Helgarpósturinn - 01.10.1982, Page 12
l>að cru liklega oröin niu ár siðan lesin var i morgunstund barnanna i útvarpinu sænsk
saga um uppreisn á barnaheimili. Krakkarnir voru búnir að fá nóg af yfirráðum fóstranna
og samféiags hinna fullorðnu og sögöu stopp og takk fyrir. Sagan var bráöskemmtileg, það
fannst mörgum. Það fannst lika þýðandanum, sem aukin heldur las söguna fyrir nývakn-
aða krakka i landinu, Olgu Guörúnu Arnadóttur.
En mörgum öörum fannst sagan hreint ekki skemmtileg og um tima ætlaði allt að ganga
af göflunum. Það var engu likara en að Olga Guðrún hefði ekki þýtt barnasögu og væri að
lesa hana i útvarpið. heldur heföi hún selt bæði Rússum og Albönum islensk kjarnorku-
leyndarmál eða eitthvað þaðan af verra. Velvakandi var fullur af bréfum frá óttaslegnum
húsmæðrum og föðurlandsvinum, sem vöruðu við þessari ógurlegu konu, Olgu Guðrúnu.
Hún væri kommi og ég veit ekki hvað og hvað. Smám saman hættum við aö heyra mikið
talað um söguna — þeim mun meira var talað um þýðandann. Svo leið nokkur timi og þá
kom út plata með Olgu Guörúnu þar sem hún söng fyrir börnin: „Ryksugan á fullu, étur
alla drullu...”
Hinir Sönnu lslendingar þurftu ekki frekari vitnanna við. Konan var
Hættuleg.
Mððir „kranaverkabams”
Þótt litið hafi heyrst af Olgu Guðrúnu
Arnadóttur siðustu misserin þýðir það ekki
að hún sé ekki lengur til. bvert á
móti — trúlega hefur hún aldrei verið
meira til. Hún fæst núna einkum við
skriftir — og barnauppeldi. begar við
heimsóttum hana i hlýlega risibúð á Teig-
unum var hún að ljúka við að gera tæplega
tveggja ára gamla dóttur sina, Sölku Guð-
mundsdóttur, út i gönguferð með barnapi-
unni. Salka sýndist feimin og hafði augljós-
lega aðra skoðun á mömmu sinni en hús-
mæðurnar óttaslegnu hér um áriö, við
okkur blasti litil mömmustelpa meö
mömmu sinni.
„Auðvitað er yndislegt aö vera móðir”,
sagði Olga Guðrún. „Þetta er eins og að
fæðast i annað sinn — jafnvel betra. Svo
spillir ekki að Salka min er háifgert krafta-
verkabarn: iæknavisindin reiknuðu alls
ekki með að hún gæti orðið til. Eg var nefni-
lega ein af þeim konum, sem búið var að af-
skrifa. bess vegna var nátúrlega enn gleði-
legra að hún skyldi geta fæðst”.
— Afskrifuð, segirðu. Varstu búin að
sætta þig við þaö?
„Nei. Maður sættir sig ekki við slikt.
Maður getur lært að lifa með þvi, en það er
mikil sorg fyrir konu, að geta ekki eignast
barn. Ég hafði reyndar i hyggju aö ættleiða
barn og var byrjuð á pappirsvinnunni, sem
fylgir þvi, þegar almættiö snérist á sveif
með mér. Það er mjög langur biðlisti eftir
islenskum börnum til ættleiðingar og þvi
koma börn gjarnan frá löndum, þar sem
eymdin er mikil eins og til dæmis Guate-
mala. En það er erfitt aö ganga i gegnum
allar þær þrautir og kostnaðarsamt. Fólk
verður að fara á staðinn og sækja barnið.
