Helgarpósturinn - 08.10.1982, Síða 10

Helgarpósturinn - 08.10.1982, Síða 10
10 Föstudagur 8. október 1982 Jpifisturinn Diskódro ttningin dugar enn Yazoo - Upstairs At Eric’s Pað kom nokkuð á óvart að Vinee Clark skyldi yfirgefa hljómsveitina Depeche Mode einmitt þegar framtíðin virtist brosa við henni. Nokkur laga þeirra höföu orðið vinsæl og leiðin virlist einungis 'liggjtt til frekari frama. Það hefur hins vegar komið á daginn nú nokkrum mánuðum síöar aö Clark hefur greinilega vitað hvaö hann var að gera. I lann fékk tij liðs við sig soiig- konuna Alison Moyet og saman mynda þau nu dúettinn Yazoo. Það fyrsta sem þttu gáfu út var lagið Only You, sem margir hrif- ust af (ekkí af ástæðulausu) og þá ekki síst vegna góðs söngs. Moyet hefur geysilega skemmtilega rödd, sterka en jafnframt dimnta og á köflurn allt að því karlmann- lega. A eftir fylgdi lagið Don't Goog þaö þekkja sjálfsagt margir orðið hér á landi í dag og mín skoðun er sú aö þaö eigi eftir að veröa eitt af vinsælli lögum þesstt árs hér á landi sem annars staöar. Nú liafa Yazoo sent frá sér stóra plötu, sem ber heitið Upstti- irs At f-ric's og á tveimur vikum vtif hún komin í efsta sæti breska vinsældarlistans. Don't go og Only You er bæði að finna á plötu þessari sem í heildina er mjög góð og alls ckki það sem maður átti von á eftir að hafa hlýtt á tvö fyrrnefnd lög. Clark hefur samið rúman helm- ing laganna og eru þau léttari hluti plötunnar en þó heldur þyngri en þau sem hann samdi er hann'lék með Depeche Mode. htiu lög sem Moyat hefur stimið eru flest róleg og taka lengri tíma að venjast en eru engu iið síöur nijög góö og gott jafn- vægi við lög Clarks. Sérstaklega er ég hrifin af lögunum Midnight og Winter Kills en Goodbye Se- venties stendur þeim ekki langt að baki. Upstairs at Eric's er í heild mjög heilsteypt og góö plata, ef undan er skilið lagið Before E Exept After C, sem er alveg lirút- leiðinleg tilraunatónlist með raddir. En sem sé í heild er þetta mjög góð og eiguleg plata. Donna Summer Þó að diskó tónlist hafi nú um nokkura ára skeið veriö eitthvert vinsælasta form dægurtónlistar, þá hafa ekki fylgt henni margar stórstjörnur. 'Flestir þeir sem slegið hafa í gegn með flutningi diskótónlistar, gera yfirleitt ekki nema eitt verulega vinsælt lag. sumir þó tvö en enn færri fleiri. Donna Summer þarna svo sann- arlega undantekning, því hún er líklega hin eina og sanna diskó- drottning. Hún sló fyrst í gegn árið 1976, þegar hún stundi lagið Love To Love You Baby inn á plötu, með þeim árangri að það skaust í fyrsta sæti bandaríska vinsældar- listans. Donna sýndi svo fljótlega að hún kunni ýmislegt fleira fyrir sér en stynja, því hún er hin ágæt- asta söngkona. Hámarki náðu vinsældir Donnu Summer árið 1980, eða þar um kring, er hún sendi frá sér lögin Mac Arthur Park. Hot Stuff (sem inniheldur frábært gítarsóló Jeff „Skunk" Baxters), Bad Girls, On The Radio, Dim All The Lights og No More Tears en það síðastnefnda var dúett sem hún söng með Barböru Streisand- Heldur lítið hefur farið fyrir Donnu nú allra síðustu árin en nú nýlega varð þar breyting á, því nýja lagið hennar Love Is Con- trol hefur gengið ágætlega og það sama er að segja um nýju stóru plötuna hennar, sem heitir ein- faldlega Donna Summer. Nú er Giorgio Moroder, sá er stjórnaði upptökum á plötunni