Helgarpósturinn - 01.10.1982, Síða 20
20____________
„íslendingar
hvorki
betri
né
verri
en
aðrir’'
l»e}>ar íslendingar eru að gorta af landi sínu
oj> þjóð í eyru útlendinj>a heyrist þessi setniiij>
æði oft: „Os svo eru enj>ir ghepir á Islandi.“
Hvað skyldi nú vera hæft í þessari fullyrð-
inj>u? Erum við eins saklaus og við viljum
vera láta?
Þessar spurninj>ar lagði llelyarpósliirinn
fyrir Erlend S. Baldursson sem vinnur hjá
Skilorðseftirliti ríkisins. Hann er mcnntaður í
afbrota-, félags- og sálarfræðum við Os-
lóarháskóla og hefur þann starfa að fyigjast
með ungu fólki á aldrinum 15-21 árs sem lent
hefur upp á kant við lögin.
„Ef við lítum á fangelsin og fjölda fanga
miðað við 100 þúsund íbúa þá er þó nokkur
munur á okkur og hinum Norðurlöndunum.
Felstir fangar eru í Finnlandi eða 106, 72 í
Svíþjóð, 68 í Danmörku, 46 í Noregi og 32 á
íslandi. Þessar tölur eru mjög lágar ef borið
er saman við fjölda fanga í Bandaríkjunum
eöa Sovétríkjunum. í Bandaríkjunum eru
þeir á bilinu 250-300 fyrir hverja 100.000
íbúa.
Ein ástæðan fyrir því að færri eru í fangels-
um hér á landi er sú að í Noregi, Danmörku
og Svíþjóð er stór hluti fanga að afplána
stutta dóma sent þeir hafa hlotið fyrir ölvun-
arakstur. Þar fá menn oft fangelsisdóma fyrir
fyrsta brot af því tagi og í Noregi verða þeir
að afplána þriggja vikna fangelsi. i iér er ölv-
unarakstur yfirleitt afgreiddur með dómssátt
og sekt.
Önnur ástæða fyrir því að fangar eru færri
hér er sú að hér á landi er reynt að gera allt
sem hægt er til að komast hjá því að senda
ungt fólk í fangelsi. Af þeim 70-75 föngum
sem sitja inni að jafnaði eru nú ekki nema 2
eða 3 undir tvítugu. í Noregi er mjög stór
hiuti fanganna á aldrinum 16-20 ára.‘l
Dómar styttast
— Nú skera Finnar sig líka úr, í liina átt-
ina. Af hverju stafar það?
„Það stafar einkum af því að þar eru dómar
yfirleitt mun lengri. Þróunin undanfarin ár
hefur verið sú á Norðurlöndunum að dómar
hafa styst verulega en Finnar hafa dregist
afturúr í þeirri þróun. Þó hefur föngum fækk-
að talsvert hjá þeim, úr 150 árið 1970 í 106.
Mér á landi hefur þeim hins vegar fjölgað úr
19 í 32 á sama tíma. Það á sér skýringu í því að
áður var algengt að dómar fyrntust og menn
sluppu við að afplána þá. Það var líka tilvilj-
unum háð oft á tíðum hverjir fóru inn. Nú er
meiri festa á hlutunum, það þarf mikið til að
menn sleppi við að afplána óskilorðsbundna
dóma auk þess sem afbrotum hefur hugsan-
lega fjölgað. Svo höfum við ekki við sania
plássleysi í fangelsum að glíma og td. í Noregi
og Danmörku. I Danmörku eru unt 10 þús-
und rnanns á biðlista eftir að afplána, flestir
fyrirölvun við akstur. Þar hefurverið rætt um
aö leggja einhverja herstöðina undir fangelsi
en sumir vilja frekar breyta refsingunum og
Föstudagur 1. október
farTTTTT^
sturmn
afnema fangelsisdóma fyrir ölvunarakstur."
— Er einhver munur á því hér og erlendis
hverjir afplána sína dóma, úr hvaða stéttum
fangar eru?
„Nei, það er svipað hér og á Norðurlönd-
unum. Það eru þeir sem hafa orðið undjr sem
sitja inni. Þegar farið var að senda menn í
fangelsi fyrir ölvun við akstur á hinum Norð-
urlöndunum héldu margir að þetta myndi
breytast, að nú lentu „fínu rónarnir" ekkert
síður í fangelsum en þeir minna fínu. En
könnun sem gerð var í Noregi leiddi merki-
legt nokk hið gagnstæða í Ijós. Þeir sem lentu
inni fyrir ölvun við akstur voru líka flestir úr
lægri stéttum, bjuggu við erfiðar fjölskyldu-
aðstæður og áttu við drykkjusýki að stríða.