Þetta gera samt fjölmargir, sem sýnir að
fólk leggur allt á sig. Ég er ákaflega fylgj-
andi ættleiðingum, ekki sist barnanna
vegna, þvi viða biður munaðarleysingja
ömurlegt lif — og ömurlegur dauðdagi. Is-
lensk yfirvöld mættu gjarnan gera miklu
meira til aö greiða götu fólks i þessum
efnum.
Lfflb m nýjan nipng
— Finnst þér lifið öðruvisi eftir að þú
eignaðist þá litlu?
„Já., þó nú væri. Ég er ákaflega ham-
ingjusöm. Lifið hefur fengið splunkunýjan
tilgang. Það er uppörvandi að vakna á
morgnana með svona starfsamri og glað-
lyndri litilli manneskju. Svo reyni ég að
njóta þess eftir megni — ég vil hafa hana
hjá mér sem mest. Ég kæri mig ekki um að
setja hana á barnaheimili svona
unga — mér þykir eðlilegast að börn fái að
vera heima a.m.k. fyrstu tvö árin, ef þess
er kostur. Ég hef unnið á kvöldin og á nótt-
unni i staðinn. bað skapar auðvitað lika
vissa erfiðleika, það var mikið álag á heim-
ilinu i sumar, á meðan ég var að ljúka við
bókina mina, Vegurinn heim.Þá var aldrei
fri, hvorki hjá mér né Guðmundi (Ólafs-
syni, leikara, sambýlismanni), við skipt-
umst á að sinna Sölku, og ég notaði þess
utan hverja minútu til skrifta. En börn
þurfa að fá tima til að átta sig á tilverunni
og uppgötva sjálf sig, og þau þurfa ró og
næði. Það fá þau tæpast á barnaheimilum
þarsem deildirnar eru alitof barnmargar,
og fóstr'urnar alltof fáar. Auk þess er
áreiöanlega ekki gott fyrir ungbörn að vera
aðskilin frá foreldrum sinum allan daginn,
það skapar sambands-og öryggisleysi, sem
setur mark sitt j
tið. Það vill gleymast i umræðu um dag-
heimilismál hér á landi að höfuðkrafa for-
eldra ætti að vera sú að fólki sé gert kleift
að lifa af dagvinnulaunum einnar mann-
eskju, á meöan það hefur fyrir smábörnum .
að sjá. Þvi miður er þorri launafólks ofur-
seldur þeim örlögum að þurfa að basla með
litlu skinnin á barnaheimili eldsnemma á
morgnana, hvað sem taútar og raular, og
skilja þau þar eftir til klukkan fimm eða
sex á daginn. Hvers konar lif er það? Og
svo eru sumir sem ekki þurfa að gera þetta
til að eiga i sig og á, en gera þetta samt.
Það skil ég ekki”.
— Svona tal i þér þykir áreiðanlega
gamaldags.
„Mikil ósköp. Fólk er stundum hissa á
kvenréttindakonunni og sósialistanum mér
að vilja vera i þessu gamla munstri, heima
að gæta bús og barns. Ég finn að það hvilir
á mér viss krafa, fólk lætur að þvi liggja við
mig að ég eigi ekki að vera i þessu hlut-
verki, ég eigi að vera úti að sinna minum
„karrier” og láta ihaldskerlingarnar um
íþennan lifsstil. Þetta kom mér talsvert á
óvart...”
— Hvaðan kemur þessi krafa? Frá þinum
pólitisku samherjum?
„Já ekki siöur. Annars veit ég ekki hvort
ég á neina „pólitiska samherja”. Ég hef nú
hingað til fylgt minni einkapólitik, þó auð-
vitaö hafi hún vissa snertifleti viö pólitik
annarra vinstri manna,
— Fyrst þú minnist á „karrier” hefuröu
þá engar áhyggjur af honum?
