Helgarpósturinn - 23.07.1982, Side 24
24_________________________________________________________________Föstudagur 23. júli Innn
Eftir Guðlaug Bergmundsson
Rætt við franska leikstjórann
Alain Levent,
sem hér er að gera
kvikmynd fyrir franska sjónvarpið
um svaðilför um landið.
Sá á kvölina, sem á
völina
Það var heldur óvenjuleg sjón, sem blasti
við okkur, þegar við litum inn í Sjónvarpið í
vikunni. Þar var allt á f leygiferð, kvikmynda-
tökuvélar og önnur tæki um allt, og það í júlí.
En það voru ekki íslenskir kvikmyndamenn,
sem þarna voru að störfum, heldur hópur frá
frönsku sjónvarpsstöðinni Antenne-2. Hópur-
inn verður hér við myndatökur i nokkrar vikur
og myndin, sem verið er að vinna að, heitir
Ferðin yf ir ísland (La traversée de l'lslande),
eftir samnefndri skáldsögu franska rithöf-
undarins Jean-Claude Barreau.
Alls ér það um þrjátíu manna hópur, sem
verður við kvikmyndtökurnar, bæði Frakkar
og (slendingar. Islendingarnir, sem koma við
sögu.eru Eiríkur Thorsteinsson, sem stundar
nám í kvikmyndagerð i París og verður að-
stoðarleikstjóri, Friðrik Haraldsson sem leik-
ur islenskan leiðsögumann og Filippus Péturs-
son, eða Philippe Patay, eins og hann heitir
upprunalega, en hann sér um að skipuleggja
ferð hópsins um landið fyrir Ferðaskrifstofu
rikisins.
Leikstjóri myndarinnar heitir Alain Levent
og var hann gripinn um það bil, sem hann ætl-
aði að fá sér matarbita áður en tökur dagsins
hóf ust. Hann var fyrst beðinn að segja aðeins
frá efni myndarinnar.
/\ðalpersónan ísland
„Myndin segir frá hópi ferðamanna, og hún gerist árið
1970, þegar ferðir voru kannski ekki eins vel skipulagðar
og núna. 1 hópnum eru franskir ferðamenn, sem ætla að
fara ' þriggja vikna gönguferð um ísland. Fyrir brottför-
ina er hópurinn illa undirbúinn og illa upplýstur um ferða-
lagið, sem reynir mjög á þrek ferðalanganna.
Sérhver persóna i hópum er fulltrúi fyrir ákveðinn þjóð-
félagshóp. Það er komið með þau hingað, þar sem þau
verða að horfast i augu við vandamálin, sem koma upp á
göngunni, og berjast við óveður, sem geta ekki einungis
geisað á íslandi, heldur lika annars staðar 1 Evrópu.
Atriðið, sem við erum að taka hér og nú á að gerast i Paris
þar sem ferðalöngunum eru gefnar upplýsingar um ferða-
lagið, og við sjáum þá sem borgarbúa, þ.e. i þeirra eðli-
lega umhverfi.
ísland kemur til með að vera mjög mikilvæg „persóna”
i myndinni og kannski sú mikilvægasta, vegna þess að Is-
land á að endurspegla raunverulegan karakter hinna pér-
sónanna. Það er mikilvægasta atriðið fyrir mig i þessari
mynd. 1 hópnum eru einnig þrjár persónur, sem verða
meira áberandi en aðrar, tveir karlmenn og ein kona, og
þeirra á milli gerist siðan klassisk ástarsaga. Sú saga þró-
ast út i gegnum alla myndina, og er jafnframt tæki fyrir
mig til að koma þvi á framfæri sem ég vil. En megin þema
myndarinnar er ekki aðeins barátta mannsins við nátt-
úruöflin, heldur fyrst og fremst að láta náttúruna leika að-
alhlutverkið, og það er aðalástæðan fyrir þvi að ég tók að
mér að gera þessa mynd, þegar mér bauðst það. Það er
kannski ekki frumlegt, en ég hef mikinn áhuga á þvi.”
0 ula fjallið
— Hver átti hugmyndina að gerð þessarar myndar?
„Þaö var forstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Antenne-2. Ég
hafði áður gert þrjár myndir fyrir stöðina og ég held að
það hafi gengið vel. Ég held, að ástæðan fyrir þvi að mér
var boðin þessi mynd, en ekki öðrum, sé sú, að áður en ég
fór að stjórna myndum sjálfur, var ég kvikmyndatöku-
maður i um fimmtiu myndum og án þess að gorta nokkuð,
eru ekki til margir leikstjórar, sem geta jafnframt verið
kvikmyndatökumenn.”