Menn hafa skýrt þetta með því að minni líkur
séu á að forstjórinn sem ekur heim til sín úr
vinnunni á fínum Volvo sé gómaður en sá
sem er að þvælast drukkinn á gamalli Cortinu
um miðja nótt.“
Vopnuð rán óþekkt
— Þú nefndir töluna 70-75 fanga, hvernig
skiptast þeir eftir tegundum afbrota?
„Núna sitja 15 manns inni fyrir dráp, 7-8
fyrir fíkniefnamisferli, 8 fyrir kynferðisafbrot
og ofbeldi og afgangurinn fyrir auðgunar-
brot. Þessa stundina sitja 2 konur inni, báðar
fyrir man'ndráp, en oft á tíðum hefur ekki
verið nein kona í fangelsum landsins, enda
varla hægt að segja að kvennafangelsi hafi
verið til. Það er mjög sjaldgæft að konur
lendi inni fyrir annað en alvarleg brot. í
auðgunarbrotum er algengt að þær séu svona
utan í þeim, þær eru ekki með ísjálfum þjófn-
aðinum en taka þátt í að eyða þýfinu. Þær fá
líka oftar skilorðsbundna dóma en karlar.
Það er algengt að þær hætti eftir fyrsta dóm
en karlarnir halda áfram."
— Hvernig lítur þessi skipting út í saman-
burði við hin Norðurlöndin?
„Húnerósköpsvipuð. Héreru 2-3% fanga
konur og í Noregi eru þær 2-5% fanga. Eini
munurinn cr þetta með unga fólkiö sem ég
nefndi áðan. Og svo er ein tegund afbrota
óþekkt hér en mjög algeng á hinum Norður-
löndunum. Þar á ég við vopnuð rán, banka -
ránoþh. Þau hafa færst rnjög í vöxt á hinum
Norðurlöndunum en hér man ég ekki eftir
öðru en þessum dularfullu ránum í Sand-
gerði. Eg hef ákveðna skýringu á því af
hverju viö höfum sloppið við þessa tegund
afbrota. Erlendis er algengast að menn reyni
að komast úr landi með fenginn, en hvert
eiga menn að fara hér? Svo er það líka ís-
lenska myntin, það er ekki auðvelt að skipta
stórum fjárhæðum í íslenskri mynt erlendis.“
Afbrot svipuð - en minna kært
Erlendur gerði í fyrra könnun á sam-
skiptum almennings og lögreglu. Þar spurði
Rætt
við
Erlend
S.
Baldursson
■ m ■
um
„ísland
- landið
sem
laust
er
við
glæpiT?
hann ma. stóran hóp fólks frá þremur stöð-
um, Reykjavík, Vestmannaeyjum og Suður-
Múlasýslu, um það hvort það hefði orðið
fyrir þremur tegundum afbrota sl. 12 mán-
uði. Afbrotin sem um varspurt voru þjófnað-
ir, ofbeldi og skemmdarverk.
„Könnunin leiddi í ljós aðl l,3%aðspurðra
höfðu orðið fyrir þjófnuðum, 9.2% fyrir
ófbeldi og 16% fyrir skemmdarverkum.
Þessar tölur eru ekki ósvipaðar því sem sams
konar kannanir á hinum Norðurlöndunt
hafa leitt í ljós og ég tel því enga ástæðu til að
ætla að minna sé um afbrot hér en þar. Og
þótt minna sé unt afbrot í Suður-Múlasýslu
en Reykjavík er sá munur ekki verulegur.
En það er niunur á því hvernig brugðist er
við þessum afbrotum. Málin koma ekki endi-
lega til kasta lögreglu heldur eru leyst öðru-
vísi. Ef við lítum á ofbeldið kom td. í ljós að
22,8% þeirra sem höfðu orðið fyrir því
leituðu læknis en einungis 10% kærðu til lög-
reglunnar. Ástæður þessa eru einkum þær að
menn töldu atvikið of lítilfjörlegt eða að þeir
þekktu þann sem beitti ofbeldinu.
Hvað þjófnaðina varðar þá kærðu 40%
atvikin til lögreglu, hinir töldu það of lítilfjör-
legt eða að tilgangslaust væri að kæra. Þó
þetta hlutfall kynni að virðast lágt hefur það
hækkað talsvert í seinni tíð og er það vafa-
laust vegna þess að nú eru fleiri komnir með
heimilistryggingu og til þess að fá tjónið bætt
verður að kæra það til lögreglu."
Svipaður fjöldi manndrápa
— Talandi um ofbeldi, erum við íslending-
ar ekki betri en frændur okkar á því sviði?
„Það held ég ekki. Við erum td. orðnir
mjög svipaðir þeim hvað manndráp áhrærir.
