eftir þorra- blótin sem hér eru sótt af ótrúlegri elju, er hafist Austfiarðapóstur f rá ArndisVÞorvaldsdóttin- óralangt frá skemmtunum og menningarlífi höfuð- borgarinnar. En þetta var aðeins eitt einasta syndar augnablik, þvi eftir 15 ára búsetu hér er ég orðinn gallharður „Hérsi” (gælu- nafn fjarðamanna á Héraðsbúum). Við nánari umhugsun komst ég reyndar að þeirri niðurstöðu að hér væri nánast samfelld listahátið frá einmánuði fram yfir sumarmál. Já, ég segi listahátið þvi þó tæpast hljóti þetta handa, hóað saman liði, þvi nú á að æfa upp leikrit, söngkór eða eitthvað annað til fróðleiks og skemmt- unar. H lér eru aðkomnir skemmtikraftar næsta sjaldséðir yfir vetrar- timann og þvi hafa aust- firðingar fyrir löngu lært að létta sér langan og strangan vetur og skemmta hver öörum en þó mest sjálfum sér, þvi þaö er óskaplega gaman að taka þátt i sliku félags- starfi og þó flestir gefi sjálfum sér og fjöl- skyldunni hátiðlegt loforð eftir að hafa puðað við æfingar i 6—8 vikur, að koma aldrei nálægt þessu aftur, fer það oftast svo að þegar hafist er handa á nýjan leik er freistarinn á næsta leyti og fyren varir er maður kominn á kaf á ný. „En nú er þaö alveg ákveðið að þetta verður i siðasta sinn”. Það snjóar oft hressilega á Austur- landi og hér eru hrafna- gusa og páskahret engar þjóðsögur, heldur árvissar uppákomur i veöurfarinu auk þess sitjum við uppi með hret sem nefnt hefur verið sýslunefndarbylur, þar sem komið hefur i ljós að alltaf gengur i illviöri er Norðmýlingar halda sýslu- fund (á þessu fyrirbæri þekki ég enga skýringu). Cin hvað um þaö, hér er stefnt að þvi að vera með leiksýningar og söng- skemmtanir á þeim tíma þegar fjallvegir fara að verða færir og menn eru ekki að súta það þó hálfrar klukkustundar sumar- akstur verði að 2—3 tima vetrarferö. Gallinn er sá að flestir eru á ferðinni um svipaö leyti sem kemur niður á aðsókninni, en með henni stendur og fellur fyrirtækið hér sem annars- staðar. Sjálfságt fer þaö fyrir brjóstið á einhverjum að ég skuli voga mér aö nefna þetta áhugamannavafstur list, og vist mætti verk- efnavaliö vera fjölbreytt- ara og vandaðra, en hér fara áhorfendur i leikhús til að hlæja og fái þeir ein- hvern pata af að nú sé á ferðinni hámenningarlegt stykki eru þeir visir til.að mæta alls ekki, undantekn- ing er þó þegar velþekkt eöa gömul islensk leikrit eiga i hlut. ■ élögin eiga sjaldnast digra sjóði, þvi er oftast tekið eitthvaö létt sem allir kannast við þvi fyrirtækiö verður að bera sig og á þessum siöustu og verstu timum er hollt að minnast þess að hláturinn lengir lifið. Með sumarkomu verða allir vegir færir, og menningarstraumar að sunnan verma sálartötur okkar útkjálkabúa. Staðinn hafa gist dansarar sunnan úr Svartaskógi. Við höfum fengið aö sjá og heyra heimstenor og rokkaö i þrumustuði með Bubba og félögum. M I estra vinsælda nýtur þó hringekjuflokkurinn sem kallaður er Sumar- gleðin, en þeir fylla hér samkomuhúsin svo fara verður aftur i landlegu- dansleiki sildarára til að finna dæmi um aöra eins aðsókn. Sem oft áöur fór ég á mis viö þessa vinsælu skemmtun og sannast aö segja á ég ekki von á að finna hina eiginlegu sumargleði i yfirfullu samkomuhúsi, þar sem liggur við að nota þurfi reykköfunartæki til að komast leiðar sinnar. Um þá Sumargleðimenn má segja að þeir eru flestir tiðir gestir á skjánum, þvi ætla ég að láta mér nægja að góna á þá i sauða- litunum þegar haustar að, þ.e.a.s. ef gamli Imba- kassinn verður ekki búinn aö gefa upp öndina.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.