hennar, horfinn á braut en í hans stað er Quincy Jones sestur við stjórnvö- linn og ferst honum verkið bara bærilega úr hendi. Til liðs við sig, og Donnu, hefur hann fengið ýmsa gerilsneydda session karla og þar af leiðandi er oft sent ein- hvern lífsneista vanti í undir- leikinn en þó er ágæta kafla að finna inn á milli. A fyrri hliðinni eru best lögin Love Is In Control og hið rólega The Woman In Me. Einser Myst- ery Of.Love þokkalegt en það er létt diskó lag, sem allt eins gæti orðið vinsælt. Hins vegar hef ég litlar mætur á síðasta lagi hliðar- innar, en það er eftir þá Vangelis og Jon Anderson og nefnist það State Of Independence. Á seinni hliðinni er að finna perlu plötunnar en það er lag eftir Bruce Springsteen, sem nefnist Protection. Lag þetta er að mínu mati það besta sem heyrst hefur frá Donnu Summer síðan Hot Stuff var og hét. Petta er kraft- mikið diskó-rokklag og í enda þess gefur að heyra gott gítarsóló frá Springsteen. Önnur lög á þessari hlið seni tekur að nefna eru (If It) Hurts Just a Little og Love Is Just a Breath Away. í heild er þetta allra sæmilég- asta platafrádrottningudiskótek- anna.JtJver hcfði trúað því fyrir sex árum aöhún yrði enn í fullu fjöri, hvað vinsældir varðar, árið 1982? Allavega ekki ég. Imagination — In The Heat Of The Night Söngtríóið Imagination hefur notið nokkurra vinsælda upp á síðkastið fyrir stóru plötuna In The Heat Of The Night, sem meðal annars hefur farið inn á topp tíu í Englandi. Ég held ég fari með rétt mál þegar ég segi að Imagination hafi slegið í gegn í fyrra með laginu Body Talk en síðan hefur hvert hitt íagið rekið annað og IruThe Heat Of The Night mun víst vera önnur stóra platan þeirra. Tónlist sú sem Imagination flytur er létt diskó-fönk, sem oft á tíðum lætur ekki óþægilega í eyr- um, þ.e. skríður þægilega inn um annað og jafn Ijúflega út um hitt. Það sem tónlist eins og sú sem Imagination flytur hefur fram yfir þá diskó tónlist sem vinsæl hefur orðið undanfarin ár er að hún er undir meiri áhrifum soul tónlistar sjöunda áratugarins. Til dæmis finnst mér Imagination líkjast nokkuð Smokey Robinson en ólíkt honum þá eru textar þeirra yfirleitt rusl. Þetta er sem sé plata sem allt í iagi er að setja á fóninn ætli mað- ur ekki að hlusta sérlega náið,hún lullar í gegn án þess að verða neitt yfirþyrmandi leiðinleg. Það er nú það. SERÍUBÆKUR: SAFNARA- NÁTTÚRAN VIRKJUÐ? Það kom einusinni kona inn í bókaverslun hér í bænum og spurði hvort þar væru til Öldubækurnar. Konunni var þegar vísað í barna- bókadeildina, hvert hún fór. Skömmu síðar kom hún aftur að afgreiðsluborðinu, kafrjóð, og sagðist hafa verið að leita að Alda- bókununr, „Öldin okkar, þú veist!" „Þessi flokkur byrjaði 1951, þeg- ar Öldin okkar eftir Gils Guð- mundsson kom út," sagði Gunnar Stefánsson hjá Iðunni í viðtali við Helgarpóstinn. „Þetta hefur alltaf síðan verið mjög vinsælt og nú eru komin út 11 bindi. Það er líklega forrnið á þessu sem hefur gert vin- sældirnar. Það er blaðamennsku- stíll á þessu, og mikið af myndum með auðvitað! Ætli flestir hafi ekki einhverntímann blaðað í þessum bökum." En hvað með aðrar slíkar „seríu" bækur? „Það má lengi deila um það hvað er „sefíu"bækur og hvað ekki", segir Steinar J. Lúðvíksson hjá Erni og Örlygi. „Á þá að telja með bækur svo sem eftir höfunda eins og