Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 7
Smásögur Bókaútgáfan Iðunn gefur út á þessu hausti úrval smásagna eftir sjö höf- unda sem lagt hafa fyrir sig að semja hrollvekjur. Þeir eru Char- lotte Perkins Gilman, Edgar Allan Poe, H.P. Lovecraft, allt Banda- ríkjamenn, Daninn Ulf Gudmund- sen, Þjóðverjinn Hanns Heinz Ew- ers, Spánverjinn Ramón Marie del Valle-Inclan og Horacio Quiroga frá Uruguay. Myndskreytingar við bókina hefur Alfreð Flóki gert og sjáum við eina þeirra hér. Gosi á Leikritið fjölum, bók og plötu Eitt vinsælasta stykki á fjölum Þjóðleikhússins síðasta vetur, var barnaleikritið Gosi, sem Brynja Benediktsdóttir samdi eftir hinni vinsælu sögu Collodi um spýtu- strákinn Gosa, sem lendir á refil- stigum, en lærir af reynslu sinni. Nú á sunnudaginn 3. október verð- ur leikritið tekið til sýninga að nýju eftir sumarfrí, en samtímis er gefin út á bók, leikgerð Brynju, og söngvar úr leikritinu á plötu,'en lögin eru eftir Sigurð Rúnar Jóns- son og textar eftir Þórarin Eldjárn. Það er Almenna bókafélagið, sem gefur út bókina, en þar er ekki einungis um að ræða útgáfu á texta leikritsins, heldur fylgja einnig skýringar Brynju Benediktsdóttur á ýmsum atriðum varðandi það hvernig verkið var unnið, og bókin er skreytt myndum, bæði sviðs- myndum úr uppfærslunni, og myndum af leikendum í hlutverk- um sínum. Hljómplatan er gefin út af út- gáfufyrirtækinu Ríma, sem er út- gefendanafn Stúdíó Stemmu, söngvarnir á plötunni eru fluttir af leikendum. f viðtali við Helgarpóstinn, sagði Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri AB, að þar sem hér væri um heldur óvenjulega útgáfu á leikriti að ræða, renndu menn nokkuð blint í sjóinn með þetta fyrirtæki, en það væri þó spennandi að sjáhvernigþettafæri allt saman. NÝJAR PLÖTUR MEÐ EGÓ OG RÍÓ — meðal nýrra platna fyrir jólin Það er fleira gefið út en bækur og um jól hugsa hljómplötuútgefend- ur sér einnig til hreyfings. Haraldur Ólafsson hjá Fálkanum sagði í við- tali við Helgarpóstinn að nú væri einmitt að koma út hljómplata frá þeim, með lögum eftir Þorgeir Ást- valdsson, sem hann syngur sjálfur, en textar eru eftir Bjartmar Guð- jónsson. Þessi plata var tekin upp í London í sumar og upptöku stjórn- aði Gunnar Þórðarson. Forvitnileg og skemmtileg plata sagði Harald- ur. Þessutan koma frá Fálkanum nú fyrir jólin ýmsar aðrar plötur, svo sem ný plata með Örvari Kristjáns- syni, í svipuðum stíl og hans fyrri útgáfa, en Galdrakarlar leika undir á plötunni. Þá geta þeir sem muna eftir Ríó-tríó leyft sérað hlakka til, því fyrirhugað er að gefa út tvær plötur, með bestu lögum Ríó, en þessi plata gæti komið út í byrjun október. Síðast en ekki sfst, er, nú verið að vinna að nýrri plötu með lögum eftir Magnús Eiríksson, en upptökur fara einmitt nú fram. Á þeirri plötu munu ýmsir þekktir söngvarar flytja lög Magnúsar, svo sem Pálmi Gunnar'sson og Ragn- hildur Gísladóttir. Hjá hljómplötuútgáfunni Steinar, veitti Steinar Berg okkur þær upplýsingar, að nú er einmitt nýútkomin ný plata með Tappa Tíkarrass, stór, hraðgeng fimm laga plata. Um miðjan október komur svo út ný plata með Mezzo- forte, „Mezzoforte 4“, en sú hljómsveit á einmitt afmæli um þessar mundir. Jakob Magnússon gefur út plötu, eiginlega í framhaldi af Special Treatment plötunni og heitir sú nýja „Tvær systur". Útgáf- udagur er ekki alveg ákveðinn en verður í október. Þá koma út tvær nýjar íslenskar plötur í nóventber, önnur með Þú og ég, en sú hefur ekki enn hlotið nafn. Sú plata á eftir að koma mjög á óvart, sagði Steinar. Að lokum kemur í seinnihluta nóvember út plata með Egó, en þeir Egóistar eru í stúdíói nú. Þar að auki mun allverulegur fjöldi safnplatna verða gefinn út hjá fyrirtækinu nú fyrir jól, nánast á hverri viku eitthvað nýtt. Að vera híuti af vandamá/i Nýja bíó: Tvisvar sinnum kona (Twice a Woman). Hollensk?