Helgarpósturinn - 01.10.1982, Side 8
8
sÝninyarsalir
Nýlístasafnið:
I dag verður opnuð sýning á ýmsum verkum
eftir Dieter Roth. M.a. verða sýndar bækur,
grafík og plötur. Þetta er sýning sem enginn má
missa af.
Kjarvalsstaðir:
Bragi Ásgeirsson sýnir málverk, vatnslitamynd-
ir og teikningar í vestursal. f forsal er sýning á
nokkrum Kjarvalsmyndum sem eru í eigu
Reykjavikurborgar.
Lístmunahúsið:
Á laugardaginn er opnun á leirmunasýningu
Kolbrúnar S. Kjarval. Þetta er sölusýning og
stendur yfir til 24. október. Sýningin er opin kl.
10-18 virka daga, kl. 14-18 um helgar lokað á
mánudögum.
Listsýningarsalurinn,
Glerárgötu 34, Akureyri:
Þorvaldur Þorsteinsson, ungur Akureyringur,
opnar sýningu á 50 vatnslita- og teiknimyndum
á laugardaginn kl. 15. Sýningin stendurtil 10l
október og verður opin kl. 20-22 virka daga en
kl. 15-22 um helgar.
Gallerí Lækjartorg:
Þýska lisíakonan, Erika Stumpf sýnir 40-50
verk eftir sig, einkum landslagsmyndir, mynd-
skreytingar við Ijóð o.fl. Sýningin stendur fram
til 3. október.
Gallerí Langbrók:
Sýning Langbróka er opin kl. 12-18 virka daga
en kl. 14-18 um helgar.
Listasafn
Eínars Jónssonar:
Myndir Einars eru til sýnis tvo daga í viku, mið-
vikudaga og sunnudaga kl. 13.30 til 16. Á efstu
hæð hússins er íbúð Einars og konu hans og er
hún til sýnis gestum.
Ásgrímssafn:
Nú eru einkum sýndar vatnslitamyndir og hafa
margar þeirra sjaldan sést áður. Þar gefur að
líta landslagsmyndir, blómamyndir og flokka
mynda úr þjóðsögum. Opið sunnudaga, þriðju-
daga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Aðgangur
ókeypis.
Mokka:
Olga von Leuchtenberg sýnir olíumyndir, acryl-
myndir og vatnslitamyndir. Gott kaffi á meðan á
glápinu stendur.
Árbæjarsafn:
Opið samkvæmt umtali. Upplysingar i síma
84412 kl. 9-10 alla virka daga.
Höggmyndasafn
Asmundar Sveinssonar:
Safmð er opið þriðjudaga, fimmtudaqa oo
laugardagakl. 14-16.
Kirkjumunir
f versluninni Kirkjumunir, Kirkjustræti 10, stend-
ur nú yfir sýning á list- og kirkjumunum eftir
Sigrúnu Jónsdóttur. Hún er opin á verslunar-
tíma og auk þess til kl. 16 laugardaga og sunnu-
daga.
Iciklnís
Þjóðleikhúsíð
Föstudagur kl. 20. Garðveisla eftir Guðmund
Steinsson. Leikstjóri: María Kristjánsdottir.
Laugardagur kl. 20 Garðveisla
Sunnudagur kl. 14 Gosi
Sunnudagur kl. 20 Garðveisla.
Litla svíðið:
Sunnudagur kl. 20.30. Tvíleikur eftir Tom
Kempinski i þýðingu Úlfs Hjörvar. Leikstjóri: Jill.
Brooke Árnason.
Leikfélag Reykjavlkur:
Sunnudagur kl. 20.30. Skilnaður eftir Kjartan
Ragnarsson, frumsýning.
Þriðjudagur kl. 20.30. Jói eftir Kjartan Ragn-
arsson.
Alþýðuleikhúsið:
Á laugardaginn sýnir Pældi'ði hópurinn Súr-
mjólk með sultu á fjölskylduhátið í Fellaskóla
og verður það nánar auglýst.