MacLean, eða Bagley? Slíkar bækur korna út árlega, eru allar bundnar inn eins. Það má svo sem kalla þær „seríu" bækur líka." Hvað ræður þá sölu á svona bókum? Það er talsvert gefið út af þeim, líklega einir sex eða sjö flokkar í gangi nú, fyrir utan flokka sem lokið er, eins og t.d. Hrakn- ingar á heiðarvegum, eftir Jón Eyþórson og Pálma Hannesson, sem var mjög vinsæll flokkur. Er það þá ekki tilfellið, að sala á svona bókuni fer mikið eftir safnaraárátt- unni, þ.e. að þegar menn hafa j einusinni keypt sér eitt eða tvö bindi, halda þeir áfram, til þess að eignast allan flokkinn? „Þáð verður að skoða eðli bók- anna" segir Steinar J. Lúðvíksson. „Það gilda í raun sömu lögmál um „seríu" bækur og allar bækur. Ef þær eru ekki áhugaverðar, seljast þær ekki. Ef bókaflokkur um á- kveðið efni fer í gang, heldur hann áfram, ef reynslan sýnir að þar hef- ur verið dottið ofan á gott efni. Annars ekki." Hvernig fara þá flokkarnir af stað? „Það er ýmist að höfundar koma með hugmyndina, eða þá, sem oftar gerist, að forlagið fær menn til að vinna hugmyndir sínar. Þetta mótast auðvitað fyrst og fremst af sntekk og áhuga útgef- andans." ÚTVAIH' Föstudagur 8. október 7.00 Veöur. fréttir. bæn ogGullímund.Nu getur maöur loksins tariö aö taka dagmn snemma attur. Haldiöi aö það sé munur... 10.30 „Mér eru fornu minnin kær" At Þingeyrar feögunum Ásgeiri Einarssyni og Jóni As geirssyni. Umsjón: Einar Kristjánsson frá Hermundartelli. Lesari Óttar Einarsson. RUV AK 14.30 „Ágúst" eftir Stefán Júliusson. Höfundur les fimmta lestur. 15.40 Tilkynningar 16.20 Litli barnatiminn. Heiödís Norðtjörð sér um þáttinn og talar við hlustendur á sinn afar persónulega hátt. RUVAK 17.15 Nýtt undir nálinni. Er þetta Gunni Sal? Á ég að trua þvi. Ert'ekki ennþá búinn að skilja það Gunm ? (Þaö er ekkert nýtt undir . sólinni, beibi.) 20.40. Sumarvaka. Sigurveig Hjaltested syngur, Ágúst Vigfússon segir frá, Birgir Sigurðs- son les Ijóð eftir Jón Óskar. Óskar Ingi- marsson les frásógn Torfa Þorsteinssonar bónda og Karlakór Akureyrar syngur is- lensk lög. Nei. þetta er ekki ruvak. 22.35 Framhaldssagan fínnska ísland eftur livari Léikviská J\rnar Jónsson les. 23.00 Danslög. Styðja. styðja tja tja tja. Ég er með Gull fráJH.R.S. Laugardagur 9. október 8.30 Forustugreinar blaðanna. Blessuð sólin elskar allt. 9.30 Oskalög sjuklinga. Við erum fólkið sem erfiðar enn. 11.10 Alþýðan fátæka konur og menn. Þangað liggur leiðin. Um sumarbúðir þjóökirkjunn- ar við Vestmannavatn. Umsjón Heiödis Norðfjörð. RUVAK. 13.35 iþróttaþáttur. Vinnulýður, verk þin bíður. Hemmi Gunn 16.45 i sjónmáli. Viö sem ein eigum þrek til að þreyta. Fyrir alla fameliuna. Blessaður mar. Stilltu varpið í botn mar. i góðum filing. 17.00 Hljómspegill.Stefán bóndi á Grænumýri velur sigild. 19.35 Átali. Þetta er greinilega splunkunýr þáttur. Og natnið bendir til, ja hvers? Umsjón: Helga Thorberg og Edda Björgvinsdóttir. 20.00 Nikkan dunar. Viö erum frjókornin. Umsjón Bjarni Marteinsson, 21.30 Hljómplöturabb. Heyr, stormurinn þýtur, stundin er komin. Þorsteinn Hannesson á eftir þingmönnum Austurlands. 23.00 Laugardags hvað? Hyrpa, nei harpa. Ljómar vorið. Og geirar tveir. Sunnudagur 10. október 10.35 Út og suður. ,.Já drengur. aldrei hefði ég trúað því að veður gæti oröið svona vont," segir Gunnar Helgason Akureyri i fyrri hluta. 