— Þú sagðir áðan að Island mundi leika stórt hlutverk í
myndinni, en verða það týpiskar túristamyndir?
„Nei.alls ekki. Ég var svo heppinn að kynnast fyrst Ei-
riki og siðan Philippe Patay sem er leiðsögumaður og fór
með mig á stórkostlega staði. Island kemur manni ákaf-
lega á óvart og það er alls staðar mjög fallegt, þannig að
ég þarf aldrei að velta þvi fyrir mér hvort eitthvert atriði
verður fallegt eða ekki. Ég þarf ekki einu sinni að athuga
hvar ég stilli leikurunum upp, þvi ég veit, að það veröur
fallegt. Ég held að þetta sé eina landið i heiminum, þar
sem leikstjóri þarf ekki að hafa fyrir þvi að leita að fallegu
umhverfi, það er allsstaðar. Og sá á kvölina, sem á völina,
þvi handan stórkostlegrar eyðimerkur er önnur stórkost-
leg eyðimörk og á bak við eitt gult fjall er annað gult fjall.
Það er til orðatiltæki á frönsku, sem segir, að ef menn
hafi of mikið af góðum hlutum, geti það orðið tilvandræða.
Ég hef unnið við margar kvikmyndir og ég hef ferðast
mikið um heiminn og séð marga óvenjufallega staði, en
aðeins einn i hverju landi. Ég hef aldrei séð land með jafn
fjölbreyttu landslagi, með jafn fjölbreyttum litum og hér
eru meira að segja litir sem ég hef aldrei séð áðúr. Þetta
er draumastaður.”
[}íddu bara
— En þú ætlar að vara þig á þvi að láta landslagið
ekki skyggja um of á persónurnar?
„Einmitt. Eina áhyggjuefnið mitt núna er að veðrið
verði alltaf grámyglulegt. Ég hef einmitt heyrt skemmti-
legt islenskt orðatiltæki eftir að ég kom hingað sem segir
eitthvað á þá leið, að ef þú ert ekki ánægður með veðrið
núna, skaltu biða i fimm minútur. Ég hef ákveðið að koma
þvi að i byrjun myndarinnar, þvi það er ekki óliklegt, að
ljósið breytist innan sama atriðisins. Ef áhorfandinn veit
af þvi, á hann betra með aðsætta sig við það.”
— Hefur undirbúningur að myndinni staðið lengi?
„Ég kom hingað nokkuð oft, en það er bara hluti af eðli-
legum undirbúningi. Móttökurnar á Islandi hafa hins veg-
ar auðveldað mjög allan undirbúning, og ekki sist kynni
min af Eiriki og Philippe Patay.”
— Hvað ætlið þið að vera lengi við tökur hér á landi?
„Fimm vikur. Við tökum tvo daga i Reykjavik, og það
eru atriði sem eiga að gerast I Paris. Siðan tökum við á
Þingvöllum, vegna þess að ég vildi koma að upplýsingum
um landið þegar iupphafi. Ég heillaðist mjög af þvi, að ís-
land var fyrsta landið i heiminum sem stofnaði þing, en
það vissi ég ekki áður. Þegar hópurinn kemur til Þing-
valla eftir langa gönguferð, segir leiðsögumaðurinn frá
þvi að þau séu á þeim stað er fyrsta þingið i heiminum var
stofnað. Þvi næst verðum við við myndatökur i einn dag
við Gullfoss og Geysi og þar á eftir verðum við á svæðinu i
kringum Hekiu. Þar verðum við i niu daga, en förum siðan
til Mývatns, þar sem ma. verður kvikmyndað i Náma-
skarði. Eftir fimm daga við Mývatn förum við til öskju
þar sem siðustu tuttugu minútur myndarinnar gerast.”
Jjólamynd?
— Hvenær verður myndm svo sýnd?
„Hún verður tilbúin til sýningar um miðjan nóvember”
en það er ekki á minu valdi hvenær hún verður sýnd i
Frakklandi. Það gæti orðið um jólin, en einnig á næsta ári.
Þar sem islenska sjónvarpið hefur lagt okkur til tæki,
hefur Antenne-2 heimiiað þvi að sýna myndina endur-
gjaldslaust, sem er þaö minnsta, sem hægt var að gera.
Og ef islenska sjónvarpið vill sýna myndina I lok nóvem-
ber, ætti það að vera hægt.”
Og þar með var Alain Levent rokinn i mat.
Mynd: Jim Smart