— Auðvitaö er þetta viss togstreita, mig
langar til aö vera með Sölku og mig langar
lika til að geta einbeitt mér að skriftum. En
það er ekki langur timi sem barnið er svona
ungt, en á hinn bóginn hef ég allt lffið til að
sinna öörum hugðarefnum. Ég er heldur
ekki i neinu kapphlaupi, þarf ekki að fylla
upp i neinn kvóta, ha? Bara nota timann
skikkanlega, bæði til vinnu og annars. Ann-
ars hefur mér gengiö furðanlega að vinna
þrátt fyrir mömmu-stússiö, og ástæðan
fyrir þvi er vitaskuld sú, að samstaðan á
heimilinu er mjög mikil og góð”.
Mcsia breytlngln i neliniiununi
— bá komum við að þvi: jafnrétti kynj-
anna. Helduröu að barátta undanfarinna
ára hafi borið árangur?
„Staðan hefur jafnast, ég er ekki i neinum
vafa um það. En fólki er enn mismunað
breytingin hafi orðið á heimilunum, sem er
i rauninni skrýtið. Maöur hefði haldið, að
það myndi reynast auðveldara að breyta
oþinberlega, þar sem reglugerðirnar ná til.
En einmitt á vinnustöðunum hefur ár-
angurinn orðið miklu minni en menn höfðu
gert sér vonir um. Konur eru ennþá undir-
sátar. Þetta er svo mikið karla- og ihalds-
þjóðfélag. Og karlar eru, held ég, ihalds-
samari en konur. Þetta segi ég náttúrlega
með léttu brosi! En karlarnir ráða mestu,
flestar valdastofnanir þjóðfélagsins eru i
þeirra umsjá. Meðal annars þess vegna
hefur ekki orðið breyting á ýmsu, sem
reynslan sýnir að er handónýtt”.
— Dæmi?
„Til dæmis Alþingi. Ég hef alltaf á til-
finningunni, að karfarnir þar séu aldrei i
sambandi við venjulegt fólk. Konur hafa
miklu meiri tengsl við lifið og tilveruna, þvi
körlunum hættir svo til að einangrast i
flibbakerfinu. Það eru til dæmis oftast kon-
urnar, sem halda uppi tengslum við fjöl-
skyldurnar og nágrannana. Samt er ihalds-
söm kona auövitað ekkert skárri en ihalds-
samur karl”.
— Erum við þá kannski frekar á niður-
leiö?
„Ja, mér finnst þjóðfélaginu hafa
hrakað. Efnishyggjan og ofgnóttin ræður
öllu. Fólk er hætt að gera nokkurn hlut
nema fyrir peninga. Ekkert er lengur gert
fvrir andartakið og ánægjuna. bað var
dæmigert nýlega i spurningu dagsins i DV,
þar sem var verið að spyrja fólk af hverju
það hefði mestar áhyggjur. Allir nema einn
nefndu það til, að það hefði ekki nægan
tima. Sólarhringurinn var ekki nógu
langur. Allir hafa svo mikið að gera að þeir
hafa ekki lengur tima til að lifa. Auðvitaö
spilar þarna inni vinnuþrælkunin sem þeir
lægst launuðu mega þola, en það er lika
einsog fólk sé að keppast við að innbyrða
svo mikiö, það má ekki missa af neinu.
Fjölskyldulifið er búið spil. Það er ekki i
tisku lengur. Og neyslan er að ganga af
öllum mannlegum samskiptum dauðum.
Jafnvel fólk sem gæti haft tima fyrir sig og
börnin sin lætur það eiga sig, og ver tim-
anum frekar i þetta fjandans videó eða eitt-
hvaö álika uppbyggilegt.
• Þetta sést enda á unglingunum, a.m.k.
stórum hópi þeirra. Fyrir tiu eða tólf árum
vorum við sem þá hétum unglingar að
reyna að halda á lofti jákvæöum lifsgildum,
viö trúðum á eitthvað, sumir höfðu meira
að segja hugsjón. Nú er þetta tómt niðurrif.
Innihaldsleysið og vonleysið ræður rikjum.
Maður sér þetta gleggst á tónlistinni