11.00 Vigsluafmæli i Siglufjarðarkirkju. Það var i ágúst og sem sagt því er útvarpað á þess- um drottins degi. 13.15 Söngleikir á Broddvei. Kattarvælið búið og nú er þaö Kona ársíns eftir John Kander og Fred Ebb. Árni.Blandon sér um þáttinn. 14.00 Leíkritið Manntafl eftir Stefán Zweig. Þessu var áður útvarpað árið '72. 15.30 íslensk 'ópera. Draumur eða veruleiki? Góð spurning. Þuriður Pálsdóttir, Garðar Cortes og Jon Asgeirsson ræöa málin undir stjórn Humars Te Laukssonar. 16.20 Það var og. 16.45 Ljóðalestur. Guörún Brynjúlfsdóttir samdi Ijóðiö Ýlustrá sem Lóa Guðjónsdóttir les. 19.25 Veistu svarið? Þetta er hin geysispenn- andi spurningakeppni. Umsjónarmaður er Guðmundur Heiöar Frimannsson, dómari Jón Hjartarson og aðstoðarkona Þórey Aðalsteinsdóttir. Eg veðja sko á Óttar. (Passaðu þig á Lúlla gamla.jRUVAK. 20.00 Stúdíó 4. Eðvarð sér um þáttinn. 20.45 Gömul tónlist, eða réttara sagt eldgomul tónlist. Ásgeir Bragason sér um þáttinn og gerir það vel. 21.30 Menningardeilur milli striða. 8. og siðasti. 23.00 Kvöldstrengir. Já maöur er kominn með létta kvöldstrengi núna. Fyrirgefðu Hildur. Þetta er víst tónlistarþáttur. Hildur Torfa- dóttir sér um hann. Og það er frá RUVAK. SJÓNVAItl* Föstudagur 8. október 20.45 Skonrokk er voða skonið einhvern veginn. Æ en ekkert skondið. Umsjón er í höndum ■ hennar Eddu. Skyldi hún verða á vellinum? 21.15 Kastljós. Da da da daaa. Loksins fær mað- ur að sjá þátt þar sem tekið er á málunum. Hann er í umsjón tveggja manna. (Þaö er alllaf svoleiðis, þar sem tekið er á mál- unum.) 22.20 Ég drep hann. Frönsk mynd sem fjallar um rithöfundargrey sem er að reyna aö skrifa. í hvert sinn er hann reynir verður hann fyrir vægast sagt undarlegri reynslu. Hver ætli annars reynsluheimur rithöfunda sé annar en þessi? Nema hvað að Pierre Boutron stýrir verkinu og heitir það á frummálinu Je tue il. Gulli mundi nú mæla með henni þessari og þá geri ég það lika. Hiklaust. Laugardagur 9.október 18.30 Riddarinn sjónumhryggi. Ég fæ kast. 20.35 Löður. Og nú fyrst kasta ég upp. 21.00 Þættir úr félagsheimili. Biddu við. Það sem gerir þetta athyglisvert er að höfund- urinn er Guðný Halldórsdóttir. Þessi fyrsti þáttur heitir Sigvaldi og sænska línan. Sig- valdi er leikstjóri (lærði i Sviþjóð). Hann er fenginn til að setja upp leikrit hjá áhuga- mannaleikhúsi. Leikritið sem valið er til uppsetningar er Þorlákur þreytti. En leik- stjórinn finnur djúphugsaöa þjóðfélagsa- deilu úr verkinu og... Fylgist meö frá byrjun. Leikendur Borgar. Edda, Gísli Rúnar, Flosi. Lilja Guörún og Sigurveig. (Getiði hver leikstýrir?) 22.05 Leikið til lausnar. Ein af þessum myndum sem gerast í fangabúðum nasista i Auswitz. Þessi er bandarísk frá 1980 og er byggð á sjálfsævisogu Faniu Fenelon. Sunnudagur 10. október 18.10 Stundin okkar. Nei, nei, nei, og aftur nei. 20.55 Glugginn heitir nýr þáttur um menningar- mál og listir. Dagskrárgerð: Áslaug Ragn- ars, Andrés Indriðason. Sveinbjórn I. Bald- vinsson og Elín Þóra Friðfinnsdóttir. Finnst ykkur svona þættir spennandi? 21.40 Schulz í herþjónustu. Nýr breskur sakamálaþáttur sem lýsir á gamansaman hátt ævintýrum þýska dátans Schulz i heimsstyrjöldinni síöari. 22.35 Borg sem bíðúr. Eftir hverju? Getiði einu sinni. (Fréttamynd frá Hong Kong.)

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.