/ Bandarísk. Árgerð 1979. Leik- stjóri: George Sluizer. Aðall- eikarar: Bibi Anderson, Anthony Perkins, Sandra Dumas. Þessa kvikmynd er hreinlega ekki hægt að afgreiða í stuttri grein. Ég held jafnvel að blaðið mundi ekki nægja, þó auglýsing- um væri sleppt. Málefni homma og lesbía koma mér ekki við. Ég er hvorki hommi né lesbía, ég er heldur ekki blindur eða svartur. Ég gæti orðið blindur, en svartur verð ég aldrei. Ég get lokað augunum og reynt að setja mig í spor blindra, en ætli það væri. ekki skynsamlegt að gera það undir stýri á Miklubrautinni. Myndin gerist í Amsterdam og fjallar um ástarsamband Lauru, sem er fráskilin, barnlaus og rúm- lega fertug og Sylvíu, sem er tutt- ugu árum yngri. Laura (Bibi Anderson) er ein- stæðingur í upphafi myndarinn- ar. Þegar hún kynnist Sylvíu (Sandra Dumas) og bíður henni heim, er það sigur fyrir hana. Sylvía kemur sér strax að efninu og dregur ekkert undan. Hefurðu hvílt hjá konu? spyr hún blátt áfram eins og maður mundi spyrja: Hefurðu smakkað á þessu? Nú ef ekki, hvernig væri þá að prófa? Og Laura gerir sér ljóst, án þess að hika, að það var þetta sem hún vildi. Þær átta sig báðar á því að sam- band þeirra er meira en stundarg- aman, Sylvía flytur til Lauru. í sambúðinni eru þær báðar konur þar til Sylvía segist vilja eignast barn með Lauru, en líffræðilega sé það ekki hægt. Fyrrverandi maður Lauru, Al- freð, ræðir málið við hana. Laura er óbyrja. Þau voru gift í sjö ár. Karlmenn eiga erfitt með að játa sig sigraða, að láta í minni pok- ann fyrir konu er þó hámark ósvífninnar. Sylvía hefur sagt foreldrum sínum að hún sé trúlofuð „Tóm- asi“, ímynduðum syni Lauru. Móðir Sylvíu kemur í heimsókn og gerir sér grein fyrir ástandinu án þess að koma með yfirlýsing- ar. Seinna segir hún við Lauru að faðir Sylvíu sé svo gamaldags í hugsunarhætti og virðist þar með leggja blessun sína yfir hamingu dóttur sinnar. Þær stöllur hitta Alfreð og Kar- en, konu hans, í leikhúsi og Laura lýsir viðbrögðum þeirra fyrir Sylvíu áður en þau gerast. Þetta er einn besti karli myndar- innar. Alfreð verður hrifinn af Sylvíu og þau stinga af til Parísar. Hann verður að taka síðasta hálmstráið frá Lauru, karl- mönnum líkt. Þetta fær mjög á Lauru. Hún nær tali af Sylvíu sem lætur ekki segjast. Laura er nær yfirbuguð en gefst ekki upp. Hún er enn kona og gerir það sem sumar konur gera undir ýmsum kring- umstæðum, hún skiftir um hár- greiðslu? Ánnað hvort er þetta þáttur í sálarlífi kvenna eða göm- ul klisja. Sylvía snýr aftur til Lauru og segist vera þunguð eftir Alfreð. Laura tekur hana strax í sátt og Sylvía segir henni að þessi hafi verið tilgangur sinn allan tímann. Sylvía hefur þannig látið draum þeirra rætast með tilstuðlan þess karlmanns sem stóð Lauru næst. Þær haga sér eins og hamingju- samir foreldrar. Alfreð unir ekki þessum mála- lokum. Sem heiðarlegt karl- rembusvín getur hann ekki tekið því að vera notaður sem sæðis- sprauta. Hann biður Lauru um að fá að tala við Sylvíu í einrúmi næsta morgun. Laura lætur til- leiðast en er uggandi. Þegar sím- inn hringir á skrifstofu hennar og Alfreð segir að orðið hafi slys, veit hún hvað klukkan slær. Bibi Anderson þarf ekki að kynna og hún skilar hlutverki sínu hnökralaust að vanda. Ant- hony Perkins er dálítið ósannfær- andi á köflum og gömlu psycho munnvibrurTum bregður fyrir, en það kemur ekki að sök. Sandra Dumas er spurningamerki. Mér vitanlega þekki ég ekki lesbíur og veit ekki hvernig þær haga sér. í myndinni er aðeins tæpt á sam- búðarvandamáli en að öðru leyti virðist sambúð þeirra með eins- dæmum góð. Myndin er snoturlega tekin. Hún er björt og blátt áfram. Þannig eiga vandamálamyndir sem fjalla um skuggaleg málcfni líka að vera. (Sjáið t.d. Löður). Það er ekki verið að fela neitt þó sumar „djarfar“ senur mættu al- veg missa sig. Á nokkrum stöð- um eiu „framhalds" mistök, en það kemur ekki að sök. Þetta er ekki djörf mynd eða klámmynd eins og ætla mætti eftir bíógestum, nær eingöngu karlmenn, heldur er hér komið innlegg í umræður sem ættu að snerta okkur öll, hvers kyns sem við erum. Ég vil þó eindregið ráð- leggja kvenfólki að sjá þessa mynd, til að fá smá innsýn í vand- amál kynsystra sinna. Til saman- burðar vil ég nefna myndina The Boys in the Band, sem fjallar um vandamál homma og jók mjög skilning minn á vandamálum þeirra. Við hin erum nefnilega hluti af þessu vandamáli.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.