íslenska óperan:
Buum til óperu, Söngleikur fyrir börn í tveimur
þáttum. Tónlist: Benjamin Britten, texti: Eric
Crozier í þýðingu Tómasar Guðmundssonar.
Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Frumsýning
laugardag kl. 17.
Sunnudagur kl. 17. Búum til óperu.
Á laugardaginn koma Gilwellskátar saman til
endurfunda á Úlfljótsvatni. Þetta er samkoma
þeirra sem lokið hafa alþjóðlegu Gilwellþjálfun-
inni sem er veigamikill þáttur i starfi skáta-
hreyfingarinnar um víða veröld. Sérstaklega
verður fjallað um Úlfljótsvatn og framtið þess,
einkum þátt Gilwellskáta í vexti og viðgangi
staðarins. Dagskrá hefst kl. 17 með helgistund í
Úlfljótsvatnskirkju og talar Jónas B. Jónsson
fyrrum skátahöfðingi. Stjórnandi er Björgvin
Magnússon D.C.C.
Samtök um kvennaat-
hvarf:
Skrifstofa okkar að Gnoðavogi 44, 2. hæð er
opin alla virka daga kl. 13-15. Sími: 31575.
Gírónúmer samtakanna er 44442-1
Föstudagur í.
október
1982 ^Dústurinn
Fræðimenn á sviði myndlistar
hafa haldið því fram að í sjálfu sér
sé málaralistin ekki til heldur ein-
stakir málarar. Mér er þó nær að
halda að íslensk máiaralist sé til,
sú sem septembermennirnir
sýna. Þetta er varfærin list, búra-
leg fremur en hún sé gerð af
leiftrandi gáfum, tortryggin, veð
ur ekki elginn og stendur fyrir
sínu hvar sem væri og þolir sam-
anburð við list erlendra þjóða.
Einhvern veginn er list þessi sí-
fellt hrædd við að hnjóta og
hleypur þess vegna ekki þrefalda
hæð sina í snilldarlegri fíflsku,
þannig að áhorfandinn standi á
öndinni og viti ekki hvort verið sé
að hæðast að honum eða skapa
snilld. Sumardýrðin flýr, og við
Frá Septem ’82 — varfærin list, búraleg fremur en hún sé gerö af leiftr-
andi gáfum...
í september fer söngfug/
erum stödd andspænis þeim
þroska sem verður ekki meiri.
Sagan er sögð hjá flestum.
Pá fer áhorfandinrt að brjóta
heilann um verkin. ímyndunar-
aflið berst ekki á flugi inn í hrifn-
ingarvímu eða andúð sökum ný-
sköpunar verkanna. Verk þessi
eru ekki unnin af þreyttum
mönnum, en þó eru þeir rosknir
og ráðsettir. Allir nema einn,
sem er ævinlega til í glens: Sigur-
jón Ólafsson.
, Svo er þarna Guðmunda And-
résdóttir, málari sem hefur ein-
hverra hluta vegna oft farið frarn
hjá áhorfendum. Hún er þó með
sérkennilegri málurum okkar,
ekki bara vegna þess hvernig hún
skrifar litinn á strigann, oft með
mótsagnakenndum pensilförum
og rofnuin og auðsæjum, heldur
vegna þess að form hennar hafa
orðiö með tímanum að söguþræ-
ði: eitt málverk bætir viö sögu
annars, með þeim hætti að hvert
málverk er á vissan hátt kafli eða
málsgrein. Það er með Guð-
mundu Andrésdóttur, eins og
Ágúst Petersen, að hún notar
litinn á vissan hátt til þess aö má
út formin, þótt slíkt sé miklu
meira áberandi hjá Ágústi, flytja
þau af myndfletinum yfir í auga
áhorfandans líkt og skugga. En
þaö gerist jafnan ef stefnt er
saman rauðum og grænum lit,
skærum.
Þetta vissu fátæk börn er þráðu
myndlist en áttu enga, aðra en
þá sem hægt er að laða fram með
því að kreista fast aftur augun, þá
lætur vöðvaherpingurinn kring-
um augun, augun framleiða sína
eigin mynd í myrkrinu, í líki
rauðra og grænna hringa, seni
svífa síðan burt ef augun eru
opnuð.