Undanfarin ár hafa þau veriö þetta 1.2 og 3 á
ári. í ár hafa tvö manndráp 'ærið framin og
enn er árið ekki liðið. Við erum hins vegar
lausir við manndráp sem stundum verða í
vopnuðum ránurn, oftast vegna mistaka eða
ef einhver ætlar að verjast ræningjunum.
Blöðin hafa mikið reynt að blása það upp
hve hættulegt sé að vera á ferli á vafasömum
stöðum eftir að skyggja tekur vegna hættu á
að á mann sé ráðist. Þetta er mesti misskiln-
ingur. Það gildir það sama hér og á öðrum
Norðurlöndum að heimilið er langhættuleg-
asti staðurinn. Stærsti hluti manndrápa og
ofbeldisverka gerist á heimilunum og þeir
sem þau fremja eru oftast nánir vandamenn,
td. makar.
Ég sé því ekki neinn verulegan mun á okk-
ur og frændum okkar að þessu leyti. Lögregl-
an hefur ekki minna að gera hér. Hins vegar
veldur fámennið því að hér er auðveldara að
koma upp um glæpi. Það er alger hending að
hér sé- framið ntanndráp án þess að dráps-
maðurinn finnist."
Að stela 25 þúsund krónum á dag
— Nú er ntikið talað um að auðgunarbrot-
um fjölgi í kjölfar aukinnar fíkniefnaneyslu.
„Um það eru engar tölur til. Það kynni að
vera að einhver slík tilvik hafi komið fyrir en
ég er ekki trúaður á að það sé algengt. Yfir-
völd og tryggingafélög á hinum Norðurlönd-
unum hafa miklar áhyggjur af þessu, en ekki
eru allir sámmála um að þetta sé eins útbreitt
og þessir aðilar vilja vera láta. í Noregi er
orðið talsvert um heróínneytendur og því
hefur verið haldið fram að þeir fjármagni
neysluna með því að stelpurnar stundi vændi
en strákarnir innbrot. í því sambandi hefur
verið bent á að heróín sé dýrt efni og að ekki
sé óalgengt að neytendur þurfi að punga út
með 6-8 þúsund krónur á dag til að halda sér
gangandi. Ef þeir ættu að fjármagna þessa
neyslu með innbrotum þyrftu þeir að stela
verðmætum sem eru margfalt dýrari. Hvað
endast menn lengi til að stela 20-25 þúsund
krónum á dag? Slíkt gera ekki sjúklingar, það
þarf þrautþjálfaða afbrotamenn til að standa
í því. Ég held að flestir fjármagni sína fíkni-
efnaneyslu með því að selja efnin sjálfir til
annarra.
En það er erfitt að gera sér grein fyrir um-
fangi fíkniefnaneyslunnar hérlendis. Það eru
svo miklir öfgar í því máli á báða bóga. Ég
held þó að engin stökkbreyting hafi orðið.
Tölur um fjölda mála benda ekki til þess og ef
einhver fjölgun verður milli ára held ég að
það stafi frekar af aukinni löggæslu en að
brotunum fjölgi svo mjög.“
Afbrot unglinga svipuð
— í þínu starfi hefur þú mikil afskipti af
ungu fólki. Hvernig heldur þú að afbrotum
þess sé hátiað miðað við jafnaldrana á hinum
Norðurlöndunum?
„Ég held að það sé líka mjög svipað. Árið
1976 var gerð samanburðarkönnun á
reykvískum unglingum og jafnöldrum þeirra
í Silkiborg í Danmörku. Þar voru unglingarn-
ir spurðir hvað þeir hefðu brotið af sér og
útkoman var mjög svipuð. Hér er hins vegar
auðveldara að beina unglingunum inn á rétt-
ar brautir af því að hér er nóg atvinna. Þeir
sem verða fyrir barðinu á atvinnuleysi eiga
mest á hættu að komast í kast við lögin. Ef
þjóðfélagsþróunin verður svipuð hér og er-
lendis er mikil hætta á að hér komi upp
atvinnuleysi og þá mun afbrotum unglinga
fjölga. Það er nefnilega jafnmikil pressa á
þeim unglingum sem eiga mikla peninga og
þeim sem eiga iitla. Auglýsingarnar segja
þeim að þetta verði þeir að eignast og þeir
gera það einhvern veginn.“
— Það er þá skoðun þín að lítill munur sé á
íslendingum og öðrum Norðurlandabúum
hvað afbrot snertir?
„Já, ef vopnuðu ránin eru undanskilin get
ég ekki séð að íslendingar séu neitt betri eða
verri."
viðtal:
Þröstur Haraldsson
mynd: Jim Smart