Um sjónina og list eru til tvær
ágætar bækur eftir R.L.Gregory
og heitir önnur Greinda augað,
en hin er Augað og heilinn, og er
vel þess virði að líta á fróðleik
bókanna, einkurn fyrir þá sem
brjóta heilann um það hvernig
við skynjuni myndlist.
Listmálarinn er skáld sem
skrifar með pensli. íslenskir mál-
arar eru yfir höfuð bókniennta-
lega sinnaðir í verkum sínum og
margir hverjir frásagnakenndir.
Ragnheiður Jónsdóttir lætur.vera
loðin konukynfæri'á bók í grafík-
verki sínu. Stafirnir og efni bókar
innar sem er kvenkyns, fæðast
af síðunum. Nöfnin á verkum
Guðmundu Andrésdóttur eru í
ætt við ljóð: Ótta. Birta. Á brún-
um flcti. Gróandi. Rökkur.
Straumar. Glæður. Á gráum
fleti. Kvöldljóð. Vorþeyr. Dvöl.
Húm. Nöfnunum á málverkun-
um er hægt að raða upp með ýms-
urn hætti og hrynjandinn fæst
með því að lesa nöfnin hratt. Ef
nöfnin eru lesin hratt framan við
myndirnar á sýningunni nýtur
áhorfandinn þeirra með sér-
kennilegum hætti: saman fer,
ljóð, litur, hljóð, og form.
Annað dæmi um hvernig list-
málarar skrifa með pensli var að
finna í Nýlistasafninu, á sýningu
Kees og Rúnu. Stundum voru þó
fingur notaðir fyrir pensil: texti
var rifinn niður í mjóar ræmur
sem minntu á línur sem voru ekki
festar lárétt, eins og í okkar
skrift, heldur lóðrétt eins og í kín-
verskri skrift. Á ræmunum var
skrifaður texti en hann rofinn
með því að ræmunum var þannig
raðað að textinn rofnaði og varð
samhengislaus, eins og við stæð-
um andspænis ókennilegri skrift,
kínverskri. Þessu var svo fyrir
komið á borða, en bókaborðar
eða myndborðar eru einkenn-
andi fyrir austrænar bókmenntir
og frásagnarlist.
Kees var einnig með rofinn
texta á sínum myndum. Og svo
var þarna myndlist í ætt við
skuggaleikhús frá fyrrverandi ný-
lendum Hollendinga í Asíu. Jurt-
ir og hlutir voru notaðir á áþekk-
an hátt og brúður frá Balí. Skugg-
inn einn var eftir á afar við-
kvæmum pappír. líkt og við-
kvæmni sem hvílir á hv;rful -
leikanum.
Hverfulieikinn er einnig
leikur. Sigurjón Ólafsson var
með tálguð leikverk sín á Sept-
embersýningunni: drumba sjó-
rekna sem mesti myndhöggvari
heimsins hafði mótað, náttúran
sjálf. Vindar, veðrin, hafið. Þetta
,eru mestu mýndhöggvarar nátt-
úrunnar. Við lifum því og hrær-
umst í þeirri höggmynd sem
heimurinn er. Sigurjón tálgar ör-
lítið sínar náttúrulegu ■ högg-
myndir, líkt og hann vilji draga
fram sjálfur vissa eðlisþætti trés-
ins. Hann leggur stund á fegurð
sem dregur betur fram hina eðli-
legu fegurð efniviðarins. í þess-
um verkum er ekki verið að
móta. En þarna örlar líka á smíði
í stað höggmyndalistar, og saman
er stefnt útskurði og höggmynd,
vegna þess að við höggmyndina
er oftast neglt eitthvað áþekkt
gömlum íslenskum útskurði.
Verkið Köttur er dæmigert
fyrir Sigurjón. Það er sambland
af leik, lipurð, kímni og blekk-
ingu. Sigurjón hefur áður gert
mynd af Konu með kött, en í raun
og veru er sú mynd af tveimur
kisum. Lurkurinn sem á að tákna
köttinn á Septembersýningunni
er ekki óáþekkur lengri kisunni,
konunni, sem heldur á hinni kis-
unni í höggmyndinni. Myndverk
gerð á ólíkum tímum tengjast
þannig fyrir sakir minningarinn-
ar. En sá er munurinn á kettinum
nú og kisunum sem kúra í steini,
að kötturinn hér er í umhverfi.
Hann er að skríða í gegnum
spjöld á hurð með kringlóttu gati.
Kötturinn er þannig meira lif-
andi. Lögð er áhersla á lipurð
kattarins með götunum á spjöld-
unum.
Ef þarna væru engin spjöld
sem lurknum (kettinum) er rennt
gegnum, þá væri lurkurinn bara
ósköp venjulegur lurkur en ekki
köttur. Jafnvel barn ætti erfitt
með að ímynda sér slíkan lurk
sem kött. Þannig er listin. Allt
hefur merkingu og tilgang. I
^ouee Syonácrrek
En besta plata
þessa árs
Jonee Jonee —
Svonatorrek.
Hljómsveitin Jonee Jonee hef-
ur vakið nokkra athygli að
undanförnu og þá einkum fyrir
það hversu undarleg hljóðfæra-
skipan hljómsveitarinnar er, þ.e.
bassi, trommur og söngur. Það
hefur oft verið hin ágætasta
skemmtun að hlusta á þá á hljóm-
leikum og þá ekki síst vegna þess
að þeir hafa haldið prógrammi
sínu innan skikkanlegra tímatak-
markana, þaö hefur verið hressi-
legt og keyrt í gegn um það af
krafti.
Þegar ég frétti að Jonee Johee
væru að taka upp plötu var ég satt
að segja efins um að þeir ættu
nokkurt erindi á plast, til þess
væru þeir of einhæfir. Nú þegar
platan er kontin heyri ég að ég
hafði rétt fyrir mér að nokkru
leyti, ekki öllu þó. I heild má
segja að þetta gangi svona nokk-
urn veginn stórslysalaust fyrir sig
en þó held ég að lítil plata hefði
verið alveg nóg.
Hvað sem hver segir þá er það
nú heldur einhæft að hlusta á
heila plötu þar sem hljóðfæra-
leiknum er haldið uppi af góðum
trommara, sæmilegum bassa-
leikara og frekar gloppóttum
söngvara. Eg get nú ekki gert að
því að mér finnst Jonee Jonee
ólíkt skemmtilegri Jrar sem þeir
skreyta tónlist sína með saxófón-
leik, eins og í lögununi Haust og
Staðreyndin um lífið, jafnvel |ió
hann sé svolítið falskur. Verstir
þykja mér þeir í lögum eins og
t.d. Jonee Jonee, þar senr þeir
hljóma eins og léleg stæling á
Purknunr.
Einhversstaðar las ég það eftir
þeim Jonee mönnum haft að
platan nyti sín best ef aðeins væri
hlustað á lítinn hluta hennar (eitt
eða örfá lög) í einu. Það er líklega
rétt hjá þeint, þeir eru ágætir í
smáskömmtum og þá komum við
aftur að því hvort hún hefði ekki
bara átt að vera lítil. Jæjæ...
Kevin Rowland &
Dexy’s Midnight
Runners—
too-Rye-Ay.
Fyrir rúmum tveimur árum fór
í fyrsta sæti breska vinsældarlist-
ans lag sem heitir Geno með all-
merkilegri hljómsveit sem kallar
sig Dexy’s Midnight Runners og
rúmum tveimur mánuðum síðar
fór stór plata með þeim hátt á
lista. Lítið fór fyrir vinsældum
þessarar hljómsveitar hér á ís-
landi, eins og allt of algengt er um
góðar hljómsveitir. í heimalandi
þeirra, Englandi, virtust þeir líka
ætla að verða svokallað „one hit
wonder". Þeit hafa gefiö út fjöld-
an allan af litlum plötum á þessu
tímabili, sem ekkert hafa selst að
ráði. Til að bæta gráu ofan á svart
hefur saga hljómsveitarinnar ver-
ið svona álíka og strætisvagnabið-